Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 53
AF CANNES Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Þetta er gott ár fyrir Íslend-inga í Cannes. Það er góðurárangur hjá íslenskum að vera með tvær stuttmyndir í aðal- flokkum hátíðarinnar. Hvalfjörður er dönsk-íslensk stuttmynd sem er í stuttmyndakeppni hátíðarinnar og Víkingar er frönsk-íslensk stutt- mynd sem valin var í flokk sem nefnist Semaine de la critique. Hópurinn sem gerði stutt- myndina Hvalfjörð kom til Cannes í gær, leikstjórinn Guðmundur Arn- ar Guðmundsson, kvikmyndatöku- maðurinn Gunnar Auðunn Jó- hannsson og framleiðendurnir Anton Máni Svansson og Rúnar Rúnarsson. Myndin verður sýnd á miðvikudaginn og úrslit keppn- innar verða síðan kunn um næstu helgi. Þónokkur spenningur er fyr- ir myndinni enda hefur hún spurst mjög vel út. Hún verður sýnd á miðvikudag í næstu viku. Hin franska Magali Magistry leikstýrði stuttmyndinni Víkingar sem gerist á Íslandi og einungis ís- lenskir leikarar eru í myndinni en aðalhlutverkin eru í höndum Sveins Ólafs Gunnarssonar, Dam- ons Youngers, Margrétar Bjarna- dóttur, Ólafs Egilssonar og Þrastar Leós Gunnarssonar. Myndin tengir saman tvo heima, annars vegar hugrakks víkings frá árinu 1000 og hins vegar baráttu nútíma Íslend- ings sem er í hallærislegri vík- ingagrúppu sem setur á svið vík- ingabardaga. Mynd Magistry verður sýnd á fimmtudag í næstu viku.    En það er margt annarra Ís-lendinga í Cannes um þessar mundir. Hingað senda dreifing- araðilar á Íslandi fulltrúa, Sam- bíóin, Myndform og Sena eru öll með fulltrúa á hátíðinni sem skoða nýjustu myndirnar á markaðnum og kaupa til dreifingar á Íslandi fyrir næsta ár. Þorkell Harðarson, heimild- armyndagerðarmaður og framleið- andi, er í alþjóðlegu verkefni sem kallast „Producers on the move“ en í það verkefni tilnefna flestar evr- ópskar þjóðir sína efnilegustu framleiðendur og eru þeir í stífu fjögurra daga prógrammi þar sem þeir hitta aðra framleiðendur og koma sér upp tengslum með fram- tíðarsamvinnu í huga. Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist eru einnig á hátíð- inni að fylgja eftir bíómyndinni Only God Forgives með Ryan Gosl- ing í aðalhlutverki auk þess að kynna nýjustu myndina sína sem á að fara í tökur í haust, Z for Zacch- Íslendingarnir komnir aria nefnist hún og mun Craig Zo- bel leikstýra henni.    Jón Gústafsson heimild-armyndagerðarmaður er einn- ig í borginni en hann er að þróa nýtt handrit með enskum með- framleiðendum. Þá er Hilmar Sig- urðsson kvikmyndaleikstjóri einnig kominn til Cannes. Hann er einn þeirra sem gerðu þrekvirkið Thor – Valhalla, sem var fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd og fékk frábæra dóma og var seld víða um heim. Caoz framleiddi þá mynd en Hilmar vinnur núna fyrir Gunhil. Þrátt fyrir að hafa skipt um fyr- irtæki er markmið hans það sama; að búa til fleiri teiknimyndir. Hann er kominn með þýska framleið- endur sem hafa fjárfest í nýjustu teiknimyndinni hans en það munu örugglega líða mörg ár áður en hún verður að veruleika eins og al- gengt er með teiknimyndir. Það tók sjö ár að framleiða Thor – Val- halla og það verður varla miklu styttra ferlið í kringum nýjustu myndina hans. Þá er Hrönn Marinósdóttir frá Reykjavík International Film Fest (RIFF) að koma á hátíðina til að velja myndir fyrir sína hátíð. Einn- ig verður í Cannes Hrönn Sveins- dóttir frá Bíó Paradís til að mynda sambönd við framleiðendur list- rænna bíómynda sem kvikmynda- húsið íslenska hefur verið duglegt við að sýna í gamla Regnboganum. »Myndin tengirsaman tvo heima, annars vegar hugrakks víkings frá árinu 1000 og hins vegar baráttu nútíma Íslendings sem er í hallærislegri vík- ingagrúppu sem setur á svið víkingabardaga Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson Bíófólk Starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Ásdís Höskuldsdóttir og Christof Wehmeier, eru meðal Íslendinga sem staddir eru í Cannes. Hvalfjörður Stilla úr stuttmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, sem nú er sýnd í Cannes. Morgunblaðið/Frikki Heimildarmyndagerðarmaður Jón Gústafsson er einn margra Íslend- inga sem eru í Cannes. Hann er að þróa nýtt kvikmyndahandrit. MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Hljómsveitin Æfing var stofnuð á Flateyri árið 1968 af nokkrum ung- um mönnum með bítlaæði og nú, 45 árum síðar, skipa hana Árni Bene- diktsson, Siggi Björns, Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Þ. Björg- vinsson og Halldór Gunnar Pálsson. Æfing sendir nú um helgina frá sér hljómplötu sem ber titilinn Fyrstu 45 árin. Á plötunni má finna 16 lög, flest eftir Sigga Björns og mörg hver ný af nálinni. Siggi segir lagatextana á plötunni tengjast lífinu vestur á fjörðum á uppgangsárunum 1970-90 eða þar um bil, þegar Flateyri iðaði af lífi. „Það gekk mikið á á vertíðum, þá fylltist þorpið af vertíðarfólki og út- lenskum stelpum, mikið líf og fjör, fullt af peningum og rosalegt fyllirí og ágangur. Engan grunaði að það ætti eftir að breytast en það hefur heldur betur breyst,“ segir Siggi. Æfing hefur komið saman reglu- lega síðustu 20 árin eða svo fyrir til- stilli Önfirðingafélagsins, hefur leik- ið á ýmsum viðburðum á vegum þess, rifjað upp gamlar lummur og lagt í eitt og eitt nýtt lag. Hljóm- sveitin heldur tónleika í kvöld kl. 21 í samkomuhúsinu á Flateyri og degi síðar verður hleypt lausu uppsöfn- uðu fjöri Flateyringa, eins og segir á vef Önfirðingafélagsins, þegar Æf- ing leikur fyrir dansi á Vagninum. Vögguvísa óvart með „Það er alveg frá vögguvísum til hipparokks,“ segir Siggi, spurður hvernig tónlist megi finna á plötunni nýju og nefnir sem dæmi kántrí, vals og hávært hipparokk. „Svo er þarna vögguvísa sem lenti á prógramminu hjá okkur í stúdíóinu, vísa sem ég gerði fyrir strákinn minn lítinn og fór fyrir mistök til Dóra þegar ég sendi honum lögin sem við ætluðum að taka upp,“ segir hann kíminn og bætir við að platan sé fyrst og fremst gefin út Æfingu og hlust- endum til gamans. – Og þið eigið 45 ár eftir? „Jú, jú, það eru 45 ár eftir,“ segir Siggi og hlær. „Einhvers staðar verður maður að byrja.“ helgisnaer@mbl.is Æfing Eldhressir í hljóðveri. Það er alltaf fjör á æfingu með Æfingu. Frá vögguvísum til hipparokks  Plata, tónleikar og ball með Æfingu KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA THEGREATGATSBY2D KL.2-5-8-10:55 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 2 - 5:10 - 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS 2D KL. 2 STARTREKINTODARKNESS VIP KL. 2 - 5:10 - 8 - 10:45 PLACE BEYOND THE PINES KL. 2 - 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 3D KL. 2 - 5:10 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5:30 -8 KRINGLUNNI THEGREATGATSBY2D KL.2:20-5:10-8-10:50 IRON MAN 3 KL. (2D:2:50) 3D:5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 - 10:50 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 3:40 - 5:50 FAST&FURIOUS6FORSÝNING KL.10:30(SUN) THEGREATGATSBY2D KL. 5:10 - 8 - 10:50 STARTREK2 3D KL.2:30-5:10-8-(10:50)LAUOGMÁN) STARTREK2 2D KL. 2 IRON MAN 3 KL. (2D:2) 3D:2:30 - 5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK THEGREATGATSBY2D KL. 5 - 8 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 5 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 10:55 THE CROODS ÍSLTAL KL. 2 LATIBÆR Í BÍÓ KL. 2 AKUREYRI THEGREATGATSBY2D KL.5:10-8 STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 STAR TREK INTO DARKNESS 2D KL. 2:40 IRON MAN 3 3D KL. 2:50 - 10:55MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ  NEW YORK OBSERVER  THE PLAYLIST J.J. ABRAMS ER MÆTTUR MEÐ BESTU HASARMYND ÞESSA ÁRS!  EMPIRE  FILM  T.V. - BÍÓVEFURINN  THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR” FORSÝND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.