Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Einu sinni spurði ég gamlan mann (sem var ásvipuðum aldri og ég er nú), sem hafði komiðvið sögu á vinstri væng stjórnmálanna, hvern-ig ætti að stjórna fólki. Svar hans var: With malice towards none and goodness towards all. Með þessum orðum vitnaði Finnbogi Rútur Valdemarsson (al- þingismaður Sósíalistaflokks og síðar Alþýðubandalags 1949-1963) til ræðu Abrahams Lincolns, þegar hann tók í síðara skiptið við forsetaembætti Bandaríkjanna hinn 4. marz 1865. Að vísu ekki hárnákvæm tilvitnun því að Lin- coln notaði enska orðið “charity“ en ekki “goodness“. Þessi kafli í seinni innsetningarræðu Lincolns hljóðar svo í íslenzkri þýðingu Lesbókar Morgunblaðsins hinn 13. febrúar 1966: „Við skulum nú snúa okkur að því að ljúka hinu mikla verki sem fyrir höndum er, án kala til nokkurs manns en með vinarhug til allra og fastheldni við réttlætið eins og Guð birtir okkur það; Að græða sár þjóðarinnar, sjá þeim farborða sem stað- ið hafa í stríðu eða ekkju hans og föðurlausum börnum, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skapa og varðveita réttlátan og varanlegan frið innbyrðis og við allar þjóðir.“ Á góðum stundum sagði Bjarni heitinn Benediktsson forsætisráðherra á Viðreisn- arárunum stöku sinnum við vini sína og við- mælendur: ég kann að stjórna landi. Það voru ekki orðin tóm. Hann sýndi það í verki að hann kunni að stjórna landi, sennilega betur en nokk- ur annar á lýðveldistímanum. Nú er ný kynslóð að taka við stjórn lýðveldisins og sameiginlegra málefna fólksins í landinu. Ekki er ólíklegt að einhverjir í þeim hópi velti þessum spurningum fyrir sér: Hvernig á að stjórna fólki? Hvernig á að stjórna landi? A.m.k. ættu þeir/þau að spyrja sig þessara spurn- inga. En sennilega þurfa menn að hafa mikla lífsreynslu að baki til þess að svara þeim spurningum með tilvitnun í Lincoln. Stjórnmálin eru skemmtileg og eftirsóknarverð, þegar þau snúast um málefni, hinar stóru línur í lífi þjóða eða í samskiptum þjóða í milli. Þau eru ógeðsleg og lágkúru- leg, þegar kemur að rýtingsstungum í návígi. Síðarnefndi þátturinn hefur einkennt stjórnmálabaráttuna á Íslandi um of alla tíð. Sjálfsagt verður það alltaf þannig í fá- mennum samfélögum. Og of oft er tilefni til að spyrja sjálfan sig hvort það geti verið að illvilji í garð annarra skili meiri árangri í pólitískri baráttu en góðsemi. Lincoln þurfti að sameina þjóð sína eftir illvíga borg- arastyrjöld. Við Íslendingar höfum gengið í gegnum annars konar borgarastyrjöld síðustu fimm ár. Í þeirri styrjöld hafa menn ekki verið vegnir með vopnum en margir hafa ver- ið vegnir eða að þeim vegið með orðum. Í sumra augum, sem ekki hafa nægilega þykkan skráp til að þola „grimmt umtal“, svo að ég vitni til orða gamals vinar míns, er það ekki minni glæpur að „myrða“ fólk með orðum en vopn- um. Á síðustu fimm árum hefur enginn komið fram á sjón- arsviðið með það að markmiði að sameina íslenzku þjóð- ina eftir átök og sundrungu áranna í kjölfar hrunsins. Kannski má segja að stjórnmálaforystan í landinu hafi sameinast um að ýta undir sundurlyndi með því for- dæmi, sem hún hefur gefið. Það er létt verk og löð- urmannlegt að sundra þjóð. Það er meiri vandi að sam- eina sundraða þjóð. Að græða sár þjóðar eins og Lincoln komst að orði. Hér á Íslandi eru mörg sár sem þarf að græða. Ekki er ósennilegt að á næstu dögum muni ný rík- isstjórn kynna stefnumál sín og athygli ekki sízt beinast að því hvernig hún ætli að leysa úr skulda- vanda heimilanna auk annarra verkefna, sem hennar bíða í atvinnumálum og á öðr- um sviðum. Úrlausn á skuldavanda heimilanna er forsenda fyrir því að þjóðin geti sameinast um verkefni framtíðarinnar. Úrlausn þess vanda fellur því vel að því markmiði, sem ætti að vera eitt af höfuðmarkmiðum nýrrar kynslóðar sem er að taka við landstjórninni að sameina þjóðina og binda enda á það djúpstæða sundurlyndi, sem einkennir samfélag okkar. Það má vel vera, að við, stríðsmenn kalda stríðsins, eigum erfitt með að rífa okkur upp úr gömlum og hálf- föllnum skotgröfum en er einhver sérstök ástæða til að ný kynslóð dembi sér ofan í þær? Upplausn lýðræðissamfélaga Vesturlanda er komin á það stig í kjölfar fjármálakreppunnar að kirkjunnar menn í Evrópu sjá sér ekki lengur fært að sitja þegjandi hjá. Það hefur gerzt í Bretlandi, á Spáni og á Kýpur að þeir blandi sér beint í dægurmálabaráttu stjórnmál- anna. Í því samhengi er athyglisvert að í fyrradag var efnt til málþings hér, sem aðallega fjallaði um fjár- málakapítalisma og siðferðileg og trúarleg sjónarmið í því samhengi á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Ein- arssonar og Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Forystumenn nýrrar ríkisstjórnar ættu að íhuga það um hvítasunnuhelgina, hvort þeir ættu kannski að setja sér og flokkum sínum þau viðbótar markmið, auk hinna veraldlegu að græða sár þjóðarinnar, að efla samstöðu hennar, að draga úr sundurlyndi hennar, að hverfa af braut mannvíga með orðum og vinna að því að sameina þessa fámennu þjóð um ný og sameiginleg markmið. Við vitum öll að það er erfitt að lifa í neikvæðu and- rúmslofti. Á Íslandi ræður neikvæðni ríkjum á öllum sviðum og hefur lengi gert. Það er kominn tími til að lofta út og breyta til. „…án kala til nokkurs manns en með vinarhug til allra …“ Á Íslandi eru mörg sár sem þarf að græða Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Halldór Laxness var ómyrkur ímáli, þegar hann talaði um kosningar. Hann skrifaði í Alþýðu- bókinni 1929: „Kosníngar eru borg- arastríð þar sem nef eru talin í stað þess að höggva hálsa. Sá sem mestu lofar og lýgur nær flestum nefjum. Á hinum auvirðilega skrípaleik borg- aralegrar skussapólitíkur verður auðvitað einginn endi fyren vísinda- legur stjórnmálaflokkur alþýðunnar hefur tekið alræði.“ Sigurður Nordal var ekki heldur hrifinn af lýðræði. Hann sagði í Ís- lenskri menningu 1942: „Háski sá, sem vofir yfir lýðræði nútímans og hefur víða gert það svo valt, er fram- ar öllu fólginn í fláttskapnum, þegar almenningi er talin trú um, að hann sé kúgaður samkvæmt umboði frá honum sjálfum, eða hann er fyrst fé- flettur og síðan látinn þiggja sína eig- in eign í mútur og náðargjafir.“ Nordal vildi ekki kalla til „vísinda- legan stjórnmálaflokk alþýðunnar“ eins og Laxness, heldur hinn upp- lýsta einvald. Nordal sagði í grein- inni „Samlagningu“ 1927: „Því mun varla verða mótmælt, að sú ríkisheild sé best farin, er einn úrvalsmaður stjórnar á eigin ábyrgð og þeir menn, sem hann kveður til.“ Nordal bætti því hins vegar við, að jafnan hefði reynst ærnum vandkvæðum bundið að finna réttan einvald. Og allir vita, hvernig hinum „vísindalegu stjórn- málaflokkum alþýðunnar“, sem Lax- ness sá fyrir sér, hefur gengið að stjórna, þar sem þeir hafa fengið til þess tækifæri. Sönnu næst mun það því vera, sem hinn gamalreyndi stjórnmálaskör- ungur Winston Churchill sagði í neðri málstofu breska þingsins 11. nóvember 1947: „Enginn heldur því fram, að lýðræðisfyrirkomulagið sé fullkomið eða óskeikult. Raunar hef- ur verið sagt, að ekki sé til verri stjórnmálaaðferð en lýðræði, ef frá eru skildar allar aðrar aðferðir, sem reyndar hafa verið í tímans rás.“ Og sannleikskjarni er líka í fleygum um- mælum Vilmundar Jónssonar land- læknis, sem ættuð munu vera frá öðrum breskum stjórnmálamanni, Clement Attlee: „Kosturinn við lýð- ræði er, að losna má við valdhafana án þess að þurfa að skjóta þá.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Að liðnum kosningum Oft er talað um að „sækja fé til stjórn- valda“ eða „úr ríkis- sjóði“. Þannig undir- búa Bændasamtökin nú að sækja fé til „stjórnvalda“ vegna fjártjóns bænda NA- lands vegna erfiðs vetr- ar á þeim slóðum og Bjargráðasjóður er tómur. Bændur sækja reyndar oft fé „til stjórnvalda“ því veðurfarið hér á klakanum kemur víst sífellt á óvart. Nýlega komu fram í fjölmiðlum vistmenn á hjúkrunarheimili á Vest- fjörðum og aðstandendur þeirra sem vildu ekki láta loka viðkomandi hjúkrunarheimili tímabundið yfir sumarorlofstímann og flytja vist- mennina fjóra, sem þar dvelja, um 60 km veg til Ísafjarðar til tímabund- innar dvalar þar á meðan starfsmenn taka sér orlof. Fram kom í umfjöll- uninni að þetta myndi spara í rekstri heimilisins 8 m.kr. eða 2 m.kr. á hvern vistmann. RÚV talaði við að- standanda sem hneykslaðist á þeim sparnaðarhugmyndunum og sagði m.a. að annað eins væri nú sótt „í rík- ishítina“. Hinn aldraði ætti þetta inni o.fl. Þá tók hann sem dæmi um óþæg- indin að aðstandendur hins aldraða sjúklings sem kæmu í sumarfríi sínu á heimaslóðir vildu gjarnan heim- sækja ættingja sinn í hans umhverfi og dvelja þar með honum þar í stað þess að þurfa að fara 60 km til að heimsækja hann á annað hjúkr- unarheimili. Ef starfsmaðurinn sem sér um fjármál heimilisins og vann að sum- arlokuninni til að ná fram nauðsyn- legum sparnaði hefði haft heimildir til að ráðstafa fjármununum til að ná fram sparnaði, hefði hann getað boðið hverjum sjúklingi segjum 500 þúsund kr. fyrir óþægindin af flutningnum þessar 6 vikur, en sparað samt 6 m.kr. Ætli það hefði komið annað hljóð í sjúklinga og aðstandendur? Það er a.m.k. auðveldara að eyða ann- arra fé en eigin. Mörg útgjöldin eru ákveðin og margar sparnaðartillögur slegnar út af borðinu á þeim grundvelli að pen- ingarnir komi „frá stjórnvöldum“, „úr ríkissjóði“ og jafnvel „úr ríkishítinni“. En í raun koma peningarnir frá skattgreiðendum sem sumir eru fátækir en þurfa samt að greiða skatta. Stjórnvöld vinna með peninga skattgreið- enda í umboði þeirra. Þegar við hugsum um útgjöld sem við viljum láta greiða úr ríkissjóði þurfum við að hafa í huga að skattgreiðendur eru flestir með meðaltekjur og tugir þúsunda eru í skuldabasli og í raun fátækir. Að sjálfsögðu eru skattgreið- endur margir og hlutur hvers og eins í tilteknum útgjöldum er ekki hár. En ef hugarfarið er að ekkert kosti að sækja fé „til stjórnvalda“ eða „í rík- issjóð“ er tilfinningin að eiginlega greiði enginn. Afleiðingin er endalaus útgjaldaaukning og óhófleg skatt- byrgði sem harðast kemur niður á þeim skattgreiðendum sem lítið hafa til skiptanna. Það er hollt fyrir okkur sem ætlum að óska aukinna opinberra útgjalda að hafa það í huga að bak við þau út- gjöld eru meðal annars fátækir skatt- greiðendur sem hafa munu þeim mun minna milli handanna sem meiru er eytt úr ríkissjóði. Hugum að áhrifum aukinnar skattheimtu á hina fátækari og tölum um „fé skattgreiðenda“. Ef fólk hefði þetta í huga og ætlaðist til þess sama af meðborgurum sínum myndu sameiginleg útgjöld lækka, skattar þar með, ráðstöfunarfé skatt- greiðenda aukast og lífskjör batna. Að sjálfsögðu þarf fleira til að koma til að lífskjör hér nái að verða sambærileg við það sem gerist meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okk- ur saman við en meiri hagsýni er alla vega góður grunnur til að byggja á. Peningar skattgreiðenda Eftir Guðjón Sigurbjartsson Guðjón Sigurbjartsson » Þegar krafist er pen- inga úr ríkissjóði er gott að hafa í huga að sá sjóður er kostaður af fá- tækum skattgreið- endum meðal annars. Höfundur er viðskiptafræðingur og atvinnurekandi. lÍs en ku ALPARNIR s Allt fyrir Hnúkinn, Hrútsfjallstinda og Þve rártindsegg GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 www.alparnir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.