Morgunblaðið - 26.04.2013, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
Viðskiptavinir Kjaran
eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og
prentsmiðjur sem eiga
það sameiginlegt að
gera kröfur um gæði
og góða þjónustu.
bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki
bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum.
Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem
prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit.
Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft
ekki annað tæki en bizhub C35.
Verð: 379.900 kr.
Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir
hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
Lækjargötu og Vesturgötu
Jón Steinar Gunn-
laugsson ritaði grein
5. mars í Morg-
unblaðið sem hann
nefndi „ Lýðskrum“.
Hann efaði að stjórn-
mál ættu að snúast
um ákvæði í samn-
ingum manna, s.s. um
lán og greiðslu þeirra.
Eðlilegt væri að
semja um þetta og að
sá sem veitti lán áskildi að fá jafn-
virði láns til baka. Margir sem
skulduðu meira en þeir réðu við
vildu losna undan skuld sinni eða
fá lækkun. Þá yrði að finna ein-
hvern sem átti engan þátt í lántök-
unni og naut einskis af lánsfénu til
að borga. Fólk réði fjármálum sín-
um, því frelsi fylgdi sú ábyrgð að
greiða skuldir. Stjórnmálaflokkar
ættu ekki að gefa skuldurum loforð
um að aðrir greiddu. Slíkt væri
lýðskrum.
Hverjir eiga að borga lánin?
spyr Guðmundur Oddsson 7.
mars. Hann minnir á að ekki sé
eðlilegt að annar aðilinn geti koll-
varpað forsendum samnings.
Margir hafi trúað bönkum sem
sögðu best og öruggast að kaupa
hlutabréf þeirra sjálfra. Bankar
hafi verið álitnir kjölfestan. Var
fólki ekki vorkunn? Bankar eigi að
bera kostnað við lán veitt á fölsk-
um forsendum. Þeir hvöttu fólk til
að taka há lán og þá sem áttu fé til
að fjárfesta. Þeir eigi að sitja uppi
með þessi lán. Það séu því engir
„aðrir“ sem borgi. Bankar fóru á
hausinn og á nýjum kennitölum
láti þeir sem þeir eigi enga fortíð.
Þeir uppreikni stökkbreytt lán
veitt á fölskum forsendum og sýni
milljarða hagnað. Lánastarfsemi
verði að byggjast á trúnaði og
trausti.
Verðtrygging
Arnar Sigurðsson segir sama
dag að verðtrygging sé rædd út
frá tilfinningum, rök séu fjarri.
Órökrétt sé að trygging gegn virð-
isrýrnun fjár, þ.e. trygging gegn
tapi, sé hagnaður. Verðtrygging
færi engum hagnað, einungis sama
verðgildi. Ríkið geti aldrei greitt
neitt, það millifæri bara peninga úr
einum vasa í annan. Af hverju eigi
þeir sem hafa borgað sínar skuldir
að borga skuldir annarra? Vegna
hugmyndar um að verðtrygging sé
hagnaður vilji margir gera það fé
upptækt. Engin siðferðisrök séu
fyrir því. Ekki eigi að banna fólki
að taka verðtryggð lán þegar í boði
séu óverðtryggð lán. Almenningur
hafi ekki óbeit á verðtryggingu
heldur á vikilli og óvæntri greiðslu-
byrði. Verðbólgan sé vandamálið.
Þó að laun séu ekki verðtryggð
hafi þau samt hækkað umfram
verðlag. Eins hafi fasteignir haldið
verðgildi sínu nokkuð vel. Ýmsar
leiðir séu heimilum færar, að
banna lán sé ekki
lausn.
Öfugsnúið mark-
aðskerfi
Sigurður Lárusson
segir að svarið við
spurningu JSG um
hvort stjórnmál eigi
að snúast um lán og
greiðslu þeirra sé ein-
falt: Já. Eðlileg krafa
sé að lánastofnanir
starfi í markaðskerfi,
aðilar standi jafnfætis
í samningum og að þeir sem staðn-
ir séu að verki skili illa fengnu fé
til baka. Stjórnmál eigi að snúast
um réttlæti og eðlilegt sé að mark-
aðsvextir séu í landinu eins og ann-
ars staðar.
Skrumlaust
Pétur Kjartansson segir JSG
rekja hvernig samningar ganga
fyrir sig í hinum bezta heimi af öll-
um heimum, þar sem aðilar séu
jafnir og beri ábyrgð á sínum
gjörðum. Veruleikinn sé bara ekki
svona. Stjórnmálamenn hafi búið
kaupum fólks á húsnæði umgjörð.
Kjörin séu skömmtuð og fjarri fari
að báðir séu jafnsettir. Ein af for-
sendum nýlegra dóma Hæstaréttar
sé að ef mikill aðstöðumunur hafi
verið með aðilum sé sá sterkari
látinn bera hallann. Samfélag
byggist á sanngirni og rof á þeim
griðum leiði til óskapnaðar. Sam-
félagið muni ekki þola ójöfnuð af
því tagi sem gulltrygging réttinda
einstakra hópa meðal okkar sé.
Kæri Jón Steinar
ritar Jónína Benediktsdóttir og
segir meira en helming fjölskyldna
á vonarvöl vegna ófyrirséðra
hækkana verðtryggðra lána. Líkur
séu á að lán þessi séu ólögmæt,
ljóst sé að þeir sem skulda þau séu
fastir í vítisvél. Mörgum sé venju-
bundið líf ókleift. Tvær þjóðir séu í
landinu, þeir sem bera verð-
tryggðan skuldaklafa og hinir sem
eru firrtir ábyrgð í verðtryggri
veröld. Frelsi fylgi ábyrgð, en hvar
er frelsi þeirra fjölskyldna sem
hafa verið blekktar til að taka þátt
í flóknum ólöglegum afleiðu-
viðskiptum? Þegar kosningar nálg-
ist muni kostir manna verða ljósir
og menn kjósi þá sem með festu og
réttsýni treysti sér til að gera Ís-
land hagkvæmt til búsetu. Rang-
læti stökkbreyttra verðtryggðra
lána sé hrópandi. Fjölskyldur hafi
tekið yfirvegaðar ákvarðanir, en
löppunum hafi verið kippt undan
þeim.
Réttlæti eins – ranglæti ann-
ars
JSG svarar 8. mars og ítrekar að
ráðdeildarfólk eigi ekki að borga
skuldir annarra. Telji menn skuld-
bindingar sínar ógildar geti þeir
látið reyna á það fyrir dómi. Laga-
reglur geri ráð fyrir slíku ef skil-
yrðum sé fullnægt, þar á meðal
skilyrðum sem snúi að neytendum.
Til lausnar vanda séu almennar
lagareglur. Ekki sé unnt að setja
afturvirk lög, þá verði réttlæti eins
að ranglæti annars. Enn síður eigi
að banna einhverja ákveðna samn-
inga. Fólk eigi að njóta frelsis til
að ráða málum sínum og taka sjálft
ábyrgð á skuldbindingum sínum.
Skyldur lánveitenda
Einhliða lánaskilmálar banka
eiga rætur í skömmtun fyrri ára.
Erlendis hafa lánveitendur skyldur
og má gúgla orðin „lender liability“
til fróðleiks. Lánastofnun ber að
gæta hags viðskiptavina sinna. Á
Íslandi standa dyr réttlætisins öll-
um opnar, rétt eins og dyr Hilton
hótelsins. Það er bara ekki á allra
færi að greiða fyrir þjónustuna.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa
stutt hjón til málshöfðunar vegna
álitamála um neytendavernd. Dóm-
ur mun vonandi falla sem fyrst.
Lánastofnanir verða að gera betur.
Umræðan takmarkast við verð-
tryggð lán, ekki hafa enn komið
fram rök fyrir að „banna“ alla
verðtryggingu. Hins vegar ber að
leita leiða til að bæta hana, þar má
líka gera betur.
Sjónarmið um verðtrygg-
ingu eru tekin að skýrast
Eftir Ragnar
Önundarson » Lánastofnanir verða
að gera betur. Um-
ræðan takmarkast við
verðtryggð lán, ekki
hafa enn komið fram
rök fyrir að „banna“ alla
verðtryggingu.
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fyrrverandi bankastjóri.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar
alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við-
komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda
og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
mbl.is
alltaf - allstaðar