Morgunblaðið - 26.04.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.04.2013, Qupperneq 30
30 UMRÆÐANKosningar 2013 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager. Frestur til að skila inn greinum er tengjast alþingiskosningunum til birtingar í blaðinu rann út miðvikudaginn 24. apríl sl. Morgunblaðið áskilur sér rétt til þess að stytta greinar sem berast eftir þann tíma og vísa í lengri útgáfu á vefnum, www.mbl.is/kosningar Alþingiskosningar Sárgrætilegt hefur verið að fylgjast með framgöngu stjórnvalda undanfarin ár. Sam- fylkingin og Sjálfstæðisflokkur slitu stjórn- arsamstarfi snemma árs 2009, ekki löngu eft- ir bankahrunið í október 2008. Í framhaldinu, eftir kosningar, gengu Vinstri grænir og Samfylkingin svo í eina sæng og tóku við stjórnartaumunum. Þegar litið er yfir stjórnarferil þessara tveggja flokka, rifjuð upp kosningaloforð þeirra og efndir, framkoma þeirra og bruðl þá blasir við margt sem kallar fram reiði – og tár. Kosningaloforð beggja flokkanna voru um gegnsæja stjórnsýslu, bein áhrif almennings svo og að „slá skjald- borg um heimilin og tryggja snúning hjóla atvinnulífs- ins“. Þá voru uppi stór orð um að standa vörð um velferð- arkerfið og tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum. Við vitum öll hvernig þessi fögru loforð hafa verið efnd: Heilbrigðiskerfið er við dauðans dyr, þúsundir fólks hafa misst heimili sín og þurft að standa í biðröðum eftir matvælum hjá líknarstofnunum. Aðrir flýðu þegar ljóst varð að enga vinnu yrði að fá. Þúsundir hafa flutt úr landi – það er mikil blóðtaka. Stjórnvöld, hinsvegar, hæla sér af lágum atvinnuleysistölum! Seilst hefur verið í vasa almennings og atvinnulausir, aldraðir og öryrkjar ekki farið varhluta af því. Verð- tryggð lán hafa hækkað skuldir landsmanna um tugi pró- senta og nauðþurftir og aðrar vörur stór-hækkað. Inn- heimtuaðgerðir oft miskunnarlausar. Á meðan almenningur og fyrirtæki hafa sætt vaxandi skattheimtu og verðhækkunum hefur ekki skort fé fyrir ríkisstjórn og ráðherra að ráðstafa að eigin geðþótta. Milljarðatugir hafa farið, eða verið lofað, í handahófskenndan „stuðning“. Nægir að nefna kaupin á Sjóvá, einkafyrirtæki sem óprúttnir eigendur höfðu rænt innanfrá. Einn- ig nutu Byr og Sparisjóður Keflavíkur vel- vildar stjórnvalda sem voru örlát á fé almenn- ings. Þá má nefna Vaðlaheiðargöng sem Steingrímur J. beitti á öngul sinn þegar hann var á atkvæðaveiðum í Norðausturkjördæmi. Þar fara nokkrir milljarðar úr vösum almenn- ings með óeðlilegum hætti. Það verður íbúum kjördæmisins til sérstaks sóma ef þeir sleppa því að kjósa Steingrím og VG um helgina. Raunar er það forgangsmál allsstaðar að losna við „tvíflokkinn“ og fylgiflokk hans – Bjarta fram- tíð. Öll framkoma ráðherra og margra stjórnarþingmanna hefur einkennst af hroka, yfirgangi og óheilindum. Einna mest varð það þegar ríkisstjórnin reyndi þrisvar sinnum að gera samning við Hollendinga og Breta um rík- isábyrgð Íslands á Icesave-kröfunum. Allir vita hvernig málið fór fyrir tilstilli yfirgnæfandi meirihluta kjósenda, forseta Íslands, og stjórnarskrárinnar. Framganga rík- isstjórnarinnar og stjórnarflokkanna var hinsvegar for- kastanleg eins og menn muna. Aldrei áður hefur mér fundist við hafa ríkisstjórn sem blygðunarlaust vinnur gegn þjóð sinni til að koma eigin áhugamálum fram. Það leiðir aftur hugann að því hvort ríkisstjórn getur orðið vanhæf, líkt og t.d. dómari vegna hagsmunaárekstra – og borið að segja af sér. Og ekki síð- ur – hversu langt stjórnvöld og einstaklingar geta gengið án þess að vera sekir um landráð eða föðurlandssvik. Meira: www.landsmenn.is baldur@landsmenn.is Kosningauppgjör Eftir Baldur Ágústsson Baldur Ágústsson Höfundur er fv. forstjóri og forsetaframbjóðandi 2004. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í jákvæðri kosn- ingabaráttu Framsókn- arflokksins und- anfarnar vikur. Við frambjóðendur höfum hitt fjöldann allan af kjósendum, rætt við fólk og hlustað á fólk. Það hefur verið sér- staklega gott að geta útskýrt fyrir þessu góða fólki markmið okkar framsóknarmanna varðandi niðurfærslu stökk- breyttra lána, afnám verðtrygg- ingar, nýtt húsnæðiskerfi og upp- byggingu atvinnulífsins. Samtöl okkar við þennan stóra hóp kjósenda hafa þó ekki öll ver- ið ánægjuleg. Það sker í hjartað að heyra hversu margir sem berj- ast hetjulegri baráttu við að standa í skilum með lán heimilis- ins eru komnir að niðurlotum. Þetta heiðarlega og duglega fólk er við það að gefast upp. Til að bæta gráu ofan á svart hefur þessi sami hópur orðið hvað harkalegast fyrir skattpíningu núverandi stjórnarflokka undanfarin fjögur ár. Andstæðingar okkar framsókn- armanna hafa keppst við að reyna að gera tillögur okkar um skulda- niðurfærslu tortryggilegar. Ekki verður betur heyrt á málflutningi þeirra sumra en að þeir hafi tekið sér stöðu með erlendum vogunar- sjóðum gegn íslenskum heimilum. Ég verð að viðurkenna að sú af- staða andstæðinga okkar er mér með öllu óskiljanleg. Um leið hef- ur hópur manna nýtt fjölmiðla og netið til að tala niður til þeirra fjölmörgu kjósenda sem lýst hafa yfir stuðningi við Framsókn- arflokkinn. Kjósendur okkar hafa af þessum hópi m.a. verið kallaðir fávís fórnarlömb með fiskaminni sem séu ginnkeypt fyrir gylliboð- um. Ég get fært öllum þessum úr- tölumönnum skýr skilaboð: Kjós- endur eru ekki viljalaus hópur sem lætur teyma sig í villur. Ís- lenskt alþýðufólk er ekki hópur fórnarlamba sem flýtur sofandi að feigðarósi. Þvert á móti er þessi hópur samsafn af harð- duglegu fólki sem á sér þann draum stærstan að geta rétt úr sér eftir erf- iði undanfarandi ára, að þurfa ekki lengur að vinna tvöfalda vinnu og færa endalausar fórnir til að koma í veg fyrir að þurfa að missa húsnæði sitt. Framsókn er eini raunhæfi kosturinn Nú þegar kosningar nálgast óð- um eru valkostir kjósenda skýrari en áður. Framsókn er eini flokk- urinn sem hefur lýst skýrum vilja til þess að lækka stökkbreyttar skuldir heimilanna og afnema verðtryggingu. Flokkurinn hefur bent á leiðir sem færar eru til þess að ná þessu markmiði. Verkefnið er ekki auðvelt, það er ekki einfalt, en það verður að vinna. Heimilin í landinu þola ekki bið! Til þess að hámarksárangur ná- ist þarf Framsókn að fá skýrt um- boð til góðra verka. Góð kosning Framsóknar næsta laugardag er eina tryggingin fyrir því að tekið verði til hendi við endurreisn ís- lenskra heimila. Aðrir flokkar annað hvort draga lappirnar eða þora ekki að ganga hreint til verks fyrir heimilin í landinu. Fyrir þá kjósendur sem eitthvað eiga undir því að húsnæðislán lækki, að verðtrygging verði af- lögð, að nýtt og betra húsnæð- iskerfi sjái dagsins ljós, er Fram- sókn eini raunhæfi kosturinn. Sterk Framsókn er lykillinn að ár- angri við nauðsynlegar breytingar til handa heimilum í landinu. Frambjóðendur Framsóknar þakka öllum þeim sem við höfum hitt á leiðum okkar fyrir gott spjall, góð ráð og góðan hug í okk- ar garð. Sunnudagsmorguninn 28. apríl verður sigurinn ykkar! Heimilin þola ekki bið Eftir Þorstein Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson Höfundur skipar 3. sæti á lista Fram- sóknar í Suðvesturkjördæmi. Brýnasta verkefni næsta kjörtímabils er að bæta lífskjör í landinu. Framsóknarmenn leggja mikla áherslu á að taka á skulda- vanda heimilanna og efla atvinnulífið. Allt snýst þetta um að bæta lífskjör fólks og skapa skilyrði fyrir aukinni velferð. Þeim viðfangsefnum sem snúa að fjárhagsvanda heimilanna má í grófum dráttum skipta í þrennt. Í fyrsta lagi uppsafnaða vandann sem felst í stökkbreyttum lánum. Í öðru lagi er hætta á að stökkbreytingarferlið end- urtaki sig verði ekkert að gert. Í þriðja lagi skortir fleiri og betri atvinnutækifæri svo fólk geti sjálft bætt lífskjör sín. Það er forgangsverkefni að fjölga störfum. Talið er að á næstu árum þurfi 10 þúsund ný störf. Með aukinni framleiðslu og fjölgun starfa stækka skattstofnarnir. Reiknað hefur verið út að ávinningur ríkisins af 10 þús- und nýjum störfum nemi 40 milljörðum króna árlega. Fjárþörf ríkisins er brýn. Árlegar vaxtagreiðslur rík- issjóðs nema um 90 milljörðum króna. Ástandið á Land- spítalanum er alvarlegt. Aldraðir og öryrkjar hafa sætt verulegum kjaraskerðingum, sérstaklega eftir að vísi- tölutenging lífeyris var numin úr gildi um mitt ár 2009. Þetta þarf allt að lagfæra. Framleiða þarf aukin verð- mæti til að standa undir þeim brýnu verkefnum sem bíða. Atvinna er undirstaða vaxtar og velferðar. Fjárfesting í atvinnulífinu hefur verið í sögulegu lág- marki. Þar kemur ýmislegt til. Fjármagnshöftin spila vitaskuld stóra rullu. Þau þarf að afnema sam- kvæmt heildstæðri áætlun. Miklu skiptir að hagsmunir þjóðarinnar verði hafðir í öndvegi í samningum við kröfuhafa hinna föllnu banka og aðra eigendur aflandskróna. Það eru þó ekki bara höftin sem letja fjárfesta. Í alþjóð- legum samanburðarrannsóknum hefur komið fram að pólitískur óstöðugleiki gerir það líka. Má í því sambandi nefna tíðar skattkerf- isbreytingar. Ríkið þarf að skapa betri skilyrði til uppbyggingar með einföldun regluverks og skattkerfis. Einnig með því að liðka til fyrir fjárfestingum eftir því sem við á og lækka þá skatta sem sérstaklega eru hamlandi. Við uppbyggingu atvinnulífs munu lítil og meðalstór fyrirtæki gegna lykilhlutverki. Þar skapast flest störf. Vert er að hlúa sérstaklega að gjaldeyrisskap- andi og gjaldeyrissparandi greinum, svo sem innlendri matvælaframleiðslu. Má í því sambandi sérstaklega nefna hina svonefndu „grænu stóriðju“, þ.e. grænmet- isframleiðslu, en rétt er að veita þeirri grein hagstætt verð á raforku. Matvælaverð í heiminum fer nú hækk- andi og mun fyrirsjáanlega halda áfram að hækka. Í þeim geira eru tækifærin mörg hérlendis með endurnýj- anlegri orku, hreinu vatni, miklu ræktarlandi, fengsælum miðum og sérhæfðri þekkingu. Einnig mætti nefna ferðaþjónustu, þar sem tækifærin eru fjölmörg með ein- stakri náttúru, sögu og menningu. Færin til framsóknar eru mörg og þau ber að nýta. Framsókn fyrir framtíðina Eftir Þorstein Magnússon Þorsteinn Magnússon Höfundur er lögfræðingur og skipar 3. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þeg- ar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.