Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Stórhöfða 31 Δ 110 Reykjavík Δ sími 569 3000 Δ stafir@stafir.is www.stafir.is Starfsemi Stafa lífeyrissjóðs Kennitölur 2012 2011 Nafnávöxtun: 10,8% 7,5% Hrein raunávöxtun: 6% 2,1% Hrein raunávöxtun (10 ára vegið meðaltal) 2% 1,3% Fjöldi sjóðfélaga í samtryggingadeild 9.008 8.819 Fjöldi lífeyrisþega í samtryggingadeild 4.656 4.452 Rekstrarkostnaður í % af iðgjöldum 3,1% 2,98% Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,14% 0,14% Lífeyrir í % af iðgjöldum 61% 57,2% Stöðugildi: 12,4 12,8 árið 2012 Stafir lífeyrissjóður starfaði í samtryggingardeild og séreignardeild á árinu 2012 og tók við iðgjöldum í samræmi við lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 102.973 milljónum króna og jókst um 12,6% frá árinu 2011 þegar hún var 91.461 milljón króna. Nafnávöxtun allra eigna 2012 var 10,8% en hrein raunávöxtun 6%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sjóðsins síðustu fimm ár er neikvætt um 4,5% en jákvætt um 2% síðustu tíu ár. Í lok árs 2012 áttu 55.397 einstaklingar réttindi í sjóðnum. Á árinu 2012 greiddu 9.008 einstaklingar iðgjald til samtryggingardeildar Stafa og 1.776 launagreiðendur. Á árinu 2012 fengu 4.656 lífeyrisþegar greitt úr samtryggingardeild, alls 2.574 milljónir króna, sem er aukning um 11% frá fyrra ári. Lífeyris- þegum fjölgaði um 4,5% á árinu eða um 204. Greiðslur úr sér- eignardeild námu um 313 milljónum króna, sem er um 30% lækkun frá fyrra ári. Tryggingarfræðileg úttekt á stöðu sjóðsins hefur farið fram miðað við árslok 2012. Tryggingarfræðileg staða sjóðsins er neikvæð um 9,1%. Stafir lífeyrissjóður starfaði við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Fjár- festingarkostir eru takmarkaðir og peningaleg eign ber lága vexti. Gjaldeyrishöftin takmarka möguleika sjóðsins til áhættudreifingar. Þrátt fyrir óvissuástand á mörkuðum hefur rofað til í starfsemi Stafa lífeyrissjóðs. Árið 2012 var á margan hátt jákvætt og sjóðurinn sýndi batamerki eftir erfið ár. Ársfundur Stafa lífeyrissjóðs verður á Grand Hóteli Reykjavík miðvikudaginn 22. maí 2013 og hefst kl. 17:00. Samdægurs verður þar líka fundur vegna kjörs fulltrúa launafólks í stjórn Stafa og hefst kl. 15:00. Ársfundur Austurvegi 6 • 800 Selfossi Sími 482 4800 arborgir@arborgir.is www.arborgir.is Óskar Sigurðsson hrl lögg fasteignasali Þorsteinn Magnússon lögg fasteignasali Árborgir fasteignasala s: 482-4800 kynna: Glæsilegt og mjög vel skipulagt einbýli á tveimur hæðum með miklu útsýni og mjög fallegri suðurlóð á frábærum stað í Grafarholtinu. Björt og rúmgóð stofa, 4 svefnherbergi, vandaðar innréttingar, 4 svefnherbergi og fullfrágengin lóð. Auðveld kaup með hagkvæmri yfirtöku áhvílandi lána. Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga. www.arborgir.is Jónsgeisli 35 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við leggjum til að hver ferðamaður sem gengur Laugaveginn greiði 5.000 krónur í sérstakan sjóð sem verði nýttur til viðhalds og uppbyggingar á svæðinu. Við leggjum jafn- framt til að fjöldi ferðamanna á hverju sumri verði takmark- aður,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, sem fagnar því framtaki Íslenskra fjallaleiðsögu- manna að láta hluta gjalds fyrir ferðir á Laugaveginum renna til uppbyggingar. „Ferðafélagið byggði upp Lauga- veginn sem var opnaður árið 1979. Síðan þá hefur Ferðafélagið á hverju ári sett töluverða fjármuni í upp- byggingu á Laugaveginum. Þar má nefna að í fyrra settum við 75 millj- ónir króna í nýframkvæmdir, við- hald og merkingar. Við áætlum að verja þurfi 30 milljónum á tveggja til þriggja ára fresti í viðhald á stígnum og er þá annað ótalið.“ Vill sjá gagngerar lagfæringar Að sögn Páls er kominn tími til að taka ákveðna hluta leiðarinnar, sem er um 55 km löng, í gegn og ráðast í gagngerar lagfæringar og viðhalds- vinnu á stígnum sjálfum. Hann hafi látið á sjá, bæði vegna átroðnings göngufólks og af veðurfarslegum og náttúrufarslegum ástæðum. Til dæmis hafi miklar haustrigningar skolað jarðvegi niður á ákveðnum stöðum sem kalli á úrbætur. „Æskilegt væri að gjaldtakan væri í ákveðnum farvegi hjá Um- hverfisstofnun eða sveitarfélaginu Rangárþingi. Ef til vill verður frum- kvæði Íslenskra fjallaleiðsögumanna til þess að slík gjaldtaka hefst.“ Að sögn Páls aflar Ferðafélagið tekna af rekstri skálanna og rennur ágóðinn óskiptur til framkvæmda og viðhalds. Dýrt sé að flytja aðföng og nefnir hann að það kosti tvær millj- ónir króna að tæma tvær rotþrær í skálunum í Þórsmörk og Land- mannalaugum tvisvar yfir sumarið. Ferðafélagið er uppbyggt sem áhugamannafélag. Spurður hvort hann telji eðlilegt að sjálfboðastarf í íslenskri ferðaþjónustu víki fyrir launuðum störfum fyrir viðhald og framkvæmdir á fjölsóttum svæðum kveðst Páll taka undir það. Þá bend- ir hann á að ferðamenn geri stöðugt auknar kröfur um þjónustu. Það kalli á fjárfestingar. Hver greiði 5.000 kr. í sjóð  Ferðafélagið vill fjöldatakmarkanir á Laugaveginum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landmannalaugar Fjöldi fólks gengur Laugaveginn ár hvert. Páll Guðmundsson Sala á nautakjöti gengur að óskum um þessar mundir. Samkvæmt nýj- um tölum frá Landssamtökum slát- urleyfishafa er sala á nautakjöti sl. 12 mánuði, eða frá maí í fyrra til aprílmánaðar sl., alls 4.175 tonn. Það er 4% aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt á vef- síðu Landssambands kúabænda. Framleiðslan á sama tíma var rétt tæp 4.200 tonn og hefur ekki áður verið meiri. „Skipting sölunnar milli einstakra flokka er þannig að ungnautakjöt er 2.408 tonn (+5%), kýrkjöt er 1.697 tonn (+3,2%), ungkálfakjöt er 51 tonn (-12,9%) og alikálfakjöt er 19 tonn (+33%). Innflutningur á nauta- kjöti fyrstu 3 mánuði ársins var 26 tonn, sem er talsvert meira en á sama tímabili í fyrra, er innflutning- urinn var 10 tonn,“ segir þar. Sala á nautakjöti fer vaxandi Ákveðið var að loka Vestfjarðavegi nr. 60 í Kjálkafirði frá og með mið- nætti í gærkvöldi um óákveðinn tíma vegna hættu á skriðuföllum, þar sem spáð var rigningu, sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni. Áætlað er að um 150 þúsund rúm- metrar af mold og grjóti hafi fallið á veginn 23. apríl sl. og þykir mildi að ekki fór verr því vegagerðarmenn voru að störfum þegar skriðan féll. Unnið er að lagningu nýs Vest- fjarðavegar í Barðastrandarsýslu, milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði á um 16 km kafla þar sem nú er gamall malarvegur. Veg- urinn styttist um 8 km vegna þver- unar Kjálkafjarðar og Mjóafjarðar. Hætta á skriðuföllum í Kjálkafirði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.