Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/RAX brauðpeningum þegar hann fór aft- ur af stað í söfnuninni og hann hefur komið sér upp ágætu safni af þeim. „Slíkir peningar voru notaðir á Ís- landi hér áður fyrr, þegar fyrirtæki slógu sína eigin mynt. Þannig héld- ust viðskiptavinirnir innan fyrirtæk- isins, því hvergi annars staðar voru þessir peningar gjaldgengir. Einnig einfaldaði þetta bókhaldið. En þetta var bannað með lögum um 1902,“ segir Sigurður og dregur fram svo- kallaða sætapeninga frá Vest- mannaeyjabíói frá því fyrir 1930. „Prestur í Vestmannaeyjum lét búa til þessa peninga úti í Bretlandi og þegar bíóið brann þá tókst að bjarga fimmtán stykkjum af þeim.“ Síldarpeningar ofan í stígvél Íslensku brauðpeningarnir eiga líka sína sögu. „Einstaklingar sem voru í viðskiptum hjá kaupmanni tóku út rúgmjölssekk og greiddu bakaranum ákveðinn krónufjölda í peningum en fengu þess í stað um- saminn fjölda brauðpeninga sem hægt var að nota hjá bakaranum.“ Sigurður lumar líka á síldarpen- ingum, en það eru peningar sem konurnar sem söltuðu síld fengu í stígvélin sín, einn síldarpening eftir hverja fulla tunnu. Og Sauðagull á hann líka í fórum sínum, mynt sem Íslendingar fengu fyrir að selja sauði til Breta og Dana í kringum aldamótin 1900. Og einn á hann Selsvarardal, en það er mynt sem Pétur Hoffman lét slá fyrir sig úr málmi sem hann fann á ruslahaugum og hann seldi þessa mynt sem túristadót. Danir með harðsperrur og fullan belg af skyri Margt er fágætið í verslun Sig- urðar, hlutabréf í Skaftfellingi, Ferðaáætlun Gufuskips Reykjavíkur frá 1906, sem sigldi í kringum landið, gömul mynd af konungsfjölskyld- unni dönsku með eiginhandaráritun Margrétar Danadrottningar, og svo mætti lengi telja. Einnig eru það gullorður sem alþingismenn fengu á Alþingishátíðinni árið 1930. Aðeins kóngar og aðrir á toppnum fengu slíkt gull nælt í sinn jakka. „Hér er líka orða frá Lýðveldishátíðinni 1944, en slíkar orður voru búnar til í Bandaríkjunum og fyrir vikið var greypt í þær undir íslenska lýðveldis- merkinu: Made in US. Sumir alþingismenn brugðust hinir verstu við og það var skafið af. Aðeins eru til örfáar orður sem ekki hefur verið skafið af, og þær eru fyrir vikið dýrmætar.“ Sigurður lumar einnig á eina ein- takinu sem til er af orðu frá fyrsta landsleik Íslands í fótbolta, sem var við Dani árið 1919. „Þeir unnu fyrri leikinn, sem var stórmerkilegt, því þetta var besta lið Evrópu. En skýr- ingin var sennilega sú að þeir buðu Dönunum í hestaferð og gáfu þeim skyr að borða, þannig að þeir voru með harðsperrur og þungir í maga þegar þeir komu á völlinn til leiks. Ís- lendingar skíttöpuðu seinni leiknum,“ segir Sigurður og bætir við að þetta sé einmitt það sem honum finnist mest heillandi við söfnun, að grafast fyrir um söguna á bak við hlutina. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar 100% made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Sigurður við geirneglda afgreiðsluborðið í Safn- aramiðstöðinni nýju. Orður og mynt Sumar orð- urnar eru sjaldgæfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.