Morgunblaðið - 26.04.2013, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.04.2013, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú fáumviðkannanir á hverjum degi vegna kosning- anna sem eru að bresta á. Þegar 2-3 dagar eru í kosningar er varla að vænta mikilla tíðinda í ný- birtum mælingum. Enda sést, þegar skoðað er, að breytingar frá einni könn- un í aðra eru flestar vel innan uppgefinna skekkju- marka. Því er rétt að túlka einstakar breytur varlega enda er ella skammt í of- túlkun. Sumar þjóðir banna að kannanir séu gerðar eða birtar síðustu dagana fyrir kosningar. Tilgangurinn er vísast sá að koma í veg fyrir að kannanir hafi of mikil áhrif á úrslit. Slíkt bann er þó sér- kennilegt því spyrja má hvar menn ætli að enda ef byrjað er að banna eitt- hvað sem kann að hafa áhrif á kosningar. Öðru máli gegnir um t.d. áróður á kjörstað sem sjálfsagt er að banna. En það er fleira kannað en fylgi við 15 íslensk framboð. Þannig sagði Rík- isútvarpið frá fréttum af evrópskri könnun sem gerð var í nokkrum stærstu að- ildarlöndum ESB. Þar var spurt hversu mikils trún- aðar sambandið naut í þessum ríkjum. Niðurstöð- urnar voru sláandi, ekki síst þegar horft var til samanburðar við sambæri- lega 5 ára gamla könnun. Í hverju landi, sem könn- unin náði til, hafði þeim fjölgað mjög sem sögðust ekki treysta Evrópusam- bandinu. Mestur var trún- aðarbresturinn orðinn á Spáni þar sem 72% sögðust ekki treysta ESB, þrátt fyrir að vera aðildarríki. Þegar spurt var fyrir 5 ár- um voru það aðeins 23% Spánverja sem treystu ekki sambandinu. Einhverjir gætu bent á að augljós skýring á þessu mikla vantrausti væri sú að Spánn hefði lent í miklum efnahagslegum erfiðleik- um. Það er mikið rétt. En því er haldið fram að Evr- ópusambandið hafi brugð- ist við með öflugum björg- unaraðgerðum í þágu Spánar. Og það er í kjölfar þeirra „björgunaraðgerða“ sem trún- aðarbresturinn hefur orðið svo yfirþyrmandi. En það er einkar eftirtekt- arvert að Þjóð- verjar, sem ýmsir segja að séu þeir einu sem hagnist á hinni sameiginlegu mynt, hafa heldur betur glatað sínu trausti í garð ESB. Fyrir 5 árum vantreystu „aðeins“ 36% Þjóðverja samband- inu, en það segjast 59% þeirra gera nú. Vantraust Breta er þó enn meira, því það mælist 69% nú. Þessar eftirtektarverðu tölur eiga svo sannarlega erindi inn í íslenska stjórnmálaumræðu síðustu dagana fyrir kosningar. Því þannig háttar til að einn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, treystir ekki aðeins ESB betur en eigin landi og löndum, eins og margoft hefur komið fram, heldur er flokkurinn eins- málsflokkur og setur allt sitt traust á aðild að Evr- ópusambandinu og virðist telja hana allra beina bót. Hagur fólks og fyrirtækja hangi allur á því að það takist að troða Íslandi inn í ESB. Á sama tíma og það trú- boð er stundað berast þær fréttir að almennt atvinnu- leysi í evruríkinu Spáni hafi enn aukist. Það sé nú orðið 27,2% og sé því um fimmfalt meira en er á Ís- landi „eftir hrun“ eins og það er kallað. Hvernig halda menn að ástandið væri á Íslandi ef atvinnu- leysi væri hér 27,2%? Ís- lenskur ríkissjóður gæti aldrei risið undir atvinnu- leysisbótum sem slíkt og þvílíkt atvinnuleysi kallaði á. Evruríkinu Spáni er mikil vorkunn, en aðild þessa merka ríkis að tilbú- inni mynt fjölda þjóða, kemur í veg fyrir að það fái náð vopnum sínum. Staða myntarinnar tekur ekkert tillit til þeirra ham- fara sem orðið hafa í spönsku efnahagslífi. Evran kom svo sann- arlega ekki í veg fyrir að Spánn færi á hliðina. En enginn vafi er á að hún kemur í veg fyrir að landið rétti sig af á skaplegum tíma og með skaplegum hætti. Fylgiskannanir segja fátt nýtt degi fyrir kosningar. En aðrar endurspegla mikil tíðindi} Fjarar undan trausti H afi eitthvað mátt læra af umsókn- inni um inngöngu í Evrópusam- bandið, sem vinstriflokkarnir stóðu fyrir að senda til Brussel sumarið 2009, og reynzlunni af henni síðan þá er það að nauðsynleg forsenda slíks leiðangurs er ekki aðeins viðvarandi og af- gerandi stuðningur á meðal almennings heldur einnig á stjórnmálasviðinu. Þetta hafa margir bent á undanfarin ár. Þor- steinn Pálsson, sem setið hefur í samn- inganefnd vinstristjórnarinnar vegna umsókn- arinnar og þekktur er fyrir stuðning sinn við inngöngu í Evrópusambandið, hefur margoft lagt áherzlu á það að klofin ríkisstjórn gagnvart málinu geti ekki lokið slíkum viðræðum. Ekki sízt vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir þyrftu að geta samþykkt endanlegan samning sem hefði þann útgangspunkt að Ísland ætti að ganga í sambandið. Þetta sjónarmið hefur að sama skapi margoft komið fram hjá Evrópusambandinu sjálfu. Í gögnum sambands- ins er lögð þung áherzla á mikilvægi þess að stuðningur al- mennings sé fyrir hendi við umsókn Íslands og umsóknir ríkja almennt. Ljóst er að Evrópusambandið hefur haft af því talsverðar áhyggjur að slíkur stuðningur hafi ekki ver- ið til staðar í nauðsynlegum mæli hér á landi enda langur vegur frá því. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa ekki síður lýst miklum áhyggjum af því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið ósamstiga í afstöðu sinni til inngöngu í sambandið og hversu lítill stuðningur hefur verið við málið á meðal stjórnmálaflokkanna hér á landi. Utanríkismálanefnd Evrópuþings- ins hefur til að mynda ítrekað ályktað í þessa veru. Þannig lét Cristian Dan Preda, fulltrúi nefndarinnar gagnvart umsókn Íslands, þau orð falla í lok febrúar síðastliðins að pólitískur vilji þyrfti að vera til staðar hér á landi svo ljúka mætti viðræðunum með árangursríkum hætti. Staðreyndin er sú að umsókninni um inn- göngu í Evrópusambandið var komið á fram- færi sumarið 2009 án þess að nauðsynlegar for- sendur væru til staðar. Það er ekki að ástæðulausu að hún hefur gjarnan verið kölluð bjölluat. Smám saman hafa forsvarsmenn Evr- ópusambandsins áttað sig á þessu og fyrir vikið kom það þeim ekki ýkja mikið á óvart þegar ríkisstjórnin ákvað að hægja á viðræðunum í byrjun ársins eins og um- mæli Preda eru til marks um. Reyndar er alls óvíst hvort þeir hefðu tekið við umsókninni ef þeir hefðu vitað strax í upphafi á hversu veikum grunni hún væri byggð. Eðlilegt framhald málsins er því vitanlega að hætta um- sóknarferlinu. Það hefur mikið verið talað um for- sendubresti í kjölfar bankahrunsins varðandi ýmis mál en í þessu tilfelli er ekki forsendubresti fyrir að fara. Forsend- urnar voru einfaldlega aldrei til staðar og eru enn síður í dag en árið 2009. En það er aldrei of seint að leiðrétta mis- tök. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Lærdómurinn af umsókninni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Aðeins ein náma á Suð-urnesjum er með fram-kvæmdaleyfi, raunar tíma-bundið, samkvæmt svörum sem Vegagerðin hefur fengið frá sveit- arfélögum á svæðinu. Á svæðinu eru þrjár miklar efnisnámur, náman í Stapafelli, við Rauðamel og í Vatns- skarði og allar eru þær starfræktar án framkvæmdaleyfa. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst skortir töluvert á að nám- ur hafi tilskilin framkvæmdaleyfi víða um land og ástandið á Suðurnesjum er því ekkert endilega verra en annars staðar. Í fyrrasumar sendi Vegagerðin bréf til allra sveitarfélaga á landinu og óskaði eftir upplýsingum um fram- kvæmdaleyfi sem hefðu verið gefin út vegna efnisnáma. Tilefnið var að 1. júlí 2012 gengu í gildi ákvæði í nátt- úruverndarlögum frá 1999 sem kveða á um gefa framkvæmdaleyfi þurfi fyr- ir allri námavinnslu, jafnt í nýjum sem gömlum námum, litlum og stórum. Út- gáfa leyfanna er í höndum sveitarfé- laga. Sveitarfélögin hafa alls ekki öll svarað fyrirspurninni og töluvert er í að heildarmyndin liggi fyrir. Á Suð- urnesjum vantar enn svör frá Garði. Á kortinu að ofan má sjá ófrá- gengnar námur á Suðurnesjum, líka þær sem löngu er hætt að nota. Náma má ekki standa ónotuð og ófrágengin lengur en í þrjú ár. Því má ætla að annaðhvort þurfi að ganga frá mörg- um ófrágengnum námum eða afla framkvæmdaleyfis fyrir starfrækslu á þeim. Þurftu leyfi frá 2008 Allar námur þurftu fram- kvæmdaleyfi frá og með 1. júlí 2012 en stórar námur þurftu að hafa fengið framkvæmdaleyfi frá og með 1. júlí 2008. Í lögum um náttúruvernd segir að frá og með þeim degi sé efnistaka óheimil nema að fengnu fram- kvæmdaleyfi sveitarstjórnar ef til- tekin skilyrði eiga við, þ.m.t. ef áætluð stækkun efnistökusvæðisins er meiri en 25.000 fermetrar eða ef áætluð efn- istaka eftir 1. júlí 2008 er 50.0000 rúm- metrar eða meiri. Þessi skilyrði eiga við um nám- urnar í Stapafelli, Rauðamel og Vatns- skarði. Ingvar Þór Gunnlaugsson, sviðs- stjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkur, segir að Vatnsskarð- snáman sé með eins konar bráða- birgðaframkvæmdaleyfi á meðan bætt sé úr formgalla á auglýsingu um skipulag svæðisins. Stapafell og Rauðimelur séu líka með bráðabirgða- leyfi. Í lögum og reglum er ekkert minnst á framkvæmdaleyfi til bráða- birgða en Ingvar bendir á að í tilfellum sem þessum verði stjórnvöld að gæta meðalhófs. Málefnalegar ástæður séu fyrir því að ekki hafi verið hægt að gefa út fullgild framkvæmdaleyfi; í til- viki Stapafells og Rauðamels hafi við- ræður við landeigendur dregist og í Vatnsskarði tefji fyrrnefndur form- galli málið. Bærinn hafi rekið á eftir rekstr- araðilum Stapafells og Rauðamels um að hefja vinnu við gerð umhverfismat svo hægt sé að gefa út fram- kvæmdaleyfi. Skili þeir ekki inn tíma- settri áætlun fyrir næsta fund um- hverfisráðs Grindavíkur komi til greina að loka námunum. Mál sem tengist námurekstri séu að öðru leyti í mjög góðu horfi í sveitarfélaginu. „Eftir þenslutíma eru sveitarfélögin að vinna upp skipulags- og umhverf- ismál sem hafa kannski setið á hak- anum,“ segir Ingvar. Almennt sinni fá- ir starfsmenn þessum málaflokki hjá sveitarfélög- unum og á þessu tímabili hafi ýmsar nýjar reglur tekið gildi. Stórar efnisnámur án framkvæmdaleyfa Framkvæmdaleyfi Ekki skráð Aðalskipulag Ekki á skipulagi Sveitarfélagsmörk Grunnkort/Loftmyndir ehf. Námur á Suðurnesjum og við höfuðborgarsvæðið* * Kjósarhreppur, Reykjavík og Garður hafa ekki skilað upplýsingum. Heimild: Vegagerðin Mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram áður en fram- kvæmdaleyfi fyrir námur er gef- ið út. Umhverfismat fyrir nám- una í Vatnsskarði lá fyrir í ágúst árið 2009 en vegna formgalla hefur framkvæmdaleyfi ekki verið gefið út. Vinna við um- hverfismat námanna í Stapafelli og við Rauðamel er ekki hafin. Íslenskir aðalverktakar og Ís- tak starfrækja þessar námur. Teitur Gústafsson, inn- kaupastjóri Ístaks, segir ástæð- una fyrir því að þá að samn- ingar við landeigendur, þ.m.t. Grindavíkurbæ hafi dregist mjög á langinn. Þeir séu nú á lokastigi og vinna við umhverf- ismat í startholunum. Því gæti verið lokið fyrir árslok. Aðspurður segir hann að námurnar hafi verið lítið not- aðar undanfarin ár og efn- istaka frá 2008 hafi verið minni en 50.000 rúmmetrar. Samningar hafa tafist Í STARTHOLUNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.