Morgunblaðið - 18.05.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013
Mannbætandi
konfektmoli
„Enginn getur gert fyrir þig það
sem þú getur gert fyrir sjálfan þig.“
Jorge Bucay
Bók sem gerir hið flókna einfalt
og lífið skiljanlegra
www.forlagid.i s – alvöru bókabúð á net inu
Metsölubók
um allan
heim!
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Talsverður fjöldi verslana og þjón-
ustufyrirtækja er opinn á hvíta-
sunnudag þrátt fyrir að kveðið sé á
um nokkrar takmarkanir á af-
greiðslutíma í helgidagalögum. Er
meðal annars smærri matvöru-
verslunum og bensínstöðvum heim-
ilt að hafa opið þennan dag. Opið
verður á nær öllum bensínstöðvum
landsins. Á það jafnt við um þær
stöðvar sem eingöngu selja elds-
neyti og þær sem jafnframt bjóða
upp á ýmsa aðra vöru eins og mat-
vöru.
Þá verða allflest veitingahús opin
á þéttbýlisstöðum. Á mánudag,
annan í hvítasunnu, gilda lög eins
og um hefðbundna sunnudaga og er
öllum verslunum heimilt að hafa op-
ið þá.
Þrír flokkar helgidaga
Í lögum um helgidagafrið kemur
fram að tilgangur laganna sé að
vernda helgihald og tryggja frið,
næði, hvíld og afþreyingu almenn-
ings á helgidögum þjóðkirkjunnar.
Eru helgidagar flokkaðir í þrennt. Í
fyrsta flokknum eru sunnudagar,
annar dagur jóla, nýársdagur, skír-
dagur, annar dagur páska, upp-
stigningardagur og annar dagur
hvítasunnu. Er öll starfsemi heimil
á þessum dögum.
Í annan flokk falla föstudagurinn
langi, páskadagur og hvítasunnu-
dagur. Er starfsemi heimil á þessum
dögum með takmörkunum. Þannig
eru dansleikir og opinberar skemmt-
anir t.a.m. bannaðar. Aftur á móti er
starfsemi bensínstöðva, lyfjabúða og
söluturna heimil. Þá mega verslanir
sem eru undir 600 fermetrum að
stærð og að minnsta kosti 2/3 velt-
unnar sala á matvælum, drykkjar-
vöru og tóbaki vera opnar. Fyrir vik-
ið verða fjölmargar matvöruverslanir
opnar á hvítasunnudag; þar með talið
allar verslanir 10-11, þrjár verslanir
Nóatúns, tólf verslanir Samkaupa-
Strax og ein verslun Samkaupa-Úr-
vals á Selfossi.
Blátt bann er við hvers konar
starfsemi í þriðja flokknum. Nær það
til þriggja hátíðisdaga; frá klukkan
átján á aðfangadag fram til klukkan
sex að morgni annars dags jóla.
Opið og lokað á hvítasunnu
Ýmsar verslanir verða opnar á hvítasunnudag Helgidagar eru flokkaðir í þrennt Matvöruversl-
unum undir 600 fermetrum heimilt að hafa opið Bann nær einungis til þriggja helgidaga
Morgunblaðið/Golli
Matvöruverslun Stærri matvöruverslanir verða lokaðar á hvítasunnudag en fjölmörgum minni verslunar- og þjón-
ustufyrirtækjum er heimilt að hafa opið. Nær allar bensínstöðvar landsins verða t.a.m. opnar.
Sr. Steinunn Arnþrúður Björns-
dóttir prestur í Hjallaprestakalli
svarar fyrirspurn um hvíta-
sunnu á vefnum tru.is. Þar segir
hún að hvítasunna sé stofndag-
ur kirkjunnar, og einskonar
vígsludagur hinnar almennu
kirkju sem Guð gefur í Jesú
Kristi. „Með því að postularnir
töluðu tungum framandi þjóða
er heilagur andi kom yfir þá á
hinni fyrstu hvítasunnuhátíð,
og fengu skilaboð um að fara út
um allan heim og djörfung til að
predika, þá hefur kirkjan einnig
kallað þetta uppskeruhátíð
Krists,“ segir Steinunn. Hún
segir að líkt og páskahátíðin
eigi hvítasunna fyrirrennara í
hátíðahaldi í Ísrael. „Hátíðin
sem haldin er á þessum tíma að
sið gyðinganna er einskonar
uppskeruhátíð. Hún er þakk-
arhátíð fyrir fyrstu korn-
uppskeruna. Þess var jafnframt
minnst þegar lýður Guðs hafði
móttekið lögmálið á Sínaí. Há-
tíðin er því einskonar sátt-
málahátíð,“ segir Steinunn.
Úthelling
heilags anda
HVÍTASUNNUDAGUR
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslenskum gæðingadómurum hefur
orðið vel ágengt við að útbreiða boð-
skapinn í Evrópu. Nú eru landsmót í
gæðingakeppni haldin í fjórum lönd-
um. Norðurlandamót verður haldið í
Noregi í haust og reiknað með að
gæðingakeppni verði sýningargrein
á Heimsleikum íslenska hestsins í
Danmörku eftir tvö ár.
Fræðslunefnd Gæðingadóm-
arafélags LH hefur unnið að kynn-
ingu á gæðingakeppni erlendis und-
anfarin ár, ekki síst þeir Sigurður
Ævarsson formaður og Sigurbjörn
Bárðarson.
„Við fundum strax að áhugi var á
að auka fjölbreytni í hestamennsk-
unni. Okkur fannst ganga rólega um
tíma en það er líklega eðlilegt ferli,“
segir Sigurður. Haldin hafa verið
námskeið og próf fyrir gæðingadóm-
ara víða í Evrópu. Er nú kominn
töluverður hópur dómara í Dan-
mörku, Svíþjóð, Austurríki og
Þýskalandi. Í þessum löndum eru
haldin landsmót í gæðingakeppni og
í sumum tilvikum úrtökumót.
„Mikil þörf er fyrir fjölbreytni, að
fá möguleika á að taka upp nýtt
form. Þá sem koma hingað til að sjá
gæðingakeppni á Landsmóti þyrstir
í að frjálsræðið sem þar ríkir verði
meira notað,“ segir Sigurður.
Hann rifjar upp að gæð-
ingakeppni þar sem hesturinn er í
aðalhlutverki, gangur, útgeislun og
karakter, sé hefðin í hestamennsku
hér á landi. Keppt hafi verið á fyrsta
landsmótinu, 1950, og hafi keppnin
lítið breyst síðan. „Þetta er samofið
menningarsögu þjóðarinnar,“ segir
hann. Aftur á móti hafi íþrótta-
keppni, þar sem áhersla sé á getu
knapans, komið til mun seinna.
Sigurður telur að kynning á gæð-
ingakeppni erlendis skapi mikla
möguleika í greininni. Öðruvísi hesta
þurfi í gæðingakeppni en íþrótta-
keppni og þetta geti því aukið sölu
og útflutning. Vonandi aukist nýlið-
un í hestamennsku og umsvif í reið-
kennslu og námskeiðahaldi. „Við
verðum að fylgja þessu eftir til að
halda forystuhlutverki okkar.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gæðingar Erlendir hestamenn sem sjá gæðingakeppni hér vilja fá að njóta þeirra í sínu eigin landi. Hesturinn er í aðal-
hlutverki og eiginleikar hans fá að njóta sín. Myndin er frá ræktunarbússýningu Auðsholtshjáleigu á Landsmóti.
Kynning á gæðinga-
keppni erlendis ber ávöxt
Landsmót í fjórum löndum og Norðurlandamót í haust