Morgunblaðið - 18.05.2013, Side 25

Morgunblaðið - 18.05.2013, Side 25
FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Þrátt fyrir vísbendingar um að það færist í vöxt að fjárfestar taki lán fyrir hlutabréfakaupum þá er um- fang slíkra viðskipta enn mjög svo takmarkað í samhengi við umsvif á hlutabréfamarkaði. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er það mat sérfræðinga í markaðsviðskipt- um á fjármálamarkaði að skuldsetn- ing til hlutabréfakaupa – einkum spákaupmanna og fjárfestingarsjóða – nemi aðeins um 3% af markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði, eða á bilinu 10 til 15 milljörðum. Það er því langur vegur frá því að sókn fjárfesta í skuldsett hlutabréfa- kaup sé farin að skapa kerfisáhættu. Kristján Markús Bragason, um- sjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka, bendir á að áhyggjur af slíkri kerfisáhættu séu réttmætar þegar skuldsetning til hlutabréfa- kaupa er orðin það mikil að hún get- ur haft keðjuverkandi áhrif á efna- hagslífið við verðhrun hlutabréfa. Aðstæður á íslenskum hlutabréfa- markaði séu hins vegar engan veg- inn með þessum hætti. „Skuldsetn- ing til hlutabréfakaupa er algjörlega óveruleg miðað við það sem mætti halda í ljósi umræðunnar,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Kristjáns er rétt að hafa það í huga að bankar krefjast mun betri trygginga – sjóðsinneignar eða öruggra verðbréfa – þegar fagfjár- festum er veitt lán til hlutabréfa- kaupa. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru fjárfestar þá oftast að leggja fram í kringum 30% eigið fé. Lánin kosta sitt og eru vext- irnir – óverðtryggðir – um 9%. Kristján telur ljóst að lánveitingar til hlutabréfakaupa séu núna mun hóflegri og reglur um þær mun stíf- ari en tíðkaðist í aðdraganda banka- hrunsins. Það sé því alls ekki hægt að tala um að slíkar lánveitingar væru að ýta undir eða mynda verð- bólu heldur sé fremur um að ræða hluta af eðlilegri lánastarfsemi. „Lánveitingar undir þeim for- merkjum sem núna eru stundaðar geta því í raun verið hluti hafa end- urreisn hlutabréfamarkaðar. Menn ættu ekki að grípa þessi tvö orð – lán og hlutabréf – og segja að þetta sé allt saman ómögulegt og stórvara- samt. Það er ekki langt síðan að hér á landi var boðið upp á skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Það mætti halda því fram með nákvæmlega sömu rökum að það hefði verið tómt rugl vegna þess að það gæti ýtt undir hlutabréfabólu,“ segir Kristján. Greinendur á markaði sem Morg- unblaðið hefur rætt við telja að þrátt fyrir að gengi hlutabréfa á markaði hafi í mörgum tilfellum hækkað um- talsvert sé slíkt ekki endilega til marks um bólueinkenni. Verðhækk- anir séu til að mynda ekkert eins- dæmi þegar horft er til þróunar er- lendra hlutabréfavísitalna. Að sama skapi sýna greiningar á verðlagn- ingu íslenskra félaga að þau eru að mestu í takti við félög á erlendis. Kristján Markús vekur einnig at- hygli á því að skuldsetning fyrir- tækja á markaði sé mjög óveruleg. „Félögin erufjárhagslega miklu bet- ur í stakk búin til að lifa af mögur ár. Út frá fjármálastöðugleika og stöðu hagkerfisins ættu áhyggjur af verð- bólu að vera fremur litlar.“ Leikur með Svarta-Pétur Í ljósi gríðarlegrar umframeftir- spurnar í síðustu tveimur útboðum hafa sumir dregið þá ályktun að það sé til marks um bólumyndun. Krist- ján segir hins vegar að þá sé ekki rétt. Mikil umframeftirspurn geti sagt fyrir um verðlagningu og fram- kvæmda útboða en hún getur „ekki verið vísbending um verðbólu og hvað þá síður það sem úrskurðar um hvort verðbóla sé til staðar eður ei.“ Kristján segir þó að ávallt skuli líta á á hlutabréf sem langtímaeign. „Það blasir við að aðferðafræði sem gengur út hlutafjárkaup til skamms tíma, með lántöku og að treysta á endalausa umframeftirspurn til að geta selt innan mjög stutts tíma, er í raun leikurinn með Svarta-Pétur.“ Óveruleg lántaka til hlutabréfakaupa Velta á hlutabréfamarkaði eykst hröðum skrefum Markaðsvirði skráðra félaga meira en tvöfaldast frá ársbyrjun 2010 Heimild: Kauphöll Íslands og Seðlabankinn 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2009 2010 2011 2012 2013 (jan.-apríl) Velta á hlutabréfamarkaði frá ársbyrjun 2009 (vinstri ás) Þróun markaðsvirðis skráðra félaga á hlutabréfamarkaði (hægri ás) Tölur eru í milljörðum íslenskra króna 456,3 1.000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 217,3  Lánveitingar banka til fjárfestingarsjóða og spákaupmanna líklega aðeins um 3% af markaðsvirði skráðra félaga  Greinandi segir engin merki um að slík lán séu að valda bólumyndun á markaði FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 ● Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæð- inu hækkaði um 0,7% í apríl síðast- liðnum. Morgunkorn greiningar Íslands- banka sagði í gær að þetta væri mesta mánaðarhækkun vísitölunnar sem mælst hefur síðan í október í fyrra þeg- ar húsnæðisverðið hækkaði um 0,9% milli mánaða. Þar kemur einnig fram að yfir síðustu tólf mánuði hafi húsnæðisverð hækkað um 5,5% og sé það nokkuð svipuð tólf mánaða hækkun og sést hafi síðustu mánuði. Að raunvirði hafi verð íbúðar- húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hins vegar hækkað um 2,2% á síðustu tólf mánuðum. Raunverð húsnæðis hækkaði um 2,2%                                         !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-/0 ++.-0 ,+-,,+ ,+-22. +0-3,4 +,1-/5 +-,223 +0/-,. +50-+1 +,/-,, +01-03 +,2-+5 ,+-,0/ ,+-21+ +0-30 +,1-1+ +-,2/. +0/-03 +50-4+ ,+4-351+ +,/-5+ +00-/ +,2-5 ,+-/35 ,+-+// +0-5/3 +,0-21 +-,213 +03-/. +5.-25 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Stuttar fréttir ... ● Fjármálaeftirlitið bindur vonir við að prófmál og önnur mál sem rekin eru fyrir dómstólum muni endanlega eyða réttar- óvissu tengdri ágreiningsefnum vegna gengislána. FME hefur borist nokkur fjöldi fyrirspurna og ábendinga vegna úrvinnslu mála sem tengjast slíkum lánum. FME gerði í gær grein fyrir stöðu mála á vefsíðu sinni. Fram kemur á vef FME, að í kjölfar dóms Hæstaréttar Ís- lands frá 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011 hafi skapast rétt- aróvissa vegna endurreiknings og uppgjörs á gengislánum sem farið hafði fram á grundvelli laga nr. 151/2010. Nánar á mbl.is. FME bindur vonir við að prófmál eyði réttaróvissu FME Vill að réttar- óvissu verði eytt. Viðskiptajöfnuður var jákvæður á Spáni í mars síðastliðnum en þetta er í fyrsta sinn í rúma fjóra áratugi sem viðskiptajöfnuður landsins er jákvæður innan eins mánaðar eða síðan árið 1971. Fram kemur í frétt AFP að ástæðan sé einkum samdráttur í innflutningi til landsins vegna minni eftirspurnar. Viðskiptajöfnuðurinn var já- kvæður um 634,9 milljónir evra í mars samkvæmt tölum frá efna- hagsráðuneyti Spánar. Fyrstu þrjá mánuði ársins var viðskiptahalli upp á rúmlega fjóra milljarða evra. Jákvæður jöfnuður AFP Spánn Mjög dró úr innflutningi til Spánar í marsmánuði síðastliðnum.  Innflutningur á Spáni dregst saman • verð frá 37.000,- Útsölustaður: Hljómsýn, Ármúla 38

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.