Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 50
AF SKIPUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is The Microphones var hljóm-sveit frá Olympia í Wash-ington fylki á vesturströnd Bandaríkjanna sem starfaði frá 1999 til 2004. Höfuðpaur hennar, og reyndar eini meðlimur lengstaf, var Phil Elvrum, sem breytti síðar nafni sínu í Phil Elverum. Fyrsta plata The Microphones kom út 1999 og sú síðasta, Mount Eerie, 2003. Há- punktur í sögu sveitarinnar og ein af merkisskífum fyrsta áratugarins Glow, Pt. 2, kom út 2001. Hún hefur nafn sitt af lagi á næstu plötu á und- an, It Was Hot, We Stayed in the Water, en hryggjarstykki hennar er „the Glow“, „ellefu mínútna fjöl- snærð hljómkviða“, eins og því var lýst í Morgunblaðinu á sínum tíma. Gefur augaleið að Glow, Pt. 2 var einskonar listrænt framhald af þeirri listasmíð.    Elverum var gjarn á að tengjaverk sín saman, flétta saman hugmyndir og láta innblástur smit- ast á milli laga sem sannast meðal annars á því að lokalagi næstsíðustu plötu The Microphones lýkur með fjarlægu skipsflauti, tregafullum þokulúðrasöng, og síðasta platan, Mount Eerie, hefst með sömu þoku- lúðrum. Ég ræddi við Elverum um það leyti sem Mount Eeerie kom út, og spurði hann að því af hverju þokulúðrar væru honum svo hug- leiknir. Hann rifjaði upp fyrir mér að hann hefði alist upp í smábænum Anacortes á Fidalgo eyju í San Ju- an-eyjaklasanum í Washington- fylki. Þar er mikið um skipaferðir, sem vonlegt er, og hann segist hafa heillast af skipsflautum, þokulúðr- um, þar sem þeir hljómuðu úr myrkrinu eða þokunni og hann færi alltaf að hugsa um dauðann þegar hann heyrði hljóm þeirra: Þeir eru eins og raddir framliðinna, sagði hann.    Nokkru áður en Elverum túlk-aði dauðann með skipsflautum hafði bandaríska tónskáldið Ingram Marshall sótt sér innblástur í þoku- lúðra. Á plötunni Fog Tropes sem New Albion gaf út 1994 segir Mars- hall svo frá að sviðslistakonan Grace Ferguson hafi leitað til sín 1979 um hljóðrás fyrir verkefni sem hún kall- aði „Ekki lögsækja veðurfrétta- manninn“. Hann hljóðritaði skips- flautur, þokulúðra, við höfnina í San Francisco og bjó til verk fyrir seg- ulband, flautu, gambuh og fals- ettusöng. Þetta verk varð síðar öðru verki fyrir segulband sem hann kall- aði einfaldlega Fog, þoku, og síðar bætti hann við málmblásarasveit 1981 og kallaði verkið Fog Tropes eftir það. „Margir minnast San Francisco þegar þeir heyra verkið, en ekki ég. Fyrir mér er það bara um þoku, að vera villtur í þoku. Málmblásararnir eiga að hljóma sem væru þeir á fleka í þokuslæðingi.“    Fleiri hafa gripið til skipslúðraog einnig sjávarhljóða og sjó- fugla til að skapa andrúm og gefa andblæ. Nefni sem dæmi lagið Wan- derlust eftir Björk Guðmunds- dóttur sem hljómar á plötunni Volta frá 2007, en ólíkt Phil Elv- erum og Ingram Marshall er hún ekki beinlínis að fjalla um dauða eða villu, heldur um leitina að kjarna hlutanna, að sannleikanum. Í textanum, sem er eftir ljóðskáldið Sjón, kemur fram að værukærðin sé banabiti okkar, um leið og við hættum að leita er allt búið; „Þæg- indaþrá / kæfir sálina / óstöðvandi óþreyja / er frelsun“.    Listahátíð í Reykjavík var settí gær og hófst með verki Lilju Birgisdóttur sem flutt var á mið- bakka Reykjavíkurhafnar af far- hljómsveit, í orðsins fyllstu merk- ingu, Vessel Orchestra, því Lilja notaði skipin í höfninni sem hljóð- færi. Í BA ritgerð sinni frá Listahá- skóla Íslands 2010, sem lesa má í Skemmunni, ræðir Lilja Birgis- dóttir samspil ólíkrar skynjunar og að með notkun myndar og hljóðs samtímis sé hægt að virkja fleira en eitt skynfæri sem geti þá virkj- að fleiri hugsanir hjá áhorfanda / áheyranda. „Hugsum þetta út frá samlíkingu: Einstaklingur situr á bekk í almenningsgarði. Hann sér umhverfið með augunum og heyrir hljóð í umhverfinu með eyrunum. Með augunum er einstaklingurinn að varpa sér inn í rýmið en með heyrninni dregur hann rýmið inn í sig. [...] Með heyrninni er þessu öf- ugt farið þar sem rýmið er ennþá til staðar þó að augunum sé lokað. Ef við hugsum okkur sama rýmið, bekkur í almenningsgarði, en núna með lokuð augun, getum við fengið út úr því að hljóðin í rýminu gefa okkur upplýsingar sem við byggj- um rýmið upp með, til dæmis varð- andi fjarlægð hljóða og á hvaða hraða þau fjarlægjast okkur eða nálgast. Það er svo í huganum sem rýmið er endurskapað.“    Í verki Lilju var hún einmitt aðleika sér með skilningarvitin sjón og heyrn, en líka snertingu því hljóðbylgjur á svo lágri tíðni sem skipsflautur nota hafa líka víðtækari áhrif, við finnum fyrir því þegar þær skella á líkamanum. Þegar við bætist umhverfi sem við tengjum alla jafna hvorki við list né sköpun, nema þá verðmæta- sköpun, rekast andstæður á og manni finnt sem maður sé staddur á mörkum draums og vöku, raun- veruleika og ímyndunar. Lilja stýrði verkinu eftir nótum, gaf merki um það hvenær menn áttu að þeyta flauturnar, hvert skip fyrir sig, mis djúpar og mis háar, stundum handlúður, stundum lág- stemmt púst úr gufuflautum og svo drynjandi bassahjómar, allt blandaðist saman, reis og hneig og rann á köflum saman í hrífandi hyllingu. Það er eitt af einkennum þróttmikillar skipsflautu að hún hljómar eftir að hún hefur hljóðn- að, hljóðið dynur svo á öllum lík- amanum að hann er smástund að átta sig á að flautan er þögnuð.    Sæbjörg, Týr, Ægir, Aðal-steinn Jónsson, Freri, Elding, Skálaborg, Ísak, Gústi, Húni, Knörrinn, Hvalur 8, Hvalur 9, Haukur og Magni. Drunurnar hlý- legar og heimilislegar, skipsflaut berst yfir borgina, ekki sem raddir hinna dauðu eða neyðaróp úr þokubakka, heldur frekar sem kveðja þess sem er lagður upp í leit að kjarnanum, að sannleik- anum, að einhverju nýju, sem er náttúrlega kjarninn í starfi Listahátíðar í Reykjavík og hefur verið síðustu fjóra áratugina. Lagt upp í leit að kjarnanum » Segja má að í verkiLilju hafi hún ein- mitt verið að leika sér með skilningarvitin sjón og heyrn, en líka snert- ingu. Morgunblaðið/Eggert Farsveit Lilja Birgisdóttir stýrir Vessel Orchestra við flutning á opnunarverki Listahátíðar í Reykjavík. 50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Listahátíð í Reykjavík Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Full búð af nýjum vörum Myndlist er áberandi á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík nú um helgina. Í Hafnarborg verður opnuð í dag kl. 12 forvitnileg sýning, Art = Text = Art, en á henni verða sýnd pappírsverk eftir nokkra af þekkt- ustu myndlistarmönnum síðustu áratuga, m.a. Ja- sper Johns og Ed Ruscha, sem og verk eftir danshöf- undinn Trishu Brown og lista- manninn Jón Lax- dal. Gjörningar Magnúsar Páls- sonar verða í önd- vegi í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi. Tveir gjörningar Magnúsar verða fluttir, Sprengd hljóðhimna vinstra megin og nýr gjörningur, Stuna, frá kl. 14. Annan í hvítasunnu, mánudaginn 21. maí, mun þungarokkssveitin Muck flytja Einsemd: steypa, nýtt verk eftir Magnús byggt á verki hans The Anti-Society League Con- cert frá árinu 1980. Að loknum flutn- ingi verður rýmið sem tónlist hljóm- sveitarinnar fyllti steypt í gifs. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur verð- ur kl. 13 í dag opn- uð sýning Spessa, Nafnlaus hestur. Spessi sýnir á henni myndir sem hann tók á ferða- lagi um miðríki Bandaríkjanna og er mótorhjólamenning á því svæði við- fangsefni hans. Í Hverfisgalleríi verður kl. 17 opnuð sýning á verkum Magnúsar Kjartanssonar heitins en verkin á sýningunni hafa ekki sést opinberlega áður. Í Kling & Bang galleríi verður kl. 18 opnuð sýningin Neo Proto Demo með verkum írska myndlistarmanns- ins Clive Murphy. Á morgun, sunnu- dag, verða kl. 11 haldnir tónleikarn- ir Schumann x3 en á þeim munu Ágúst Ólafsson, Gerrit Schuil og Hanna Dóra Sturludóttir flytja valda ljóðasöngflokka Roberts Schumann. Fyrsta ævintýralega ökuferðin í flygilrútu, Routeopia, verður svo á morgun kl. 20. Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður og Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona verða þar farar- stjórar, Davíð á flyglinum en Ilmur undir stýri. Rútu- ferð með þessu tvíeyki verður áreiðanlega ógleym- anleg farþegum. Gjörningaveisla Valdir viðburðir á dagskrá helgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.