Morgunblaðið - 26.04.2013, Side 47

Morgunblaðið - 26.04.2013, Side 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Barátta launafólks fyrirbættum kjörum á sérmerkilega sögu, sem hefurekki verið rannsökuð eins mikið og hún á skilið. Nú hefur ASÍ gefið út Sögu Alþýðusambands Ís- lands í tveimur bindum sem heita „Í samtök“ og „Til velferðar“. Það hefur tekist vel til með þetta verkefni. Fram er komið verk sem verður grundvallarrit í öllum frekari rann- sóknum á sögu verkalýðshreyfing- arinnar. Í bókum Sumarliða Ísleifssonar er ekki bara verið að segja frá sigrum ASÍ. Höfundur bendir á ýmis atriði sem verkalýðshreyfingin var sein að bregðast við, eins og baráttu fyrir bættum aðbúnaði á vinnustöðum. Hann fjallar um að forystumenn ASÍ stóðu lengi gegn því að versl- unarmenn fengju aðild að samband- inu og Sumarliði bendir á að við stofnun ASÍ hafi sambandið tekið af- stöðu gegn sambandslagasamn- ingnum 1918, en hann segir að þessi afstaða hafi átt þátt í að jafn- aðarmönnum á Íslandi tókst ekki að ná eyrum almennings í sama mæli og í nágrannalöndum okkar. Fram til ársins 1942 var Alþýðu- samband Íslands hluti af Alþýðu- flokknum. Gríðarlega hörð pólitísk átök áttu sér stað innan ASÍ bæði fyrir og eftir seinna stríð. Raunar má segja að áratugum saman hafi ASÍ og verklýðshreyfingin verið undirlögð af pólitískum deilum. Þó þessar deilur hafi vissulega örvað áhuga á verka- lýðsmálum var óhjákvæmilegt að þær kæmu niður á starfi hreyfing- arinnar. Í upphafi voru þessar deilur fyrst og fremst á milli krata og kommúnista, en þegar leið á öldina fóru sjálfstæð- ismenn og fram- sóknarmenn einn- ig að beita sér og reyna að tryggja sér áhrif. Í þess- um deilum mynd- uðust bandalög þar sem segja má að mottóið hafi ver- ið óvinur óvinar míns er vinur minn. Þetta leiddi m.a. til þess að sjálfstæð- ismenn og kommúnistar unnu oft saman gegn Alþýðuflokknum. Það er ekki auðvelt að skrifa um þessa bar- áttu svo öllum líki. Ekki verður hins vegar annað séð en að Sumarliða tak- ist vel að rekja þessa sögu. Hann reynir að útskýra hvaða sjónarmið lágu að baki. Fróðlegt er að lesa um sjónarmið forystumanna Alþýðuflokksins, eins og Gylfa Þ. Gíslasonar og Hannibals Valdimarssonar, um hvernig best væri að takast á við kommúnista. Hannibal náði miklum árangri á Vestfjörðum, en þar náðu komm- únistar litlum árangri og hann hafði áhuga á að yfirfæra þann árangur á landið allt þegar hann varð forseti ASÍ. Sumarliði birtir í bókinni athygl- isvert bréf Gylfa til Hannibals þar sem hann varar hann við að ganga til samstarfs við kommúnista. Sumarliði Ísleifsson hefur lagt mikla vinnu í að safna saman mynd- um, en þær eru mjög mikilvægur hluti bókarinnar. Að vissu marki má njóta hennar með því að skoða mynd- irnar og lesa myndatextana, en vand- að hefur verið til textanna. Mynd- irnar segja mikla sögu um aðbúnað verkafólks á síðustu öld. Má þar nefna myndir úr togurum á milli- stríðsárunum, sem sýna vel um hvað barátta verkalýðshreyfingarinnar fyrir vökulögunum snerist. Myndir af konum við fiskþvott og konum við uppskipun sýna líka þann þrældóm sem margar konur máttu þola og fengu þær þó mun lægra kaup en karlarnir. Hæla verður umfjöllun Sumarliða um hlut kvenna í verkalýðsbarátt- unni. Hann segir frá þeim launamun sem lengi vel var á kauptöxtum karla og kvenna, en lengi vel þótti sjálfsagt mál að taxti kvenna væri lægri en karla. Hann fjallar um jafnrétt- isumræðu innan verkalýðshreyfing- arinnar, en verkalýðshreyfingin var lengi að taka við sér í jafnrétt- ismálum og áhugi á þeim málum var lengi vel takmarkaður innan hreyf- ingarinnar. Miðað við greiningu Sum- arliða verður því tæplega haldið fram að verkalýðshreyfingin hafi verið í forystuhlutverki í jafnréttismálum á síðustu öld. Hitann og þungann af þeirri baráttu háðu konur sjálfar, án þess að karlarnir í verkalýðshreyf- ingunni væru mikið að beita sér. Kostir Sögu Alþýðusambands Ís- lands eru ekki hvað síst að sjón- arhornið er vítt og fjallað er um marga þætti í baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar. Fjallað er um fé- lagsleg réttindi, húsnæðismál, aðbún- að og hollustuhætti, atvinnuleysistryggingar, lífeyr- istryggingar, orlofsmál og fleira. Áhugaverðir kaflar eru um félags- málapakkana, sem urðu reglulegir þættir í samningsgerð á viðreisnarár- unum, en í þeim náði hreyfingin fram nokkrum af sínum mikilvægustu sigrum. Þar má nefna stofnun At- vinnuleysistryggingasjóðs, stofnun lífeyrissjóðanna, átaki í húsnæðis- málum með uppbyggingu verka- mannabústaða í Breiðholti og fleira. Kaflar bókarinnar um sum innri mál ASÍ eru ekki eins áhugaverðir, en þeir eru að sjálfsögðu nauðsynlegur hluti sögu ASÍ. Það er ástæða til að fagna útgáfu þessara bóka. Það er þarft framtak hjá ASÍ að gefa þær út, en það er ekki síður mikilvægt að ASÍ og verkalýðshreyfingin haldi saman gögnum um sögu sína og geri þau að- gengileg fyrir sagnfræðinga og aðra sem vilja rannsaka sögu verkalýðs- mála á Íslandi, en það er að sjálf- sögðu rétt sem Sumarliði bendir á í formála, að þessi rannsókn felur ekki í sér einhverja endanlega niðurstöðu um sögu verkalýðshreyfingar á Ís- landi. Morgunblaðið/Kristinn Barátta „Í bókum Sumarliða Ísleifssonar er ekki bara verið að segja frá sigrum ASÍ. Höfundur bendir á ýmis atriði sem verkalýðshreyfingin var sein að bregðast við, eins og baráttu fyrir bættum aðbúnaði á vinnustöðum,“ segir rýnir. Barátta sem skilaði árangri Sagnfræði Saga ASÍ bbbbn Sumarliði Ísleifsson: Saga Alþýðu- sambands Íslands – „Í samtök“ og „Til velferðar“ Forlagið 2013 EGILL ÓLAFSSON BÆKUR Ásgeir Trausti heldur tónleika á efri hæð Faktorý ásamt Pétri Ben í kvöld kl. 23, en húsið verður opnað klst. fyrr. Þar leikur hann lög af plötu sinni Dýrð í dauða- þögn, auk nokk- urra nýrra laga. Ásgeir Trausti heldur senn til Danmerkur þar sem hann kemur fram á SPOT hátíð- inni. Í framhaldinu hitar hann upp fyrir John Grant á tónleika- ferðalagi hans um Bretland. Í sum- ar liggur leiðin svo á Hróarskeldu. Ásgeir Trausti á Faktorý Ásgeir Trausti Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Fim 16/5 kl. 19:00 Fös 7/6 kl. 19:00 Lau 27/4 kl. 19:00 Fös 17/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 19:00 Sun 9/6 kl. 13:00 Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Fim 23/5 kl. 19:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 3/5 kl. 19:00 Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 4/5 kl. 19:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 5/5 kl. 13:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 9/5 kl. 14:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Fös 10/5 kl. 19:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 11/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 12/5 kl. 13:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Fim 6/6 kl. 19:00 Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Lau 27/4 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00 Þri 30/4 kl. 20:00 Fös 10/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Fös 3/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma. Núna! (Litla sviðið) Sun 28/4 kl. 20:00 5.k Þri 14/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00 Þri 7/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu Tengdó (Litla sviðið) Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Fös 10/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00 Fim 2/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Fim 16/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Fös 17/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Fim 9/5 kl. 20:00 aukas Fim 23/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur! Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið) Sun 28/4 kl. 20:00 4.k Fim 9/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 5.k Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó –HHHHH – JVJ. DV Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 26/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 Aukas. Fös 31/5 kl. 19:30 Sun 28/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 1/6 kl. 19:30 Fim 2/5 kl. 19:30 Aukas. Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 7/6 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Lau 8/6 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Fös 14/6 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Lau 15/6 kl. 19:30 Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð Kvennafræðarinn (Kassinn) Fös 26/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum? Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 14:00 Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 4/5 kl. 15:00 Lau 25/5 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 15:00 Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 15:00 Lau 4/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka Karma fyrir fugla (Kassinn) Lau 8/6 kl. 19:30 aukas. Sun 9/6 kl. 19:30 aukas. Síðasta sýning 7.apríl Hvörf (Kúlan) Fös 3/5 kl. 19:00 Aðalæf Mið 8/5 kl. 19:00 Sun 12/5 kl. 19:00 Lau 4/5 kl. 19:00 Frums. Fös 10/5 kl. 19:00 Sun 5/5 kl. 19:00 Lau 11/5 kl. 19:00 Lab loki í samstarfi við Þjóðleikhúsið Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 15:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn 30.04 - Þriðjudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg 03.05 - Föstudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Kaldalón 04.05 - Laugardagur kl. 21:30 Laddi lengir lífið – UPPSELT Kaldalón 08.05 - Miðvikudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg 10.05 - Föstudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg 11.05 - Laugardagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg 12.05 - Sunnudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg 17.05 - Föstudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – Örfá laus sæti Silfurberg 24.05 - Föstudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – Örfá laus sæti Silfurberg 25.05 - Laugardagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – UPPSELT Silfurberg 31.05 - Föstudagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – Ný sýning Silfurberg 01.06 - Laugardagur kl. 20:00 Laddi lengir lífið – Ný sýning Silfurberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.