Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við stefnum að því að opna 1. júlí og mér sýnist allar tímaáætlanir ætla að standast. Þær verða eiginlega að gera það því við erum þegar farin að bóka þessi nýju herbergi. Við ætlum að gera Hamar að paradís íslenskra kylfinga og eina alvöru dvalarstað þeirra hér á landi. Það er lang- tímamarkmiðið,“ segir Sigurður Ólafsson, hótelstjóri Hótels Hamars í Borgarnesi, en framkvæmdir hóf- ust í byrjun síðasta mánaðar við stækkun hótelsins. Um er að ræða fjárfestingu upp á 120 milljónir króna. Bæta á við álmu með 14 her- bergjum og byggja við 100 fermetra fundaaðstöðu. Fyrir eru 30 herbergi á hótelinu, sem er hluti af keðju Ice- landair hótela og stendur við golfvöll þeirra Borgnesinga á Hamri. Sam- starf við Golfklúbb Borgarness hef- ur verið aukið og hefur hótelið tekið að sér rekstur á veitinga- og gistiað- stöðu í golfskálanum að Hamri, sem hefur farið í gegnum miklar end- urbætur eins og kemur hér fram til hliðar. Frestuðu vegna óvissu Síðasta haust var Sigurður klár með fjármögnun og undirbúning fyrir stækkun hótelsins en ákvað þá að slá framkvæmdum á frest vegna óvissu um skattlagningu á hótelgist- ingu. Þá stóð til að hækka virð- isaukaskattinn úr 7% í 25,5% en lendingin varð hækkun í 14% frá og með 1. september nk. Bindur Sig- urður vonir við að ný ríkisstjórn vindi ofan af þessari skattahækkun. Spurður hvort þessi óvissa hafi haft áhrif á bókanir fyrir tímabilið segir Sigurður engan vafa leika á því. „Við misstum örugglega tölu- vert af bókunum því við gátum um tíma ekki staðfest að við ættum pláss. Við hefðum viljað bóka meira en staðan núna er samt sem áður mjög góð. Það er vel bókað í þessi 14 herbergi sem við bætum við,“ segir Sigurður og vonast til að meira svig- rúm verði til að taka á móti íslensk- um kylfingum, en erlendir ferða- menn hafi jafnan verið fjölmargir yfir sumartímann. „Við ætlum að gera vel við kylfinga í sumar, í góðu samstarfi við golfklúbbinn.“ Unnið af heimamönnum Aðalverktaki við stækkunina er Loftorka og segir Sigurður allan mannskap við verkið, nokkra tugi manna, koma úr heimabyggð. Er hótelið stækkað með forsteyptum einingum frá Loftorku og Sigurður segir það sannarlega flýta fyrir. „Markmið okkar er síðan að bæta 10 herbergjum við, og þá útfrá hin- um enda hótelsins,“ segir hann en þá verður hótelið komið með 54 her- bergi. Einnig verður nýtt útisvæði við hótelið tekið í gagnið í sumar með nýjum heitum pottum, saunabaði og púttvelli. Ný fundaaðstaða verður til hliðar við núverandi matsal hótelsins og mun geta tekið við allt að 70 manns, með möguleika á stækkun og tengingu við matsalinn. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Hótel Hamar Sigurður Ólafsson, hótelstjóri á Hamri, vonast til að svæðið verði sannkölluð golfparadís íslenskra kylfinga. Framboð á gistingu verður aukið og einnig samstarf við nágrannana í Golfklúbbi Borgarness. Framkvæmdir hófust í apríl en um er að ræða fjárfestingu upp á 120 milljónir króna. Hamar gerður að golfparadís  Eigendur Hótels Hamars í Borgarnesi skelltu sér í stækkun  Bæta við fundaaðstöðu  Stefnt að opnun 1. júlí í sumar  Óvissa í skattamálum hafði áhrif á bókanir  Auka tengingu við golfklúbbinn 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Hugmyndir um orkuframleiðslu á Íslandi Draumsýn eða alvara? Afmælisráðstefna ÍSOR 2013 Fimmtudaginn 23. maí kl. 13–16 Grand Hótel Reykjavík Fundarstjóri: Ingibjörg Kaldal, deildarstjóri jarðfræði og umhverfismála hjá ÍSOR Dagskrá: 13.00 Setning – Sigrún Traustadóttir, stjórnarformaður ÍSOR 13.15 Hagkerfi hreinnar orku – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands 13.35 Ávinningur þjóðarinnar af nýtingu orkulindanna – Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 13.55 Starfsemi og hlutverk ÍSOR í orku- og umhverfisrannsóknum – Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR 14.15 Kaffihlé 14.35 The role of geothermal energy in the future global energy budget Professor Jefferson W. Tester, Director Cornell Energy Institute, Cornell University 14.55 Jarðhitaauðlind Íslands – Hve stór er hún og hversu vel þekkjum við hana? Sæunn Halldórsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR 15.15 Nýting jarðhita – tækifæri og takmarkanir Árni Ragnarsson, verkfræðingur hjá ÍSOR 16.00 Fundarslit Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið isor@isor.is eða í síma 528 1500 Mikið stendur til hjá Golfklúbbi Borgarness í sumar en 40 ár eru liðin frá stofnun hans. Töluverðar endurbætur hafa farið fram á golf- skálanum á Hamri, í samráði við Icelandair Hótel Hamar, sem hefur tekið að sér rekstur veitinga- og gistiaðstöðu í skálanum og einnig hefur golfvöllurinn verið end- urbættur. Búið er að gera 18 nýjar sandgryfjur og flytja í því skyni um 200 tonn af hvítum sandi úr Löngufjörum á völlinn. „Aðsóknin til okkar hefur aukist mikið og við urðum að bæta að- stöðuna í skálanum og lagfæra völlinn,“ segir Jóhannes Ármanns- son, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness (GB), en í fyrra komu um 12 þúsund manns á Hamars- völl, fyrir utan klúbbfélaga. Hefur aðsóknin margfaldast síðan völl- urinn var stækkaður í 18 holur ár- ið 2007. Að hótelinu meðtöldu komu um 23 þúsund manns á svæðið í fyrra. Að sögn Jóhannesar er ætlunin að hafa opinn dag fyrir almenning í júlímánuði, þar sem kynna á starfsemina og þá þjónustu sem kylfingum og ferðamönnum stend- ur til boða á Hamri. „Með samstarfinu við hótelið náum við betri markaðssetningu og meiri samlegð. Helgar verða teknar frá á hótelinu, ætlaðar ís- lenskum kylfingum, sem geta kom- ið og spilað og gist í þægilegu um- hverfi. Við viljum að fólk finni að það sé velkomið og fylgt alla leið, þannig að það njóti þess að koma og spila golf, setjast niður í betri stofuna í skálanum og dvelja síðan á hótelinu og njóta góðra veit- inga,“ segir Jóhannes, og hvetur alla kylfinga til að koma við á Hamri í sumar. Nýr vallarstjóri er Haraldur Már Stefánsson og vildi Jóhannes koma á framfæri þökk- um til Hauks Jónssonar, fráfarandi vallarstjóra, fyrir vel unnin störf gegnum tíðina. bjb@mbl.is Golfvöllur Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgar- ness við Hamarsvöll. Þangað komu 12 þúsund manns á síðasta ári. Miklar endurbætur á vellinum og golfskálanum Golfklúbbur Borgarness í samstarf við Hótel Hamar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.