Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 45
skotveiði, stangveiði og sjósókn. Hann hefur verið virkur í Smábáta- félagi Reykjavíkur og hefur hann farið fjölda trilluferða um flóa og firði landsins, ásamt vinum sínum, félögum og vandamönnum. Fjölskylda Addi kvæntist 1966, Björk Björg- vinsdóttur, f. 8.5. 1945, skrifstofu- manni hjá Seglagerðinni Ægi. For- eldrar hennar voru Björgvin Pálsson, f. 31.1. 1912, d. 12.7. 1949, skipstjóri, af Pálsætt, og Jóhanna Jónasdóttir, f. 2.5. 1915, d. 20.7. 1984, verslunarmaður, en seinni maður Jóhönnu var Bjarni Stef- ánsson. Börn Adda og Bjarkar eru Óli Þór Barðdal, f. 24.3. 1964, framkvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík en kona hans er Margrét Agnes Jónsdóttir kennari og eru dætur þeirra Kristjana Björk Barð- dal, f. 1997, og Bríet Barðdal, f. 1999; Björgvin Jóhann Barðdal, f. 10.6. 1968, framkvæmdastjóri, bú- settur á Seltjarnarnesi en sambýlis- kona hans er Sigurbjörg Benedikts- dóttir viðskiptafræðingur og eru börn Björgvins og Þóru Sifjar Sig- urðardóttur Arnþór Carl, f. 1991, og tvíburarnir Björk Steinunn Barðdal og Ófeigur Geir Barðdal, f. 1997; Sesselja Björk Barðdal, f. 10.12. 1969, húsfreyja í Reykjavík og eru börn hennar Elsa Barðdal Vilmund- ardóttir, f. 1990, og Atli Þór Barðdal Valdimarsson, f. 1997; Arnar Barð- dal, f. 25.5. 1972, framkvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík en sambýlis- kona hans er Harpa Hjartardóttir, nemi við HÍ og er sonur Arnars og Hrannar Róbertsdóttur Jón Arnar Barðdal, f. 1995, en sonur Arnars og Hörpu er Ísak Barðdal, f. 2009, auk þess sem börn Hrannar eru Máni Huginsson og Birta Huginsdóttir. Hálfsystir Adda er Ragnheiður Erlendsdóttir, f. 5.2. 1939, húsfreyja á Sauðárkróki. Alsystkini Adda: Hörður Barðdal, f. 22.5. 1946, d. 4.8. 2009, endurskoð- andi og framkvæmdastjóri, var bú- settur í Reykjavík; Reynir Barðdal, f. 21.6. 1949, minkabússtjóri á Sauð- árkróki; Óli Barðdal, f. 10.12. 1955, d. 25.6. 1961; Þórir Barðdal, f. 31.10. 1958, myndhöggvari, búsettur á Ak- ureyri. Foreldrar Adda: Óli Sigurjón Barðdal, f. 5.6. 1917, d. 22.2. 1983, forstjóri Seglagerðarinnar Ægis, og k.h., Sesselja Engilráð Guðnadóttir Barðdal f. 2.3. 1920, nú búsett í Ár- skógum í Reykjavík. Vinir Adda halda honum, starfs- félögum, vinum og fjölskyldu af- mælishóf í Vatnagörðum 14 í Reykjavík á afmælisdeginum milli kl. 15 og 18. Úr frændgarði Jóns Arnar Barðdal Jón Arnar Barðdal Guðlaug Jónsdóttir húsfr. á Knappsstöðum Jóhanna Ragnheiður Jónasdóttir húsfr. í Nýjabæ og á Sauðárkróki Guðni Kr. Þórarinsson verkam. í Nýjabæ á Hofsósi og á Sauðárkróki Sesselja Engilráð Barðdal Guðnadóttir húsfr. í Rvík Guðbjörg Jónsdóttir húsfr. í Enni Þórarinn Stefánsson b.í Enni á Höfðastönd Þóra Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Rvík Óli Sigurjón Barðdal forstjóri SeglagerðarinnarÆgis Anína Sigrún Kristmundsdóttir húsfr. í Stykkishólmi Jón Hafliðason skipstjóri í Stykkishólmi Guðmundur Helgi Guðnason b. á Melstað Björn Finnbogi Guðnason húsasmíðameistari og framkvæmda- stjóri á Sauðárkróki Jónas Jósafatsson b. á Kpappsstöðum í Stíflu Guðlaug Hólmfríður Jónasdóttir húsfr. á Grund í Eyjafirði Á Kanarí Hjónin, Addi og Björk. Presley hvað? Addi á rokkárunum. ÍSLENDINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Einstakar brúðargjafir mýkstu stundir Fyrir ykkarJ akob Thorarensen skáld fædd- ist á Fossi í Hrútafirði 18.5. 1886. Hann var sonur Jakobs Thorarensen, úrsmiðs á Fossi og síðar vitavarðar á Gjögri, og Vil- helmínu Gísladóttur húsfreyju. Eiginkona Jakobs var Borghildur Benediktsdóttir húsfreyja og eign- uðust þau tvær dætur, Laufeyju og Elínborgu. Jakob byggði sér hús á Skálholts- stíg 2A, beint fyrir aftan Fríkirkjuna í Reykjavík, en seinna bjuggu þau hjónin við Ljósvallagötu í Reykjavík. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í iðn- inni árið 1910. Hann vann síðan við húsasmíðar í allmörg ár en rúmlega fertugur lagði hann smíðatólin á hill- una og helgaði sig skáldskap og rit- störfum eftir það. Tíu ljóðabækur komu út eftir hann og sjö smásagnasöfn. Þá samdi hann leikritið Hringferð sem var flutt í ríkisútvarpinu 1969. Ljóða- bækur Jakobs eru Snæljós, 1914; Sprettir, 1919; Kyljur, 1922; Stillur, 1927; Heiðvindar, 1933; Haust- snjóar, 1942; Hraðkveðlingar og hugdettur, 1943; Hrímnætur, 1951; Aftankul, 1957, og Nátt- kæla, 1966. Smásagnasöfn Jakobs eru Fleyg- ar stundir, 1929; Sæld og syndir, 1937; Svalt og bjart, 1939; Amstur dægranna, 1947; Fólk á stjái, 1954; Grýttar götur, 1961, og Léttstíg öld, 1966. Úrval ljóða hans, Tímamót, og smásagnaúrval, Tiu smásögur, komu út 1956 en ritsafnið Svalt og bjart I- II 1946. Jakob var gjörólíkur samtíma- skáldbræðrum sem kenndu sig við nýrómantík. Hann var iðnskóla- lærður, hafði engin tök á mennta- skóla- né háskólanámi, en var engu að síður víðlesinn bókmennta- og bókamaður. En þótt hann fylgdist vel með var hann fyrst og fremst íslenskt al- þýðuskáld sem lagði sig ekki eftir erlendum straumum og stefnum heldur orti um hversdagshetjuna, karlmennsku, vilja, dug og þor og styrk í baráttunni við óblíð nátt- úruöfl. Hann lést árið 1972. Merkir Íslendingar Jakob J. Thorarensen Laugardagur 85 ára Haraldur Jóhannsson Helga Jóhannesdóttir Jakob Brekkmann Einarsson Sigrún Kristbjörnsdóttir 80 ára Erlingur Helgi Magnússon Guðmunda Jóhannsdóttir Inga Skarphéðinsdóttir Þorbjörg Þórisdóttir 75 ára Dýrfinna Guðmundsdóttir Þórður Pétursson 70 ára Edda S. Kristinsdóttir Hjálmar Freysteinsson Hreinn Eyjólfsson Ingunn Guðbjartsdóttir Sigurður Halldórsson Stefán Jónsson 60 ára Árni Geirhjörtur Jónsson Áslaug Anna Jónsdóttir Ásta Árný Einarsdóttir Björg Sigurðardóttir Edda Axelsdóttir Einar Hjartarson Katrín Sighvatsdóttir Ómar Wieth Pétur Tyrfingsson Sigríður Magnúsdóttir Þórarinn Óðinsson Þórdís Bjarnadóttir 50 ára Anna María Halldórsdóttir Ásrún Árnadóttir Bopit Kamjorn Dávid Tencer Hallgrímur E. Vébjörnsson Jón Ágúst Sigurðsson Kristín Hauksdóttir Kristín Ingvarsdóttir María Úlfarsdóttir Ólöf Hjartardóttir Suchada Dísa Gíslason Vilhjálmur Hjörleifsson Wieslawa Kosiak Þóra Guðný Sigurðardóttir 40 ára Birgir Jónsson Eiríkur Óli Friðriksson Elín Klara G. Bender Fjóla Margrét Róbertsdóttir Guðlaug Grétarsdóttir Halldór Steingrímsson Kristófer Ívan Guðlaugsson Linda Hrönn Einarsdóttir Marta Malek Olga Oussik Óðinn Másson Sigrún Tómasdóttir Silja Gunnarsdóttir Þórunn Birna Guðmundsdóttir 30 ára Agnieszka Maria Wolak Eydís Ólafsdóttir Garðar Gunnarsson Gautur Ívar Halldórsson Hlín Júlíusdóttir Íris Ósk Jóhannsdóttir Katrín Helgadóttir Sunna Dís Pétursdóttir Vilborg Bjarnadóttir Sunnudagur 95 ára Kristín Helgadóttir 85 ára Guðrún Guðjónsdóttir Hallveig Halldórsdóttir Hólmfríður Bjarnadóttir Ingólfur Jóhannesson Magnús Guðmundsson 80 ára Ásdís Andrésdóttir Elín Jónsdóttir Guðrún Gréta Tómasdóttir Jóhann Gunnar Þorbergsson Sigríður Höskuldsdóttir 75 ára Valgerður Guðmundsdóttir 70 ára Alda Hermannsdóttir Björn Jóhannsson Jóhann Hjartarson Kristján Gunnarsson Ólafur Engilbertsson 60 ára Edda Harðardóttir Elías Halldór Leifsson Guðfinna Björk Agnarsdóttir Gunnar Jóhannsson Gunnhildur H. Eggertsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Jóhanna Jóna Guðbrandsdóttir Jón Ægisson Óðinn Leifsson Ryszard Wloch Sigríður Jóhannsdóttir Sigurður E. Aðalsteinsson Svanborg S. Víglundsdóttir 50 ára Ástþór Björnsson Ingunn Þórólfsdóttir Kristrún Jóhannesdóttir Linda Kristín Leifsdóttir Sigríður Ólöf Ólafsdóttir Soffía Kristín Höskuldsdóttir 40 ára Dorota Kieltyka Elín Aradóttir Elísa Kristmannsdóttir Hafsteinn Már Jónuson Hákon Jens Pétursson Hjördís Þorsteinsdóttir Marinó Örn Indriðason Paolo Gargiulo Saranya Sarakham Sigurður Áki Eðvaldsson Snorri Pétur Eggertsson Svanbjörg Gróa Hinriksdóttir Unnur Brynjudóttir Árnadóttir Þórdís Harpa Lárusdóttir 30 ára Anna Kapelewska Helga Margrét Gunnarsdóttir Helgi Valur Kristinsson Irma Ösp Magnúsdóttir Jón Oddur Heiðberg Hjálmtýsson Justyna Kowalewska Kozeta Protopapa Sindri Ólafsson Þór Ólafsson Þórunn Ágústa Garðarsdóttir Til hamingju með daginn Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.