Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Snjór huldi enn austurhluta landsins að miklu leyti og eins Vestfjarðakjálkann þegar gervi- hnöttur NASA fór hér yfir í gær og tók með- fylgjandi mynd. Hlýindi eru í kortunum fyrir hvítasunnuhelg- ina og gæti snjóinn því farið að leysa. Í dag var spáð 7-16 stiga hita á landinu og mestum hlýind- um á Norður- og Austurlandi. Á hvítasunnudag var spáð suðaustan 5-13 m/s vindi með rigningu vestanlands, en hægari og þurru veðri fyrir aust- an. Þá á að vera 5-15 stiga hiti, hlýjast á Norð- austurlandi. Á annan í hvítasunnu er spáð suðvestan 8-13 m/s með skúrum, en hægari vindi og björtu veðri á austanverðu landinu. Heldur fer þá kóln- andi og er því spáð að á miðvikudag verði frem- ur kalt í veðri. Vetur konungur ætlar því að þráast við að sleppa klónum en sem kunnugt er hefur veturinn verið óvenju strembinn og snjóþungur víða á Norður- og Austurlandi. gudni@mbl.is Vetur konungur þráast við að sleppa takinu Gervihnattamynd/NASA Spáð er hlýindum um hvítasunnuhelgina en svo kólnandi veðri um miðja næstu viku Una Sighvatsdóttir Kjartan Kjartansson „Þetta var bara úti á götu fyrir allra augum. Það stóðu allir úti á svölum í sjokki,“ segir íbúi í Ystaseli í Selja- hverfi í Breiðholti sem varð vitni að því þegar að minnsta kosti tveir karl- menn gengu í skrokk á öðrum í göt- unni síðdegis í gær. Íbúarnir telja að um handrukkun hafi verið að ræða enda var hafna- boltakylfu meðal annars beitt við barsmíðarnar. „Aðkoman var skelfileg. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt nema kannski í bíómyndum,“ segir sjón- arvotturinn. Mikið af blóði var á götunni og á nálægum bíl eftir átökin en maður- inn sem ráðist var á var fluttur al- blóðugur í andlitinu á sjúkrahús. Árásarmennirnir skildu hafnabolta- kylfuna eftir á vettvangnum. Sáu þekktan handrukkara Árásarmennirnir komust undan á silfurlituðum Landcruiser-jeppa áð- ur en lögregla kom á vettvang. Sjón- arvottur segir að þeirra á meðal hafi verið landsþekktur handrukkari. Tveir menn sem taldir eru gerend- ur í málinu voru handteknir í gær- kvöldi og eru þekktir af lögreglu. Ekki er þó útilokað að fleiri hafi tek- ið þátt í árásinni en haft var eftir vitnum að allt að tíu manns hefðu verið á vettvangi. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglu er ekki vitað um tilefni árásarinnar. Blóðug árás um miðjan dag  Sjónarvottur telur að um handrukkun hafi verið að ræða  Árás fyrir augum íbúa í íbúðahverfi um hábjartan dag  Tveir gerendur handteknir í gærkvöldi Hrottaleg árás Blóð var á götunni og á nálægum bíl eftir árásina eins og sjá má á myndinni. Árásin átti sér stað síðdegis fyrir allra augum. Íslensk skip mega í sumar veiða makríl í grænlenskri lög- sögu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Grænlendingar hafa sett sér 15 þúsund tonna kvóta og úthlutað honum til fjögurra fyrirtækja, sem hafa heimild til að leigja hann frá sér. Veiðar íslenskra skipa á makríl, ef hann gengur í grænlenska lögsögu, byggjast því á samstarfi við fyr- irtæki þar í landi. Í frétt á heimasíðu Fiskistofu segir að atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra heimili þessar veiðar á grundvelli samkomulags milli Íslands og Grænlands. Útgerðir skulu sækja skriflega til Fiskistofu um heimild til veiðanna, samkvæmt reglugerð um takmarkanir á veiðum ís- lenskra skipa úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja. Meðfylgjandi beiðni skal vera afrit af leyfi til veiða í grænlenskri lögsögu og staðfest samkomulag við græn- lenska útgerð um nýtingu aflaheimilda. Makrílafli í grænlenskri lögsögu telst ekki til þeirra heimilda sem reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2013 kveður á um. aij@mbl.is Mega veiða makríl í græn- lenskri lögsögu í sumar Makríll Grænlendingar hafa sett sér 15 þús. tonna kvóta.  Veiðarnar byggjast á sam- starfi við grænlensk fyrirtæki Meðallengd legu á Landspít- alanum í dögum talið hefur auk- ist um 5% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er af- leiðing af fjölda sjúklinga sem hafa lokið með- ferð á sjúkrahúsinu og bíða aðeins eftir því að komast á viðeigandi hjúkrunarheimili. Þetta kemur fram í föstudagspistli Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, sem birtist á vefsíðu spítalans í gær. Þar segir hann að þetta sé mál sem stjórnvöld þurfi að glíma við á næstu mánuðum ef ekki eigi að fara illa í heilbrigðiskerfinu. Von er á tölfræði yfir fyrstu fjóra mánuði ársins á Landspít- alanum. Björn segir að enn sé mikið annríki á spítalanum en ekki sé að merkja á tölunum að það sé meira en í fyrra. Álagið hafi verið mest á tvö stærstu svið spítalans; lyflækningasvið og skurðlækn- ingasvið. Á fyrrnefnda sviðinu sé rúmanýtingin 100% en 92% á því síðarnefnda. Það sé hins vegar of mikið. „Leiðir út úr því eru ekki mjög margar í bili en helst ef hægt væri að ná jafnvægi innan spítalans með því að létta álagi á legudeildunum, þ.e. koma þeim sjúklingum sem lokið hafa meðferð á spítalanum í viðeigandi meðferðarúrræði sem væri þá ódýrara fyrir samfélagið,“ skrifar Björn í pistli sínum. Sjúkra- húslegur lengjast Björn Zoëga  Bið eftir að komast á hjúkrunarheimili „Það er góð spá fyrir helgina og við vonum það besta. Þetta mun ekki taka upp á tveim dögum en það hjálpar allt til. Það er búið að kaupa mikið hey inn í sveitina, ekki aðeins hjá okkur heldur heilt yfir í sveitinni,“ segir Ingibjörg R. Krist- insdóttir, bóndi á Hnjúki í Skíðadal, um 18 km frá Dalvík, um væntingar um að snjórinn fari að bráðna. Útlit var fyrir að aðfaranótt laugardags yrði frostlaus eftir margar frostnætur. Öðru hvoru naut sólar sem hefur haft lítið að segja vegna næturfrosts. Bændur í dalnum keyptu hundruð heyrúllna vegna tíðarfarsins og vonar Ingi- björg að nú muni það duga. Snjórinn farinn að bráðna í Skíðadal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.