Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef vel verður haldið á spilunum gæti Ísland orðið eina landið í Evrópu sem er laust við sjúkdóma sem ógna býflugnarækt. Formaður Bý- flugnaræktarfélags Íslands, Bý, seg- ir mikilvægt alþjóðlega að Íslend- ingar nái upp nógu stórum stofni til að vera sjálfum sér nægir og þurfi ekki að flytja inn býflugur. Tvennskonar sníkjudýr herja á býflugur í heiminum, varroamítill og loftsekkjamítill. Varroamítilinn er skæðari. Ef hann kemst í bý- flugnabú og ekki er gripið til að- gerða fjölgar hann sér og drepur bú- ið á fáum árum. Álandseyjar í hættu Egill R. Sigurgeirsson, formaður Bý segir að varroamítillinn hafi breiðst út um Evrópu, meðal annars til Finnlands, Svíþjóðar og Noregs. Álandseyjar hafi að mestu sloppið. Þangað barst þó mítill með sýktum býflugum sem fluttar voru frá Finn- landi. Bændur brugðust rétt við og eyddu búinu og hreinsuðu. Annars hefði verið hætta á að mítillinn hefði borist út um allt landið. Loftsekkjamítill er ekki eins erf- iður og betra að vinna á honum með skordýraeitri. Býflugnarækt er svo skammt á veg komin hér á landi að Íslendingar eru háðir árlegum innflutningi til uppbyggingar stofnsins. Flugur hafa verið fluttar inn frá Svíþjóð og Danmörku en síðustu árin eingöngu frá Álandseyjum eftir að varroamít- illinn breiddist út í fyrrnefndu lönd- unum. Egill telur að vegna legu Álandseyja sé mikil hætta á að sjúk- dómurinn berist þangað, fyrr en síð- ar, frá Finnlandi, Svíþjóð eða jafnvel Þýskalandi. Ekki þurfi nema einn mítil sem hægt og rólega geti fjölg- að sér og dreift sér um landið. Þá yrði Ísland eina sjúkdómafría land- ið. „Það getur haft þýðingu fyrir bý- flugnaræktina ef Ísland verður eina landið í heiminum sem er laust við sýkingar. Það yrði mikilsvert fyrir heiminn ef okkur tækist að koma upp stofni til að vera sjálfum okkur næg í framtíðinni og þurfa ekki að treysta á innflutning. En við verðum að gæta þess að enginn fari að smygla inn flugum, því þá er þetta fljótt að fara,“ segir Egill. Hann tek- ur fram að einungis sjúkdómalausar býflugur séu fluttar inn. Egill telur of snemmt að ræða um möguleikana sem það skapaði ef Ís- land yrði eina sjúkdómafría landið. Útflutningur sé enn fjarlægur möguleiki því stofninn sé of lítill. Sextíu félagar voru í Bý í haust, með alls um 100 býflugnabú. Um fimmta hvert bú drapst veturinn 2011 til 2012 en Egill hefur ekki orð- ið var við að mörg hafi drepist í vet- ur. „Þetta er alltaf að batna hjá okk- ur, við lærum að búa okkur undir veturinn og halda réttum hita á bú- unum,“ segir Egill. Stöðugt fjölgar í félaginu. 26 voru á byrjendanámskeiði í býflugnarækt hjá Agli í vetur, fólk sem hyggst byrja í vor, þannig að félagatalan er komin yfir áttatíu. Flutt verða inn 48 bú frá Álands- eyjum í lok júní. Þau fara til nýrra ræktenda og einhver til þeirra eldri sem vilja bæta við sig og hafa ekki möguleika á að fjölga með því að gera afleggjara sem kallað er, að skipta búinu og setja nýja drottn- ingu í nýja búið. „Við þurfum að vera með fleiri bú til að vera sjálfum okkur næg, þurfum nokkur hundruð bú,“ segir Egill um markmiðin. Langdregið haust Erfiðleikar eru hjá býflugna- bændum á Norðausturlandi vegna þess hversu mikill snjór er þar. Egill segir að flugurnar bíði eftir að plönturnar blómstri og fari þá af stað. „Það er fyrst og fremst þetta stutta og kalda sumar sem veldur okkur erfiðleikum, þetta haust sem við erum með allan ársins hring,“ segir Egill. Lausir við sjúkdóma í býflugum  Formaður Bý vill fjölga býflugnabúum  Segir mikilvægt að Íslendingar séu sjálfum sér nógir og þurfi ekki að flytja inn býflugur  Sjúkdómar herja á býflugnabú í flestum nágrannalöndum Morgunblaðið/Ernir Nýir bændur Mikill og vaxandi áhugi er á býflugnarækt hér á landi. 20-30 nýir býflugnabændur bætast í hóp bý- flugnaræktenda í vor. Fluttar verða inn býflugur frá Álandseyjum og fá ræktendur bú sín afhent í lok júní. Býflugnarækt » Býflugnaræktendafélag Ís- lands var stofnað árið 2000 að loknu námskeiði sem formaður félagsins, Egill R. Sigurgeirs- son læknir, hélt. Hann hafði áð- ur stundað býflugnarækt í Sví- þjóð og flutti búin með sér til landsins. » Á ýmsu gekk fyrstu árin en frá 2008 hefur verið stöðug fjölgun félagsmanna og búa. Félagsmenn eru nú liðlega 80 og búin á öðru hundraðinu. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 www.gilbert.is Barnaheill – Save the Children hafa ráðist í samstarf við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline með það að mark- miði að koma í veg fyrir dauða milljónar barna undir fimm ára aldri í þróunarríkjum á næstu fimm árum. Fram kemur í tilkynningu að að- gengi að tveimur tegundum barna- lyfja verði aukið til að ráðast gegn nýbura- og ungbarnadauða. Sér- fræðiþekking beggja aðila á mis- munandi sviðum verði grunnurinn að verkefninu sem hófst formlega 10. maí, fyrst í Kongó og Kenía. Reynslan þar verði nýtt til að setja af stað sambærileg verkefni í fleiri löndum í suðurhluta Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Save the Children og GSK hafa átt í samvinnu í átta ár en þetta er í fyrsta sinn sem Barnaheill taka þátt í að rannsaka og þróa lyf fyrir börn. Hluti starfsmanna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og GlaxoSmithKline. Aðgengi aukið að barnalyfjum Samtökin ’78 boða til þjóð- fundar hinsegin fólks hinn 1. júní í tilefni af 35 ára afmæli samtak- anna. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavík- ur og hefst klukkan 14 en Reykjavíkurborg er samstarfsaðili Samtakanna ’78. Í tilkynningu segir að Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtak- anna, bjóði allt áhugafólk um mál- efni hinsegin fólks velkomið í Ráð- húsið 1. júní en nú þegar hafi um 150 manns boðað komu sína á fund- inn. Boðað til þjóðfundar hinsegin fólks Anna Pála Sverrisdóttir Málþing tileinkað minningu Guð- mundar Kjartanssonar jarðfræð- ings verður haldið á þriðjudag í Náttúrufræðistofnun Íslands við Urriðaholt í Garðabæ. Málþingið mun fjalla um Búr- fellshraun í Garðabæ og Hafn- arfirði og stendur frá kl. 13:15 til 16:15. Að þinginu standa auk Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar Náttúrufræðistofnun Íslands og fé- lagið Hraunavinir. Málþing um Búrfellshraun STUTT Þótt býflugnarækt sé skemmtilegt áhugamál í sjálfu sér gengur starfið út á að safna hunangi frá flugunum. Talið er að íslenskir býflugna- bændur hafi framleitt um 800 kíló af hunangi á síðasta ári. Misjafnt er hversu mikið hunang hvert bú gef- ur af sér. Egill segir algengt að nýinnflutt bú skili um 12 kg á fyrsta sumri. Ef flugurnar lifa vetur- inn af geti þær gefið af sér upp undir 50 kg á næsta sumri. Mesta framleiðsla sem Egill veit af hérlendis er 60 kg af hunangi á einu sumri. Einn ræktandi fékk 53 kg úr búi sínu á síðasta sumri. Framleiddu 800 kíló í fyrra BÝFLUGNABÚ SKILA 10 TIL 50 KG AF HUNANGI Egill R. Sigurgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.