Morgunblaðið - 18.05.2013, Qupperneq 1
tvær dætur með
aðeins þrjátíu
daga millibili árið
2008. Banamein
beggja var
brjósta-
krabbamein. Ásta
var 52 ára en Re-
bekka 56. Móðir
Ingvars lést úr
sama sjúkdómi 56
ára og nú hefur
dótturdóttir hans ákveðið að láta
fjarlægja brjóst sín í varúðarskyni.
Ingvar segir engin orð geta lýst
Ingvar
Þorsteinsson
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Ingvar Þorsteinsson húsgagnasmið-
ur er einn fárra karlmanna sem
greinst hafa með brjóstakrabbamein
hér á landi. Sextán ár eru liðin síðan
hægra brjóstið var fjarlægt og náði
Ingvar í kjölfarið fullri heilsu. Við
frekari skoðun kom raunar í ljós
krabbamein í blöðruhálskirtli en
Ingvar, sem verður 84 ára síðar í
mánuðinum, læknaðist af því líka.
Ekki hafa þó allir ástvinir hans
verið eins heppnir en Ingvar missti
sársaukanum sem fylgir því að
missa barn, hvað þá tvö, en þetta sé
eigi að síður veruleiki og mikilvægt
sé að ylja sér við minninguna um
elskulegar og góðar dætur.
Fagnar umræðunni
Hann fagnar umræðunni um
stökkbreytt gen sem valdið getur
brjóstakrabbameini enda séu aldrei
of miklar upplýsingar í umferð varð-
andi arfgenga sjúkdóma. Rætt er við
Ingvar í Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins en hann er nú að rifa seglin
eftir sjötíu ár á vinnumarkaði.
Læknaðist af brjóstakrabba
Missti móður sína og tvær dætur úr eins krabbameini
L A U G A R D A G U R 1 8. M A Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 115. tölublað 101. árgangur
FÆRIÐ SJÁLF
INN STIGIN Í
EUROVISION
RAGNAR OG
SÚÐBYRÐ-
INGURINN
FÉLL FYRIR VÖRU-
OG BRAUÐ-
PENINGUM
SUNNUDAGUR OPNAR SAFNARABÚÐ 10STIGATÖFLUSÉRBLAÐ
gerir grillmat að hreinu lostæti!
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
57
44
6
Morgunblaðið/Guðmundur Rúnar
Ánægja Íslenskir grænmetisbændur eru
ánægðir, segja söluna vera meiri en síðast-
liðin ár og telja neytendur kjósa íslenskt.
„Ég hef aldrei séð svona mikla
sölu eins og núna í maí, “ segir
Gunnlaugur Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Sölufélags garð-
yrkjumanna.
Hljóðið er jákvætt í grænmetis-
bændum sem taka undir orð Gunn-
laugs. Svo virðist sem neytendur
séu sífellt meðvitaðri um uppruna
vörunnar og geri aukna kröfu um
upplýsingar á umbúðum.
Garðyrkjubændur í Auðsholti í
Hrunamannahreppi pakka nú síð-
asta hluta gulrótaruppskeru síð-
asta sumars, en að sögn Ásdísar
Bjarnadóttur, grænmetis- og kúa-
bónda, hafa gulræturnar aldrei áð-
ur geymst svo lengi. „Við höfum
sennilega fundið gott afbrigði,“
segir Ásdís. »6
Sala á íslensku
grænmeti eykst
með hverju ári
Valið milli oddvita
» Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins koma oddvitar
Framsóknar í kjördæmunum
sex til greina í ráðherrastóla.
» Gengið er út frá því að til
tíðinda dragi eftir helgi.
Pétur Blöndal
Baldur Arnarson
Ráðherrum verður fjölgað um einn
til tvo og verkefni færð milli ráðu-
neyta við myndun næstu ríkisstjórn-
ar. Þá herma heimildir að lagt sé upp
með að Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson verði forsætisráðherra en
Bjarni Benediktsson fjármála- og
efnahagsráðherra.
Til skoðunar er að skipta upp
innanríkisráðuneytinu þannig að það
verði í grunninn aftur að dómsmála-
ráðuneyti og samgönguráðuneyti.
Einnig verði velferðarráðuneytinu
skipt upp í heilbrigðismál annars
vegar og félagsmál hins vegar.
Þótt stjórnarmyndunarviðræður
séu á lokastigi er endanleg skipting
ráðuneyta og þeirra verkefna sem
undir þau falla ekki fullfrágengin.
Útlit er fyrir að auk forsætisráðu-
neytisins fari Framsókn með utan-
ríkismál, félags- og tryggingamál,
samgöngumál og umhverfismál.
Sjálfstæðisflokkurinn færi hins
vegar með heilbrigðismál, mennta-
mál, dómsmál, atvinnuvegaráðu-
neytið og fjármálaráðuneytið, auk
þess að fá embætti þingforseta. Nán-
ar er fjallað um ráðherrakapalinn í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Ný stjórn tekur á sig mynd
Lagt upp með að forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið fari til Framsóknar
Bjarni Benediktsson verður fjármála- og efnahagsráðherra í nýrri ríkisstjórn
Fjöldi manns kom saman á miðbakka Reykjavík-
urhafnar síðdegis í gær til að sjá og heyra Vessel
Orchestra, tíu mínútna verk Lilju Birgisdóttur
sem leikið var á flautur skipanna í höfninni. Það
var setningaratburður Listahátíðar í Reykjavík
sem stendur til 2. júní. Þetta er í 27. sinn sem há-
tíðin er haldin en alls eru sextíu viðburðir á dag-
skránni að þessu sinni sem um 600 listamenn frá
yfir þrjátíu löndum standa fyrir. »50-51
Skipin flautuðu setningaratriði Listahátíðar
Morgunblaðið/Eggert
Listahátíð í Reykjavík var sett í tuttugasta og sjöunda sinn á miðbakka Reykjavíkurhafnar í gær
Tveir karl-
menn á fertugs-
aldri voru hand-
teknir í
gærkvöldi en
þeir eru grun-
aðir um að hafa
ráðist á annan
mann í Selja-
hverfi í Breið-
holti síðdegis í
gær.
Maðurinn sem ráðist var á var
fluttur alblóðugur í framan á
sjúkrahús en árásin átti sér stað um
hábjartan dag fyrir augum fjölda
sjónarvotta í íbúðahverfi. »4
Handteknir vegna
árásar í Breiðholti
Frá vettvangi í
Ystaseli í gær.