Morgunblaðið - 18.05.2013, Síða 44

Morgunblaðið - 18.05.2013, Síða 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Gautur Ívar Halldórsson er þrítugur í dag. Fyrir vikið ætlarhann að halda stærðarinnar veislu í kvöld og á hann von áallt að 100 manns í hana. „Það verða fjórar hljómsveitir og einn til tveir uppistandarar, svo verður dansað fram á nótt,“ segir Gautur um veisluna. Hann er í öllum hljómsveitunum sem spila í henni og heita þær meðal annars Ráðherrarnir og Svartur biskup. „Svo eru hinar hljómsveitirnar bara einhverjar pælingar með félög- unum á svæðinu,“ segir Gautur sem sjálfur leikur á gítar og syngur á meðan leit að söngvara stendur yfir. Gautur er sonur Halldórs Sveins Haukssonar og Sigurlaugar Halldórsdóttur. Hann á einn son sem heitir Kristófer Darri. Gautur Ívar fæddist á Ísafirði en flutti 10 ára gamall til Reykjavíkur. Þar bjó hann í Seljahverfi áður en heimahagarnir kölluðu að nýju og hann flutti á Ísafjörð 26 ára gam- all. Nú starfar hann sem forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðar- bæjar á veturna en á sumrin rekur hann tjaldsvæði í Tungudal og sér um bílastæða- og garðyrkjumál á svæðinu. „Ég var mikill skíða- áhugamaður en er núna fyrst og fremst rekstrarmaður svæðisins. Stærstu áhugamálin eru tónlistin og bílar, en ég ákvað að leggja þau til hliðar í bili því það er svo mikið að gera,“ segir Gautur. Hann seg- ir að enn sé nægur snjór á skíðasvæðinu á Ísafirði en engu að síður sé búið að loka þar sem starfsmenn þess séu horfnir til sumarstarfa. Gautur Ívar Halldórsson er þrítugur í dag Gautur Ívar Halldórsson Gautur fagnar þrítugsafmælinu í dag með pomp og prakt. Hann stefnir að því að halda 100 manna veislu. Fjórar hljómsveitir í 100 manna veislu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akureyri Aþena Elínrós fæddist 17. september kl. 9.16. Hún vó 3.946 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigrún Alda Viðarsdóttir og Guð- laugur Agnar Pálmason. Nýir borgarar Akureyri Freyja Ösp fæddist 11. sept- ember kl. 11.25. Hún vó 4.170 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Sólrún Björg Þorgilsdóttir og Guðmundur Ingi Halldórsson. J ón Arnar Barðdal fæddist við Framnesveginn í Reykjavík 18.5. 1943. Fyrstu æviár hans bjó fjölskyldan við Fram- nesveg, síðar við Kirkjuteig og loks Rauðalæk. Addi var í sveit mörg sumur á æskuárunum, m.a. á Svarfhóli í Borgarfirði. Addi var í Laugarnesskóla, lærði síðar seglasaum við Iðnskólann í Reykjavík og er annar tveggja Ís- lendinga sem öðlast hafa réttindi seglasaumara hér á landi. Addi hefur unnið við seglasaum hjá Seglagerðinni Ægi frá því á unglingsárunum, en faðir hans, Óli Barðadal, var eigandi og forstjóri fyrirtækisins. Þegar faðir Adda lést, 1983, tóku Addi og börn hans við rekstri fyrirtækisins og hafa starf- rækt það síðan. Nú í júní verður Seglagerðin Ægir 100 ára og verður þeirra tímamóta minnst með veg- legum hætti í húsnæði fyrirtækisins úti í Örfirisey. Addi hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um hvers konar veiði, Jón Arnar Barðdal, fyrrv. forstjóri – 70 ára Seglagerðarfjölskyldan Frá vinstri: Óli Þór, Arnar, Sesselja, Afmælisbarnið, Björk, kona hans, og Björgvin. Svífur seglum þöndum Trillukarl Afmælisbarnið Addi í veiðihug og í besta skapi á leið á miðin. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.