Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 um í sögufrægri DDR-deild SÍA. Land þetta var ekki til samkvæmt bókum íslenskra stjórnvalda, en þar var þó hamast við að smíða fiskiskip handa Íslendingum og tekið á móti herskara af kaupa- héðnum úr norðri á Leipziger- Messe. – Þegar kom að kosning- um heima á Fróni þurftum við róttækir námsmenn í þessu hulduríki að ferðast landa á milli, ýmist til Prag eða Kaupinhafnar. Í þeim reisum var Þór sem endra- nær hrókur fagnaðar og virðing borin fyrir þessu glæsimenni úr norðri jafnt af landamæravörðum sem barþjónum. Þór var þá þegar maður orðsins, framsögn hans lif- andi og gáskafull, ýkjusögur fóru á flug, en ef svo bar undir braust fram djúp alvara og hnitmiðuð greining á mönnum og málefnum. Á bak við galsann bjó maður með ríkar tilfinningar, næma réttlæt- iskennd og reynslu af fátækt í uppvexti. Eftir heimkomu frá námi var framtíð hans óráðin um skeið, en fljótlega fékk fræðarinn yfirhöndina og lífsstarfið varð kennsla og stjórnun við fram- haldsskóla á Laugarvatni, í Reykjavík og á Selfossi. Framúr- skarandi kennari, skemmtinn, sanngjarn og dáður er það orð- spor sem ég heyrði fara af Þór. Við hittumst aðeins stöku sinnum síðustu áratugina, en alltaf var það fagnaðarefni, gefandi og eft- irminnilegt. Í ágúst 1994 bar fundum okkar saman við Kollu- múlavatn á Lónsöræfum, Þór og Hildur ásamt Eggert bróður Þórs og Huldu hans konu, þangað kom- in úr Fljótsdal suður yfir Hraun. Með mér í för voru tveir nemend- ur Þórs frá í árdaga á Laugar- vatni. Þarna áttum við gott sam- neyti í skála um nótt. Þór var ferðagarpur, hljóp af sér drauga og forynjur, og eignaðist fagurt heimili við Ölfusá. Hildur varð hans lífsförunautur og gæfa. Við Kristín þökkum þeim samfylgd- ina. Hjörleifur Guttormsson. Það var alltaf gaman með Þór. Alveg sama hvað það var. Hann var afburðasögumaður. En það var gaman að tala saman. Um allt: Um pólitík því Þór hafði glöggt, skýrt og hiklaust pólitískt auga. En líka um skáldskap, smíðar, villiketti. Um kaffi. Líka þegar hann var formaður Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Eða þegar hann var í framboði til Alþingis á Suðurlandi 1974. Ég tala nú ekki um þegar við báðum hann að taka þriðja sætið á lista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík í framboðinu til borgarstjórnar vorið 1978. Höfðum þá þrjá menn frá 1974. Þegar hann samþykkti að taka sætið þá var það sem sagt skemmtilegt. Fyrst af því að hann hét líka Guðmundur; þarna er Guðmundur okkar Vigfússon kominn aftur í borgarmálin sögð- um við og hlógum. Svo varð hann frambjóðandi. Góður frambjóð- andi, feikivinsæll konrektor menntaskóla. Vakti athygli and- stæðinganna: „Alþýðubandalagið teflir fram manni í baráttusætið sem hefur að yfirlýstri stefnu að verða geitahirðir í Reykjavík fái hann einhverju ráðið um dýralífið í borginni.“ Aldrei hafði hinn síal- varlegi og oft heldur húmorslausi Sjálfstæðisflokkur heyrt eða séð annað eins. Geitur, þvuh! En mest var samt gaman um morguninn svo bjartan vorið 1978 þegar íhaldið tapaði borginni í fyrsta sinn í þúsund ár minnst. Þá var dansað hjá okkur á Holtsgötunni þegar síðustu tölurnar komu. Við fengum ekki bara þrjá borgarfull- trúa heldur fimm. Esjan enn á sínum stað. Þór kvaddi hins vegar vettvang borgarmálanna eftir að- eins tvö ár og fluttist austur með Hildi á bakka Ölfusár. Hann varð seinna skólameistari Fjölbrauta- skólans á Selfossi.Við söknuðum hans alltaf úr pólitískum verkum hver sem þau voru. Það var alltaf sátt um Þór og leiðsögn hans var opin og glöð. Fyrir nokkrum misserum bað ég hann að lesa með mér þýskan texta. Það var jafngott að hitta hann og alltaf áður og að koma til þeirra Hildar að Straumum. Í símtali fyrir fáum vikum bar hann sig vel. Svo var hann allur. Við Guðrún sendum Hildi og nánum vinum og aðstandendum samúðarkveðjur. Þór Vigfússon var sjaldgæft eintak af manni; drengur góður, vitur, verkhygginn. Heill sér og öðrum. Það var gefandi að vera nálægt honum; hann hafði oft aðra sýn en hinir, var aldrei hversdagslegur. Þar fór vænn maður sem lifa mun lengi lengi í góðum minningum allra þeirra sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að ná að kynnast honum. Það er mannbætandi að hugsa um Þór. Svavar Gestsson. Þór Vigfússon var einstakur maður. Hann fór sjaldnast troðn- ar slóðir, hafði lag á að snúa vandamálum í viðfangsefni og töfra fólk til samstarfs og afreka. Þegar Þór varð skólameistari við barnungan Fjölbrautaskóla Suðurlands 1983 var hann lands- þekktur fyrir ýmis undarlegheit. Hann hjólaði til dæmis eða hljóp um víðan völl löngu áður en það þótti eðlileg hegðun fullorðinna. Háskólamenntun hans var líka í meira lagi vafasöm fyrir forstöðu- mann menntastofnunar, hag- fræðipróf frá Norður-Kóreu þess tíma, Austur-Þýskalandi, og varla sjálfgefið að slíkur maður ætti mikið erindi við sunnlenska æsku. Svo hafði hann nýlega setið á skólabekk í þessum sama skóla með skegg niður á maga. Var þetta ásættanleg stöðuveiting í menntastofnun sem enn var á brauðfótum? Þór náði á einstakan hátt að vera í senn heimsmaður og heimamaður. Þegar hann gerðist meistari á æskuslóðum sínum naut hann þess að hann þekkti sitt heimafólk, þó svo hann hefði skroppið frá í nokkra áratugi. Hann hafði fágætt lag á fólki og beiðnum hans var ómögulegt að neita. Þeir sem komu á fund hans með einarðan ásetning um neitun sögðu já áður en þeir vissu af og skildu ekki hvað hafði gerst. Þór þekkti líka alla og allir þekktu hann. Ef nýnemar voru honum ókunnir í fyrstu var hann snöggur að fóta sig í ættum þeirra og skilja hvernig í öllu lá. „Hér sé guð“ var ávarp Þórs og allir urðu snillingar sem umhverf- is hann voru. „Er ekki gott að vera hjá Þór?“ spurði fólk, og svarið var alltaf „jú“. Úrtölum sneri hann í væntingar og vilja til framkvæmda. Flóamennskan svokölluð, sem núið var um nasir okkar lágsveitunga öldum saman, varð við endurkomu Þórs til marks um skemmtilegheit okkar, sérstöðu og snilld. Með þessum töfrum sínum tókst honum öðrum betur að sameina Sunnlendinga með bros á vör til að ganga með áður óþekktu stolti til verka fyrir skólann sinn. „Dásamlegt“ sagði hann gjarnan svo orðvarir Flóa- menn hrukku við, en allir fundu til sín og hrifust með. Þegar hann tók til máls mátti treysta því að vert væri að hlusta. Af stjórnanda að vera hafði hann þó afar litla stjórnunarþörf og hvarf glaður í bragði til annarra verka þegar þeim störfunum lauk. Þór var mikill gleðigjafi hvar sem hann fór. Hann var frábær sagnamaður og lagði mikla rækt við það sem kalla má þjóðlegan fróðleik, hvort sem það voru frá- sagnir af persónum þessa heims eða annars. Draugasögur voru í sérstöku uppáhaldi og taldi hann löngu sannað að Kampholts-Móri hefði flutt með okkur í Odda á sín- um tíma. Þar sem hann tók að sér veislustjórn voru skemmtikraftar óþarfi, án þess þó að því fylgdi nokkur sjálfsupphafning, því þrátt fyrir töluverða fyrirferð á stundum var Flóamennskan hon- um í blóð borin. Þór Vigfússon er harmdauði öllum sem til hans þekktu. Skarð hans verður ekki fyllt. En þegar kallið kemur og við hverfum yfir móðuna berum við þá von í brjósti að lenda á sömu kaffistofu og meistari vor. Blessuð sé minning hans. F.h. Starfsmannafélags FSu, Gísli Skúlason. Þór Vigfússon sagði oft í góðan hóp: Mikill gæfumaður er ég að vera samtíðarmaður ykkar. Þess- ir gullhamrar fóru að sjálfsögðu vel í okkur sem við tókum og við hefðum átt að svara samstundis, eins og satt var: Hvaða hópur verður ekki ágætur ef Þór er með í för? Þór var skólabróðir okkar á Laugarvatni og þá þegar bjarg- vættur í hverri ferð: það var hann sem sá til þess að við sem fyrst út- skrifuðumst úr menntaskólanum þar eystra gætum dimitterað með sóma og ærslum í hans plássi, Sel- fossi, og talað um leið í einlægni og við valda kennara. Síðar áttum við sem betur fer eftir að hittast oft, fyrst á okkar pólitíska náms- flakki um lönd þar sem kannski er ekkert skjól fyrir stormbeljanda og síðar meir í merkilegum göng- um og öðrum reisum um það land sem okkur Íslendingum var feng- ið til fylgdar. Þór þekkti land okk- ar manna best og hafði hlaupið yf- ir það allt sem ekkert væri með þyngri byrðar en aðrir hefðu við ráðið. Hann var sterkur og þol- góður og um leið fullur af örlátu andlegu fjöri – með slíkan kraft í farkesti kunni hann manna best að lífga land og samveru með sagnasjóði sem hann sífellt bætti við og tengdi þá saman sögu og náttúrufyrirbæri, draugagang og hlálegar samtíðarfregnir af góðu hugviti og skopskyni. Allt þekkti hann og mundi og gerði úr veislu- kost sem mettaði hvers manns forvitni og kætti hann niður í tær um leið. En nú verða mér efst í huga lífsskoðunarferðir okkar og þá einkum sú sem farin var fyrir 55 árum: þá átti ég nokkra daga með Þór í Berlínarborg. Við heimsótt- um ágæta landa okkar bæði í Austur- og Vestur-Berlín – en mest vorum við tveir einir og töl- uðum saman þindarlaust. Við bár- um saman bækur okkar um furðuþjóðir sem við vorum komn- ir í návígi við, Þjóðverja og Rússa, og um þá tilraun með mannlegt félag í álfunni austanverðri sem hafði kveikt í okkur forvitið von- arljós á menntaskólaárum. Ætli við höfum ekki einkum velt fyrir okkur tveim spurningum: Við hverju má búast? Til hvers má ætlast? Við vorum afar ungir og kannski barnslega kátir en harm- sögur okkar öfgafullu aldar seytl- uðu inn í vitundina og vildu að við horfðumst í augu við þær. Og hvar áttum við heima? Við vorum með einhverjum ósögðum hætti að leggja drög að því að þangað myndum við rata. Hóras skáld stynur eins og margir hans líkar yfir skelfilegri tímans rás: fuga- ces labuntur anni. En það er víst að þetta voru góðir dagar og þeir hafa ekki fallið í gleymsku. Árni J. Bergmann. Kveðja frá stúdentum við ML 1966 Þór Vigfússon var kennari okk- ar í Menntaskólanum að Laugar- vatni á árum áður. Hann var ein- stakur maður, einstakur kennari og okkur þótti vænt um hvernig hann kom fram við okkur af virð- ingu og vináttu eins og jafningi og af sínu alkunna lítillæti. Þór var eftirminnilegur kennari og sama á hverju gekk, alltaf virti hann skoðanir nemenda sinna. Ein úr hópnum lét þau orð falla eftir and- lát hans að engan kennara hefði hún þekkt sem gat skapað ljúfara andrúmsloft í kennslustund en hann. Ég undirritaður, Páll, varð svo seinna þeirrar gæfu aðnjót- andi að starfa með honum í Skála- félaginu við endurbyggingu Tryggvaskála á Selfossi. Þar var hann einn af eldhugunum ásamt Bryndísi Brynjólfsdóttur og Árna Erlingssyni (að öllum öðrum ólöstuðum) sem fleyttu því verk- efni áfram í þann farveg sem það er í dag. Þannig var allt sem hann tók sér fyrir hendur gert af heil- indum og af þeim krafti sem hann bjó yfir í svo ríkum mæli. Hann var að sjálfsögðu með mælskari mönnum og unun að hlusta á hann halda tækifærisræður og segja frá. Þar að auki var hann mikill fagmaður í skólamálumi svo af bar. Í fyrravor fór hann með okk- ur Laugarvatnsstúdentum 1966 um Selfoss, Stokkseyri og Eyrar- bakka og lék á als oddi að venju. Sýndi okkur m.a. Draugasetrið sem hann átti ríkan þátt í að koma á fót og að loknum einstaklega skemmtilegum degi snæddum við kvöldverð með honum og Hildi konu hans í Rauða húsinu á Eyr- arbakka. Það var í síðasta sinn sem við sáum Þór. Við minnumst hans með gleði, þakklæti og virð- ingu og samhryggjumst Hildi konu hans og hans fólki. Fyrir hönd stúdenta frá ML 1966, Páll V. Bjarnason, Drífa Pálsdóttir. Haustið 1951 kom til Laugar- vatns á þriðja tug ungmenna víðs- vegar að af landinu til að hefja þar menntaskólanám. Í þessum hópi vorum við Þór Vigfússon frá Sel- fossi og ég frá Akranesi. Okkur Þór varð strax vel til vina og má vera að ég hafi notið þess að koma frá Akranesi, en Þór sagði mér síðar að allir strákar á Selfossi hefðu á þessum tíma ver- ið miklir aðdáendur knattspyrnu- liðs Akraness, Gullaldarliðsins svokallaða. Voru jafnvel skipu- lagðar rútuferðir í bæinn til að sjá Skagamenn jafna um Reykvík- ingana. Þór var afburða námsmaður en einnig frjór og frumlegur. Ólafur Briem íslenskukennari fékk okk- ur eitt sinn það verkefni að skrifa um merkilega bók að eigin vali. Við flest reyndum að skrifa gáfu- lega um Íslendingasögu eða ein- hvern höfund sem við þóttumst góð af að þekkja. En Þór tók ann- an pól í hæðina og valdi ákveðna bók og greindi og mat út frá ýms- um sjónarhornum af kaldri rök- vísi. Þessi bók var símaskráin og hlaut ritgerð hans langmest lof hjá Ólafi. Þórður Kristleifsson var annar ágætur kennari á Laugarvatni. Hann kenndi okkur söng og þýsku af mikilli ástríðu. Hann hafði þann hátt á að kenna bekki við þann, sem bestur var í þýsku, og hét okkar í hans munni að sjálfsögðu Þórsbekkurinn. Seinna heyrði ég þá sögu í Berlín, að eftir inntökupróf í þýsku í háskólann hafi prófdómarinn sagt: „Wie ist es eigentlich, Herr Vigfusson, ist Deutsch die Muttersprache der Isländer?“ Að loknu menntaskólanámi skildi leiðir með okkur, sem í fjög- ur ár höfðum búið saman og bundist vináttuböndum. Nokkrir okkar fóru til Þýskalands, þar á meðal Þór, sem fór í hagfræðinám til Austur-Berlínar, og undirritað- ur sem fór til Stuttgart. En vináttuböndin héldu, við skrifuðumst á og hittumst í skólafríum heima og þá oft með öðrum bekkjarfélögum. Að loknu fyrrihlutaprófi bar mér að safna starfsreynslu á arki- tektastofu í eitt ár. Fékk ég vinnu í Berlín og fór þangað að lokinni vetrarönn og hitti þar fyrir Þór. Í Berlín var á þessum tíma enginn múr og munur á austur- og vest- urhlutanum ekki eins áberandi og síðar varð. Nutum við því óspart þess sem stórborgin hafði upp á að bjóða jafnt í austri sem vestri. Leikhúslíf stóð í blóma í Austur- Berlín á þessum tíma, í gömlu Ríkisóperunni, nýrisinni úr rúst- um, og leikhúsi Brechts. Sáum við þar allar uppfærslur á leikritum Brechts þetta vor. Í minningunni eru þetta bjartir dýrðardagar, sem gott er að hugsa til. Komnir heim frá útlöndum gátum við aftur ræktað vinskap okkar með fundum og gagn- kvæmum heimsóknum . Varð Þór strax heimilisvinur okkar Kristín- ar, sem hann hafði reyndar kynnst fyrst sumarið góða í Berl- ín. Eftir að þau Hildur settu bú sitt að Straumum í Ölfusi fækkaði fundum nokkuð, en alltaf var gaman að heimsækja þau þar, dást að húsbyggingum Þórs og bragða á tei úr jurtum Hildar. Með Þór Vigfússyni er genginn góður drengur, sem sárt er sakn- að. Hildi og öðrum ástvinum Þórs vottum við Kristín innilega sam- úð. Ormar Þór Guðmundsson. Ég held ég gleymi því aldrei þegar ég kynntist Þór Vigfússyni fyrst. Maðurinn var með kafþykkt skegg, sterka rödd og sérlega brosandi augnaráð. Við kenndum saman um hríð í Menntaskólanum við Sund sem var skemmtilegt og lærdómsríkt. Ekki spillti það fé- lagsskap okkar þegar hann komst að því að föðurætt mín væri úr Flóanum. Síðar fór hann austur á Selfoss og var skólameistari þar um hríð uns hann ákvað einn góðan veð- urdag að hann langaði að gera eitthvað annað. Þá sagði hann starfi sínu lausu. Ég átti samskipti við Þór sem samkennara, stjórnanda, leið- sögumann og lífskúnstner. Eitt sinn fóru skólastjórnendur til Vancouver í Kanada. Þegar við vorum þar, var meðal annars farið til indíánabyggða. Þegar þangað var komið tóku gestgjafarnir á móti okkur með sínum hætti. Voru kallaðir til góðir vættir en vondir reknir á brott. Þór upplifði þetta sterkar en nokkur annar og hreinlega drakk tilfinninguna í sig. Enda þyrptust heimamenn í kringum hann og skynjuðu að þar fór merkur maður. Eftir að hann lét af störfum sem skólameistari var hann vin- sæll leiðsögumaður, tók á móti hópum og fræddi þá um Suður- land. Það skipti hann ekki miklu hvert þjóðernið var. Þar flugu draugasögur, prestasögur, menntasögur, hver annarri fróð- legri og skemmtilegri þó einstaka þætti hann ýkja lítið eitt. Allt slíkt sór hann af sér. En það var hluti aðferðarinnar hjá Þór. Og aldrei var komið að tómum kofunum hjá honum. Þór hafði einstakan eiginleika. Það skipti engu við hvern hann talaði. Allir áttu von á sömu hlýju móttökunum. Ekki heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Um leið og hann vissi tengsl mín við Selfoss og Flóann, fékk ég að heyra um náskylda og fjarskylda ættingja mína sem voru allir snill- ingar. Ekki eru allar ættfræði- bækur sammála þessu en ég er hrifnari af skýringum Þórs en þeirra. Ég man ekki til þess að hafa kvatt Þór nema brosandi og glaður. Slíkt fólk er ómetanleg auðlind. Það eru til margar leiðir til að lýsa manni eins og Þór Vigfús- syni. Drengur góður, hollur vinur, sterk dómgreind og svo framveg- is. Mig langar að nota eitt orð sem ég heyrði notað um mann og það á við um Þór. Hann var ekta. Blessuð sé minning hans. Magnús Þorkelsson. Þór Vigfússon er einn eftir- minnilegasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann var kennari minn á Laugarvatni, hann innan við þrítugt, ég fjórtán ára. Enn man ég morgunávarp Þórs með hárri röddu „Hér sé friður“, „og með yður“, svöruðum við krakkarnir einum rómi, dag- urinn var hafinn, allir með á nót- unum. Þór hafði mikið vald á kennslunni og var hann strax dýrkaður af nemendum sínum. Kennarinn var heillandi. Það var manndómsskóli að vera nemandi Þórs, á einum vetri hristi hann af manni feimnina, minnimáttar- kenndina og hógværð Flóa- mannsins. Hann gerði okkur krakkana að sjálfsöruggu og stoltu fólki. Þór var ævintýramað- ur hafði numið með Þjóðverjum í Austur-Berlín, var róttækur vinstrimaður í skoðunum. Hann hafði á þessum árum gengið um Ísland þvert og endilangt. Komið niður í sjávarþorpin eins og úti- legumaður talandi þýsku, farið um sveitirnar, unnið í fiski eða með bændum í heyskap fyrir mat sínum og gistingu. Og fólkið hélt hann útlending en þótti merkilegt hvað hann kunni handtökin vel, svo var hlegið að öllu saman. Þór varð borgarfulltrúi í Reykjavík 1978, sjálfstæðismenn töpuðu borginni, hann talaði fyrir göngu- og hjólareiðastígum og reiðleiðum, fyrstur manna. Þór lagði til að geitur yrðu hafðar í Hljómskálagarðinum var einn um þá skoðun nema Davíð Oddsson, síðar borgarstjóri, studdi tillög- una. Þar hefur hugmyndin að Húsdýragarðinum þess vegna orðið til, sem Davíð stofnaði síðar. Hann varð skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurlands í ellefu ár, réttur maður á réttum stað, ekki síst til að byggja skólann upp. Hann kunni að tala fyrir skólabyggingunni, ná mönnum í héraðinu saman, reka erindi við ráðamenn landsins, þar var hann einstakur. Menn hrifust með hon- um og allt gekk upp. Þór vissi að þarna voru gömlu menntasetrin að sameinast á ný, Oddi, Skálholt og Haukadalur, beint úr sögunni, Oddi, fræðasetrið forna, var skólahúsið sjálft nefnt. Og svo bæjarnöfn höfðingjanna á ýmsum sölum og skólastofum. Hann tók krakkana sömu tökum og á Laug- arvatni forðum, var jafningi þeirra og vinur. En fyrst og fremst var Þór maður sem lét hjartað ráða för, var allsstaðar gjaldgengur „því guð metur aldr- ei annað í heim, en auðmýkt og hjartans trúnað.“ Á besta aldri hætti hann sem skólameistari og gerðist kennari á ný við skólann. Þegar ég sagði þú mátt ekki hætta, Þór minn. Þá hló hann og sagði. „Það kemur ein- hver enn betri en ég, orkan er bú- in,“ svona var Þór. Þegar ég varð landbúnaðarráð- herra komu hér stundum gestir frá Norðurlöndunum, ég fór með þá um héraðið fagra, fékk Þór sem leiðsögumann, hann sagði þeim svo kynngimagnaðar draugasögur að þeir sváfu ekki næstu nótt á eftir. En skemmti- legast var að koma til Þórs og Hildar að Straumum, sitja við snarkið í arineldinum og ræða málin, hlusta á kynngimagnaðar sögur af atburðum og eftirminni- legu fólki, Þór var engum manni líkur. Árnesþing er rislægra við brotthvarf hans og skuggarnir frá Ingólfsfjalli verða sorgum búnir fyrsta kastið. Tregatónar Ölfusár berast sem harmskviða um hér- aðið. En nýr dagur rís og allt fer þetta eins og hann sagði forðum, það koma nýir menn og kynslóðir með sína kvisti og stórbrotna fólk, lífið heldur alltaf áfram. Þórs verður sárt saknað, sögumaður- inn slyngi dáinn, horfinn, harma- fregn. Blessuð sé minning Þórs Vig- fússonar. Við Margrét þökkum allt og allt og vottum Hildi og fjöl- skyldu hans djúpa samúð. Guðni Ágústsson. Meira: mbl.is/minningar Þór Vigfússon var einhver skemmtilegasti maður landsins og átti það t.d. til að flytja und- arlega fyndnar tækifærisræður. Hann var hjartahlýr svo að af bar og næstum alltaf glaðsinna. Kynni hans og undirritaðs hófust fyrst að marki eftir að hann var orðinn skólameistari á Selfossi 1983. Við þurftum að sitja saman ýmsa fundi, einkum á Reykjavík- ursvæðinu, en stundum utan þess. Í apríl 1986 stóð Skólameistara- félagið fyrir hópferð til Þýska-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.