Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn á ný á aðráðast tilatlögu gegn svartri at- vinnustarfsemi á Íslandi. Ríkis- skattstjóri, Al- þýðusamband Ís- lands og Samtök atvinnulífsins hyggjast í sum- ar taka höndum saman. Farn- ar verða eftirlitsferðir og vinnustaðir heimsóttir ófor- varandis. Skúli Eggert Þórðarson rík- isskattstjóri telur að undan- skot frá skatti hafi færst í vöxt og rekur meðal annars til þess að meiri peningar séu í umferð en áður. Ekki liggja fyrir tölur um umfang svartrar atvinnu- starfsemi hér á landi, en þegar ráðist var í sambærilegt átak fyrir tveimur árum var áætlað að töpuð gjöld vegna svartrar vinnu næmu rúmlega tíu millj- örðum króna á ári. Svört atvinnustarfsemi er auðvitað ekkert einsdæmi hér á landi. Alls staðar er hluti hagkerfisins svartur, en um- fangið er mismikið. Hagfræðingurinn Friedrich Schneider hefur reiknað út að svört atvinnustarfsemi sé mest á Grikklandi, Ítalíu, Portúgal og Spáni. Á Íber- íuskaganum og Ítalíu eru 20% vergrar landsframleiðslu í neðanjarðarhagkerfinu og á Grikklandi er umfangið fjórð- ungur landsframleiðslunnar. Annað er upp á teningnum norðar í álfunni. Í Þýska- landi nemur svört atvinnustarfsemi 13% vergrar landsframleiðslu og í Hollandi og Austurríki undir 10%. Tækist hinum kreppu- hrjáðu löndum í Suður- Evrópu að draga þessa starf- semi upp á yfirborðið myndi það leysa margan bókhalds- vandann. Skattheimta hefur farið úr böndunum í tíð fráfarandi rík- isstjórnar og það kann að hafa áhrif á siðferði skattgreið- enda. Skattpíning er þó engin afsökun fyrir skattsvikum. Skattsvik skapa ójafnvægi í allri samkeppni. Þeir sem geta ekki hugsað sér að svíkja und- an skatti eiga á hættu að verð- leggja sig út af markaðnum því að þeir geta augljóslega ekki boðið jafnhagstætt verð fyrir þjónustu sína og keppi- nautar í neðanjarðarhagkerf- inu. Skattsvik skapa einnig ójafnvægi í þjóðfélaginu. Stór hluti þjóðarinnar getur ekki látið meðborgarana sitja í skattasúpunni og borga fyrir sig heilbrigðisþjónustu, skóla- göngu barna, vegi, gangstéttir og ljósastaura. Flestir eiga nóg með eigin reikninga, þótt þeir þurfi ekki að borga reikn- inga annarra líka. Flestir eiga nóg með eigin reikninga, þótt þeir þurfi ekki að borga reikninga annarra líka} Reikningar annarra ForystumennEvrópusam- bandsins vilja allt- af ganga lengra í samrunaátt. Þeir taka skref, svo líða nokkrir mán- uðir eða ár og þá telja þeir þörf á næsta skrefi. Þeir finna aldrei fyrir þörfinni til að stíga til baka. Nýjasta dæmið um þessa samrunaáráttu eru orð Francois Hollande, forseta Frakklands, á blaðamanna- fundi í fyrradag. Hollande sagðist verða, sem leiðtogi eins stofnfélaga Evrópusam- bandsins, að lyfta Evrópu upp úr sleninu sem hún væri föst í. „Ef Evrópa helst í því ástandi sem hún er í nú gæti það þýtt endalok þessa verk- efnis,“ sagði hann. En Hollande getur ekki hugsað sér að „Evrópu- verkefninu“ um æ meiri sam- runa Evrópuríkja ljúki nokk- urn tímann. Til að koma í veg fyrir endalok þess vill hann að komið verði á fót ríkisstjórn á evrusvæðinu og að það geti tekið um tvö ár að koma þeirri breytingu í gegn. Þetta er fjarri því að vera fyrsta hugmyndin af þessu tagi, en Hollande orðaði hana skýrar en flestir hafa gert. Hann vill að þessi ríkisstjórn fari með efnahagsmál evrusvæðisins, hafi eigin fjárlög, rétt til að taka lán og að skattar á svæð- inu verði samræmdir. Með slíkri breytingu væru þjóðríkin á evrusvæðinu lítið annað en héruð eða sveit- arfélög og ríkisstjórnir þeirra væru þar með orðnar ein- hvers konar héraðs- eða sveitarstjórnir. Í þessu sambandi er mik- ilvægt fyrir Íslendinga að hafa í huga að í boði þeirrar ríkisstjórnar sem enn situr hefur Ísland sótt um aðild að evrusvæðinu. Hugmyndir Hollande eru því gott dæmi um hve brýnt er að afturkalla þá umsókn tafarlaust. Francois Hollande vill gera ríkisstjórnir aðildarríkjanna að sveitarstjórnum} Ríkisstjórn evrusvæðisins V arla líður sú vika að einhver for- ystumaðurinn innan Evrópusam- bandsins stígi ekki fram og lýsi því yfir að nú þurfi að auka enn frekar samruna ríkja sambands- ins en þegar er orðinn. Oftar en ekki fylgir með að lokamarkmiðið í þeim efnum eigi að vera eitt ríki. Það sjónarmið er þó ekki nýtt af nálinni og hafa forystumen innan Evrópusam- bandsins annað slagið viðrað það á undan- förnum áratugum. En það hefur hins vegar færzt stórlega í aukana í seinni tíð og ekki sízt undanfarna mánuði og ár. Nú síðast kallaði François Hollande, Frakklandsforseti, eftir því á blaðamanna- fundi í gær að innan tveggja ára yrði Evrópu- sambandið að því sem kallað er upp á eng- ilsaxnesku „political union“ en það hugtak þýðir í þessu sambandi ríki sem samsett er af nokkrum minni ríkjum. Með öðrum orðum sambandsríki. Einungis nokkrir dag- ar eru síðan José Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, sagði í stefnuræðu sinni í Evrópuþinginu að þessu markmiði yrði náð innan fárra ára. Fleiri forystumenn sambandsins hafa talað á þess- um sömu nótum undanfarið og þar á meðal Angela Mer- kel, kanzlari Þýzkalands. Þessi sjónarmið eiga sér víða hljómgrunn innan Evr- ópusambandsins og meðal annars í stærsta þingflokki miðju- og hægrimanna á Evrópuþinginu, European People’s Party (EPP), sem hefur beinlínis það markmið að til verði evrópskt sambandsríki. Það sama er til að mynda að segja um regnhlífar- samtökin European Movement International sem starfað hafa í áratugi en markmið þeirra er einkum að vinna að því að til verði sam- einað evrópskt sambandsríki eða „united, federal Europe“. Þau samtök hafa starfsemi í flestum Evrópuríkjum og meðal annars hér á landi en samtök stuðningsmanna inngöngu Íslands í Evrópusambandið, Já Ísland, eru hluti af þessum samtökum. En hvort það tekst á endanum að ná því áratugagamla markmiði forystumanna innan Evrópusambandsins að breyta sambandinu endanlega í eitt ríki með einum eða öðrum formerkjum er eftir að koma í ljós þó raun- veruleikinn sé raunar sá að það er þegar komið langleiðina í þá áttina. Þannig er það til að mynda viðurkennd staðreynd innan stjórnmálafræðinnar að Evrópusambandið sé að stóru leyti þegar orðið að sam- bandsríki, eða federalískt á lélegri íslenzku, og hafi færzt sífellt lengra í þá áttina á undanförnum árum. Jafnvel má færa fyrir því rök að á ákveðna mælikvarða sé sam- bandið þegar orðið að „de facto“ einu ríki þó það sé ekki formlega viðurkennt sem slíkt. Þessi þróun innan Evrópusambandsins hlýtur að vera eitt af því sem skiptir hvað mestu máli þegar lagt er á það mat hvort Ísland eigi heima innan sambandsins eða ekki. Sú umræða snýst í grunninn fyrst og síðast um það hverjir eigi að fara með stjórn landsins. hjorturj@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill „United, federal Europe“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ferðaþjónusta skilar meiri gjaldeyri en ál FRÉTTASKÝRING Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Ferðaþjónusta skilaði næst-mestum gjaldeyristekjumtil þjóðarbúsins á síðastaári samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, samtals 238 millj- örðum króna, 23,5% af heildargjald- eyristekjum. Á sama tíma skilaði ál- iðnaður 225 milljörðum. Samkvæmt upplýsingum frá Ernu Hauksdóttur, framkvæmda- stjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, fjölgaði erlendum ferðamönnum um 19% milli áranna 2011 og 2012 og voru þeir 673.000 á síðasta ári, auk 95.000 sem komu með skemmti- ferðaskipum. „Það eru ekkert mjög mörg ár síðan menn töldu ferðaþjón- ustuna varla til atvinnugreina,“ sagði Erna. „Það er ágætt fyrir stjórnvöld, aðila innan greinarinna og almenning allan að sjá hversu miklu ferðaþjón- ustan skilaði.“ 34% fjölgun ferðamanna á fyrstu fjórum mánuðum ársins Erna sagði ekki óraunhæft að reikna með álíka fjölgun í ár og varð í fyrra, sérstaklega þar sem ferða- mönnum fjölgaði um 34% á fyrsta fjórðungi ársins. Þó er um mun færri farþega að ræða á vetrarmánuðum en yfir sumarímann, en þessar tölur gefa ákveðnar vísbendingar um hvernig þróunin verður í ár. „Maður verður undrandi á því hvernig þessir fyrstu mánuðir ársins hafa verið, sem og veturinn allur. Það eru fjöldamargar ástæður fyrir þess- ari góðu þróun,“ sagði Erna. „Gríðarleg markaðsherferð, „Ís- land allt árið“, virðist hafa skilað miklum árangri, auk þess sem gosið í Eyjafjallajökli vakti mikla athygli á landinu. Loks má ekki gleyma því að aukið sætaframboð flugfélaga sem fljúga til landsins hefur mjög mikið að segja,“ sagði Erna. „Okkar stærstu verkefni eru að dreifa ferðamannaálaginu betur yfir árið, og verndun og uppbygging fleiri áfangastaða fyrir ferðamenn,“ sagði Erna. Með uppbyggingu fleiri áfanga- staða segist hún eiga við uppbygg- ingu hringinn í kringum landið. Þann- ig dreifist álagið betur. „Í þessu samhengi er rétt að nefna að það eru allir innan ferðaþjónustunnar að vinna að því að standa betur vörð um náttúruperlurnar okkar, svo sem eins og með upptöku einhvers konar nátt- úrupassa. Á hinn bóginn skilja ferða- menn eftir sig hér gríðarlegar skatt- tekjur, það þarf ekki annað en að líta til þeirra 7.000 bílaleigubíla og allra þeirra eldsneytisskatta sem ökumenn þeirra greiða. En það hefði átt fyrir löngu að standa betur vörð um þessa staði sem mestur ágangur er á.“ Árstíðarsveiflur skýra tapið Ferðamenn sem koma yfir vetr- artímann eyða að jafnaði meiri pen- ingum á Íslandi. Þeir stoppa yfirleitt í styttri tíma og þurfa að gista á hót- elum eða í sambærilegu gistirými, þar sem örðugt er að tjalda hér á landi yfir vetrartímann. Þrátt fyrir mikla veltu og gjald- eyristekjur af ferðaþjónustu hefur lengi loðað við greinina að fyrirtæki innan hennar skili ekki hagnaði. „Það er alveg rétt og mjög mis- jafnt hvernig fyrirtækin standa. Við höfum oft bent á það að arðsemin er ekki nægjanleg og stór hluti skýring- arinnar er mikil árstíðarsveifla. Fyr- irtæki hafa kannski mjög miklar tekjur yfir sumartímann, sem er svo eytt í að hafa opið yfir veturinn. Þetta dregur arðsemina alveg gríðarlega niður og þess vegna setjum við, í sam- starfi við stjórnvöld, svona mikla pen- inga í verkefnið „Ísland allt árið“ til að reyna að draga úr þessu mikla ójafnvægi.“ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ferðamennska Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu eru meiri en af áliðn- aði. Vetrarferðamennska hefur verið í mjög örum vexti undanfarin misseri 673.000 erlendir ferðamenn komu til landsins á árinu 2012 565.000 erlendir ferðamenn komu til landsins á árinu 2011 238 milljarðar fengust í gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu árið 2012 196 milljarðar fengust í gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu árið 2011 ‹ FERÐAMENN › »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.