Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Ora grillsósur fást í næstu verslun! Bernaisesósa Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríflega fimmtungur aðspurðra í nýrri könnun Bandalags háskóla- manna telur fremur miklar eða mjög miklar líkur á að hann muni af alvöru leita sér að nýju starfi að eigin frum- kvæði á næstu 12 mánuðum. Hlut- fallið í báðum flokkum er um 11% en til viðbótar sögðu 20,6% aðspurðra í meðallagi miklar/litlar líkur á að þau myndu fara í slíka atvinnuleit. Guðlaug Kristjánsdóttir, formað- ur BHM, segir að í ljósi þess hversu spurningin sé afgerandi séu þetta býsna háar tölur. Til þeirra verði horft við gerð kjarasamninga í haust. Þá bendi niðurstöður könnunar- innar varðandi samsetningu launa til þess að sem fyrr sé brýnt að grunn- laun félagsmanna hækki. Einnig var spurt um starfsánægju í 26 aðildarfélögum BHM og var Fé- lag akademískra starfsmanna hjá Háskólanum í Reykjavík eina félagið þar sem starfsánægjan mældist að meðaltali nokkuð mikil. Tækifæri til úrbóta hjá flestum Hjá 22 félögum þóttu tækifæri til nokkurra úrbóta í þessa veru og eru Ljósmæðrafélag Íslands, Félag pró- fessora við ríkisháskóla, Félag há- skólakennara og Félag háskóla- menntaðra starfsmanna stjórnar- ráðsins þar á meðal. Í neðsta flokknum eru þrjú félög, Félag háskólakennara á Akureyri, Félag fréttamanna og Félag geisla- fræðinga en þar þykja tækifæri til mikilla úrbóta. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort laun þeirra hefðu hækkað samkvæmt kjarasamningum 1. febr- úar síðastliðinn og náði spurningin eingöngu til þeirra sem ekki vinna hjá ríki eða sveitarfélögum. Sögðust 36% aðspurðra ekki hafa fengið launahækkun, 49,9% sögðust hafa fengið launahækkun en 14,1% sagðist ekki vita hvort laun hefðu hækkað. Alls voru gild svör 889 við þessari spurningu og samsvarar það 16,7% þýðisins. Til samanburðar fengu 2.895 ekki spurninguna en það jafngildir 54,3% þýðis. Loks svöruðu 1.548 ekki spurningunni eða um 29% þýðisins. Könnunin var gerð af Maskínu dagana 15. mars til 22. apríl en hún var netkönnun sem var send til allra félagsmanna BHM. Maskína sendi áminningu fjórum sinnum á tíma- bilinu og var alls 9.251 í þýði. Svöruðu þar af 5.332 eða 57,6% og var svarhlutfall hærra en 50% í 19 félögum/hópum af 26.  Fimmti hver félagsmaður í BHM telur miklar eða mjög miklar líkur á að hann leiti sér að nýju starfi næsta árið  Starfsánægja mælist mikil hjá einu félagi af 26 Hugsa sér til hreyfings Morgunblaðið/Ómar Aðalbygging Háskóli Íslands. Ökumaður bif- hjóls lést í vél- hjólaslysi á Akra- nesi í fyrradag. Hinn látni hét Bergur Júlíusson. Hann var 51 árs og búsettur í Reykjavík. Berg- ur var skipverji á togaranum Stur- laugi Böðvarssyni AK og var á heimleið eftir vinnu um borð í skipinu þegar slysið varð. Bergur lætur eftir sig son og tvær dætur á aldrinum 19-26 ára, aldraða foreldra, systkini svo og sambýlis- konu. Lést í vélhjólaslysi á Akranesi Bergur Júlíusson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Það eru fáir nemendur við Menntaskólann í Kópavogi og þó víðar væri leitað sem hafa gjörnýtt þá stærðfræði- kennslu sem skólinn hefur upp á að bjóða eins og Hall- mann Óskar Gestsson sem útskrifaðist af náttúrufræði- braut skólans í gær. Hann þurfti fimmtán einingar í faginu til að útskrifast en hann endaði hins vegar á að taka alla þá stærfræðikúrsa sem voru í boði, alls 33 ein- ingar. Þá tók hann viðbótaráfanga í eðlisfræði og bætti við sig kúrsum í tölvunarfræði. Meðaleinkunn hans í stærðfræði var heldur ekki af verri endanum, tæplega 9,7, enda fékk hann fjölda tía í gegnum námsferilinn í skólanum. Þar að auki fékk hann um og yfir níu í meðaleinkunn í eðlisfræði og tölv- unarfræði. Við útskriftina fékk Hallmann fjölda verð- launa fyrir árangurinn í raungreinunum þremur. Hógvær yfir árangrinum „Ég hef áhuga á þessum fögum en ég hafði hann ekki endilega þegar ég byrjaði í skólanum. Þá var ég að hugsa meira um efnafræðina. Það sem hefur dregið mig að stærðfræðinni er að mér gekk vel í henni. Ég held að það sé aðalástæðan fyrir því að ég sé í þessu,“ segir Hall- mann sem er hógværðin uppmáluð um árangur sinn. Hann lét heldur ekki staðar numið þegar hann var búinn að klára alla þá stærðfræðiáfanga sem voru í boði í MK heldur fékk hann leyfi til að taka áfanga í faginu við Háskólann í Reykjavík á önninni sem var að líða. Hall- mann segir það hafa verið góða reynslu að fá forsmekk af háskólanáminu. Þar stóð hann sig enda með prýði og fékk 9,5 í einkunn fyrir áfangann. Stefnir á nám í eðlisfræði í HÍ Hallmann situr þó ekki límdur yfir bókunum hverja vökustund eins og halda mætti heldur fer hann reglulega í fjallgöngur með föður sínum. „Við förum með Ferðafélagi Íslands. Seinast fórum við á Snæfellsjökul með hópi af fólki,“ segir hann. Næsta haust ætlar Hallmann að hefja nám í eðlis- fræði við Háskóla Íslands. „Ég er ekki með neitt ákveðið en eitthvað tengt eðl- isfræði. Það kemur bara í ljós þegar ég fer að læra þetta betur,“ segir Hallmann um hvort það sé eitthvað ákveðið innan eðlisfræðinnar sem hann hafi hug á að leggja fyrir sig. Störf við vísindarannsóknir hljómi vel en hann sé ekki búinn að ákveða ennþá hvert hugurinn stefni. Tók alla stærðfræði- áfanga sem voru í boði  Hallmann Óskar tók raunfræðigreinar í MK með trompi Stúdentspróf Hallmann var með meðaleinkunnina 9 í eðlisfræði, 9,7 í tölvunarfræði og 9,64 í stærðfræði. Trúnaðarmenn SFR, stéttar- félags í almanna- þjónustu, eru farnir að leggja línur fyrir kröfu- gerð vegna kjara- viðræðnanna sem framundan eru. Árni Stefán Jóns- son, formaður SFR, segir skýra kröfu um að kynbundinn launamunur verði afnuminn. Áhersla verði lögð á aukinn kaupmátt launa og stöðug- leika hans og þá er krafan um stytt- ingu vinnuvikunnar einnig að koma fram sterkar nú en áður hjá fé- lagsmönnum SFR, að því er fram kemur í frétt frá SFR. Endanleg kröfugerð félagsins á að liggja fyrir strax í haust. Vilja styttri vinnuviku  SFR leggur lín- ur fyrir kröfugerð Árni Stefán Jónsson „Það er mikil traffík og öll norður. Þetta er miklu meira en hefur verið undanfarnar helgar hjá okkur, kannski svipað og um páskana,“ sögðu lögreglumenn frá Blönduósi um umferðina snemma í gærkvöld en þeir voru þá við umferðareftirlit í Hrútafirði. Margir nýta hina þriggja daga löngu hvítasunnuhelgi til þess að skreppa út úr bænum. Að sögn lög- reglu voru akstursaðstæður góðar og umferð gekk vel. Hún hafði ekki þurft að stöðva einn einasta ökumann vegna hraðaksturs. Margir leggja land undir fót um helgina Morgunblaðið/Sigurgeir S. Umferð Margir borgarbúar nýta langar helgar í ferðalög. Myndin er úr safni. Héraðsdómur Reykjavíkur varð í gær við kröfu lögreglunnar á Eski- firði um að framlengja í fjórar vik- ur gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grun- aður er um að hafa orðið Karli Jónssyni að bana á heimili hans á Egilsstöðum 7. maí. Maðurinn var handtekinn sama dag og líkið fannst og fór lögregla sama dag fram á 4 vikna gæslu- varðhald, en í Héraðsdómi Austur- lands var aðeins samþykkt gæslu- varðhald til tveggja vikna. Beðið er eftir niðurstöðum greiningar á líf- sýnum. Þrjár til fjórar vikur getur tekið að fá endanlegar niðurstöður og það var m.a. þess vegna sem far- ið var fram á lengra gæslu- varðhald. Varðhaldið framlengt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.