Morgunblaðið - 26.04.2013, Síða 24

Morgunblaðið - 26.04.2013, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Efnavopnum líklega beitt Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Bandarísk stjórnvöld telja líklegt að herir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi notað efnavopn gegn uppreisnarmönnum í landinu. Talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins sagði í gær að lífeðlisfræðileg sýnishorn bentu til þess að sarín hefði hugsanlega verið notað af hernum en það virkar á taugakerfi líkamans og getur m.a. valdið krampa, öndunarerfiðleikum og dauða. Stjórnvöld í Washington höfðu áður lýst því yfir að með notkun efnavopna væri farið yfir „rauða línu“ og að það myndi hugsan- lega kalla á hernaðarleg við- brögð. Talsmaður þjóðarör- yggisráðsins ítrekaði hins vegar að hernaðarinngrip væri ekki yfirvofandi. Chuck Hagel, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, var- aði hins vegar við því í gær að notkun efnavopna bryti gegn öllum sáttmálum um hernað. Spurður að því hvort stjórnvöld í Sýrlandi hefðu farið yfir „rauðu línuna“ sagði hann það spurningu um stefnumótun en það væri hans hlutverk að bjóða forsetanum valkosti í stöðunni. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur einnig sagst hafa „takmörkuð en sannfærandi“ sönnun- argögn um notkun efnavopna í Sýrlandi. Í bréfi frá Hvíta húsinu til bandarískra þingmanna segir að notkun slíkra vopna mætti líklega rekja til Assad, þar sem allt benti til þess að hann hefði efnavopnin enn undir höndum og hefði sýnt vilja til að nota þau gegn sýrlensku þjóðinni. Pentagon hefur þegar sent hermenn til Jórd- aníu til að taka þátt í hugsanlegum sameiginlegum aðgerðum til að tryggja efnavopn. Chuck Hagel  Bandarísk stjórnvöld gruna Assad um notkun efnavopna gegn uppreisnar- mönnum  Hafa fundið leifar af saríni  Hernaðarinngrip ekki yfirvofandi Fjöldi hryðjuverkaárása í Evrópu og handtaka í tengslum við þær jókst umtalsvert árið 2012 frá því sem var árin þar á undan, samkvæmt nýút- kominni skýrslu Europol. Sam- kvæmt skýrslunni hefur orðið áframhald á þeirri þróun að hryðju- verkaógnin stafar í auknum mæli af minni hópum innan Evrópu og stök- um hryðjuverkamönnum fremur en stærri samtökum. „Hryðjuverka-sprengjuárásin á Burgas-flugvellinum í Búlgaríu og skotárás einsamals byssumanns í Frakklandi drógu fjórtán til dauða 2012 og undirstrika þá alvarlegu ógn sem Evrópusambandinu og borgur- um þess stafar af hryðjuverkum. Þrír aðrir borgarar týndu lífi vegna hryðjuverka árið 2012, í aðskildum árásum í Belgíu, Frakklandi og á Ír- landi,“ segir í tilkynningu frá Euro- pol. Þar segir einnig að íbúum Evrópu- sambandsins sem ferðuðust til átakasvæða í tengslum við hryðju- verkastarfsemi í kjölfar þess að hafa snúist til róttækrar hugmyndafræði hafi fjölgað. Rob Wainwrigth, for- stjóri Europol, segir þetta mikið áhyggjuefni, vegna möguleikans á því að þessir einstaklingar snúi aftur til Evrópu til að fremja hryðjuverk. Hryðjuverkaárásir í aðildarlönd- um Evrópusambandsins voru alls 219 í fyrra samanborið við 174 árið 2011 en 537 voru handteknir í tengslum við hryðjuverkaárásir árið 2012 samanborið við 484 árið 2011. Í tilkynningunni kemur einnig fram að netið sé mikilvægur sam- skiptamiðill fyrir hryðjuverkasam- tök og stuðningsmenn þeirra. „Hröð þróun samfélagsmiðla á netinu hefur leitt til nýrra tækifæra fyrir hryðju- verkahópa til tafarlauss og persónu- miðaðs aðgangs að stuðningsmönn- um sem og mögulegum nýliðum.“ Hryðjuverkum fjölgaði í Evrópu  Stakir hryðjuverkamenn vaxandi ógn AFP Net Nýliðun hryðjuverkahópa fer í auknum mæli fram á internetinu. Ísraelski flug- herinn skaut í gær niður ómannað loftfar frá Líbanon und- an norðaust- urströnd Ísrael. Staðgengill varnarmálaráð- herra landsins sagði Hezbolla- hreyfinguna í Líbanon standa að baki árásinni en aðeins sjö mánuðir eru liðnir síðan ísraelskar herþotur skutu niður annað ómannað loftfar innan flughelgi landsins. „Ég lít þessa tilraun til að rjúfa landhelgi okkar afar alvarlegum augum,“ sagði Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels, í gær. „Við munum halda áfram að gera hvaðeina sem við getum til að tryggja öryggi borgara Ísr- aels.“ Skutu niður ómannað loftfar frá Líbanon Benjamin Netanyahu ÍSRAEL Ríkisstjórn Dan- merkur hefur ákveðið að grípa til lagasetningar til að binda enda á verkbann um 60.000 kennara, sem staðið hefur yfir í nærri mán- uð. „Við erum komin að þeim tímapunkti þar sem ríkisstjórnin telur nauðsyn- legt að grípa inn í,“ sagði for- sætisráðherrann Helle Thorning- Schmidt á blaðamannafundi í gær. Deilurnar má rekja til breytinga á skólastarfi sem eiga að taka gildi haustið 2014 en í þeim felst m.a. að skóladagurinn verður lengdur. Thorning-Schmidt sagði enga lausn á deilunni í sjónmáli en gert er ráð fyrir að um 900 þús- und börn, sem setið hafa heima í fjórar vikur, mæti aftur í skólann á mánudag. Stjórnvöld grípa inn í kennaradeilu Helle Thorning- Schmidt DANMÖRK Tugþúsundir eru heimilislausar og hafast við í heimatilbúnum tjöldum eftir að jarðskjálfti reið yfir í Sichuan-héraði í Kína síðastliðinn laug- ardag. A.m.k. 196 létu lífið en fjölmiðlar sögðu frá því í gær að 78 ára gömlum manni hefði verið bjargað í Baoxing-sýslu, fimm dögum eftir skjálft- ann. Á myndinni má sjá stúlkur standa heið- ursvörð fyrir björgunarmenn við götu í Lushan- sýslu en á skiltunum stendur „Þakka ykkur fyrir.“ Björgunarmenn fá hlýlegar móttökur AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.