Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 lands, og þar var Þór fararstjóri og túlkur þegar á þurfti að halda. Fyrst var haldið til í bænum Soest í Westfalen í viku og haldið til ým- issa borga m.a. í Rínardal og skól- ar skoðaðir. Svo var farið til Berl- ínar og einkum dvalið í vesturhluta borgarinnar, en á þessum tíma stóð Berlínarmúr- inn. Einn dag fórum við austur fyrir og fengum hinar bærileg- ustu móttökur í austurþýska menntamálaráðuneytinu. Þar í nánd skyldi svo hópurinn fá sér hádegismat, og þá urðum við Þór eilítið viðskila við aðra og hann, sem áður hafði verið við nám þarna eystra, leiddi mig inn í gler- fínt mötuneyti á vegum sovéska hersins, en það virtist vera öllum opið. Uppi á vegg stóðu með ký- rillísku letri orðin „bon appétit“. Viðurgerningur reyndist þannig að þegar við mættum félögum okkar aftur kom í ljós að við höfð- um fengið besta og líklega líka ódýrasta matinn. Minnisstætt er einnig að haust- ið 1991 þegar undirritaður átti stórafmæli og hélt því dálítinn fagnað á Ísafirði kom Þór gagn- gert þangað að sunnan ásamt þremur öðrum skólameisturum. Einn þeirra var Kristján Bersi Ólafsson sem andaðist nú nýlega sama dag og Þór. Eftir afmælið litu þeir til Guðmundar Inga skálds á Kirkjubóli áður en þeir héldu aftur suður. Hinn 13. september 2008 var haldið í Akureyrarakademíu sér- stakt jarðeplaþing. Þar flutti Hildur Hákonardóttir, kona Þórs, mjög fróðlegt erindi og þau hjón litu svo inn til okkar hjóna. Sama haust, 2. nóvember, vorum við hjónin fyrir sunnan og fórum í heimboð til Þórs og Hildar að Straumum í Ölfusi. Þau veittu okkur afar þjóðlegan kvöldverð, grasaysting, slátur o.fl. góðgæti. Þá var lýst fyrir okkur verulegum afleiðingum Suðurlandsskjálfta á hús þeirra og búslóð. Með Þór Vigfússyni er fallinn í valinn maður einstakra mann- kosta. Við Anna sendum Hildi og öðrum vandamönnum hans inni- legar samúðarkveðjur. Björn Teitsson. Með Þór Vigfússyni er genginn sá maður sem ég á mest að þakka hvað varðar minn starfsferil. Við komum báðir til starfa við Fjöl- brautaskóla Suðurlands 1983, hann sem skólameistari og ég sem kennari. Innan örfárra ára hafði hann ráðið mig til starfa sem áfangastjóra, samhliða kennslu. Þór var ákaflega vinsæll stjórn- andi, bæði af nemendum og starfsfólki og það var því sem reiðarslag þegar Þór tilkynnti haustið 1994 að hann ætlaði að láta af störfum. Nemendur stóðu fyrir undirskriftasöfnun til að skora á hann að endurskoða ákvörðun sína en honum varð ekki haggað. Atvik höguðu því þannig að ég stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að sækja um skólameistarastarfið – eða ekki. Það var þá sem Þór sannfærði mig um að ég ætti að gera það, hann vissi af eigin reynslu að ég mundi ekki sjá eftir því. Ég tók auðvitað mark á honum með þetta, eins og annað, og sá ekki eftir því. Það var einkum tvennt sem óx mér í augum varðandi það að taka við af Þór, annars vegar hvað það varðar að flytja tölu eða ræður, en Þór var sannkallaður snillingur á því sviði. Hitt var það að varðveita það góða andrúms- loft sem Þór átti stóran þátt í að skapa innan skólans. Ég tókst á við það fyrra með því hugarfari að enginn gæti farið í sporin hans hvað varðaði ræðumennsku, hvorki ég né nokkur annar, en það seinna varð mér að viðvarandi viðfangsefni, að reyna að halda því fjöreggi á lofti sem væri góður starfsandi í skólanum. Margvís- legar kenningar eru um það hvernig eigi að stjórna en ef ekki næst að skapa jákvætt viðhorf til verka er hætt við að ýmis áform um önnur og háleitari markmið verði fyrir bí. Þór braut blað í sögu skóla- meistara framhaldsskóla með því að segja starfi sínu lausu þegar honum fannst komið nóg, þá í fullu fjöri og á besta aldri. Koll- egar hans áttu sumir erfitt með að skilja þetta, fannst hann taka nið- ur fyrir sig með því að fara að kenna. Hann sagði við þá að það væri nú öðru nær, nú væri hann farinn að skemmta sér! Hann var enda afbragðs kennari, bæði já- kvæður og hvetjandi í garð nem- enda sinna. Sem fyrr segir var hann sagnamaður af guðs náð og var frumkvöðull í menningar- tengdri ferðaþjónustu með draugaferðunum sem hann mót- aði með fyrirtækinu Guðmundi Tyrfingssyni. Hann var langt á undan sinni samtíð varðandi kenninguna um ævimenntun, þ.e. að maðurinn ætti alltaf að vera að læra. Hann skellti sér í nám í húsasmíði á miðjum aldri, lagði fyrir sig svæðisleiðsögn svo fátt eitt sé nefnt. Ég vona að aðdáun mín á Þór, og þakklæti til hans, skíni í gegn- um þessar línur. Ég á honum mik- ið að þakka. Skrifa þessar fátæk- legu línur suður við Miðjarðarhaf á fundi um fullorðinsfræðslu. Mikið hefði nú verið gaman ef við Örlygur hefðum verið hér með þér í Bari þar sem hérlendir minnast þessa dagana heilags Nikulásar sem ku bera beinin hér. Hver veit nema við eigum það eft- ir í eilífðinni. Hafðu heila þökk fyrir samvistirnar Þór – og hvíl í friði. Við Kristín vottum þér Hild- ur og fjölskyldu ykkar innilega samúð. Sigurður Sigursveinsson. Kveðja frá Hollvarða- samtökum FSu Náms- og starfsferill Þórs var fjölbreyttur og glæsilegur allt frá landsprófinu við Miðskóla Selfoss vorið 1951 til starfsloka hans við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hagfræðingurinn frá Berlín- arháskólanum lauk sveinsprófi í húsasmíði frá skólanum, áður en hann tók við skólameistarastarf- inu, en síðustu verkefni hans á akri mennta- og uppeldismála tengdust Hollvarðasamtökum fjölbrautaskólans. Hlutverk hans við FSu var tvenns konar, að taka við húsnæð- islausri skólastofnun og byggja upp og móta áfram allt innra starf skólans. Það var ómetanlegur styrkur af nærveru hans, hagsýni og stjórnvisku á erfiðu byggingar- skeiði skólans. Hina hröðu upp- byggingu skólans eftir að Þór kom til starfa, er hægt að rekja til hæfileika hans að laða fram já- kvæð viðbrögð allra sem hann átti viðskipti við. „Musteri æsku og manndóms reisti, sá meistari snjalli er þekkti fagið. Með þolinmæði hann þrautir leysti, sem Þór var flestum betur lagið.“ Persónutöfrar hans voru ólýs- anlegir innan skólans. Framkoma hans mótaði hinn jákvæða skóla- brag og hafði varanleg áhrif á allt umhverfi skólans. „Öllum veitti hann eftir megni aðhald næmt og sérstök kynni, því betri hlið á breyskum þegni blasti við í nálægðinni.“ Allir verða að lúta kalli lífs- klukkunnar þegar hún glymur. Það ríkir djúpur söknuður meðal okkar, er nutum samferðar hans. Innilegar samúðarkveðjur til hans nánustu aðstandenda. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Þórarinsson. Í örfáum orðum vil ég minnast vinar og velgjörðamanns, Þórs Vigfússonar. Kynni okkar hófust í Menntaskólanum að Laugarvatni um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Kunningsskapur okkar spannar því hartnær hálfa öld þótt samverustundir hafi verið færri en skyldi. Ég var fullur eft- irvæntingar þegar ég settist á skólabekk og hóf nám í þýskri tungu hjá Þór. Afreksmanninum Þór í íþróttum mundi ég allvel eft- ir og jákvætt umtal fjölskyldu minnar um hann og allt hans fólk fylgdi mér að heiman. Og mað- urinn stóð svo sannarlega undir væntingum. Hvílík kennsla. Af öllum mínum ágætu kennurum var hann sá albesti. Kennslan var eins og listaverk, blanda af áreynslulausum og ómþýðum verkum Rafaels og Mozarts og spennuþrungnum verkum Michelangelos og Beethovens. Eftir eins vetrar nám hjá Þór kunni maður þýsku. Hann hafði frábært lag á leiðsögn um víddir þýskrar málfræði og honum var eðlislægt að vekja áhuga nem- enda. Seinna urðum við sam- verkamenn í Menntaskólanum við Sund – og vinir. Ekki spillti fyrir að við vorum sveitungar. Báðir slitu barnsskónum á bökkum Ölf- usár. Þór hefur alla tíð verið mér til eftirbreytni þótt aldrei hafi ég komist í hálfkvisti við hann. Fyrir fáeinum vikum fékk ég einu sinni enn að ferðast niður að Napólíf- lóa. Á þeim slóðum minnist ég ætíð gamallar vinkonu og góðs kennara. Þau voru ótrúleg áhrifin sem sagan ĹArrabiata eftir Nób- elsskáldið Paul Heyse hafði á mig fyrsta árið í þýskunámi undir handleiðslu Þórs. Aðalpersóna sögunnar, hin blóðheita hrafn- tinna Laurella, hélt fyrir mér vöku á nóttunni. Það gilti einu þótt ég þyrfti að fletta upp tutt- ugu orðum á hverri blaðsíðu; við það varð sagan enn meiri áskor- un. Sautján ára gamall þýddi ég söguna yfir á íslensku. Sem betur fer fyrir bókmenntaheiminn ligg- ur sú þýðing ennþá ofan í skúffu. Ég kveð Þór með söknuði og virð- ingu. Hafi hann þökk fyrir allt. Hann var einstakur maður. Ekki bara alskemmtilegasti samferða- maðurinn, gáfumenni og afreks- maður í leik og starfi heldur einn- ig fágætur mannvinur. Fólkinu hans votta ég samúð mína. Guðmundur V. Karlsson. Þór Vigfússon var fáum mönn- um líkur. Hvar sem hann kom birti yfir og glaðnaði til. Hann átti í fari sínu kyrrláta gleði sem menn skynjuðu án þess að skilja. Þar lá að baki sjálfur lífsfögnuð- urinn. Þór tranaði sér aldrei fram en fólk af margbreytilegum gerð- um laðaðist að honum. Því olli hlýjan í viðmótinu. Hann var Flóamaður að uppruna, fæddur við Ölfusá þar sem seinna reis kaupstaðurinn á Selfossi. Ungur fór hann til mennta á Laugarvatn og tók þar stúdentspróf vorið 1955. Margir þeirra sem luku menntaskólanámi á Laugarvatni á árunum 1954 og 1955 urðu á skólaárum fyrir sterkum áhrifum af hugmyndafræði marxismans og fimm úr þeim fámenna hópi fóru til háskólanáms í ríkjum Austur-Evrópu. Einn þeirra var Þór. Hann hóf nám í hagfræði við Karl Marx háskólann í Leipzig 1956 og lauk því námi frá háskóla í Austur-Berlín fimm árum síðar. Margt í skilgreiningum Karls Marx á innsta eðli kapitalismans og á djöfuldómi heimsauðvaldsins hefur staðist tímans tönn. Öðru máli gegnir um vegprestana sem hann reisti til að vísa alþýðu heimsins leið til hins stéttlausa sæluríkis er hann taldi sig sjá í hillingum fjarlægrar framtíðar. Þeir prestar leiddu marga á villi- götur og harðstjórar á valdastóli, sem þóttust skilja leiðarvísa Marx betur en aðrir, að honum löngu látnum, kölluðu skelfingu og dauða yfir milljónir manna en auðvaldið ríkir sem fyrr. Ekki veit ég hversu alvarlega Þór tileinkaði sér helstu trúar- setningar marxismans í æsku en svo mikið er víst að skömmu eftir heimkomu hans frá Berlín ruku þær af honum og skólalærdómur- inn í hagfræði gufaði þá líka upp. Árið 1962 var hann reyndar í nokkra mánuði blók hjá austur- þýska verslunarfulltrúanum í Reykjavík en undi þar ekki og kom sér á togara þegar leið að jól- um. Sjómennskan hreinsaði hug- ann. Frá 1963 var Þór þýskukenn- ari, fyrst á Laugarvatni og svo í Reykjavík, allt til ársins 1983 er hann var kvaddur til að gerast skólameistari við ungan fjöl- brautaskóla í heimabyggð sinni á Selfossi. Í störfum sínum sem kennari og skólameistari naut Þór farsældar og ávann sér almenna hylli. Hann kom eins fram við alla. Á árum sínum í Reykjavík milli 1970 og 1980 tók hann allmikinn þátt í stjórnmálum innan Alþýðu- bandalagsins. Hann var þar góður liðsmaður og fór í borgarstjórnina 1978. En stjórnmálastörf í fremstu víglínu henta fáum til lengdar verði þeir sjaldan varir við þytinn frá úlfi og ref í sínu eig- in brjósti. Á þessum Reykjavíkurárum bjó Þór lengi einn í lágreistu bak- húsi við Brekkustíg í vesturbæn- um. Þangað seiddi hann til sín heilladís, sem bjó með börnum sínum í næsta húsi, því sem stend- ur alveg við götuna. Sú er Hildur Hákonardóttir. Við sem vorum börn í heims- kreppunni miklu á fjórða áratug 20. aldar og enn lifum, stöndum nú flest ferðbúin og leggjum senn upp í síðasta áfangann. Minningar um fallna félaga munu styrkja okkur í þeirri raun sem þar er að mæta. Ég kveð góðan dreng og votta öllum vandamönnum Þórs einlæga samúð mína vegna and- láts hans. Kjartan Ólafsson. Orð eru ósköp lítilmótleg þegar kemur að því að minnast stór- mennisins Þórs Vigfússonar. Ein- stakur og ógleymanlegur maður öllum sem honum kynntust og vakti hvar sem hann birtist verð- skuldaða athygli. Menn og konur hópuðust að honum til að hlusta á hvað hann skyldi nú segja en ekki síður, hvernig hann myndi segja það. Frásagnarmeistarinn Þór var á heimsmælikvarða og fróðleikur hans með þeim hætti að menn setti hljóða yfir þeirri vitneskju sem hann bjó yfir. Geymsluminni hans virtist óendanlegt, ekki síst þegar kom að því að muna manna- nöfn, staðarnöfn og ýmis smáat- riði. Smáatriði sem hann gat með listrænum töfrum breitt í aðalat- riði og gert að mögnuðum mið- depli í bráðskemmtilegri sögu sem enginn vildi missa af. Ferðir okkar saman sem byggðust ein- göngu upp á þessum mögnuðu hæfileikum hans hlupu á mörgum tugum. Draugaferðirnar góðu slógu í gegn og margar fleiri fylgdu í kjölfarið. Söfnin sem við lékum okkur að því að byggja saman í framhaldi voru gerð ein- göngu ánægjunnar vegna sem framhaldsþróun út frá hans mögnuðu frásagnarlist og ekki síst áhuga hans og þekkingu á þessu spennandi viðfangsefni. Viðfangsefni sem vissulega skipar ríkan þátt í sögu og menningu okkar Íslendinga. Framkvæmdamaðurinn Þór var ekki síðri en sögumaðurinn. Í smíðum var hann hagleiksmaður mikill og skipti engu hvort um væri að ræða brúarsmíði eða hundraða metra stigabraut niður þverhnípta kletta við Þingvalla- vatn. Allt þetta og miklu meira til gerði meistari Þór sjálfur, ein- göngu ánægjunnar vegna. Á bekknum hans góða í smíða- geymslunni heima hjá honum átt- um við margar góðar stundir. Þar drukkum við íslenskan mjöð, sát- um lengi og ræddum um menn og málefni, pólitík, viðskipti og lífið almennt. Þessar stundir voru mér mikils virði og munu aldrei gleymast. Vinurinn Þór Vigfússon var mér afskaplega kær og mikilvæg- ur. Okkur tókst að sameina vin- áttu, áhugamál, framkvæmda- gleði og viðskipti með einstökum og skemmtilegum hætti. Arður- inn af þeim afrakstri er mér ómet- anlegur, góðu ráðin, trausta og djúpa vináttan sem með okkur myndaðist og aldrei féll skuggi á. Afmælisveislur héldum við í tví- gang saman því örlögin höguðu því þannig að afmælisdagar okkar runnu saman líkt og leiðir okkar. Því miður þróuðust mál þannig að stundir okkar síðastliðið ár voru ekki með þeim hætti sem til stóð. Bekkurinn beið mín vissulega, góðu ráðin, einstaka viðmótið og bara hugsunin um að mæta þang- að til að skiptast á sögum um okk- ar ævintýri yljaði mér oft og hjálpaði til á erfiðum stundum. Nú treysti ég því hins vegar og trúi að þú bíðir mín við annan bekk minn kæri vinur og þakklæti er mér efst í huga fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku Hildur, fjölskylda, ætt- ingjar og vinir, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Minning um einstakan mann mun lifa í hjarta okkar og huga alla tíð. Benedikt Gísli Guðmundsson. Margs er að minnast, væri að minnast … þokan þykk yfir hafi minninganna og margt sokkið í djúpin. Freistað skal að hreyfa far úr hrófi, gá hvort flýtur. Langt að sækja til sex áratuga, þá voru fyrstu fundir. Haust að lokinni landsprófsþraut. Verður vetur bærilegur? Ég kveið ekki kennurum, en félagarnir – fær heimóttin ég inngöngu í hópinn? Prófdúxinn frá Selfossi átti að birtast í bekknum, að sagt var. Líklega ógaman að fá annan við- líka kúrista og þessi hér var. Undrun þegar að mér vatt sér ógnarsláni, kankvís með björtu brosi, gaman yrði að takast á við mig. En sportið strákar, hvað með körfubolta? Fullur af kappi 15 vetra þroska. Óðfús að finna ungum kröftum viðnám. Þannig var Þór. Við urðum mátar á Laugar- vatni. Heppinn var ég þar. Heppnin raunar okkar allra. Því að hann var bonae voluntatis um- fram allt, maður góðs vilja. Sígef- andi af sér í aðkrepptu umhverfi. Mér fannst ég njóta verndar, ekk- ert illt gæti hent mig ef hann var nær. Ég hélt þeim hætti að vera drjúgan hluta vetrar heima í Klængseli, las þar. Það sparaði fé við uppihald efra. Taldi mér trú um að eitthvað létti ég undir með lúnum. En þá fyrst munaði um þegar Þór kom í gegningarnar. Klængselshjón tóku gestinum vel, hann dvaldist nokkrar vikur í senn. Einar pabbi var ánægður með liðsaukann, mamma Margrét tók honum sem glötuðum syni. Og hann var hændur að henni, sjálfur móðurlaus. Við beygðum og hneigðum latínuorð milli mála, gleymdum ekki heldur þýskunni, blessaður Þórður gat því fagnað „ráðhústurnum“ sínum endur- heimtum. Vorum jafningjar að kalla í því bóklega en hann var kempan, stóð uppúr hópnum jafn- vígur á allt. Aftur út á haf minninganna. Vík varð milli vina, ég við nám í Búdapest, hann í Berlín. Ég vitj- aði kynna. Saman gengum við Stalinallee og hæddumst að öm- urð sósíalismans, skruppum vest- uryfir og komum á Kúdamm, auð- urinn yfirþyrmandi. Reikuðum um Treptower Park, heyrðum marmarann kveina yfir fjölda- gröfum framandi hermanna. Fór- um í leikhús Brechts á Schiffs- bauerdamm og sáum Helene Weigel draga stríðsvagn Mutter Courage. Héldum á skytning, burt frá ofboðssögu þýskrar þjóð- ar. Áfram róið, aðrar myndir birt- ast. Við í næturhúmi arkandi um fjöllin við Laugardal. Þór orðinn kennari á Laugarvatni að hressa sig eftir prófatörn. Enduðum sæt- þreyttir í morgunkaffi á bæ inni í dal, aufúsugestir. Enn dreg ég úr minningahafi. Aukinn áræðni af fjallaglímunni fyrrgreindu lagði ég í landskoðun með Þór. Fótgangandi dægra- villtir úr Fljótshlíð upp í Land- mannalaugar, niður í Skaftár- tungu, austur á Núpstað, þaðan í Skaftafell. Lítil fyrirhyggja, létt- ur malur, fósturjörðin ekki fótum hlífisöm, allt nýtt fyrir augum. Hælsæri hefti mig í Eldgjá, föru- nautur tók mig á bakið og hljóp með byrðina hálfan dag. Í klungr- um Skeiðarárjökuls með ofsaveð- ur í aðsigi dugðu skór lítt til fót- festu en ráð fannst, að draga sokkana utanyfir. Hurð skall á hæla. Nú verður ekki lengur afli beitt til bjargar né leitað þrautaráða á vegferð okkar Þórs. Að leiðarlok- um á við: Góð var lífsins ganga. Hjalti Kristgeirsson Þór Vigfússon, fyrrum skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- lands, hefur skilið eftir sig marg- ar eftirminnilegar myndir í hugskoti þeirra sem þekktu til hans. Til að ganga milli þeirra mynda væri við hæfi að hafa und- irspil Modest Petrowitsch Mus- sorgski, væri þess kostur. Hver annar en Þór hefur sett Flóaveit- una í sigurstranglegri stöðu en Kínamúrinn er gagnvart eftirtekt alheimsins frá hæstu sjónarhól- um. Ég sé í huga mér mynd af borðhaldi Þórs á heimili sínu og Hildar; þar er skorið brauð sem gæti fyrir ókunnugan verið steinn úr Ingólfsfjalli að útliti en í reynd hollustufæði hið dýrðlegasta. Honum bregður fyrir í einu rita Matthíasar ritstjóra hjólandi á Vestfjörðum, á annarri mynd er hann á kajak úti fyrir ströndum Íslands. Skrifborð hans í skólan- um á Selfossi krefur notandann til að standa við skriftirnar, enga málamiðlun þegar sjálfsaginn er í fyrirrúmi að hætti Halldórs Lax- ness. Í Húsi hinnar pólitísku menntunar í Vestur-Berlín und- irbýr hann hóp skólafólks frá Ís- landi til farar austur fyrir múrinn gráa og blóðuga en Þór var vitni að uppbyggingu hans. Í Austur- Berlín leysir hann handtekinn fé- laga sinn úr klóm tortrygginna landamæravarða með slíkum snöfurleik að skjótar mætti ekki kylfa ráða kasti. Hann stendur andspænis hermönnum í lest á ferð í Austur-Þýskalandi sem miða vopnum sínum að samferða- manni hans, vegabréfslausum skólameistara frá Íslandi, og talar til þeirra af slíkum myndugleik að Þór Vigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.