Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Gautur Ívar Halldórsson er þrítugur í dag. Fyrir vikið ætlarhann að halda stærðarinnar veislu í kvöld og á hann von áallt að 100 manns í hana. „Það verða fjórar hljómsveitir og einn til tveir uppistandarar, svo verður dansað fram á nótt,“ segir Gautur um veisluna. Hann er í öllum hljómsveitunum sem spila í henni og heita þær meðal annars Ráðherrarnir og Svartur biskup. „Svo eru hinar hljómsveitirnar bara einhverjar pælingar með félög- unum á svæðinu,“ segir Gautur sem sjálfur leikur á gítar og syngur á meðan leit að söngvara stendur yfir. Gautur er sonur Halldórs Sveins Haukssonar og Sigurlaugar Halldórsdóttur. Hann á einn son sem heitir Kristófer Darri. Gautur Ívar fæddist á Ísafirði en flutti 10 ára gamall til Reykjavíkur. Þar bjó hann í Seljahverfi áður en heimahagarnir kölluðu að nýju og hann flutti á Ísafjörð 26 ára gam- all. Nú starfar hann sem forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðar- bæjar á veturna en á sumrin rekur hann tjaldsvæði í Tungudal og sér um bílastæða- og garðyrkjumál á svæðinu. „Ég var mikill skíða- áhugamaður en er núna fyrst og fremst rekstrarmaður svæðisins. Stærstu áhugamálin eru tónlistin og bílar, en ég ákvað að leggja þau til hliðar í bili því það er svo mikið að gera,“ segir Gautur. Hann seg- ir að enn sé nægur snjór á skíðasvæðinu á Ísafirði en engu að síður sé búið að loka þar sem starfsmenn þess séu horfnir til sumarstarfa. Gautur Ívar Halldórsson er þrítugur í dag Gautur Ívar Halldórsson Gautur fagnar þrítugsafmælinu í dag með pomp og prakt. Hann stefnir að því að halda 100 manna veislu. Fjórar hljómsveitir í 100 manna veislu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akureyri Aþena Elínrós fæddist 17. september kl. 9.16. Hún vó 3.946 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigrún Alda Viðarsdóttir og Guð- laugur Agnar Pálmason. Nýir borgarar Akureyri Freyja Ösp fæddist 11. sept- ember kl. 11.25. Hún vó 4.170 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Sólrún Björg Þorgilsdóttir og Guðmundur Ingi Halldórsson. J ón Arnar Barðdal fæddist við Framnesveginn í Reykjavík 18.5. 1943. Fyrstu æviár hans bjó fjölskyldan við Fram- nesveg, síðar við Kirkjuteig og loks Rauðalæk. Addi var í sveit mörg sumur á æskuárunum, m.a. á Svarfhóli í Borgarfirði. Addi var í Laugarnesskóla, lærði síðar seglasaum við Iðnskólann í Reykjavík og er annar tveggja Ís- lendinga sem öðlast hafa réttindi seglasaumara hér á landi. Addi hefur unnið við seglasaum hjá Seglagerðinni Ægi frá því á unglingsárunum, en faðir hans, Óli Barðadal, var eigandi og forstjóri fyrirtækisins. Þegar faðir Adda lést, 1983, tóku Addi og börn hans við rekstri fyrirtækisins og hafa starf- rækt það síðan. Nú í júní verður Seglagerðin Ægir 100 ára og verður þeirra tímamóta minnst með veg- legum hætti í húsnæði fyrirtækisins úti í Örfirisey. Addi hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um hvers konar veiði, Jón Arnar Barðdal, fyrrv. forstjóri – 70 ára Seglagerðarfjölskyldan Frá vinstri: Óli Þór, Arnar, Sesselja, Afmælisbarnið, Björk, kona hans, og Björgvin. Svífur seglum þöndum Trillukarl Afmælisbarnið Addi í veiðihug og í besta skapi á leið á miðin. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.