Morgunblaðið - 18.05.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.05.2013, Qupperneq 6
SVIÐSLJÓS Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Við tókum þetta upp í haust og erum búin að selja í allan vetur,“ segir Ásdís Bjarnadóttir, græn- metis- og kúabóndi að Auðsholti í Hrunamannahreppi. Þar ræktar hún gulrætur ásamt eiginmanni sínum, Vigni Jónssyni, og fjöl- skyldu. Uppskera síðasta árs hefur enst óvenju lengi, en Ásdís gerir ráð fyrir að gengið verði frá pökk- un á síðasta hluta hennar í næstu viku. Hún segist ekki muna eftir endingu sem þessari. „Venjulega eru gulræturnar búnar rétt eftir áramót,“ segir Ásdís. „Við höfum sennilega fundið gott afbrigði.“ Alúð lögð í ræktunina Uppskera síðasta sumars var um 100 tonn. Gulræturnar eru geymd- ar í kæli við eina gráðu yfir frost- marki yfir veturinn, en fjölskyldan tekur þær svo fram jafnóðum. Því næst þarf að þvo, flokka og pakka gulrótunum áður en þær fara í sölu. „Við reynum að lengja tím- ann þannig að þetta sé meiri at- vinna fyrir fjölskylduna,“ segir Ás- dís. Mikil alúð er lögð í ræktunina og er hver einasta gulrót skoðuð og snyrt. Aðeins handafl er notað við pökkunina. Gulrótunum er sáð einu sinni á ári og nú stendur sáningartíminn sem hæst. „Í þessum töluðu orðum er ég að setja dúkinn yfir landið sem búið er að sá í,“ segir Ásdís. Sáð er í sendinn jarðveg á bökkum Hvítár sem er hitaður upp með heitu vatni frá borholu. Neytendur velja íslenskt Ásdís kveðst vera ánægð með sölu síðastliðins árs og segist finna fyrir aukningu frá fyrri árum Hún telur aukninguna meðal annars koma til vegna þess að fólk kjósi innlendu framleiðsluna fremur en þá erlendu. „Neytandinn er mjög meðvitaður um að velja íslenska vöru,“ segir hún. Hún segir að fjölskyldan að Auðsholti gæti selt meira af gul- rótum en hafi farið út í aukna framleiðslu vegna aukins launa- kostnaðar sem fylgi í kjölfarið Í dag sér fjölskyldan alfarið um framleiðsluna. „Við viljum hafa þetta vinnu fyrir fjölskylduna.“ Þau hjónin búast við næstu upp- skeru í kringum verslunarmanna- helgina. „Við tökum þetta jafn- óðum upp fram í september og þá fer þetta inn í geymslur,“ segir Ás- dís. Aukning í sölu Guðjón Birgisson, garðyrkjubóndi að Melum á Flúðum, tekur undir orð Ásdísar hvað varðar aukna sölu á íslensku grænmeti. „Salan og framleiðslan hefur gengið mjög vel að undanförnu,“ segir hann. Guðjón og kona hans, Sigríður Helga Karlsdóttir, eru stærstu tómataframleiðendur á Íslandi. Þau rækta einnig gúrkur og nokkrar tegundir af káli. Að Mel- um er grænmetið bæði ræktað í gróðurhúsum með lýsingu og ut- andyra. Ræktunin fer fram allt árið. „Ég finn fyrir aukningu í sölu miðað við fyrri ár,“ segir Guðjón. Í gær hófst starfsfólkið handa við að planta kálinu og má búast við upp- skeru eftir um tvo mánuði. Uppskeran entist óvenju lengi  Grænmetisbændur á Suðurlandi finna fyrir aukinni sölu  Framleiðsla gengur að óskum  Sífellt fleiri neytendur kjósa íslenskt grænmeti  Sá gulrótum og planta káli þessa dagana Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Unnið af alúð Bjarney og Harpa Vignisdætur aðstoða foreldra sína við gulrótaframleiðsluna. Móðir þeirra, Ásdís Bjarnadóttir, man ekki eftir því að uppskera hafi geymst fram í maí. Hún segir neytendur kjósa íslenskt grænmeti. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi „Ég hef aldrei séð svona mikla sölu eins og núna í maí,“ segir Gunnlaugur Karls- son, framkvæmdastjóri Sölu- félags garðyrkjumanna. Hann segir söluna almennt hafa verið í stöðugri aukningu undanfarin ár. „Fólk horfir meira á íslenskt en áður,“ segir Gunnlaugur. „Það er einnig orðið meðvitaðra um mismunandi gæði og uppruna vörunnar.“ Hann segir upplýsingarnar um uppruna vörunnar nánast vera orðna kröfu á íslenskum markaði í dag. „Neytendur vilja vita hvaðan varan kem- ur,“ segir Gunnlaugur. Vörurn- ar sem koma í gegnum Sölu- félag garðyrkjumanna eru merktar með íslensku fánalit- unum og á merkingunni má einnig sjá hvaðan grænmetið kemur. Grænmetisræktun á ís- lenskum býlum vekur athygli erlendra ferðamanna. Að sögn Gunnlaugs hefur verið opnuð sérstök móttaka á býlinu Frið- heimum þar sem gestir geti komið og kynnt sér ræktun- ina. „Þau eiga von á 40.000 manns í sumar,“ segir hann. „Jarðvarminn og umhverfis- væna orkan sem nýtt er til framleiðslu vekur mikla lukku.“ Gunnlaugur segir tóm- atana seljast einna mest og gúrkurnar fylgi fast á eftir. Aldrei jafn mikil sala GRÆNMETIÐ VEKUR LUKKU Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Með samkomulagi innanríkisráðu- neytisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var í apríl var gefið leyfi til að hefja uppbyggingu á nýrri að- stöðu fyrir farþega við Reykjavíkur- flugvöll,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands. Á mynd með fréttinni má sjá fyrstu hugmyndir um útlit nýrrar flugstöðvarbyggingar. „Það er verið að vinna að þessum fyrstu drögum og innra skipulagi byggingarinnar, en hún mun von- andi rísa vorið 2015, að því gefnu að byggingarleyfi verði gefið út í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.“ 2.500 fermetra flugstöð „Við gerum ráð fyrir að fleiri flug- félög en Flugfélag Íslands komi að rekstri og starfsemi í byggingunni þannig að það verði ein flugstöð hérna við flugvöllinn,“ segir Árni. Flustöðin verður um það bil 2.500 fermetrar að stærð, en núverandi húsnæði Reykjavíkurflugvallar er 1.200 fermetrar. „Þetta verður tölu- verð breyting fyrir okkur og mikil bylting fyrir bæði farþega og sér í lagi starfsfólk, sem hefur þurft að at- hafna sig í byggingu sem heldur ekki alltaf vatni og vindum,“ sagði Árni. Aðspurður sagði Árni byggingu nýrrar flugstöðvar ekki til þess fallna að festa flugvöllinn í sessi í Vatnsmýrinni. „Þetta blasir ekki þannig við okk- ur, nei. Meðan það er flugvöllur í Vatnsmýrinni þarf flugstöðin að vera í góðu ástandi. Borgaryfirvöld tóku alveg undir það sjónarmið okkar,“ sagði Árni. Flugstöð Fyrstu drög að nýrri flugstöð við Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni sem ráðgert er að rísi vorið 2015. Nýja flugstöðin skipulögð  Ný flugstöðvarbygging á að rísa við Reykjavíkurflugvöll vorið 2015  Ekki til þess fallin að festa flugvöllinn í sessi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.