Morgunblaðið - 26.04.2013, Síða 35

Morgunblaðið - 26.04.2013, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 ✝ Sigríður ÓskGeirsdóttir fæddist í Reykjavík 17. desember 1956. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 10. apríl 2013. Foreldrar henn- ar voru Geir Guð- laugur Jónsson, vélstjóri, f. 5. jan- úar 1928 á Ak- ureyri, d. 18. febrúar 1975 í Reykjavík, og Signý Þ. Ósk- arsdóttir, leikskólakennari, f. 19. maí 1930 í Reykjavík. Systkini Sigríðar Óskar eru María Jóna, f. 15. mars 1960 í Reykjavík, d. 3. febrúar 2003 í Reykjavík og Þorkell Guð- laugur, f. 26. maí 1961 í borg. Síðustu árin stundaði hún af krafti handavinnu, söng, leikfimi og sund hjá Þjónustu- miðstöð Sjálfsbjargar. Sigríður unni ferðalögum og stundaði þau eftir því sem heilsa leyfði. Hún ferðaðist víða um landið og til útlanda með eiginmanni sínum og fjölskyldu. Börnin í stórfjölskyldunni voru auga- steinar hennar. Hún fylgdist ávallt vel með frændsystkinum sínum og síðar börnum þeirra og enginn hátíðisdagur í lífi þeirra fór framhjá henni. Á yngri árum tók hún virkan þátt í starfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Hún var einn af stofnfélögum Hala-leikhópsins og tók þátt í allflestum upp- færslum á meðan hún hafði orku til. Hún var einnig stofn- félagi í Vegmóði, fjöl- skyldugönguklúbbnum langlífa, sem stofnaður var 1968. Útför Sigríðar Óskar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 26. apríl 2013, og hefst athöfn- in kl. 13. Reykjavík. Börn Þorkels eru Egill, f. 1986 og Agnes, f. 1989. Þann 2. júní 1979 giftist Sigríð- ur Ósk Jóni Eiríks- syni, fulltrúa, f. 4. júní 1954 og voru þau gift í 31 ár. Sigríður lauk grunnskólaprófi frá Álftamýr- arskóla. Hún var tvo vetur í Húsmæðraskólanum á Staðar- felli. Síðar vann hún í verk- smiðju Nóa-Síríusar en starfaði lengst af á Reykjalundi, hvort tveggja við aðhlynningu og í plastverksmiðju Reykjalundar. Hún vann einnig um nokkurra ára skeið í leikskólanum Folda- Elskuleg frænka mín, syst- urdóttir, Sigríður Ósk Geirs- dóttir er látin eftir stutta sjúkrahúsvist. Sigríður Ósk, eða Sigga frænka eins og hún var jafnan kölluð, var fædd 17. des- ember 1956, fyrsta barnabarn foreldra minna og dóttir elstu systur minnar. Ég er langyngst- ur minna systkina, aðeins 5 ár- um eldri en Sigga. Ég fékk alla athygli minna nánustu í fimm ár. Fyrsta tilfinning afbrýðisemi kom í ljós þegar Sigga frænka fæddist. Tróð mér inn á flestar myndir sem teknar voru af litlu stúlkunni. Hin litfríða og ljós- hærða frænka óx úr grasi og stolt mitt óx samhliða því. Ég var afar montinn yfir nýju syst- ur minni eins og ég jafnan kynnti hana fyrir nágrönnunum. Fyrsta árið bjó hún ásamt for- eldrum í mínum foreldrahúsum. Síðar fluttu þau að Vesturvalla- götu þar sem bættust við systk- inin María Jóna og Þorkell Guð- laugur. Þær voru ófáar stundir sem ég dvaldi þar. Sjómanns- konan Ninna var oft ein með börnin, mig og Fanneyju systur, sem næst mér var í aldri. Af- brýðisemin hvarf fyrir gleði og tilhlökkun að hitta frændsystk- inin. Ninna og Fanney höfðu einstakt lag á börnum og kunnu ógrynni laga og texta sem þær spiluðu og sungu fyrir okkur. Sigga var mjög lagviss og kunni alla texta og söng manna hæst. Snemma á ævi Siggu frænku kom í ljós sjúkdómur sem háði henni alla ævi og setti mark á hana og fjölskylduna. Sá sjúk- dómur lagðist á taugakerfið og skerti færni hennar jafnt og þétt alla tíð. Þrátt fyrir fötlun hélt Sigga ætíð glaðværð sinni og bjartsýni. Yngri systir henn- ar, María Jóna lést fyrir nokkr- um árum, langt fyrir aldur fram. Andlát hennar og föður- missir var mikið áfall fyrir Siggu og alla hennar fjölskyldu. Stuðningur móður hennar var einstakur og aðdáunarverður. Aldrei kvartað eða lagst í þung- lyndi. Stundum held ég að mest sé lagt á þá sem ríkastir eru af æðruleysi. Þær mæðgur kunnu listina að finna sólskinsblett í heiði og setjast þar niður og gleðjast. Gegndi sumarhús móð- urfjölskyldunnar og mörg ferða- lög þeirra mæðgna stóru hlut- verki. Sigga frænka var afar frænd- rækin, sýndi yngri frændsystk- inum sínum mikla hlýju og um- hyggju. Hennar aðalsmerki var einstök góðvild, trygglyndi og fáguð framkoma. Hún vildi öll- um vel. Hún var orðvör, lagði engum illt orð í munn. Það er einstakt afrek að berjast í gegn- um brimrót lífsins án þess nokkurn tíman að beita stórum orðum og athöfnum í samskipt- um við annað fólk. Það var mik- ill heiður að vera svaramaður við brúðkaup hennar og Jóns. Sigga frænka hefur alla tíð sýnt mér mikla ræktarsemi og virð- ingu. Nærvera hennar var ein- staklega góð og gefandi. Oft rifjaði hún upp sögur langt aft- ur í fortíð sem ég hafði löngu gleymt, ætíð voru það sögur af skemmtilegum atvikum í okkar lífi. Hún var ótrúlega minnug á smáatriðin í frásögn sinni, smá- atriði sem gáfu frásögninni nauðsynlegt vægi. Ég kveð mína elskulegu frænku. Minning um heilsteypta manneskju og einstaka frænku mun lifa í minningunni. Ég votta systur minni og bróður Siggu og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Skarphéðinn Óskarsson. Okkur langar að minnast frænku okkar Sigríðar Óskar Geirsdóttur með nokkrum orð- um. Það er alltaf ósanngjarnt þegar einhver sem manni þykir vænt um fellur frá en þótt lík- ami þeirra sé farinn þá lifir minningin áfram. Við systkinin eigum ótal góð- ar minningar um Siggu frænku okkar sem okkur þótti ótrúlega vænt um. Þegar við vorum lítil bjó Sigga í Breiðholtinu með Jónda og Bonny, litlum púðluhundi sem Siggu þótti rosalega vænt um. Við fórum oft í heimsókn með ömmu Ninnu og Maju í Breiðholtið en það skemmtileg- asta sem við gerðum var að sitja inni í eldhúskróknum og spila. „Hæ gosi“ og „langavitleysa“ urðu oftast fyrir valinu. Í okkar „Hæ gosa“ var ekki blístrað þegar drottningin kom á borðið, en ástæðan fyrir því var að hvorki Sigga né Maja gátu blístrað. Í staðinn sögðum við „Hæ amma“ og lengi vel eftirá héldum við systkinin að svona ætti leikurinn að vera. Það mætti segja að við hörfum lent í nokkrum útistöðum við spila- félaga seinna meir um hvort átti að blístra eða heilsa ömmu. Við deildum sameiginlegu áhugamáli með Siggu en við systkinin störfum bæði mikið í leikhúsum og leiklist en Sigga var í Halaleikhópnum og lék þar í mörgum leikritum og þrátt fyrir að hafa ekki leikið mikið nýlega þá var hún alltaf til taks og tilbúin að hjálpa. Okkar helsta minning um Siggu á sviði er þegar hún lék trúðinn Lævís í leikritinu Trúðaskólinn. Ári seinna tókum við systkinin þátt í sömu sýningu og þar lék Agnes sama hlutverk og Sigga hafði gert hjá Halanum. Sigga hefur alltaf verið dug- leg að sækja allar sýningar sem við höfum verið í og við gerðum hið sama á móti. Hún hefur allt- af stutt okkur í því sem við gerðum og var alltaf tilbúin í smáspjall. Um páskana fórum við í heimsókn til ömmu Ninnu og eyddum þar deginum með ömmu, pabba og Siggu. Þetta var í síðasta sinn sem við hitt- um Siggu okkar. Þetta var æð- islegur dagur og mikil gleði ríkti eins og alltaf þegar Sigga var til staðar og var þessi dagur frábær kveðjustund. Okkur langar að birta texta úr lagi sem Sigga söng mjög oft og minnir það okkur á hana. Blunda, barnið góða, ég bæri vöggu hljóða; svo þig dreymi dátt og blítt, dilla eg þér hægt og þýtt. Blunda, barnið góða. Grein á víntré vænu, þú vex í skrúði grænu; út í heiminn brátt þig ber, burt frá móðurhönd þú fer, grein á víntré vænu. Gleym ei æsku inni, og eigi móður þinni; mundu öll þín ævispor, elsku barn, þitt Faðirvor. Gleym ei æsku inni. Elsku Sigga okkar, hvíldu í friði og skilaðu kveðju frá okk- ur til Maju. Agnes og Egill. Við ævilok ættingja og vinar gefst okkur tækifæri, þótt sárt sé, til þess að staldra aðeins við, glugga í minningar okkar og orna okkur við ljúfar, liðnar stundir með þeim sem genginn er. Upprifjun góðrar minningar veitir sorgartættri sál skjól eitt stundarkorn og skjólið stækkar eftir því sem góðu minningarn- ar eru fleiri. Þegar maður hefur gengið samferða manneskju eins og Siggu getur maður fundið góða minningu til þess að mæta sérhverri sorgarhugs- un. Sigga var elst barna- barnanna í fjölskyldu Siggu ömmu og Óskars afa. Við litlu frændsystkinin uxum því öll úr grasi undir vökulu auga Siggu, sem bar hag okkar allra mjög fyrir brjósti og fylgdist með hverju okkar skrefi. Þar stóð þétt við hliðina á henni Maja systir hennar og samhentar systurnar slógu í gegn hjá okk- ur ungviðinu við hvert tækifæri. Á meðan við eltumst og styrktumst, þá gaf Sigga eftir fyrir sjúkdómi sínum. Þrátt fyr- ir að veraldleg hlutverk okkar ættu eftir að snúast við að mörgu leyti, þá vorum við áfram litlu frændur og frænkur hennar sem hún elskaði og dáði skilyrðislaust. Svo kom næsta kynslóð og Sigga ofurfrænka umfaðmaði hana eins og okkur hin eldri áð- ur. Öll afmæli, skírnir, ferm- ingar og aðrir viðburðir hefðu verið hálfkaraðir án Siggu. Hún lagði allt í sölurnar til þess að vera með hinni stóru fjölskyldu sinni við sérhvert tækifæri. Lóa mín og Fanney fengu að njóta hennar Siggu frænku á fyrstu misserum lífs síns. Ekk- ert molar niður sorg og sút jafn hratt og örugglega og samvistir við grímulaus smábörnin. Þær systur hlupu stystu leið inn að hjartarótum Siggu enda kunni Sigga orðið miklu fleiri sögur af „stelpunum sínum“ heldur en ég sjálfur. Þegar mikið gekk á hjá Siggu, þá leitaði hugur hennar til systranna og annarra barna innan fjölskyldunnar. Það veitti henni stundarfrið frá erfiðleik- um sínum. Jafnvel þegar hin efsta stund nálgaðist voru Fanney og Lóa efst í huga hennar og örsögur af þeim gáfu Siggu hugarfró og linuðu sárs- auka átakanna. Siggu er sárt saknað og hennar einstöku stöðu innan fjölskyldunnar. Við þökkum fyr- ir að hafa átt hana að og biðjum Guð að blessa hana. Karl Óskar Þráinsson, Lóa Lind og Fanney Fjóla Karlsdætur. Árið 1974 kynntist ég ynd- islegri vinkonu minni, henni Siggu. Minningarnar leita á hugann og söknuðurinn er mik- ill. Í gegnum árin hef ég átt góðar stundir með þér, elsku Sigga mín, og er þakklát fyrir þær. Þú varst barngóð og ljúf. Synir mínir Hilmar Þór og Jón Björn fengu að njóta þess að vera með þér og Jónda, þið pössuðuð þá oft fyrir mig. Oft fórum við í ferðalög og nutum þess að skoða landið okkar og vera saman. Fyrir nokkrum ár- um fórum við til Stöðvarfjarðar, ég, þú og Jóndi, og vorum þar í nokkra daga, við dvöldum á Ekru, húsi ömmu minnar og afa, og hundurinn ykkar, hún Bonny, var líka með, þetta var skemmtileg ferð. Í garðinum hennar ömmu var rabbabari sem við máttum taka með okkur heim til að sulta. Við sátum saman í moldinni í hvítum bux- um og tíndum rabbabarann upp, við vorum skítugar upp fyrir haus, en þetta fannst okkur mjög gaman og hlógum mikið. Sigga missti systur sína fyrir nokkrum árum sem var henni mjög þungbært. María Jóna dó úr sama sjúkdómi og Sigga. Elsku Sigga mín, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an í gegnum árin og vináttuna sem aldrei brást. Guð geymi þig. Elsku Ninna, Dolli, Jóndi og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur hugheilar samúðarkveðj- ur. Guðbjörg Halla Björnsdóttir. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum Sigríðar Geirsdóttur, sem lést á Land- spítalanum við Hringbraut 10. apríl sl. Sigríður eða Sigga eins og hún var kölluð var búin að stríða við erfið veikindi um langan tíma, en mig langar til að minnast hennar eins og ég þekkti hana áður en veikindin tóku yfirhöndina. Við unnum saman um tíma á Reykjalundi, hún sem aðstoð- arstúlka við hjúkrun og ég sem hjúkrunarfræðingur. Sigga var einstaklega þægileg í umgengni bæði við samstarfsfólk sitt og sjúklinga. Hún hafði fallega framkomu, var hlý og notaleg við þá sem hún annaðist og lagði metnað sinn í að mæta á réttum tíma í vinnuna þó svo að hún gengi ekki alltaf heil til skógar. Ég tók fljótt eftir því að hún hafði alltaf tíma til að hlusta á sjúklingana, virtist skilja þeirra þarfir og langanir e.t.v. betur en við sem vorum heil heilsu. Ég minnist þessa tíma með gleði, þakka henni samstarfið og bið henni og fjölskyldu hennar guðs blessunar. María Guðmundsdóttir. Sigríður Ósk Geirsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR, Nykhól Mýrdalshreppi, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík, andaðist miðvikudaginn 17. apríl. Útförin fer fram frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal laugardaginn 27. apríl kl. 13.00. Hörður Þorsteinsson, Guðjón Harðarson, Jóhanna Jónsdóttir, Jóhanna Þórunn Harðardóttir,Guðmundur Oddgeirsson, Guðbjörg Klara Harðardóttir, Hlynur Björnsson, Sigurlaug Linda Harðardóttir, Gunnar Vignir Sveinsson, Steina Guðrún Harðardóttir, Jóhannes Gissurarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR EYVINDSDÓTTUR, Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild A4 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir hlýhug og góða umönnun. Laufey Ármannsdóttir, Steinþór Ómar Guðmundsson, Jóhanna Jónsdóttir, Einar Ármannsson, Ásdís Garðarsdóttir, Freydís Ármannsdóttir, Helgi Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR BJARNADÓTTUR, Grænumörk 5, áður Víðivöllum 5, Selfossi. Þá færum við einnig starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Selfossi og í Grænumörk 5 þakkir fyrir alúð og umhyggju. Bjarni Sveinsson, Júlíus Þór Sveinsson, Elín Gísladóttir, Elsa Jóna Sveinsdóttir, Guðmundur Kristján Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Magnús Ásgeirsson er fallinn frá. Þau hjónin Magnús og Magn- hildur Magnúsdóttir, Maggi og Magga, hafa verið fastir félagar okkar ferðahóps síðastliðinn aldar- fjórðung. Á hverju ári fórum við að minnsta kosti fimm ferðir að við- bættum dagsferðum og stuttum skreppum. Fimm nátta sumarferð- ir voru dýrmæti og ekki síður var frábært að aka um skínandi vetr- arlandið og svífa upp jökulhlíðar og horfa yfir veröldina allt á heims- enda – eða janúarferðirnar í Þórs- mörk við alls konar aðstæður og erfiðleika. Alltaf var auðvitað ánægjulegt að komast á ætlaðan leiðarenda – en ferðin var í sjálfu sér ætíð frábær þótt vetur kóngur sneri út úr fyrirætlunum okkar og menn kæmu þrekaðri heim en til hafði staðið. Í ferðum um öræfi Íslands á sumri og vetri kemur margt óvænt upp við erfiðari kringumstæður en flestir eru vanir. Við slíkar aðstæð- ur er gott að hafa einvalalið til hvers sem er. Gegntrausta verk- lagna einstaklinga með fjölþætta reynslu sem grípa strax til aðgerða og eru svo samhuga að úrlausnar- áætlun sprettur næstum þegjandi fram. Hver er á sínum stað og veit Magnús Ásgeirsson ✝ Magnús Ás-geirsson húsa- smíðameistari fæddist 19. apríl 1947 í Kópavogi. Hann lést á Land- spítalanum 24. mars 2013. Magnús var jarð- sunginn í kyrrþey frá Hjallakirkju 3. apríl 2013. að um leið er haft auga með hvort og hvar frekara lið má leggja. Með þannig félögum er frábært að ferðast og erfið veður og torsótt færð verða grípandi sameiginleg við- fangsefni og lausn þeirra sameiginleg- ur sigur og gleði allra. Maggi var skjótur í viðbrögð- um, verklaginn og úrræðagóður þegar úr vöndu var að ráða. Í okk- ar fámenna hópi er nú skarð fyrir skildi þegar hann er fjarri. Ferðir okkar eru farnar á vit nýrrar upplifunar, nýs ævintýris. Við söfnum endurminningum um samstarf og lausnir, um bálviðri og blíðviðri, harðan tjaldbotn og fjallaskála. Um fornar slóðir og nýjar leiðir, ofan í ófær hraun og upp á sjónvíða fjallatinda, um af- taka bylji og um logn og blíðu á jök- ultoppum. Um eftirminnilega daga. Hverja ferð endurförum við aftur og aftur í huganum – íklædd atgervi hennar, félagatengslunum og ómi landslags og lífsljóði þess ævintýris. Þegar félagi fellur frá rifjast upp sú margfalda sameiginlega gleði sem við áttum saman og um hug- ann fara hlýjar þakkir fyrir frá- bæra samfylgd. Gíslavinir senda Möggu innileg- ar samúðarkveðjur og þakkir fyrir samfylgd og ómetanlegt samstarf og hjálp þeirra Magga sem sum okkar hafa notið í áratugi en önnur allt frá hans æskuárum. Sjá myndasafn á vefslóðin- nihttp://www.gopfrettir.net/open/ MagnusAsgeirsson Gísli Ólafur Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.