Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013
in kvað hins vegar við eftir að veg-
farendur höfðu tekið að flykkjast á
staðinn. Samkvæmt upplýsingum
öryggissveita létust alls 41 í árás-
inni við moskuna og liggja 57 sárir
eftir.
Vegsprengja sprakk á sama
tíma og líkfylgd fór hjá
Hin árásin átti sér stað í Madain,
suður af höfuðborginni Bagdad, en
þá höfðu vígamenn komið fyrir fal-
inni vegsprengju við fjölfarna götu.
Samkvæmt upplýsingum frá ör-
yggissveitum sprakk vegsprengjan
á sama tíma og líkfylgd fór fram
hjá en verið var að fylgja súnní-
múslima til grafar. Í sprengingunni
létust átta manns og minnst 25
voru fluttir undir læknishendur.
Fjölmörg sprengjutilræði hafa
verið í Írak undanfarnar vikur.
Síðastliðinn fimmtudag létust 12
þegar sjálfsvígssprengjumaður
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Óttast er að minnst 49 hafi týnt lífi
og 82 særst þegar þrjár öflugar
sprengjur sprungu í tveimur
sprengjuárásum í Írak í gær. Sam-
kvæmt AFP-fréttaveitunni beind-
ust árásirnar gegn súnní-múslim-
um á svæðinu en fjöldi sprengju-
árása hefur verið gerður í landinu
að undanförnu og hafa þær ýmist
beinst gegn sjíta- eða súnní-mús-
limum.
Í fyrra ódæðinu höfðu tilræðis-
menn komið fyrir tveimur sprengj-
um í grennd við mosku súnní-músl-
ima í Baquba, skammt norður af
höfuðborginni Bagdad. Samkvæmt
upplýsingum frá öryggis- og lög-
gæslusveitum sem starfandi eru á
svæðinu sprakk önnur sprengjan í
þann mund sem fólk var að yf-
irgefa moskuna. Seinni sprenging-
sprengdi sig í loft upp við bænahús
sjíta-múslima í borginni Kirkuk.
Fólkið sem þá lést var komið sam-
an til að minnast fórnarlamba fyrri
árásar sem framin var daginn áður
en þá létust minnst 21 í fjölmörg-
um sprengjuárásum sem aðallega
beindust gegn sjíta-múslímum.
Í kjölfar árásanna lýsti forsætis-
ráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, því
yfir að þær væru vegna skorts á
trúarlegu umburðarlyndi í landinu.
Yfir 200 deyja mánaðarlega
Þrátt fyrir að sprengjuárásir af
þessu tagi séu ekki jafn tíðar og á
árunum 2007 til 2008 fer því fjarri
að þær teljist fátíðar í Írak.
Fyrstu fjóra mánuði þessa árs
hafa rúmlega 200 manns látið lífið í
árásum í hverjum mánuði. Sam-
kvæmt upplýsingum frá AFP-
fréttaveitunni létust flestir á þessu
ári í apríl eða rúmlega 460 manns.
Á fimmta tug manna týndu lífi
Blóðugar sprengjuárásir hafa staðið yfir í Írak að undanförnu Nuri al-Maliki, forsætisráðherra
Íraks, segir árásirnar afleiðingu þess að trúarlegt umburðarlyndi skorti meðal fólks í landinu
AFP
Ódæði Íraskur maður hreinsar upp blóð af götu við bænahús í bænum Kir-
kuk eftir árás sjálfsvígssprengjumanns. Fjölmargir fórust í tilræðinu.
Ákveðið hefur
verið að end-
urræsa tvo
kjarnakljúfa í
Belgíu en í fyrra
var slökkt á
kljúfunum eftir
að sprungur
fundust í þeim
við eftirlit. Sam-
kvæmt AFP-
fréttaveitunni er
annar kjarnakljúfurinn í Tihange-
kjarnorkuverinu, sem staðsett er
skammt frá Liege, en hinn er í Do-
el-verinu nærri Antwerpen. Var á
sínum tíma ákveðið að slökkva á
kljúfunum í öryggisskyni í kjölfar
kjarnorkuslyssins í Fukushima í
Japan. Umhverfisverndarsinnar
eru sagðir æfir vegna málsins en
um tvær til þrjár vikur tekur að
keyra kjarnakljúfana í gang aftur.
Endurræsa
kjarnakljúfa
Sellafield-verið
í Bretlandi.
Breskur karlmaður var í gær fund-
inn sekur um að hafa banað 19 ára
gömlum samlanda sínum þegar
hann var á ferðalagi um Kýpur.
Árásin átti sér stað á vinsælum næt-
urklúbbi þar í landi og mun árás-
armaðurinn, Mohamed Abdulkadir
Osman, hafa stungið fórnarlamb sitt
með hnífi margsinnis í brjóstkass-
ann með fyrrgreindum afleiðingum.
Hinn látni hét David Lee Collins
og gegndi hann herþjónustu í breska
hernum en sveit Collins er staðsett á
Dhekelia-herstöðinni á Kýpur.
Osman var dæmdur til átta ára
fangelsisvistar fyrir glæp sinn en við
ákvörðun refsingar var tekið tillit til
ungs aldurs ákærða en hann er 19
ára gamall. khj@mbl.is
Átta ára
fangelsi
fyrir morð
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Heiðurssveit úr stjórnarhernum á Srí Lanka æfði í gær
stíft fyrir mikla hersýningu sem haldin verður í höf-
uðborginni Colombo. Sýningin sem fram fer í dag er
hluti af stærri sigurhátíð þar í landi þar sem sigurs
stjórnarhersins yfir uppreisnarmönnum Tamíl-Tígra
verður minnst. khj@mbl.is
AFP
Minnast sigurs í stríðsátökum við Tamíl-Tígra
Þjónusta og síur
fyrir allar tegundir
af loftpressum
ÞRÝSTILOFT FYRIR ALLAN IÐNAÐ
LOFTPRESSUR – SÍUR – LOFTÞURRKARAR
idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is | Smiðjuvegur 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700
Gott ú
rval á
lager
ÞÝSKAR GÆÐA
PRESSUR
með talsverða sérstöðu
Til sölu:
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
Þekkt
pípulagningarfyrirtæki
Núverandi eigandi vill hætta vegna aldurs en er til í að starfa
tímabundið með nýjum eiganda.
Um er að ræða rótgróið fyrirtæki með fjölda fastra viðskipta-
vina og góða afkomu árum saman. Joma hefur góð sambönd
við erlenda framleiðendur og hefur flutt inn mikið
af þeim vörum sem fyrirtækið notar og selur.
Tilvalið tækifæri fyrir duglega pípara eða aðra iðnaðarmenn
sem treysta sér í eigin rekstur. Auðveld kaup.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Jens Ingólfsson í
síma 414 1200 og 820 8658, jens@kontakt.is
H
a
u
ku
r
0
5
.1
3