Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 22
SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Orri, fjárhags- og mannauðskerfi rík- isins, mætir þörfum stjórnvalda og stjórnsýslu og virkni þess uppfyllir kröfur ríkisins í meginatriðum. Þetta er meginniðurstaða óháðrar, erlendr- ar sérfræðiúttektar á Orra. Úttektin var gerð á kerfinu vegna umræðu sem spannst um kerfið síðastliðið haust. Fjármála- og efnahagsráðu- neytið stóð fyrir úttektinni. Orri, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, er bakvinnslukerfi sem hefur verið í notkun frá árinu 2001. Það ár gekk ríkissjóður til samninga við Skýrr hf., nú Advania, um kaup og innleiðingu á Oracle eBusiness Suite fyrir ríkissjóð og stofnanir í A-hluta. Í Orra er einnig innkaupakerfi og verk- bókhald. Í skýrslunni, sem kom út á fimmtu- daginn, kemur fram að ekkert bendi til þess að betri útkoma hefði fengist fyrir ríkið með því að nýta aðra lausn en þá sem varð fyrir valinu árið 2001. Kostnaður kerfisins sé innan eðli- legra marka og ávinningur af kerfinu geti réttlætt kostnaðinn. Þá hafi kerf- ið þegar skapað verulegt virði fyrir ríkið og stofnanir þess, segir þar enn- fremur. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fékk sænska ráðgjafann Knut Rexed til að framkvæma úttektina. Knut Rexed var aðstoðarráðherra í fjár- málaráðuneyti Svía í ríkisstjórn Gör- an Persson. Undanfarið hefur hann unnið sem sjálfstæður ráðgjafi og m.a. tekið að sér verkefni fyrir Al- þjóðabankann, OECD og Evrópu- sambandið. Úttektin var margþætt og mat lagt á gæði kerfisins. Þættirnir sem voru mældir voru m.a. hversu vel það hentaði íslenska ríkinu og stofnunum þess, kostnaður við rekstur kerfisins og fyrirkomulag upplýsingamála, Fjallað er um eiginleika kerfisins, öryggismál, aðlögunarhæfni og notk- unarmöguleika. Heildarkostnaður við Orra á ár- unum 2001-2011 nam 5,9 milljörðum, en þar af nam stofnkostnaður 1,5 milljörðum. Þetta kom fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem kynnt var í lok október 2012, um innleiðingu og kostnað við Orra. Ekkert bendir til þess að öryggi kerfisins sé ábótavant á heildina litið, samkvæmt úttektarskýrslunni. Hins vegar kemur fram að bæta megi ör- yggisþætti kerfisins engu að síður. Kerfið sjálft sé öruggt. Veikleikar öryggisins í kerfinu lúti að notendum þess og aðgangi þeirra og aðgangs- heimildum þeirra að kerfinu. Þessi vandi er þó ekki talinn í hæsta flokki í áhættumatinu. Hins vegar sé brýnt að koma þessu í lag. Brautryðjendastarf Unnið var brautryðjendastarf og þótti einstaklega djarft að setja sam- an kerfi sem væri jafnt fjárhags-, mannauðs og bakvinnslukerfi. Þetta kemur fram, í einum hluta skýrsl- unnar, þegar íslenska kerfið er borið sama við önnur slík í sex öðrum lönd- um. Þau lönd voru: Austurríki, Belgía, Danmörk, Finnland, Noregur og Sví- þjóð. Hins vegar var ekki hægt að bera saman kostnaðinn við kerfin milli landa bæði vegna þess að þau voru ólík að gerð sem og að upplýsingar um kostnaðinn við þau kerfi lágu ekki alltaf fyrir. Niðurstaðan úr þessum samanburði leiddi í ljós að engin ein lausn hentaði best. Orri ekki of dýr og hentar ríkinu  Óháð úttekt á Orra, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, sýnir að virkni þess sé fullnægjandi  Engin ein lausn hentar best  Ekki hægt að bera kostnað kerfisins saman við önnur í nágrannalöndum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þing Rætt var um fjárhags- og mannauðskerfið á Alþingi og fjármála- og efnahagsráðuneytið lét gera óháða úttekt. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Sjá sölustaði á istex.is LOPI 32 „Eftir það sem á undan var gengið, fagnaði maður því að faglegur og óháður aðili væri fenginn til skoða þetta. Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart. Hún staðfestir það sem við höf- um alltaf sagt; að við erum með gott kerfi, kostnaður eðlilegur en tilteknir þættir nefndir sem vissulega megi og þarf að bæta,“ sagði Gunnar H. Hall fjársýslustjóri fjármálaráðuneytisins um nýútkomna skýrslu um úttekt á Orra, fjárhags- og mannauðskerfi rík- isins. Gunnar bendir á að kostir kerfisins felist í því að allir séu innan kerfisins til að ná hámarks ávinningi af kerfinu. Það markar kerfinu einnig sérstöðu. Framsækni og áræðni „Skýrslan sýnir framsækni og áræðni okkar þegar við réðumst í þetta stóra verkefni, og það tókst. Ólíkt mörgum öðrum sem einnig hafa reynt að gera þessa sömu hluti,“ segir Gunnar. Næsta mál á dagskrá sé að fara of- an í kjölinn á þeim atriðum, sem koma fram í skýrslunni um að betur megi fara. Það verður gert með styrkri verkefnastjórn í samvinnu við fjár- málaráðuneytið. „Nú höfum við í höndum þétt kerfi sem að sjálfsögðu þarf að bæta. Við tökum þessum punktum alvarlega,“ segir Gunnar. Atriðin sem Gunnar nefnir eru m.a. fjórtán atriði sem sett eru fram í skýrslunni um aðgerðir til framtíðar fyrir stjórnvöld til að bæta kerfið. Þar kemur m.a. skýrt fram að skerpa þurfi á stefnumiðaðri stjórnun á einstaka hlutum innan Orra. Kalla þurfi eftir ábyrgðaraðilum á ein- stökum kerfishlutum Orra. Þá þurfi að vera vakandi yfir þróun upplýs- ingakerfa svo þau mæti kröfum sem gerðar eru til þeirra á hverjum tíma. Spurður út í öryggi kerfisins og úr- bætur í þeim efnum, segir Gunnar að þeir séu fullmeðvitaðir um að ýmis- legt megi gera betur í að efla kerfið. Hann segir að þeir verði aldrei full- komnir í öryggismálum frekar en aðr- ir og menn geri sér grein fyrir því. Því sé lögð rík áhersla á að efla og styrkja kerfið. Epli og appelsínur „Við erum ánægðir að sjá mat þessa aðila á því hvernig kerfið hefur verið sett upp og hvernig það hefur reynst. Einnig er litið til framtíðar í stefnumálum af miklu raunsæi í til- lögunum til úrbóta. Þetta á eftir að auðvelda þá vinnu að þróa kerfið áfram,“ segir Sveinn Arason ríkisend- urskoðandi. Í ljós kom að kostnaðurinn við Orra hefði verið innan eðlilegra marka. Ekki var hægt að bera saman kostn- aðinn við svipuð kerfi í öðrum löndum. „Það er alltaf eins og að bera saman epli og appelsínur. Aðstæður eru sér- stakar í hverju landi fyrir sig. Við er- um t.d. 300 þúsund á móti milljóna- þjóðum. Fyrirkomulagið hér til samanburðar við hin löndin er um margt ólíkt. Það er ekki verið að nota kerfin með sama hætti, uppbyggingin ólík, mismikið stýrt inn á stofnanir, o.fl.,“ segir Sveinn. Spurður út í öryggi kerfisins og hvernig bregðast skuli við þeim þátt- um sem þarf að bæta, segir Sveinn að öryggið sé ásættanlegt. Það sé alltaf þannig að bæta megi allt sem er notað og það sé eins með öryggi og aðra þætti, þeir séu aldrei niðurnjörvaðir. Hann bendir á að kerfið sé eitt en ör- yggi kerfisins sé annað. „Síðan er það öryggi þeirra sem stýra aðgangi að kerfinu. Þar getur losnað um ákveðna þætti í örygginu. Það er ákvörðun hvers forstöðumanns, hversu mikinn aðgang starfsmenn hafa að kerfinu, t.d. ef sami aðilinn getur bókað og greitt, því þessi hlutverk samræmast ekki. Ef sami aðilinn gegnir sama hlutverkinu, þá er öryggi þeirrar stofnunar orðið eitthvað minna. Þá kemur til okkar kasta að taka mið af því og taka á því,“ segir Sveinn og áréttar að heilt yfir séu allir sem eiga hlut að máli ánægðir með niðurstöðu skýrslunnar. „Staðfestir það sem við höfum alltaf sagt“  Þétt kerfi sem þarf að bæta, segir fjársýslustjóri Gunnar H. Hall Sveinn Arason Morgunblaðið/Brynjar Gauti Arnarhvoll Niðurstaða úttektar kom fjársýslustjóra ekki á óvart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.