Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsska- purinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfs- fólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Tilboð júní og júlí 9.900 kr. Gildir 1. júní-31. júlí Tilboð trimform 7.500 kr. 5 skipti og gildir í 2 vikur Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnig upp á trimform Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi. stöðu en verið hefði að óbreyttu. Sé litið til heildarárangurs Plansins frá upphafi er árangurinn af því 2,4 milljarða umfram markmið. Allir þættir eru á áætlun eða umfram hana nema sala eigna.“ „Eiga heiður skilinn“ Í tilkynningunni er haft eftir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orku- veitunnar: „Orkuveitan er ekki komin á lygn- an sjó þó við séum farin að sjá glitta í heiðan himin. Mikilvægir áfangar hafa náðst á síðustu vikum og mán- uðum og skiptir þar mestu að fyr- irtækið nýtur nú trausts á alþjóðleg- um fjármálamarkaði. Nýlegir lána- og áhættuvarnasamningar eru til marks um það. Starfsfólk og stjórnendur eiga heiður skilinn fyrir staðfestu í að halda Plani. Aðgerðaáætlunin er nú rúmlega tveggja ára og hefur staðist í öllum veigamestu þáttum hennar og gott betur. Á sama tíma hefur tekist að halda uppi traustri og góðri þjónustu og við vinnum stöðugt að því að tryggja viðskiptavinum Orku- veitunnar öruggan aðgang að orku og hreinu vatni.“ agnes@mbl.is Hagnaður OR nam 5,1 milljarði  200 milljónum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra Rekstrarhagnað- ur Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fjármagnsliði (EBIT) fyrstu þrjá mánuði árs- ins 2013 nam 5,1 milljarði króna en var 4,9 milljarðar á sama tímabili 2012. Launa- kostnaður og annar rekstrarkostnaður fyrstu þrjá mánuði ársins lækkaði um 8,4% frá fyrra ári. Sparnaður og aðhald í rekstri og tekjur sem halda verðgildi sínu eru því skýringar þessa stöð- ugleika í rekstrarafkomu Orkuveit- unnar, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Orku- veitunni. Í fréttatilkynningu OR segir m.a.: „Árshlutauppgjör samstæðu Orku- veitu Reykjavíkur var samþykkt af stjórn OR í gær. Það er gert í sam- ræmi við alþjóðlega reikningsskila- staðla, IFRS. Ytri þættir hagfelldari Framlegð reksturs samstæðu Orkuveitunnar (EBITDA) á fyrsta fjórðungi 2013 nam 7,3 milljörðum króna en var 7,2 milljarðar á sama tímabili 2012. Ytri áhrifaþættir – gengi, álverð og vextir – hafa nú já- kvæð áhrif á afkomuna en þau voru neikvæð á sama tímabili í fyrra. Nið- urstaða fyrsta ársfjórðungs 2013 er því hagnaður sem nemur 4,2 millj- örðum króna. Áfram er lögð áhersla á niður- greiðslu skulda og hafa þær lækkað um 10,5 milljarða króna frá fyrra ári. Með bættri rekstrarafkomu og festu við að framfylgja Plani Orkuveitunn- ar og eigenda fyrirtækisins er að- gangur Orkuveitunnar að íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum nú smám saman að opnast. Það hefur gert fyrirtækið betur í stakk búið til að verja sig fyrir sveiflum í ytri áhrifaþáttum rekstursins; gengi krónunnar, vöxtum og álverði. Planið Heildarárangur Plansins á fyrsta ársfjórðungi 2013 nam 6,7 milljörð- um króna, sem er 700 milljónum króna umfram markmið. Allir þættir þess voru á áætlun eða umfram hana á ársfjórðungnum. Aðgerðaáætlun- in, sem stjórn Orkuveitunnar og eig- endur fyrirtækisins réðust í vorið 2011, hefur nú skilað fyrirtækinu 30,5 milljörðum króna betri sjóðs- 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Rekstur OR F1 2008-2013 Allar fjárhæðir eru í m. kr. á verðlagi hvers árs 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 EBITDA EBIT Rekstrartekjur Rekstrarkostnaður Bjarni Bjarnason Árshlutareikningur OR » Rekstrartekjur Orkuveit- unnar fyrstu þrjá mánuði árs- ins voru 10,65 milljarðar króna. » Vaxtagjöld OR fyrstu þrjá mánuði ársins námu tæpum tveimur milljöðum króna. » Rekstrarkostnaður OR 1. janúar til 31. mars sl. var tæpir 3,4 milljarðar króna. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Björn Rúnar Guðmundsson, skrif- stofustjóri efnahagsskrifstofu fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins, hefur óskað eftir leyfi frá störfum í eitt ár. Óvíst er hvort hann muni snúa aftur til starfa að loknu leyfi. „Ég get ekkert sagt til um það á þessari stundu,“ segir Björn Rúnar í samtali við Morgunblaðið. Björn Rúnar hefur meðal ann- ars gegnt starfi formanns nefndar með fulltrúum allra þingflokka um afnám gjaldeyrishafta. Spurður hvort hann muni láta af for- mennsku nefndarinnar segir hann að það hafi ekki komið til tals. „Ég þarf að ræða betur við mína yf- irmenn og nýjan ráðherra.“ Hann segir hins vegar að þessi ákvörðun hafi ekkert með það að gera að verið sé að mynda nýja rík- isstjórn. „Þetta er búið að vera í undirbúningi í nokkurn tíma og hef- ur ekkert með breytingar í stjórn- kerfinu að gera.“ Björn Rúnar hefur nú þegar ráð- ið sig til starfa hjá Hagstofu Ís- lands frá og með 1. september næstkomandi þar sem hann mun sinna efnahagsrannsóknum. „Það var auglýst starf þarna fyrir nokkr- um vikum sem ég sótti um.“ Að sögn Björn Rúnars mun hann hafa forystu um að byggja upp ein- ingu í Hagstofunni sem meðal ann- ars mun hafa það hlutverk að gera gögn um efnahagsmál aðgengilegri fyrir þá sem stunda efnahagsrann- sóknir. Björn Rúnar, sem er hagfræð- ingur að mennt, var settur skrif- stofustjóri efnahags- og alþjóðafjár- málaskrifstofu forsætisráðuneytisins 31. október 2008. Þaðan fór hann til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Áður en hann tók til starfa sem skrifstofustjóri hafði hann verið for- stöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, auk þess að hafa starfað á Þjóðhagsstofnun og í fjármálaráðuneytinu. Björn Rúnar fer í árs leyfi  Óvíst hvort hann snýr aftur til starfa Björn Rúnar Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.