Morgunblaðið - 26.04.2013, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
Árviss viðburður Víðavangshlaup ÍR fór fram í 98. sinn í gær. Hlaupið var fyrst haldið árið 1916 og
hefur síðan verið snar þáttur í hátíðarhöldunum í Reykjavík sumardaginn fyrsta.
Kristinn
Kjósendur sem vilja standa vörð um
fullveldi Íslands hafa val í komandi al-
þingiskosningum. Óskastaða innlim-
unarsinna er að sem flestir fari nú inn á
þing með þá blekkingu í farteskinu að
það sé rétt að kíkja í pakkann, klára ferl-
ið, ljúka meintum samningum Íslands og
ESB.
Ef litið er á heimasíðu stækk-
unardeildar ESB kemur aftur á móti
fram að það fara engar samninga-
viðræður fram. ESB gengur svo langt að
kalla slíkar fullyrðingar „misleading“ eða
misvísandi. Það sem fer fram á milli Ís-
lands og ESB er aðlögun eða með öðrum
orðum hægfara innganga okkar í sam-
bandið.
Eftir svokallaðar viðræður
í heilt kjörtímabil geta aðild-
arsinnar ekki bent á eitt at-
riði sem hefur verið „samið“
um enda ekkert slíkt í boði.
Aftur á móti hafa verið gerð-
ar umtalsverðar, dýrar og afgerandi
breytingar á mörgu í stofnanakerfi Ís-
lands, t.d. öllu innra skipulagi skattstjóra
og tollstjóraembætta. Sömuleiðis í sjálfu
Stjórnarráði Íslands. Allt er þetta í fullu
samræmi við það sem upplýst er á heima-
síðu ESB um málið, sjá t.d. http://
ec.europa.eu/enlargement/pdf/pu-
blication/20110725_understanding_en-
largement_en.pdf
oghttp://ec.europa.eu/enlargement/policy/
steps-towards-joining/index_en.htm.
Af umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síð-
astliðið þriðjudagskvöld er ljóst að Fram-
sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og VG
gæla nú allir hver með sínum hætti við
drauma „pakkakíkis“. Enginn þessara
flokka þorir lengur að standa á þeirri
skoðun að loka eigi hinni evrópsku áróð-
ursstofu né að taka af skarið um að við-
ræðum skuli tafarlaust slitið. Þetta er
mjög miður og vekur ugg um það sem
framundan er. Vitaskuld eru í öllum þess-
um flokkum einlægir andstæðingar ESB-
aðildar en aðildarsinnar eru þar einnig
margir og voldugir á fleti fyrir.
Án þess að gert sé lítið úr öðrum mál-
efnum þessarar kosningabaráttu þá varð-
ar ekkert eitt mál jafn miklu um framtíð-
arhagsmuni Íslands eins og vörn fyrir
fullveldinu. Fullveldi er dýrasta eign
hverrar þjóðar og með
hana á ekki að leika sér
eða hafa hana fyrir skipti-
mynt. Meðan samninga-
viðræðum hefur ekki verið
slitið, áróðursskrifstofur
ESB starfa hér óáreittar og mútufé ESB
flæðir óhindrað inn í landið ríkir umsát-
ursástand. Því umsátri verður að ljúka.
Við sem stöndum að Regnboganum
bjóðum fram krafta okkar til varnar full-
veldinu. Við biðjum um þinn stuðning.
Setjum X við J á kjördag.
Eftir Jón Bjarnason, Atla Gíslason
og Bjarna Harðarson
» Fullveldi er
dýrasta eign
hverrar þjóðar...
Atli Gíslason
Höfundar eru í framboði fyrir J-lista Regn-
bogans sem berst fyrir sjálfstæði Íslands og
sjálfbærri þróun.
Umsátur um fullveldi
Jón Bjarnason Bjarni Harðarson
Reykjavíkurflugvöllur hefur
þjónað innanlands- og millilanda-
flugi landsmanna í áratugi og gerir
enn. Þar hefur grasrót flugsins átt
heimili og þar hafa vaxið upp flug-
menn og aðrir sérfræðingar í flugi
okkar sem lagt hafa grunninn að at-
vinnugrein sem nær langt út fyrir
landsteinana og skiptir þjóðarbúið
verulegu máli.
Umræðan um Reykjavík-
urflugvöll mörg síðustu ár hefur
snúist um hvort hann verður rekinn áfram eða
lagður niður. Meginsjónarmiðin eru annars vegar
þau að breyta flugvallarlandinu í íbúðarhverfi og
hins vegar að gera innanlandsfluginu kleift að eiga
miðstöð sína þar áfram. Ekki þarf að minna á
fundi, skoðanaskipti, kannanir, skýrslur og jafnvel
samninga síðustu ára og má kannski með nokk-
urri einföldun segja að fylgjendur beggja ofan-
greindra sjónarmiða hafi með því öllu getað sýnt
fram á fylgi við sinn málstað.
Aðgerðir í beggja þágu
Föstudaginn 19. apríl var undirritað sam-
komulag innanríkisráðuneytis og Reykjavík-
urborgar um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega
og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Þetta
samkomulag snýst um mjög ákveðnar aðgerðir af
hálfu beggja aðila sem þjóna bæði sjónarmiðum
ríkis og borgar: Annars veg-
ar um að nýta flugvöllinn
áfram og hins vegar um að
reisa nýja byggð á hluta
flugvallarlandsins sem borg-
in kaupir af ríkinu.
Varðandi þjónustu við
flugfarþega og flugrekendur
er megináfanginn að end-
urbæta aðstöðuna, að í stað
núverandi flugstöðvar Flug-
félags Íslands fái Isavia að reisa nýja stöð sem
þjóna muni öllum sem stunda innanlandsflug frá
Reykjavíkurflugvelli. Önnur mikilvæg atriði varða
flugöryggi og snúast um heimild til að setja niður
aðflugsljós fyrir nákvæmnisblindaðflug úr vestri
og að lækka gróður á tilteknu svæði í Öskjuhlíð
sem truflað geta aðflug úr austri og raunar tak-
marka líka afkastagetu flugvéla í
flugtaki til austurs. Til að þetta allt
nái fram að ganga verður nýtt deili-
skipulag auglýst er varða þessi atriði
og það er eitt mikilvægasta atriði
samkomulagsins. Slíkum áfanga hafa
ríki og borg ekki náð fyrr í sam-
skiptum sínum um notkun Reykja-
víkurflugvallar.
Hitt mikilvæga atriðið í sam-
komulaginu er að samgönguyfirvöld
láta af hendi landið þar sem norð-
austur-suðvestur brautin liggur.
Með því fær Reykjavíkurborg yf-
irráð yfir byggingarsvæði sem hún
hefur lengi haft augastað á og hefur reyndar áður
verið gefið vilyrði fyrir því. Þá verður hætt allri
umferð herflugvéla og flugi í þágu hertengdrar
starfsemi nema þegar völlurinn þjónar sem vara-
flugvöllur eða vegna öryggis- og björgunarstarfa.
Til að taka af allan vafa er áréttað í samkomulag-
inu að Reykjavíkurborg fer með skipulagsvald á
flugvallarsvæðinu samkvæmt skipulagslögum og
að innanríkisráðuneytið vinnur í samræmi við vilja
Alþingis hvað varðar flugvöllinn eins og hann birt-
ist í samgönguáætlun. Þar segir hvergi að flugvöll-
urinn skuli víkja enda er það mín sannfæring að í
Vatnsmýri sé hann best kominn.
Óvissu eytt
Nýr tími fer í hönd hvað varðar flugvallarsvæðið
og rekstur innanlandsflugs. Í áraraðir hefur ríkt
óvissa um Reykjavíkurflugvöll og þeir sem stunda
flugrekstur frá flugvell-
inum eða þjónustu þar hafa
ekki getað skipulagt starf-
semi sína neitt fram í tím-
ann. Nú hefur stefnan verið
mörkuð til næstu ára. Búið
er að eyða öllum fyr-
irvörum og óvissu hvað
varðar starfsemina á og við
Reykjavíkurflugvöll. Hvað
verður um flugvöllinn þeg-
ar horft er til langrar framtíðar er annað mál. Þar
eru enn skiptar skoðanir sem áður segir. En hér
hefur mikilvægum áfanga verið náð og því ber að
fagna.
Eftir Ögmund
Jónasson
»Nú hefur stefnan verið
mörkuð til næstu ára.
Búið er að eyða öllum fyr-
irvörum og óvissu hvað
varðar starfsemina á og við
Reykjavíkurflugvöll.
Ögmundur Jónasson
Reykjavíkurflugvöllur
– samkomulag um aðgerðir
Höfundur er innanríkisráðherra.
Ísland er ekki fullkomið
land. Samfélagið er flókið og
það er lýðræðið líka. Lýðræð-
ið er samt besta fyr-
irkomulag sem við þekkjum
til að koma skikki á sam-
félagið. Það er bjargföst trú
mín að meginþorri Íslend-
inga sé nokkurn veginn sam-
mála um eftirfarandi:
– Við viljum flest veita fólki
möguleika á að rækta og nýta
hæfileika sína. Til þess þarf að standa vörð
um félagslegt réttlæti, jafna aðstöðumun
kynjanna og bera virðingu fyrir náung-
anum. Meirihluti þjóðarinnar mun vart
svara neitandi spurningunni aldagömlu „á
ég að gæta bróður míns?“
– Við viljum flest kalla fólk til góðra
verka í stjórnmálum sem hefur fjöl-
breyttan bakgrunn og reynslu. Fólk sem
hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi
frekar en hagsmuni einsleitra hópa. Þeir
sem standa í stjórnmálum þurfa að geta
staðist þrýsting stórfyrirtækja sem stund-
um vilja óhindraðan aðgang að auðlindum
þjóðarinnar sem meirihlutinn vill skil-
greina sem þjóðareign.
– Við viljum flest skila landinu til kom-
andi kynslóða í ástandi sem við þurfum
ekki að skammast okkar fyrir. Því þarf um-
hverfið að njóta vafans áður en það er orðið
of seint. Það er hægt að byggja upp öflugt,
fjölbreytt og sjálfstætt atvinnulíf án sóða-
skapar í nýtingu jarðvarma og fallvatna.
– Við viljum flest mennta þjóðina vel til
að nýta hugvit Íslendinga. Ekkert þjónar
betur hagsmunum atvinnulífsins en öflugar
fjárfestingar í menntun.
– Við viljum öll búa við öryggi og flest
viljum við að aðrir njóti þess líka. Lög-
gæslu þarf að tryggja svo að við gerum
ekki á hlut hvert annars og dómskerfið þarf
að geta sett niður deilur, bæði stórar og
smáar.
– Við viljum öll njóta heilbrigðis, en sú er
ekki alltaf raunin. Þegar ein-
hver á um sárt að binda þarf
að vera hægt að treysta á ör-
yggisnet sem við viljum flest
byggja upp í sameiningu. Þá
er stefnt að því að við getum
öll fengið vandaða þjónustu í
vel uppbyggðu heilbrigð-
iskerfi.
Í fullkomnum heimi væri Ís-
land fullkomið, en takmarkið
hlýtur að vera betra og rétt-
látara samfélag, þar sem rík-
ari krafa er gerð um ábyrgð á
öllum sviðum samfélagsins,
líka í stjórnmálum. Samfélag þar sem ólík
sjónarmið fá að heyrast og þar sem stefnt
er að þeim grundvallarmarkmiðum sem við
getum langflest sameinast um. Jafnvel í
ófullkomnum heimi er möguleiki á því.
Lýðræðið er og verður snúið en það er líka
viðkvæmt og það er nauðsynlegt að fara vel
með það.
Við stöndum á tímamótum og valkost-
irnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess
að taka skrefið til fulls og halda áfram upp-
byggingu velferðarsamfélags þar sem
hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. All-
ar forsendur til þess hafa verið skapaðar á
undanförnum árum. Við getum eflt heil-
brigðiskerfið, bætt menntakerfið, bætt
kjörin og byggt upp fjölbreytt atvinnulíf án
þess að ganga á náttúruna og tækifæri
komandi kynslóða. Í þessum efnum eru
Vinstri græn skýr valkostur. Við viljum
fara þessa leið með ykkur.
Skýr valkostur
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
Katrín Jakobsdóttir
» Við höfum tækifæri til
þess að taka skrefið til
fulls og halda áfram upp-
byggingu velferðarsam-
félags þar sem hagsmunir al-
mennings eru í fyrirrúmi.
Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs.