Morgunblaðið - 26.04.2013, Page 31
UMRÆÐAN 31Kosningar 2013
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
4.900
5.300
6.600
6.500
6.4006.600
8.500
7.950
12.000
950
7.300
Gjafir sem gleðja
LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig-
urðardóttur hefur um margt
átt erfitt en erfiðast hefur
hún þó átt með orðheldnina.
Það vandamál hófst hjá rík-
isstjórninni strax og minni-
hlutastjórnin var mynd-
uð.Vinstri grænir höfðu
sérstaklega varað við starf-
semi Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins, AGS. Það reyndust inn-
antóm orð. Foringi þeirra gekk
strax fram af eljusemi og trúnaði í
þjónustu sinni við sjóðinn svo að
um það var rætt í aðalstöðvum
AGS að þennan mann ætti að nota
í fleiri löndum þar sem AGS ræki
starfsemi. Lofað var að slá skjald-
borg um heimilin. Efndirnar urðu
110% leiðin sem var sniðin að
þörfum bankanna sem fengu
áfram leyfi til að kreista peninga
út úr skuldugum heimilum. Af-
skriftir sem fylgdu 110% leiðinni
voru löngu tapaðar kröfur, tölur á
blaði sem bankarnir sjálfir höfðu
að stórum hluta búið til með
auknu peningamagni í umferð sem
engin verðmæti stóðu á bak við en
hækkuðu verðbólgu, verðtryggð
lán og kröfurnar á heimilin. Rokið
var til með lagasetningu, sem
braut stjórnarskrána, þegar geng-
istryggðu lán bankanna voru
dæmd ólögmæt. Eins og áður stóð
ríkisstjórnin gegn hagsmunum
fólksins í landinu en með bönk-
unum og brást þar með frum-
skyldu hverrar ríkisstjórnar sem
er að gæta hagsmuna þjóðar sinn-
ar. Hér er þó ótalið Icsave-
samningar og hundraða milljarða
austur á gjaldeyri þjóðarinnar til
gamla Landsbankans, með tilheyr-
andi tjóni þegnanna. Þegar Jó-
hönnustjórnin tók við var talað um
jöklabréf eða „snjóhengju“ upp á
400 milljarða. Nú er talað um tvö-
falda þá upphæð. Svona er við-
skilnaður ríkisstjórnarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn er hukl-
andi í ýmsum málum. Gott dæmi
um þetta er afstaðan til hjálpar
heimilunum. Þar á að nota skattfé
til að greiða inná húsnæðislánin.
Kröfurnar á viðkomandi ættu því
að lækka, en gera þær það? Varla.
Meðan bankarnir hafa nánast í
hendi sér að auka peninga í um-
ferð og fella gengið og það nýta
þeir sér. Leið Sjálfstæðisflokksins
þjónar fyrst og fremst kröfuhöfum
sem hirða greiðslurnar rétt eins
og þeir hafa fengið að gera með
aðgerðum ríkisstjórnarinnar fram
að þessu.
Framsóknarflokkurinn er með
raunhæf og heilsteypt markmið í
efnahagsmálum. Áherslan er lögð
á að styrkja og bæta hag heim-
ilanna sem í senn eru grunnstoðir
þjóðfélagsins og efnahags þjóð-
arinnar. Jafnframt því að draga úr
skattlagningu á atvinnulífið og
skapa rétta hvata til aukinnar
fjárfestingar og atvinnu. Taka
verður með ákveðinni festu á upp-
gjöri gömlu bankanna og snjó-
hengjunnar. Eyða ekki of löngum
tíma í samninga þar um. Nýta
skattlagningar- og lagasetning-
arvald Alþingis til þess að tryggja
hagsmuni þjóðarinnar. Framsókn-
armönnum er tvímælalaust best
treystandi til þess að hafa forystu
um farsæla og réttláta lausn þess-
ara vandasömu mála. Málafylgja
þeirra og einörð afstaða gegn er-
lendum kröfum og yfirgangi allt
þetta kjörtímabil eru þau leið-
armerki sem kjósendum er best
að fara eftir á kjördaginn.
Framsókn
til farsældar
Eftir Gunnar Oddsson og
Sigtrygg Jón Björnsson
Gunnar
Oddsson
Gunnar er fyrrverandi bóndi. Sig-
tryggur Jón er fyrrverandi kennari.
Sigtryggur Jón
Björnsson
Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu
átakanlegt og niðurrífandi það er að geta ekki
eignast börn án hjálpar. Rannsóknir sýna að
álagið við baráttuna jafnist á við álagið sem
fylgir því að berjast við lífshættulega sjúk-
dóma. Það er því ekki skrítið að við sem höf-
um ekki upplifað þessa reynslu á eigin skinni
eigum erfitt með að setja okkur í þessi erfiðu
spor.
Þegar par stendur frammi fyrir því að
þurfa að takast á við ófrjósemi þá tekur við
langt og strangt ferli. Konan þarf að sprauta
sig með hormónum og fara reglulega í
kvennaskoðun svo ekki sé talað um alla vanlíðanina og
áhyggjurnar sem ferlinu fylgja. Það er því enginn sem
myndi leggja slíkt á sig nema þurfa nauðsynlega á því að
halda.
Í dag kostar meðferðin 370-450 þúsund eftir því hvað
þarf að gera og fyrsta meðferðin er ekkert niðurgreidd,
auk þess bætist við ýmis annar kostnaður eins og lyfja-
og ferðakostnaður, sem getur hlaupið á tugum þúsunda.
Það eru því margir sem ekki geta nýtt sér þessa lausn
sökum efnahagslegra aðstæðna. Heildarkostnaður við
tæknifrjóvganir á árinu 2011 var rúmlega 145 milljónir
en þar af greiddu sjúklingar um 83 milljónir sjálfir. Á öll-
um Norðurlöndunum tekur ríkið að jafnaði þátt í eða nið-
urgreiðir alveg þrjár frjósemismeðferðir á hvert par.
Það er því merkilegt að stjórnvöld á Íslandi hafi sett það
fyrir sig að borga 100 milljónir á ári fyrir svo mikilvæga
þjónustu þegar til samanburðar má nefna að
Þjóðleikhúsið kostar 700 milljónir árið 2013
og rekstur Ríkisútvarpsins 3,2 milljarða.
Það sem gleymist jafnan að nefna í þessu
samhengi er að fjárhagsáhyggjur geta valdið
streitu sem minnkar líkur á þungun og eykur
líkur á fósturláti. Árangurslausar meðferðir
og ítrekað fósturlát ásamt aukinni streitu
auka líkur á andlegri vanlíðan með tilheyrandi
kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Þar að auki
geta fjárhagsáhyggjur ofan í erfiðleika við
getnað leitt til hjónaskilnaða og kostnaðar
fyrir félagslega kerfið. Ofan á þetta erum við
að tala um skattborgara framtíðarinnar svo
þetta litla framlag ríkisins mun verða greitt
mörgum sinnum til baka.
Ég á erfitt með að átta mig á því hvers vegna það hef-
ur verið tregða í íslenska kerfinu varðandi niðurgreiðslu
á frjósemisaðgerðum og tel raunar ástæðuna vera skort
á upplýsingum. Við megum ekki detta í það far að horfa
einvörðungu á kostnaðinn við eitthvað en gleyma ábat-
anum. Við megum ekki gleyma að hamingjusamt þjóð-
félag er líklegra til að stuðla að auknum hagvexti en
óhamingjusamt. Það er þess vegna sem við Píratar ætl-
um að beita okkur í þessu máli og koma því í gegn á kom-
andi þingi að a.m.k. þrjár meðferðir, sem leiða til upp-
setningar fósturvísis, verði fríar fyrir par eða einstæða
konu óháð fyrri barneignum, óháð kynjasamsetningu
parsins og óháð búsetu.
Þegar lítill neisti glæðir líf
Eftir Hildi Sif Thorarensen
Hildur Sif
Thorarensen
Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Það alltaf visst skref að kjósa sér ný vinnu-
brögð í stjórnmálum og stórum hluta kjós-
enda tókst að nútímavæða stjórnmálin í
nokkrum bæjarfélögum á Íslandi og þar með
Reykjavík árið 2010. Stór hluti fólks hafði
kjark til að kjósa fólk til áhrifa í borginni sem
hafði algjörlega nýtt svigrúm í stjórnmálum.
Það hafði svigrúm til að nálgast stjórnmál á
þann veg að gera gagn hver sem málefnin
voru. Þau höfðu svigrúm til að gera stjórnmál
skemmtileg og þannig aðgengilegri fyrir al-
menning. Þau höfðu enga ástæðu til að taka
þátt í leiðindunum og argaþrasinu við hina
því þau höfðu svigrúm til að sleppa því. Þau höfðu þetta
svigrúm því þau tilheyrðu ekki stjórnmálaflokkum með
úrelta átakasögu á bakinu sem eitrandi áhrif hefur á alla
ákvarðanatöku í stjórnmálum í dag.
Á laugardag fá Íslendingar aftur tækifæri til breyt-
inga. Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sagði muninn
á Besta flokknum og Bjartri framtíð vera
þann að Besti flokkurinn væri hugarástand
meðan Björt framtíð væri stjórnmálaflokkur
á landsvísu sem byggði á því hugarástandi.
Kosningaáherslur Bjartrar framtíðar
byggjast á markmiðum um meiri fjölbreytni,
minni sóun, meiri stöðugleika, minna vesen og
meiri sátt. Stór mál á borð við skuldavanda
heimilanna verða aldrei leyst af gömlum
flokkum með ný loforð nema stjórnmála-
menningin breytist og fólk fari að sýna hvort
öðru og skoðunum hvort annars meiri virð-
ingu en gert hefur verið í stjórnmálum til
þessa.
Þú hefur val um að setja X við A á kjörseðl-
inum á laugardaginn og fylgja þar með eftir þeim vinnu-
brögðum sem komið hafa Reykvíkingum svo vel á síð-
ustu misserum.
Með von um bjarta framtíð
Tökum næsta skref
til Bjartrar framtíðar
Eftir Tryggva Haraldsson
Tryggvi
Haraldsson
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Í heiðni var talið að
skapanornir réðu því
hvernig mönnum vegn-
aði í lífinu. Orða-
tiltækið að skipta
sköpum þýðir að örlög-
um nornanna má
breyta. Fjölmargar
vísbendingar liggja nú
fyrir og benda okkur á
að gera eitthvað sem
skiptir sköpum. Ef
okkur tekst ekki vel upp þá sigl-
um við inn í tímabil stöðnunar og
hrakandi lífsgæða. Örlagavald-
arnir sem við ættum því nú að
biðla til eru menntun, nýsköpun
og vísindi.
Hámarksnýting
Fjárveitingar til rannsókna og
nýsköpunar verða að nýtast sem
best. Samhæfa þarf umhverfi rík-
isstofnana, þar á meðal háskól-
anna og ryðja þeim hindrunum úr
vegi sem nú koma í veg fyrir
sveigjanleika í stjórnun og verk-
efnum þeirra sem stunda rann-
sóknir og þróun. Mikilvægt er að
ekkert í rekstrarumhverfinu hamli
samstarfi.
Hraðari verðmætasköpun
Þrátt fyrir góðan afrakstur vís-
indastarfs og að meira fé sé varið
til málaflokksins en í mörgum
samanburðarlöndum er verðmæta-
sköpun ekki eins hröð og
ætla mætti hér á landi.
Því er nauðsynlegt að
forgangsraða verkefnum
mun markvissar á mark-
aðslegum forsendum til
að stuðla að örari þróun.
Þá ber að nefna að
Sjálfstæðisflokkurinn vill
að þeir sem stunda rann-
sóknir, háskólar, fyr-
irtæki og einstaklingar,
fái að njóta sjálfsaflafjár
á sambærilegan hátt og
gerist annars staðar.
Slíkt myndi gera íslensku rann-
sóknarumhverfi kleift að standa
jafnfætis erlendri samkeppni og
samstarfi.
Rétt stefna að góðri uppskeru
Fyrir rúmum áratug var mörk-
uð stefna í þessum málum einmitt
af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.
Afraksturinn varð samningur milli
ríkis og háskólafólks. Þar var
rétta stefnan tekin. Það mikilvæga
er nú að vísbendingar eru um að
áhugi fjárfesta sé vakinn og fjár-
magn vilji inn í landið. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur markað sér
skýra stefnu hvað örlagavaldana:
menntun, nýsköpun og vísindi,
snertir og vill vinna áfram að
góðri uppskeru. Stuðningur við
Sjálfstæðisflokkinn á laugardaginn
skiptir því sköpum.
Að skipta sköpum
Eftir Áslaugu Maríu
Friðriksdóttur
Áslaug María
Friðriksdóttir
Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík suður.