Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 63 77 1 04 /1 3 + Bókaðu þína ferð á icelandair.is SÉRFERÐIR FLJÚGÐU Á VIT SPENNANDI ÆVINTÝRA Spennandi ferðir fyrir alla Sérferðir Icelandair bjóða upp á áfangastaði af öllum stærðum og gerðum fyrir ferðalanga sem þyrstir í ævintýri. Leyfðu okkur að láta gamla drauma rætast. Sérferðir Frábærar ferðir með fararstjóra, til Parísar að hausti, Sankti Pétursborgar og Ítalíu í sumar. Sjáðu Fleetwood Mac í Glasgow eða jólaljósin í París. Upplifðu Bjórfest í Denver, Old Car sýninguna í Daytona og matarmenningu í Seattle. Sendinefnd frá Íslandi fer í dag til Kulusuk á vegum Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, Skákfélagsins Hróksins, Flugfélags Íslands og fleiri velunnara Grænlendinga. Við þetta tækifæri verða afhent hljóðfæri, tæknibúnaður og fleiri gjafir, en tón- listarhúsið í Kulusuk brann til grunna í fárviðri í byrjun mars. Í kjölfar brunans efndu vinir Grænlands til söfnunar á hljóðfærum og fjárframlögum. Söfnunin náði há- marki með styrktartónleikum í Eld- borg í Hörpu og samhliða var efnt til símasöfnunar og lögðu þúsundir Ís- lendinga sitt af mörkum. Þá voru haldnir viðburðir víða um land og rík- isstjórn Íslands lagði söfnuninni lið með 5 milljóna króna framlagi. Hafa safnast hátt í 10 milljónir króna. Hugað að nýju húsi Fram kemur í tilkynningu að búið sé að finna bráðabirgðaaðstöðu fyrir tónlistina í Kulusuk og þar verði hljóðfærin og tæknibúnaðurinn frá Íslandi settur upp. Í framhaldinu hefjist viðræður við grænlensk stjórnvöld um uppbyggingu á nýju húsi. Í Kulusuk, sem er á austurströnd Grænlands, búa um 400 manns. Bær- inn er hluti af sveitarfélaginu Ser- mersooq sem er eitt hið stærsta í heimi, nær yfir um 531.000 ferkíló- metra, sem jafngildir fimmfaldri stærð Íslands. Nuuk, höfuðborg Grænlands, er hluti af Sermersooq og mun borgarstjórinn í Nuuk taka á móti íslensku sendinefndinni, ásamt fulltrúum frá Kulusuk og Tasiilaq. Flugfélag Íslands leggur til flugvél til leiðangursins og áhöfnin gefur vinnu sína. Þá leggur Skeljungur til eldsneyti. Færa íbúum Kulusuk gjafir  Hátt í 10 milljónum safnað hér eftir að tónlistarhús brann Grænlensk börn Mjög góð aðstaða til tónlistarkennslu og æfinga fyrir unga sem eldri var í tónlistarhúsinu í Kulusuk sem brann í mars. María Rut Krist- insdóttir var kjörin nýr for- maður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands á skipta- fundi ráðsins á fimmtudag og hefur nú tekið við störfum af fráfarandi for- manni, Söru Sig- urðardóttur. María Rut er oddviti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, sem vann meirihluta í kosn- ingum til Stúdentaráðs hinn 6. og 7. febrúar síðastliðinn. María Rut er Flateyringur og er að ljúka grunnnámi í sálfræði við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu starfsári Stúdentaráðs sat María Rut í stjórn Stúdentaráðs auk þess situr hún í Háskólaráði og Jafnréttis- nefnd Háskóla Íslands. Í tilkynningu segir að María telji mikilvægt að á starfsárinu muni Stúdentaráð halda áfram að berjast fyrir samþykkt á frumvarpi um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem meðal annars feli í sér styrk til námsmanna. „Einnig leggur María áherslu á að nýkjörin Sviðsráð fræðasviðanna fimm fari af stað með krafti og vinni að því að bæta það sem bæta þarf á hverju fræða- sviði fyrir sig. Stúdentaráð mun halda áfram að berjast fyrir auknu fjárframlagi til háskólans svo tryggt verði að greitt sé með öllum nemendum háskólans,“ segir í til- kynningunni. Stýrir Stúdenta- ráði HÍ María Rut Kristinsdóttir Laugalækjarskóli bar sigurorð af Hagaskóla í úrslitum MORGRON, ræðukeppni grunnskólanna, sem fóru fram í vikunni. Fram kemur í tilkynningu, að úr- slitaviðureignin hafi verið æsispenn- andi og hnífjöfn. Elín María Jóns- dóttir, úr ræðuliði Hagaskóla, hreppti nafnbótina Ræðumaður Reykjavíkur 2013. Stelpur voru í miklum meirihluta eða 6 talsins af 8 keppendum í heild- ina. Þrjár stelpur voru í hvoru liði fyrir sig. Laugalækjar- skóli vann ræðukeppni grunnskóla mbl.is alltaf - allstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.