Morgunblaðið - 18.05.2013, Qupperneq 37
sem hafði oft aðra sýn á tilveruna
en hann. Við vorum jafnaldra en
einhvern veginn var hann fæddur
á annarri öld, svo ólík voru upp-
vaxtarskilyrðin. Samt höfðu áhrif
nútímans laumað sér inn í baðstof-
una á Galtastöðum. Kalli hafði
gaman af tónlist og eignuðust
Rolling Stones í honum traustan
aðdáanda.
Þetta sumar var Vigdís kjörin
forseti yfir Íslandi. Við sátum límd
við útvarpstækið í eldhúsinu þeg-
ar hún var sett í embættið. Kalli
var nokkuð sáttur við kjörið en við
Heiða vorum himinlifandi.
Við Heiða urðum strax miklar
og nánar vinkonur og ég fann að
hún hafði áhyggjur hvað yrði um
Kalla þegar hún félli frá, en hún
lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum
vorið 2001, slitin af vinnu og lífsins
trakteringum
Kalli hélt áfram að búa á Galta-
stöðum, sinnti viðhaldi á gamla
bænum og tók á móti ferðamönn-
um, sem komu til að skoða þessar
einstöku byggingar. Hann var
góður heim að sækja og hafði
gaman af að sýna fólki bæinn sinn.
Fyrir nokkrum árum festi Kalli
kaup á bjartri fallegri íbúð á Eg-
ilsstöðum til að eiga athvarf frá
einsemd vetrarins á Galtastöðum.
Ég hitti hann einmitt í verslun
föstudaginn áður en hann lést, þá
var hann að snúa aftur í sveitina
að undirbúa sumarið. Ég smellti á
hann kossi, sem hann tók góðlát-
lega þó kossaflangs hafi ekki verið
hans ær og kýr. Mig grunaði ekki
að það yrði í síðasta sinn sem ég
sæi þennan sérstaka samferða-
mann minn og síst gat það hvarfl-
að að mér að þessi friðsemdar-
maður horfinnar aldar yrði
fórnarlamb ofbeldis og vitstola nú-
tíma. Ég votta ættingjum og sam-
ferðamönnum Kalla mína dýpstu
samúð, sem og þeim ógæfumanni
sem átti sök á dauða hans.
Þóra Bergný Guðmundsdóttir.
Við kveðjum þig með sára sorg í hjarta,
söknuðurinn laugar tári kinn.
Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta,
dökkur skuggi fyllir huga minn.
Í miðjum leik var komið til þín kallið,
klippt á strenginn þinn.
Eitt af vorsins fögrum blómum fallið.
(Hákon Aðalsteinsson)
Takk fyrir allt Kalli minn, þín
verður saknað.
Guð blessi minningu þína og
styrki þá sem eiga um sárt að
binda vegna þessa hræðilega at-
burðar.
Þín litla,
Aðalheiður Björt
Unnarsdóttir.
Það voru höfðinglegar mót-
tökur sem við litla fjölskyldan
fengum á Egilsstaðaflugvelli í des-
ember sl. Ásamt Gulla og Elísa-
betu var þar mættur brosmildur
maður sem stóð og beið, teinréttur
í baki og með hendur á mjöðmum.
Kalli á Galtastöðum vinur fjöl-
skyldunnar til margra ára var að
sjálfsögðu kominn til að taka á
móti útlendingunum. Hann spurði
mig hátt og snjallt hvar foreldrar
mínir og systur væru eiginlega?
Hvort þau ætluðu virkilega ekki
að taka á móti okkur? Ég brosti út
í annað og sagðist hitta þau á eftir,
það væri nú meira en nóg að hafa
þau þrjú hér á vellinum. Um leið
og farangursfæribandið fór í gang
dreif Kalli sig af stað til að finna
töskurnar okkar. Þar dugðu engin
vettlingatök; töskunum var kippt
af í flýti og svo var lagt af stað. Ég
fékk smá skömm í hattinn fyrir að
merkja töskurnar ekki jafn vel og
mamma þegar hún kom frá Nor-
egi, með eldrauðum borða. Ég
brosti aftur út í annað og vissi að
þetta var allt vel meint og sagðist
þurfa að kippa því í liðinn sem
fyrst. Það var alltaf gaman að
koma í Galtastaði til Kalla. Síðast
kom ég þangað sumarið 2011. Þá
fórum við Jón Torfi með mömmu
að taka upp rabarbara og fengum
sýningu á torfbænum í leiðinni.
Kalli sagði okkur af mikilli ná-
kvæmni frá hverri vistarveru og
hverjum hlut sem stóð þar til sýn-
is. Þetta var skemmtileg ferð sem
ég er í dag þakklát fyrir að hafa
komist í.
Þetta líf er stundum einkenni-
legt, og oftar en ekki skilur maður
hvorki upp né niður. En eitt er ég
þó viss um, að þegar minn tími
kemur þá bíður þar maður, tein-
réttur í baki með hendur á mjöðm-
um og tekur vel á móti mér. Já
Kalli minn, ég verð búin að merkja
töskurnar.
Við sendum ættingjum og vin-
um Kalla okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og megi góður Guð
styrkja okkur öll í sorginni.
Soffía, Jón Torfi
og Ylfa Kristín.
Með fáum orðum kveð ég góðan
vin og samstarfsmann, Karl Jóns-
son frá Galtastöðum fram í Hró-
arstungu. Fyrir hönd Þjóðminja-
safns Íslands er honum þakkað
mikilsvert framlag til þjóðminja-
vörslunnar og varðveislu torf-
húsaarfs Íslands.
Fundum okkar Karls bar fyrst
saman sumarið 2000 þegar ég
heimsótti hann og skoðaði torfbæ-
inn á Galtastöðum fram undir
hans leiðsögn. Síðan þá höfum við
oft farið yfir málin saman í góðri
samvinnu og vináttu. Karl var
góður samstarfsmaður Þjóð-
minjasafnsins um verndun bæjar-
ins. Karl var afar fróður og áhuga-
samur um varðveislu torfhúsanna
sem hann þekkti betur en nokkur
annar og tók vel á móti gestum
með fróðleik og leiðsögn um hinn
merka minjastað. Honum var sér-
staklega umhugað um varðveislu-
gildi húsanna og sögu þeirra.
Karl bjó yfir reynslu og þekk-
ingu sem var ómetanleg við skrán-
ingu og viðgerðir bæjarhúsanna.
Samvinna við staðkunnuga er ein-
mitt forsenda þess að varðveita
megi sem best heimildir um sögu-
legar byggðaminjar á borð við
torfhúsið á Galtastöðum. Karl var
einnig góður samstarfsmaður
þeirra handverksmanna og sér-
fræðinga þjóðminjavörslunnar
sem komið hafa að viðgerðum og
verndun bæjarins á liðnum ára-
tugum.
Torfbærinn á Galtastöðum
fram er einstakur og á rætur í
fornri hefð sem einkennist af því
að hin torfklædda baðstofa liggur
samsíða hlaðinu. Þar er fjósbað-
stofa sem reist var árið 1882 þar
sem niðri er fjós en baðstofa er yf-
ir. Þannig nýttist ylurinn frá kún-
um til húshitunar. Fyrrum mun
hafa verið tvíbýlt á jörðinni. Bær-
inn á Galtastöðum fram hefur ver-
ið hluti af húsasafni Þjóðminja-
safnsins frá 1976 og tilheyrir
húsasafni þess sem er mikilsverð-
ur safnkostur í eigu Þjóðminja-
safns Íslands. Allt frá þeim tíma
hefur safnið átt í afar góðri sam-
vinnu við Karl og áður einnig við
móður hans, Aðalheiði Sigurðar-
dóttur sem lést árið 2001. Karl var
starfsmaður safnsins á liðnum
sumrum og tók á móti gestum
samhliða vinnu við viðhald bæjar-
ins. Þar vann hann gott starf.
Karl var rólyndur maður og ná-
kvæmur. Hann var afar vel að sér
um sögu bæjarins og bjó yfir góð-
um skilningi á því vandasama
verkefni sem varðveisla torfhúsa
felur í sér. Hann mat mikils áhuga
Þjóðminjasafns á verndun bæjar-
ins og var mikilsvert að finna þann
góða vilja sem einkenndi allt hans
fas.
Karl hitti ég síðast á Galtastöð-
um í ágúst á liðnu ári. Við spjöll-
uðum saman góða stund og fórum
yfir viðgerðir húsanna. Það var
ánægjuleg stund sem mun lifa í
minningunni. Með þökk kveð ég
góðan mann sem lagði mikið af
mörkum til varðveislu þjóðararfs
sem fólginn er í hinum látlausa
torfhúsaarfi og þar með þjóð-
minjavörslu á Íslandi. Fyrir hönd
Þjóðminjasafns Íslands vottum
við fjölskyldu Karls samúð okkar.
Heiðruð sé minning Karls Jóns-
sonar frá Galtastöðum fram í Hró-
arstungu.
Margrét Hallgrímsdóttir,
þjóðminjavörður.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013
✝ Arndís EggerzSigurðardóttir
(Didí Sigurðar)
fæddist á Nauteyri
við Ísafjarðardjúp
10. september
1924. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold í
Garðabæ 10. maí
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Pálsson, bóndi og hreppstjóri á
Nauteyri, f. á Prestbakka við
Hrútafjörð 4. aprí l 1897, d. 23.
júní 1973 og Sigríður Ein-
arsdóttir, f. 18. ágúst 1897, d. 28.
mars 1925. Fósturmóðir Sig-
urveig Jónsdóttir, f. 23. október
1900, d. 26. nóvember 1991.
Systkini Arndísar eru Sigríður,
f. 1927, d. 25. júní 2001, gift
Gunnari Péturssyni. Páll, f.
1928, kvæntur Hólmfríði Páls-
dóttur. Helga Guðrún, f. 1934, d.
5. júlí 1991, gift Geir Guð-
brandssyni, d. 23. nóvember
2000 og Elínborg, f. 1941, gift
Guðbirni Ingasyni, d. 16. októ-
ber 2009.
29. desember 1957 giftist
Arndís Ólafi Gunnari Bjarna-
syni, f. á Efri-Vaðli á Barða-
strönd 10. desember 1930, d. 17.
nóvember 2001, foreldrar hans
voru hjónin Bjarni Þórarinn
Ólafsson, f. á Hlaðseyri við Pat-
reksfjörð 7. október 1903, d. 27.
febrúar 1998, og Sigríður Valdís
Elíasdóttir, f. í Rauðsdal á
Barðaströnd 16. september
1909, d. 2. ágúst 1994. Börn Arn-
dísar og Ólafs eru: 1) Bjarni Val-
ur, blikksmiður í Reykjavík, f.
15. mars 1958, maki Anna Sig-
marsdóttir, f. 20. maí 1959, börn
þeirra eru, a) Ólafur Ingi, f. 27.
febrúar 1990, b) Berglind Sess-
elja, 5. janúar 1993,
c) Sigmar Jóhann,
f. 8. apríl 1999, og
d) Arnar Hörður, f.
8. apríl 1999. 2) Sig-
urður, bóndi á
Brúsastöðum í
Vatnsdal í A-Hún, f.
26. september 1959,
maki Gróa Lár-
usdóttir, f. 5. des-
ember 1958, börn
þeirra eru, a) Áki
Már, f. 28. júlí 1983, d. 2. janúar
2004, b) Arndís Eggerz, f. 4. maí
1989, sambýlismaður er Elvar
Freyr Pálsson, f. 20 júlí 1988. 3)
Ólafur Örn, rafvirkjameistari
starfar hjá Ístak Noregi, f. 22.
júní 1961, maki Maria Beatriz
Fernandes, f. 18. október 1966,
sonur þeirra er Daniel Fern-
andes, f. 13. maí 1990, 4) Sig-
urveig Jóhanna, starfsmaður á
öldrunarheimili, f. 11. júlí 1963,
maki Árni Long vélvirki, verk-
stjóri hjá ÍAV, f. 6. maí 1962,
synir þeirra eru a) Ólafur Gunn-
ar, f. 19. júní 1982, maki Katrín
Guðlaugsdóttir, f. 5. júní 1982.
Börn þeirra eru Gabríel, f. 22.
maí 2009, Ísak Breki, f. 12. nóv-
ember 2011, b) Árni Theodór, f.
19. mars 1985, maki Kristín Óm-
arsdóttir, 5. mars 1980, börn
þeirra eru Alexander Árni, f. 28.
apríl 2006 og Tinna, f. 8. októ-
ber 2010. c) Davíð Long, f. 28.
febrúar 1990. 5) Páll Rúnar,
starfsmaður Rio Tinto Alcan, 16.
júní 1965, maki Nili Ben Ezra, f.
6. nóvember 1964, börn þeirra
eru a) Adam, f. 6. ágúst 1989, b)
Emil, f. 5 maí 1993.
Útför Arndísar Eggerz Sig-
urðardóttur fer fram frá Pat-
reksfjarðarkirkju í dag, 18. maí
2013, kl. 14. Jarðsett verður í
Brjánslækjarkirkjugarði.
Elsku amma.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
Þín nafna,
Arndís Sigurðardóttir.
Það má segja að við bræðurnir
höfum alist upp á tveimur heim-
ilum þegar við bjuggum á Patró.
Annars vegar hjá ömmu Dídí og
afa á Brunnum 11 og svo vorum
við stundum heima hjá mömmu
og pabba. Við munum varla eftir
því að amma hafi ekki verið
heima, tilbúin að taka á móti okk-
ur og alltaf var snúist í kringum
mann eins og maður væri forset-
inn sjálfur.
Flesta skóladaga fórum við
heim til ömmu og afa í hádegis-
mat. Þar var alltaf veisla með al-
vöru íslenskum mat og eftirrétti
og einnig eftir skóla fengum við
mjólk og kökur, af þeim var sko
alltaf nóg.
Og þegar það var ekki beint í
leiðinni var bara tekinn krókur til
að komast í faðm ömmu og afa.
Mjög oft kepptumst við um að fá
að gista þar líka. Þá var gjarnan
spilað á spil með ömmu og voru
ófá spilin sem við spiluðum með
ömmu Dídí.
Við bræður eigum margar
ógleymanlegar minningar um
ömmu Dídí og munum minnast
hennar fyrir hlýja nærveru henn-
ar og ró. Hún hafði alltaf nægan
tíma fyrir okkur, okkur leið alltaf
jafn vel með henni og aldrei
reiddist hún okkur svo við mun-
um eftir. Betri vin er ekki hægt
að hugsa sér. Það gerir okkur að
betri mönnum að hafa átt Dídí
sem ömmu og hún mun alltaf
vera stór fyrirmynd í okkar lífi.
Hvíl í friði, elsku amma, minn-
ing þín lifir með okkur. Takk fyr-
ir allt sem þú hefur gefið okkur.
Ólafur Gunnar Long,
Árni Theodór Long
og Davíð Long.
Arndís Eggerz
Sigurðardóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MARTA FANNEY SVAVARSDÓTTIR,
Víðidal Skagafirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
miðvikudaginn 15. maí.
Jarðsungið verður frá Víðimýrarkirkju laugar-
daginn 25. maí kl. 14.00.
Stefán Gunnar Haraldsson,
Svavar Haraldur Stefánsson, Ragnheiður G. Kolbeins,
Pétur Helgi Stefánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir,
Jóhanna Sigríður Stefánsdóttir, Einar Örn Einarsson,
Margrét S. Stefánsdóttir, Ólafur Hafsteinn Einarsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MARGRÉT GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Jaðarsbraut 33,
Akranesi,
andaðist miðvikudaginn 15. maí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðviku-
daginn 22. maí kl. 14.00.
Tryggvi Björnsson,
Helga Bjarnadóttir,
Bryndís Tryggvadóttir, Áki Jónsson,
Guðbjörn Tryggvason, Þóra Sigurðardóttir,
Tryggvi Grétar Tryggvason, Þórey Þórarinsdóttir
og ömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín,
LAUFEY GUÐBRANDSDÓTTIR,
er látin.
Berent Th. Sveinsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRUNN BERGSDÓTTIR
fyrrverandi skólastjóri,
sem lést laugardaginn 11. maí, verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
22. maí kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Akureyrar og Heimahlynningu Akureyrar.
Guðrún Jónína Friðriksdóttir, Steinar Smári Tryggvason,
Steingrímur Friðriksson, J. Freydís Þorvaldsdóttir,
Guðný Friðriksdóttir,
Hrefna Þórunnardóttir,
Yrsa Hörn Helgadóttir, Gunnar Gíslason,
Ylfa Mist Helgadóttir, Haraldur Ringsted
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HILMAR G. JÓNSSON,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 12. maí.
Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðju-
daginn 21. maí kl. 11.00.
Elísabet Jensdóttir,
Jens Hilmarsson, Sigfríð Margrét Bjarnadóttir,
Jón Rúnar Hilmarsson, Alexandra Chernyshova,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, Jón Þór Antonsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín,
LILIAN AGNETA MÖRK GUÐLAUGSSON,
Furugrund 1,
Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti mánudaginn
13. maí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 21. maí kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sæmundur Guðlaugsson.
✝
Elskuleg systir,
JÓHANNA TRYGGVADÓTTIR,
áður til heimilis
Sörlaskjóli 86,
sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund laugardaginn 11. maí, verður jarð-
sungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. maí kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóna Tryggvadóttir.