Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 ✝ Þór Vigfússon,fyrrverandi skólameistari, fæddist á Þórs- hamri í Sandvík- urhreppi 2. apríl 1936. Hann and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut 5. maí 2013. Foreldrar: Vig- fús Guðmundsson, bifreiðastjóri við Ölfusárbrú, á Selfossi, síðar sjó- maður á Seltjarnanesi, f. 16.9. 1903 í Neðra-Dal í Bisk- upstungum, d. 22.11. 1990, og Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 2.3. 1904 á Eyrarbakka, d. 18.7. 1950. Systkin: Eggert slökkvi- liðsstjóri, f. 1932, Guðni versl- unarmaður, f. 1934, d. 1992, Jón skipstjóri, f. 1938, d. 1955 og Örn framkvæmdastjóri, f. 1941. Hálfsystkin samfeðra: Stefán Guðmundur, f. 1954, d. 2000, og Guðmunda, f. 1955. Þór kvæntist 1. júlí 1960 Helgu Maríu Novak rithöfundi, Þýskalandi, f. 1935. Þau skildu 1968. Börn þeirra eru 1) Ragnar Alexander leiðsögumaður, f. 1958 (kjörbarn), börn hans eru Guðmundur Andri, f. 1983, Helga María, f. 1992, og Júlía Sif, f. 1996. 2) Nína iðnrekstr- arfræðingur, f. 1962, maki Jón Hann lauk prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Ís- lands 1967, námi í húsasmíði við iðnbraut Fjölbrautaskólans á Selfossi 1982 og sveinsprófi 1989. Þór lauk prófi í svæð- isleiðsögn frá Farskóla Suður- lands 1993. Við heimkomu vann Þór sem skrifstofustjóri hjá Sameiningarflokki alþýðu – Sósíalistaflokknum og sem starfsmaður verslunarsendi- nefndar Þýska alþýðulýðveld- isins. Hann hóf kennslu við Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1963 og kenndi við Menntaskólann að Laugavatni 1964-70, við Men- natskólann við Tjörnina, síðar Sund, 1970-83 og var konrektor skólans 1975-78. Hann var skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1983-94 og kennari til ársins 1998. Þór var virkur í þjóðfélagsmálum og sat öðru hvoru í miðstjórn Al- þýðubandalagsins 1970-80, var formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1971-73, sat á Alþingi sem varaþingmaður 1974, var borgarfulltrúi í Reykjavík 1978- 80 og formaður Umferð- arnefndar. Þór stundaði leið- sögn á Suðurlandi sem leiddi til stofnunar Draugaseturs á Stokkseyri og var félagi í Skála- félagi um varðveislu Tryggva- skála. Þór er aðalhöfundur Ár- bókar Ferðafélags Íslands í Árnesþingi vestanverðu 2003. Útnefndur heiðursfélagi í Félagi þýskukennara 2010. Útför Þórs fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 18. maí 2013, kl. 13.30. Björnsson húsa- smíðameistari, f. 1953, dóttir þeirra er Margrét Snæ- fríður, f. 1992. Þór kvæntist 31. desember 1976 eft- irlifandi eiginkonu sinni Auði Hildi Há- konardóttur lista- konu og fv. skóla- stjóra, f. 1938. Foreldrar hennar voru Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari og yfirborg- ardómari í Reykjavík, f. 1904, d. 1980 og Ólöf Dagmar Árnadótt- ir, íþróttakennari og rithöf- undur, f. 1909, d. 1993. Stjúp- börn 1) Kolbrún Þóra Oddsdóttir landslagsarkitekt, f. 1956, börn hennar Þórhildur Kristjánsdóttir, f. 1986, Katrín Kristjánsdóttir, f. 1988. 2) Há- kon Már Oddsson kvikmynda- gerðarmaður, f. 1958, börn hans eru Urður, f. 1980, barn hennar er Kría Ragnarsdóttir, f. 2006. Arnór, f. 1991, og Hildur Laila, f. 2007. Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laug- arvatni 1955 og nam hagfræði í Þýskalandi við Hochschule für Ökonomie í Berlín og lauk Dip- lom Wirtschaftler 1961, með sérgrein í milliríkjaviðskiptum. „Þá hefur í enn eitt skiptið skemmtilegum og svipríkum manni verið svipt út úr veröld- inni,“ sagði vinur minn þegar ég flutti honum fregnina af fráfalli mágs míns, Þórs Vigfússonar. Þór var stór maður í öllum skilningi. Með hæstu mönnum, líka síðustu árin þó að hann væri aðeins orð- inn lotinn í herðum. Lá hátt róm- ur, hljómmikil og sterk röddin fangaði allra athygli hvort sem var í samkvæmisklið eða á áning- arstað í útsýnisferð. Hann var vit- ur maður og áttaði sig alltaf strax á samhengi hlutanna og mikil- vægi eða léttvægi, enda ástsæll kennari og farsæll skólameistari. Hann hafði skoðun á öllu þó að hann kynni að halda henni fyrir sig. Hann var óragur við að velja sínar eigin leiðir, hvort sem um var að ræða ferð um eyðisanda, að sigla um flúðir eða mannleg sam- skipti, og í mörgu var hann á und- an samferðamönnum sínum. Hjólið var til dæmis fararskjóti hans í Reykjavík mörgum áratug- um áður en aðrir skildu að það er bæði hollt og skemmtilegt og um- hverfisvænt að hjóla. Hann hafði stórt hjarta og hlúði að náttúru, mönnum og málleysingjum í nær- umhverfi sínu. Ekki verður full- þakkað hversu mjög hann auðg- aði síðustu æviár tengdamóður sinnar með skemmtilegheitum og hjálpsemi. Þegar fjölskylda mín fór til ársdvalar í útlöndum tók hann tíkina Týru í fóstur. Hún vildi ekki annars staðar vera eftir það. Það var rifjað upp við kaffi- borðið á Straumum um daginn þegar hann skráði Týru í Brúar- hlaupið á Selfossi, hún varð þar með fyrst hunda til að fá þar þátt- tökurétt og eigið númer. Já, það eru margar minningar frá kaffi- borðinu á Straumum. Maður var varla kominn inn þegar glumdi í Þór: „Segðu fréttir“, og því varð gesturinn að lúta, hversu laginn eða ólaginn sem hann annars var í að tjá sig. Á meðan lagaði Þór te eða kaffi og skar niður súrdeigs- brauð sem hann var nýbúinn að baka. Kaffið var vel sterkt og teið milt og ekki brást að hann tengdi jafnvel hina fátæklegustu frásögn gestsins við menn eða málefni sem hann sjálfur kunni skil á. Allt reitt fram með hlýju og af ein- stakri en þó hógværri frásagnar- list. Það er víst að margir munu nú minnast sögu sem Þór Vigfús- son sagði eða fróðleiks sem hann miðlaði, hvort sem var í tveggja manna tali, á ferðalagi eða á mannamóti. Það var gæfa að eiga með honum samleið. Hjördís Hákonardóttir. Þór frændi var einn af bræðr- um hans pabba. Afburða skemmtilegur, hress og hafsjór af fróðleik. Þór kunni sögur við öll tækifæri og mér fannst alltaf gaman að spjalla við hann. Það var sama hvort umræðan var um uppeldismál, kennsluhætti, ferða- lög, tungumál eða hvað annað, alltaf gat Þór sagt ítarlega frá og gert frásagnir sínar lifandi og skemmtilegar. Mér þótti vænt um að heim- sækja Þór frænda og hans ynd- islegu konu Hildi í ævintýralega húsið við Ölfusána. Gómsætar vöfflur og te, ásamt skemmtilegu spjalli og fróðleik er mér minn- isstætt. Eftir að pabbi dó var gott að geta flett upp í Þór með upp- lýsingar varðandi fjölskylduna okkar og fleiru frá í gamla daga, það er mjög dýrmætt og er ég þakklát fyrir það. Minningin um góðan mann lifir með okkur. Guðrún Jónsdóttir. Það er ekki ofsögum sagt að á tveimur dögum hafi Þór föður- bróðir minn kennt mér alla þá þýsku sem ég kann. Pabba leist ekki á blikuna eftir árangur minn á fyrsta þýskuprófinu í mennta- skóla, svo hann bað bróður sinn að taka mig í læri. Úr varð að við frændurnir stóðum við lespúltið í stóru bókastofunni hans, hvar hann af þolinmæði og alúð út- skýrði fyrir mér undirstöður þýskrar málfræði, setningaskip- unar og orðmynda. Hann kom nokkrum sinnum óvænt við hjá mér í vinnunni í miðbæ Reykjavíkur og spurði hvort „myllur stjórnsýslunnar möluðu ekki örugglega“. Hann þáði kaffibolla og spurði frétta af framgangi okkar systkina. Hann var aufúsugestur, enda glaðlynd- ur og fróður mannvinur á ferð. Ég hugsa með mikilli hlýju til þessara stunda og annarra sem ég átti með föðurbróður mínum. Pabbi heitinn talaði ávallt um Þór af mikilli virðingu og leit upp til hans. Það var auðheyrt af frá- sögnum hans af bróður sínum. Hver sá sem naut þeirrar gæfu að þekkja Þór er sama sinnis. Blessuð sé minning föðurbróð- ur míns. Sverrir Jónsson. Í örfáum orðum langar mig að minnast míns gamla, góða yfir- manns í Fjölbrautaskóla Suður- lands sem var engum öðrum lík- ur. Allt sem hann kom nærri varð að ævintýri, hvort heldur var dag- legt þras og þrugl, hversdagslegt fjármálavafstur eða atburðir og uppákomur til gamans gerðar. Ég minnist haustgöngu starfs- manna Fjölbrautaskólans sem farin var að Straumum til Hildar og Þórs. Tilefnið var að taka hjól- börur Þórs í hús er vetur færðist nær. Gangan endaði svo á rausn- arlegum veitingum hjá þeim hjón- um. Að Straumum var alltaf gott að koma utan frá eyðisöndum hversdagsleikans. Þar var ekki verið að eltast við hjóm gerviþarf- anna heldur var heimili þeirra á einhvern hátt utan við tíma og rúm og öll þeirra viðfangsefni sönn og uppbyggjandi andlega og líkamlega. Þór var ótrúlegur yfirmaður og tókst að færa allt til betri vegar. Ég minnist ferðar í menntamála- ráðuneytið árið 1993 eftir að skól- anum var ætlað að vinna úr ósanngjörnum skuldahala sem fjármáladeild ráðuneytisins hafði reiknað út eftir kúnstarinnar reglum. Áður en lagt var í þá ferð fór Þór í bakarí og pantaði tertu sem á stóð „Á Halamiðum 1993“ og færði viðsemjendum okkar í fundarbyrjun. Kallað var í æðstu yfirmenn til að smakka á herleg- heitunum og úr varð hin besta gamanstund þótt uppátækið kæmi ögn flatt upp á menn í þess- ari æðstu stofnum skólamála. Þannig lifnuðu ævintýrin í návist Þórs. Ekki minnist ég þó þess að halinn hafi styst við uppátækið en hann varð bærilegri því skemmt- unin óx yfir erindi ferðarinnar og er nú það eina sem eftir stendur. Einstökum frásagnarhæfileik- um Þórs verður best lýst með lít- illi sögu frá síðasta sumri er fjöl- skyldu minni var boðið í ferð um Flóann með leiðsögn Þórs. Tvö ung barnabörn mín, níu og tíu ára, völdu sér strax sæti aftast í rút- unni. Þór sat fremstur eins og far- arstjórum hæfir og sagði frá markverðum stöðum og viðburð- um. Þegar sagnameistarinn hóf upp raust sína risu börnin upp og færðu sig í sætið næst honum og hlýddu á frásagnir hans af athygli allan tímann. Allir sem fóru í þessa ferð munu búa að þessu æv- intýri um ókomna tíð. Ég á eftir að sakna þessa greið- vikna og góða vinar og veit að mörgum er farið eins og mér að finnast staðurinn og raunar allt Suðurland hafa brugðið liti við fráfall hans. Um leið og ég sendi Hildi og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur þakka ég allar þær stundir sem ég hef notið í návist þeirra hjóna. Blessuð sé minning Þórs Vigfús- sonar. Kristín Þórarinsdóttir. Fallinn er frá góður vinur, Þór Vigfússon. Þór var kominn á æskuheimili okkar á Kálfhóli áður en við fædd- umst og var alltaf traustur hlekk- ur í okkar fjölskyldu. Kærleikur- inn okkar í milli var einstakur og var hann eins og góður sonur for- eldra okkar. Enginn maður komst í hálf- kvisti við Þór, hann var einhvern veginn allra og allir voru hans. Hann talaði alltaf upp til fólks, aldrei niður. Hann var fróðleiks- maður mikill og umhyggjusemi hans leikur enginn eftir. Það sem hann gerði jafnt í leik og starfi var alltaf gert með gleði og áhuga. Hann hafði einstaka hæfileika til að gera leiðinleg störf skemmtileg og gekk hann til þeirra af miklum dugnaði. Góðar minningar gætu fyllt margar bækur. Ein af mörgum sem ekki gleymast gerðist um jól. Beðið var eftir að klukkan yrði 24 á aðfangadagskvöld og var þá gef- ið í spil. Við spiluðum þangað til farið var í fjós að morgni og var haldið áfram eftir mjaltir. Það var mikið hlegið og mikið gaman hjá okkur. Við munum sakna sárt þessa einstaka manns sem gerði líf okk- ar betra. Við viljum þakka Þór fyrir samfylgdina og megi góður guð vernda góðan dreng. Hildur, Ragnar, Tóta, Nína, Manni og barnabörn. Við vottum ykkur dýpstu samúð og megi góð- ar minningar styrkja ykkur í sorginni. Kær kveðja. Valgerður, Ólafur og Guðrún og fjölskyldur. Í dag er kvaddur Þór Vigfús- son. Hann var skólameistari í Fjölbrautaskóla Suðurlands frá 1983-1994 og félagi í Skólameist- arafélagi Íslands. Hann var einn- ig kennari um árabil, kenndi þýsku, stærðfræði og bókfærslu. Þór var sérlega góður stjórnandi og átti afar auðvelt með öll sam- skipti við samstarfsmenn og nem- endur sína, þeir voru hans banda- menn. Enda var það svo að þegar hann hafði tekið ákvörðun um að hætta störfum sem skólameistari, lögðu bæði nemendur og starfs- menn fast að honum að vera áfram. Hann lét af störfum sem skóla- meistari hinn 1. febrúar 1994, réttum níutíu árum eftir að Ís- lendingar fengu heimastjórn, eða eins og hann sagði þá sjálfur: „til þess að fara að stjórna heima“. Þór var afburðasnjall sögu- maður og var sögusviðið gjarnan Árnesþingið og Suðurlandið. Hann skrifaði Árbók Ferðafélags Íslands 2003 – Í Árnesþingi vest- anverðu. Hann var maður hins talaða orðs, raddsterkur og oft forn í tali. Hann var líka drauga- sérfræðingur, var eigandi og sat í stjórn Draugasetursins á Stokks- eyri. Félagar hans í Skólameistara- félagi Íslands minnast hans með mikilli hlýju, enda var hann sjálf- ur sérdeilis hlýr maður og góður öllum. Hann var afskaplega skemmtilegur, fjörugur og kröft- ugur, dugmikill og hugmyndarík- ur, sem félagi og skólamaður. Ár- ið 1986 skipulagði hann námsferð skólameistara, ásamt Ingvari Ás- mundssyni, til Soet í Vestur- Þýskalandi. Hann var óskoraður leiðtogi og stjórnandi í þeirri ferð og talaði fyrir hópinn, enda flug- mælskur á þýskri tungu sem ís- lenskri. Þessa ferð ber oft á góma og gjarnan vitnað til þess sér í lagi hve skemmtileg hún hafi verið og skipulag ferðarinnar einstaklega gott. Þór var sæmdur gullmerki Skólameistarafélags Íslands á 20 ára afmæli félagsins í apríl 2001. Fimm árum seinna, í 25 ára af- mælishófi félagsins, hélt hann há- tíðarræðu að beiðni þáverandi formanns, Þorsteins Þorsteins- sonar. Þegar hann sté fram á gólf- ið og hóf upp sína miklu raust með fornu tungutaki, kom sagnameist- arinn Þór allur fram, kímnigáfan á réttum stað, fróðleikur og skemmtan samantvinnað, ein- stakur maður. „en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.“ (Úr Hávamálum.) Fyrir hönd Skólameistara- félags Íslands votta ég Hildi konu hans og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Valgerður Gunnarsdóttir, formaður Skólameistara- félags Íslands. Það er vorið 1974. Alþýðu- bandalagið á Suðurlandi hafði brugðið á það ráð að fá vinsælan mann til framboðs í alþingiskosn- ingum, að vísu í annað sæti á eftir þingmanni kjördæmisins, Garðari Sigurðssyni. Garðar var heima- maður í Vestmannaeyjum og eftir gosið var fylgi flokksins þar á tvístringi, sumt í Reykjavík, um annað vissi enginn. Maðurinn sem átti að vinna upp hugsanlega týnt fylgi flokksins og þar með að vinna kraftaverk, var Þór Vigfús- son. Og hann gerði það. Við þrír vorum í flokki fylgismanna hans, fylgdum honum á framboðsfund- ina um allt Suðurland og gerðum okkar besta, með frammíköllum í ræður andstæðinga og klappi og fagnaðarlátum við samherja. Ekki þarf að orðlengja það að Garðar náði kjöri. Til þess var leikurinn gerður. Tveir okkar kynntust Þór Vig- fússyni í barnæsku og sá þriðji á unglingsaldri. Hann varð vinur okkar allra og brá aldrei nokkrum skugga á þá vináttu. Svo merki- legt sem það kann að virðast er okkur ekki kunnugt um nokkurn mann sem kynntist honum, sem ekki varð vinur hans. Óvini átti hann alls enga. Og ekki stafaði það af skapleysi, því Þór var fast- ur fyrir og ákveðinn ef því var að skipta. Hann var tryggur vinum sínum og bast þeim böndum sem ekki rofnuðu. Kálfhóli á Skeiðum, æskuheimili tveggja okkar var hann bundinn frá æsku til ævi- loka. Enn er okkur minnisstætt þegar hann kom heim eftir nám í Þýskalandi og þau leiddust heim veg, Helga Novak, Þór og Ragnar sonur þeirra. Mjólkurbíllinn var fastur í hvarfi. Ekki kveðjum við vin okkar Þór Vigfússon án þess að minnast á spilamennskuna. Í áratugi spil- uðum við saman bridds. Oftast var það í húsum einhvers okkar. Yfirleitt á Suðurlandi. Reglur voru í sjálfu sér einfaldar. Við spiluðum, borðuðum saman og spiluðum síðan áfram. Á seinni ár- um var fátítt að við værum að fram á nótt en kom þó fyrir. Einn réttur var ævinlega á matseðlin- um: Hrossabjúgu úr Þykkvabæn- um, smér og kartöflur. Og það er- um við vissir um að þær kræsingar hafa beðið Þórs fyrir handan. Ólafur Auðunsson, Sigurður G. Tómasson og Valgeir Þórðarson. Þór Vigfússon auðgaði mann- lífið í kringum sig. Með ljúfri nær- veru sinni, sögum og fróðleik af ýmsu tagi, mildilegri nálgun kennarans, hressileika og já- kvæðu viðhorfi til lífsins og allra sem á vegi hans urðu, er hann okkur samferðamönnum sínum eftirminnilegur og einstök fyrir- mynd. Maður fór endurnærður á sál og líkama af hans fundi. Ég var einn þeirra fjölmörgu sem Þór kenndi þýsku í Mennta- skólanum við Tjörnina. Síðan þá höfum við haldið sambandi. Það var ævintýri að umgangast Þór á menntaskólaárunum. Ég minnist heimsókna í steinbæinn við Brekkustíg og að hafa eitt sinn verið boðið þar upp á Campari, sem mér fannst mjög vont. Það var hins vegar bót í máli að það var lítið eftir í flöskunni og því ekki útlit fyrir að ég þyrfti að inn- byrða of mikið af drykknum. En þegar flaskan var tóm, dró Þór aðra óupptekna út úr skáp og bauð aftur í glösin. Síðan þá hefur mér þótt Campari frekar góður drykkur. Þór og Hildur fóru með okkur menntskælingum í MT í söng- ferðalag til Færeyja árið 1974 og sá Þór um kynningar á tónleikum kórsins. Á öðrum degi var Þór farinn að kynna alla dagskrána á færeysku. Um miðja nótt spurði Þór um bakkelsið sem Færeying- arnir, gestgjafar okkar, höfðu komið með. Þegar honum var svarað að það væri búið, þá hróp- aði hann: „Gott, þá vita þeir að við höfum haft lyst á því.“ Það var ekki minna ævintýri að koma til Þórs og Hildar að Straumum á Ölfusárbökkum á seinni árum, þar sem maður gekk inn í aðra veröld og naut gestrisni þeirra, hvort sem var úti í smí- ðakamesi húsbóndans eða í stofu þeirra hjóna. Eitt sinn ók ég fram á Þór á Selfossi þar sem hann hjólaði með kerru aftan í hjólinu. Hundur stóð í kerrunni og virti fyrir sér mann- lífið. Ég spurði hverju þetta sætti og hann svaraði: „Æ, hún er orðin svo fótafúin blessunin, en langar að sjá hvað er að gerast í bænum, svo ég viðra hana stundum svona.“ Við bekkjarfélagarnir í B-bekk MT frá 1974 minnumst góðs læri- föður og einstaks félaga, en hann kom gjarnan á seinni árum og sat með okkur á árlegri samkomu okkar á milli jóla og nýárs. Það hefði farið almættinu bet- ur að leyfa Þór Vigfússyni að eiga lengri lífdaga, en við það verður ekki ráðið. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þórs Vigfús- sonar. Jón Þorsteinn Gunnarsson. Við Þór Vigfússon vorum jafn- aldra en kynntumst fyrst um tví- tugt, uxum úr grasi hvor í sínum landsfjórðungi. Þá var lengra á milli landshluta en síðar varð, hringvegur enn ekki kominn á dagskrá og enginn spotti malbik- aður utan þéttbýlis. „Kem í Grímsstaði í kvöld, geturðu sótt mig?“ hljóðaði skeyti sem barst í Hallormsstað um hásláttinn 1957. Ég fékk heimilisjeppann lánaðan og skrölti hálfa dagleið norður á Fjöll að sækja þennan vin minn sem þangað var kominn á putt- anum. Honum hafði skilist að að- eins væri rösk bæjarleið frá Grímsstöðum austur á Hérað. Ekki kom það að sök, því að eng- um gat leiðst í för með Skessunni Þór, eins og hann var nefndur af Laugvetningum. Á Hallormsstað gat ég sýnt honum skóg sem tók fram Þrastaskógi, og bátsferð á Lagarfljóti með skógardísum bætti um betur. – Við hófum há- skólanám samtímis, hann í Berlín og ég í Leipzig, steinsnar á milli í lest og öðru hvoru setið á rökstól- Þór Vigfússon HINSTA KVEÐJA Vinur er sá sem í raun reynist. Þór var vinur okk- ar. Hildi, Nínu, Þórhildi og öðrum ástvinum Þórs send- um við samúðarkveðjur. Siglinde, Tryggvi og börnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.