Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 138. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Banaslys á Akranesi 2. Blóðug handrukkun í Seljahverfi 3. Áhyggjur verði Vigdís ráðherra 4. Notfæra sér konur í meðferð  Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean heldur tónleika í Laugar- dalshöll 16. júlí nk. Ocean hóf tónlist- arferil sinn sem lagahöfundur og hef- ur m.a. samið lög fyrir Beyoncé Knowles, Justin Bieber og John Leg- end. Í fyrra sendi hann frá sér sína fyrstu sólóplötu, Channel Orange, og hlaut mörg verðlaun fyrir hana, m.a. tvenn Grammy-verðlaun og Brit- verðlaun. Plötunni var afar vel tekið af gagnrýnendum og nýtur Ocean mikilla vinsælda víða um heim. „Sjaldan eða aldrei hefur tekist að fá listamann til landsins á þeim tíma- punkti sem nú er hjá Frank Ocean. Hann er heitastur í heimi, það vilja hann allir og þeir staðir sem hann fer á eru vandlega valdir af umboðs- manni hans og útgáfufyrirtæki“, seg- ir m.a. í tilkynningu um tónleikana frá fyrirtækinu Senu. AFP Frank Ocean heldur tónleika í Höllinni  Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 21. maí. Fréttaþjónusta verður um hvítasunnuhelgina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifta og auglýsinga er opið í dag, laugardag, frá kl. 7-13 en lokað er á hvítasunnudag og ann- an í hvítasunnu. Þjónustuverið verður opnað aftur á þriðjudag kl. 7. Sími þjónustuvers er 569-1122 og netföng- in eru askrift@mbl.is og augl@mbl.is. Blaðberaþjónusta er opin í dag, laugardag, frá kl. 6-12. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Símanúmer Morgunblaðsins er 569- 1100. Fréttaþjónusta á mbl.is um helgina FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða súld með köflum V-lands, en hægari A-til og þurrt að kalla og víða léttskýjað NA-til. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á N- og A-landi. Á sunnudag (hvítasunnudag) Suðaustan 5-13 m/s með rigningu V-lands, en hægari og þurrt fyrir austan. 5 til 15 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag (annan í hvítasunnu) Suðvestan 8-13 með skúrum, en hægari og bjart á A- verðu landinu. Heldur kólnandi. „Nú vantar þennan töffaraskap í Þórsliðið. Norðanmenn þurfa að hætta að láta allt fara í taugarnar á sér og spila eins menn,“ skrifar Tóm- as Þór Þórðarson í pistli um Pepsi- deildina í knattspyrnu en fjórða um- ferð hennar er leikin á mánudag og þriðjudag. Þar eiga Þórsarar fyrir höndum nýliðaslag við Víkinga frá Ólafsvík. »4 Nú vantar töffara- skapinn í Þórsliðið Magnús Þórir Matthíasson spilaði í hálftíma með Kefl- víkingum gegn Víkingi í Ólafsvík í fyrrakvöld en það dugði honum til að verða fyrir valinu sem leikmaður 3. umferðar hjá Morgun- blaðinu. „Það gekk flestallt upp á þessum hálftíma,“ segir Magnús sem lagði upp mark, krækti í vítaspyrnu og innsiglaði loks sigurinn með þriðja markinu. »2-3 Sá besti spilaði bara í hálftíma Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunn- þór Jónsson kveðst hafa gengið í gegnum fyrsta alvörumótlætið á ferl- inum hjá enska félaginu Wolves. Þar hefur hann fengið lítil sem engin tækifæri og fallið með liðinu um tvær deildir á hálfu öðru ári. „Þetta er búið að vera leiðindaár. Nú er bara að reyna að hreinsa hug- ann, taka sér smáfrí og sjá hvað gerist næst,“ segir Eggert. »1 „Þetta er búið að vera leiðindaár“ Anna Marsibil Clausen annamarsy@monitor.is Þegar hlýnar í veðri flykkjast sól- þyrstir Íslendingar á kaffihús. Eft- ir langan vetur þykir mörgum gott að geta setið úti með svalandi drykk en megnið af viðskiptum veitingastaða borgarinnar yfir sumartímann kemur þó ekki frá Ís- lendingum. Í fyrra heimsóttu 768.000 ferða- menn Ísland og leiða má líkur að því að stór hluti þeirra hafi komið við á einhverjum af þeim fjölmörgu veitingastöðum sem finna má í miðbæ Reykjavíkur. „Háannatíminn er auðvitað ekki kominn þó að margir ferðamenn séu í bænum,“ segir Andri Björns- son, einn eigenda veitingahússins Vegamóta. „Síðasta sumar var gott og þetta fer ágætlega af stað. Við vonumst bara eftir nægri sól,“ bæt- ir Andri við. Guðný Atladóttir, framkvæmdastjóri Kaffi París, seg- ir að maí í fyrra hafi verið sólríkari og það hafi skilað sér í auknum við- skiptum. „Þetta fer allt eftir veðri,“ segir Guðný. Gríðarleg fjölgun milli ára. Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar, fjölgaði ferðamönn- um um nítján prósent frá árinu 2011 til 2012 og hún telur líklegt að þessi þróun muni halda áfram. Á sama tímabili jukust viðskipti Kaffi París um 25 prósent. „Við erum löngu búin að sprengja utan af okkur,“ segir Guðný. „Kaffi París er þannig stað- sett að við fáum alltaf viðskiptavini. Það var aðeins einn sólardagur í ágúst í fyrra en í ágúst þar áður voru fjölmargir. Samt sem áður voru mánuðirnir jafn stórir hjá okkur.“ Guðný er þó ávallt reiðubú- in ef sólin skyldi brjótast fram. „Við erum alltaf með starfsfólk sem við getum hringt í og við köllum seinni vaktina oft inn fyrr þegar það er gott veður,“ segir hún. Vot hvítasunnuhelgi Veðurguðirnir munu þó ekki hafa í hyggju að ýta undir aukavaktir á veitingastöðum borgarinnar þessa helgina. Að sögn Veðurstofu Ís- lands verður skýjað og súld með köflum á höfuðborgarsvæðinu í dag og búast má við nokkurri úrkomu og vætu allt fram á miðvikudag. Veitingamenn þurfa þó ekki að ör- vænta ef marka má langtímaspár Veðurstofunnar sem benda til þess að lofthiti verði yfir meðallagi næstu þrjá mánuði. Hvítasunnu- helgin er gjarnan fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins og miðað við veðurspána er best fyrir borgarbúa að leggja land undir fót og leita sólar á Norðausturlandi. „Þetta fer allt eftir veðri“  Sólin glæðir viðskipti veitingahús- anna og það gera ferðamenn líka Morgunblaðið/Kristinn Austurvöllur Erlendir ferðamenn setja orðið svo um munar svip á kaffihúsalífið í Reykjavík. Heyra má mörg tungumál töluð á sólríkum degi. Stúdentakjallarinn undirbýr nú sína fyrstu sumarvertíð en hann er til húsa á neðstu hæð Há- skólatorgs í Háskóla Íslands. „Það verður opið í sumar en há- annatíminn okkar er auðvitað yf- ir veturinn öfugt við aðra,“ segir Heimir Hannesson, dagskrár- stjóri Stúdentakjallarans. Hann segir að það sé þó alltaf eitthvað um að vera í háskólanum og að margir ferðamenn sæki mennta- stofnunina heim. „Sólríkir dagar eru reyndar ekki okkar sterkasta vígi en framkvæmdum lýkur brátt á efri hæðinni og þá getum við vonandi komið okkur upp góðu útisvæði,“ segir Heimir. Veturinn er háannatími FYRSTA SUMARVERTÍÐ STÚDENTAKJALLARANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.