Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 ✝ Karítas Jóns-dóttir fæddist á Finnbogastöðum í Árneshreppi 19. ágúst 1932. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Ísafjarð- arbæjar 3. maí 2013. Foreldrar henn- ar voru Jón Jóhann Samsonarson og Ragnheiður Guð- jónsdóttir. Karítas var næstelst fjögurra systkina sem öll eru lát- in. Karítas giftist Elísi Kjaran Friðfinnssyni,, f. 19. nóv. 1928, þau skildu. Karítas og Elís eign- uðust átta börn og 16 barnabörn. Barnabarnabörnin eru 11 en eitt er nú látið. Börn Karítasar og El- ísar eru: 1) Ragnar Kjaran, f. 31. okt. 1953, maki María Kristjáns- dóttir, f. 1. des. 1954. Börn Ragn- ars og fyrrv. eiginkonu, Guð- rúnar Jónu Guðfinnsdóttur eru: Sólrún Lilja, Dagný Ósk og Ró- bert Kjaran. 2) Guðrún Jóhanna, f. 24. ág. 1955, d. 5. okt. 1955. 3) Hanna Laufey, f. 2. maí 1957, maki Bjarki Laxdal, f. 25. maí 1953. Börn Hönnu og fyrrv. sam- býlismanns, Sig- hvats Dýra Guð- mundssonar eru: Íris Ósk og Elmar Ingi, dóttir Hönnu og Bjarka er Kar- ítas. 4) Jón Hjalti, f. 29. sept. 1958, d. 27. júní 2002. Börn Jóns og fyrrv. sam- býliskonu, Guð- nýjar Sigurð- ardóttur eru: Elísa Björk og Hjalti Geir. 5) Ósk, f. 3. nóv. 1961, maki Jóhann Dalberg Sverrisson, f. 31. jan. 1964. Son- ur Óskar og Eyþórs Guðmunds- sonar er Axel Rúnar, synir Ósk- ar og fyrrv. eiginmanns, Guðjóns Inga Sigurðssonar eru: Níels og Guðjón Janus. 6) Friðfinnur, f. 15. maí 1963, maki Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir, f. 3. apr. 1975. Börn þeirra eru: Elís Kjaran, Dagrún Tinna, Dagbjört Rut og Hulda Sigríður. 7) Þröstur Kjar- an, f. 23. ág. 1965. Sonur Þrastar og Björt Splidt er Sigbrandur Kjaran Splidt. 8) Hugrún, f. 3. júlí 1975, d. 4. jan. 1976. Karítas verður jarðsungin frá Þingeyrarkirkju í dag, 18. maí 2013, kl. 14. Mamma kom til Þingeyrar með Súðinni 1942. Ég veit ekki alveg hvað hún hugsaði, litla stelpan sem hafði verið svo sjó- veik á leiðinni með Súðinni til Dýrafjarðar. Hænur fjölskyld- unnar sluppu úr kössunum og ein flaug út um allan sjó, kannski ætlaði hún heim. Eflaust átti litla stelpan drauma um framtíðina en ég veit ekki hverjir þeir voru. Vonandi rættust þeir að hluta. Mamma mín var aldrei sérstak- lega hávaxin en hún var stærsta kona sem ég hef hitt. Hún var stór í ást sinni, stór í verkum sín- um, stór í sinni, orði og ekki hvað síst stór í skapi. Hún var afskap- lega geðrík kona og gat á skammri stundu fuðrað upp sem öflugasti flugeldur. Þá var oft betra að vera ekkert að andmæla henni. Enda hafði hún oftast rétt fyrir sér, það var bara þannig, hún hafði staðreyndirnar alltaf á hreinu og var ekki lengi að fletta þeim upp ef á þurfti að halda. Minnug var hún með afbrigðum á nöfn og afmælisdaga og ártöl. Fluggáfuð og skörp var hún líka og enginn stóð henni á sporði í rökræðum. Hún var ákaflega ein- beitt í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Þar dugðu engin vettlingatök hvort sem hún var að bisa við moldarpoka, matar- gerð eða saumaskap. Ég er viss um að hún gerði aldrei neitt með hálfum huga hvort sem það var nú eitthvað sem hún varð að gera eða eitthvað af hennar fjölmörgu áhugamálum. Flest áhugamálin hennar mömmu fólu í sér talsvert erfiði og vinnu en sú vinna veitti henni margfalda gleði. Stærst var hún þó í hjartanu sínu þar sem hún geymdi kærleika sinn og sorg. Í hennar húsi og hjarta var líka alltaf nóg pláss fyrir alla sem þangað leituðu. Á unglingsárum mínum kom það oft fyrir að ég kæmi heim með nokkra krakka til dvalar um lengri eða skemmri tíma. Ekkert taut um plássleysi eða að við værum nú kannski nokkuð mörg í heimili. Aldrei lét hún í það skína að ekki væri boð- legt að fylla húsið af unglingum sem ætluðu kannski að vinna í frystihúsinu í nokkra daga nú eða vera bara yfir helgina. Hún var líka afskaplega stór þegar manni hafði mistekist í lífinu og hrökkl- aðist heim og þurfti á skjóli á að halda. Einskis var spurt, engar erfiðar spurningar eða ásakanir. Hún var heldur aldrei að flíka til- finningum sínum eða tjá kær- leika sinn í orðum, heldur lét hún verkin tala. Hún lagði sig í líma við að hafa það á boðstólum sem hverjum og einum fannst best að fá. Þannig geymdi hún bútunginn þangað til ég kom, bakaði rúsínu- kökur þegar von var á Hjalta og setti yfir bláberjasúpu ef Elmar kom og svo mætti lengi telja. Maður mátti bara helst ekkert hafa orð á því að maður tæki eftir þessum kærleiksverkum hennar. Ekki svo mikið bæri á allavega. Hún reyndi stöðugt að uppfylla allar okkar þarfir meðan henni entist heilsa til en þoldi illa þegar krafturinn þvarr og elli kelling tók völdin. Það átti ekki við hana að slaka rólega á og sleppa taum- unum. Nú hefur hún verið leyst þrautunum frá og ég kýs að trúa Dagbjarti mínum að nú get hún hitt börnin sín sem farin eru, far- ið um allt og gert hvað sem hún vill, líka prjónað. Hvíldu þig nú, mamma mín. Þín, Ósk. Hún mamma mín var fædd á Finnbogastöðum í Árneshreppi 1932 og var næstelst fjögurra systkina. Hún var alvörukreppu- barn og lærði snemma að nýta það sem til féll. Nægjusöm og úr- ræðagóð til síðasta dags. Hún fluttist með foreldrum sínum og systkinum að Múla í Dýrafirði, þó með viðkomu í Óspaksstaðaseli, 10 ára gömul. Það að hún sem ung og falleg stúlka félli fyrir yngsta bóndasyninum og sjar- matröllinu innst í firðinum var kannski ekkert skrítið, en ólíkari hjón held ég að hafi verið vand- fundin. Oft held ég að henni hafi liðið eins og fugli í búri í sveitinni á Kjaransstöðum. Hún var aldrei neitt fyrir skepnur, eins og hún sagði. Þó hvíldu bústörfin oftar en ekki á hennar herðum, a.m.k. yfir sauðburðinn og í ófá skipti gægðust lítil lambstrýni út úr bakaraofninum eftir erfiða næt- urfæðingu í fjárhúsunum. Þá tókst henni að bjarga lambslífi. Þessi dugnaðarforkur hafði svo dökkgræna fingur að við fengum oft nýjar kartöflur í júlí. Hún klippti nefnilega Bragakaffipok- ana í tvennt, fyllti helmingana með mold og forræktaði kartöfl- urnar inni í bæ. Á hverju hausti komu allskyns skrítnar afurðir upp úr garðinum, sem ýmist voru settar í geymslu í þar til gerðu jarðhýsi eða soðnar niður í krukkur. Bærinn á Kjaransstöð- um virðist hafa skroppið saman með árunum, ef marka má þann fjölda sem bættist við á hverju sumri þegar borgarbörnin hóp- uðust í sveitina. Alltaf virtist vera nóg pláss. Og alltaf komu þau aft- ur og aftur. Litla duglega konan hafði mætur á börnum og ung- lingum, gekk sjálf með ein níu stykki, en mikið hlýtur hún oft að hafa verið þreytt. Um þrítugsald- urinn tók hún bílpróf, keypti sér Ford Taunus og fór að vinna í fiski. Hún gerðist félagsmála- kona, lét verkalýðsmál til sín taka, tók að sér formennsku í Kvenfélaginu og söng í kirkju- kórnum. Það hljóta að hafa verið fleiri tímar í sólarhringnum í þá daga. Þessi bóngóða og hugsun- arsama kona hugsaði sjaldnast um sjálfa sig, en hafði alltaf tíma og getu til að koma öðrum til að- stoðar. Hún var ekki mikið fyrir hrós, en kunni að láta verkin tala. Hún var söngelsk og afskaplega litaglöð, vildi helst klæðast rauðri kápu og gilti þá einu hvort bux- urnar voru blágrænar eða rósótt- ar. Henni varð að ósk sinni að þurfa ekki að liggja lengi veik. „Nú er amma engill í Guðslandi,“ sagði lítil snót. Og þar á hún ein- mitt nokkur börn og eitt barna- barn og lætur sig varla muna um að rækta upp eins og einn rósa- garð. Hún mamma mín var senni- lega hvunndagshetja og alvöru ofurkona, en hún var orðin þreytt og hvíldinni vonandi fegin. Hvíldu í friði, mamma mín Þín Hanna Laufey. Karítas Jónsdóttir erfidrykkjur Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum Næg bílastæði og gott aðgengi Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÖRDÍSAR GEORGSDÓTTUR, Laugalæk 40, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Ísafoldar, fyrir hlýju og alúð. Kolbrún B. Viggósdóttir, Jón S. Magnússon, Benóný B. Viggósson, Alda Björnsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Vilhelm M. Frederiksen, Guðný Gunnarsdóttir, Björn Jónsson, Guðríður H. Gunnarsdóttir, Bjarni Hákonarson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vinarhug við andlát og útför pabba okkar og afa, PÁLS JÓHANNSSONAR rafvirkja. Sólrún Hulda Pálsdóttir, Björg Elín Pálsdóttir, Bjarki Páll Sigurðsson, Tómas Andri Kjartansson. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU EGGERTS ODDSDÓTTUR, Holtateigi 44, Akureyri. Sérstakar þakkir til læknanna Sigrúnar Reykdal og Jóns Þórs Sverrissonar og alls starfsfólks Sjúkrahúss Akureyrar fyrir alla umönnun og vinsemd. Sveinn Heiðar Jónsson, Ragnheiður Sveinsdóttir, Hrafn Þórðarson, Fríða Björk Sveinsdóttir, Jóhann Ómarsson, Lovísa Sveinsdóttir, Heiðar Jónsson, Erlingur Heiðar Sveinsson, Rósa Björg Gísladóttir, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður, tengdamóður og ömmu, BIRNU MARÍU SIGVALDADÓTTUR, Flúðabakka 1, áður húsfreyju á Barkarstöðum í Svartárdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi fyrir góða umönnun og hlýju. Sigursteinn Bjarnason, Ari Grétar Björnsson, Jóhanna Líndal Jónsdóttir, Sigurður Þorkelsson, Anna Margret Sigurðardóttir, Halldór Þorkelsson, Margrét Sigurðardóttir og barnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og vinur, JÓN KRISTINN JÓHANNESSON, Álfheimum 56, Reykjavík, er látinn. Athöfnin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt samúð og hlýhug. Guðbjörg Sigurþórsdóttir, Jóhann Baldursson, Ásta Guðrún, Marsibil, Gunnar Friðberg og fjölskyldur. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR TÓMASDÓTTUR, Melhaga 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Markar, 3. h. m. fyrir einstaka umönnun og hjúkrun. Ágúst Þór Jónsson, Þóra Áslaug Magnúsdóttir, Guðný Jónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts elsku NONNA okkar. Fyrir hönd aðstandenda, Berglind Kristjánsdóttir, Halla Björk Jónsdóttir, Logi Snædal Jónsson, Sæþór Páll Jónsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður minnar, HULDU SIGRÚNAR SNÆBJÖRNSDÓTTUR, Hringbraut 50, áður til heimilis á Holtsgötu 6. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar V2 á Grund. Ragnheiður Jóhanna Eyjólfsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.