Morgunblaðið - 18.05.2013, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 18.05.2013, Qupperneq 56
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 138. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Banaslys á Akranesi 2. Blóðug handrukkun í Seljahverfi 3. Áhyggjur verði Vigdís ráðherra 4. Notfæra sér konur í meðferð  Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean heldur tónleika í Laugar- dalshöll 16. júlí nk. Ocean hóf tónlist- arferil sinn sem lagahöfundur og hef- ur m.a. samið lög fyrir Beyoncé Knowles, Justin Bieber og John Leg- end. Í fyrra sendi hann frá sér sína fyrstu sólóplötu, Channel Orange, og hlaut mörg verðlaun fyrir hana, m.a. tvenn Grammy-verðlaun og Brit- verðlaun. Plötunni var afar vel tekið af gagnrýnendum og nýtur Ocean mikilla vinsælda víða um heim. „Sjaldan eða aldrei hefur tekist að fá listamann til landsins á þeim tíma- punkti sem nú er hjá Frank Ocean. Hann er heitastur í heimi, það vilja hann allir og þeir staðir sem hann fer á eru vandlega valdir af umboðs- manni hans og útgáfufyrirtæki“, seg- ir m.a. í tilkynningu um tónleikana frá fyrirtækinu Senu. AFP Frank Ocean heldur tónleika í Höllinni  Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 21. maí. Fréttaþjónusta verður um hvítasunnuhelgina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifta og auglýsinga er opið í dag, laugardag, frá kl. 7-13 en lokað er á hvítasunnudag og ann- an í hvítasunnu. Þjónustuverið verður opnað aftur á þriðjudag kl. 7. Sími þjónustuvers er 569-1122 og netföng- in eru askrift@mbl.is og augl@mbl.is. Blaðberaþjónusta er opin í dag, laugardag, frá kl. 6-12. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Símanúmer Morgunblaðsins er 569- 1100. Fréttaþjónusta á mbl.is um helgina FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða súld með köflum V-lands, en hægari A-til og þurrt að kalla og víða léttskýjað NA-til. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á N- og A-landi. Á sunnudag (hvítasunnudag) Suðaustan 5-13 m/s með rigningu V-lands, en hægari og þurrt fyrir austan. 5 til 15 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag (annan í hvítasunnu) Suðvestan 8-13 með skúrum, en hægari og bjart á A- verðu landinu. Heldur kólnandi. „Nú vantar þennan töffaraskap í Þórsliðið. Norðanmenn þurfa að hætta að láta allt fara í taugarnar á sér og spila eins menn,“ skrifar Tóm- as Þór Þórðarson í pistli um Pepsi- deildina í knattspyrnu en fjórða um- ferð hennar er leikin á mánudag og þriðjudag. Þar eiga Þórsarar fyrir höndum nýliðaslag við Víkinga frá Ólafsvík. »4 Nú vantar töffara- skapinn í Þórsliðið Magnús Þórir Matthíasson spilaði í hálftíma með Kefl- víkingum gegn Víkingi í Ólafsvík í fyrrakvöld en það dugði honum til að verða fyrir valinu sem leikmaður 3. umferðar hjá Morgun- blaðinu. „Það gekk flestallt upp á þessum hálftíma,“ segir Magnús sem lagði upp mark, krækti í vítaspyrnu og innsiglaði loks sigurinn með þriðja markinu. »2-3 Sá besti spilaði bara í hálftíma Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunn- þór Jónsson kveðst hafa gengið í gegnum fyrsta alvörumótlætið á ferl- inum hjá enska félaginu Wolves. Þar hefur hann fengið lítil sem engin tækifæri og fallið með liðinu um tvær deildir á hálfu öðru ári. „Þetta er búið að vera leiðindaár. Nú er bara að reyna að hreinsa hug- ann, taka sér smáfrí og sjá hvað gerist næst,“ segir Eggert. »1 „Þetta er búið að vera leiðindaár“ Anna Marsibil Clausen annamarsy@monitor.is Þegar hlýnar í veðri flykkjast sól- þyrstir Íslendingar á kaffihús. Eft- ir langan vetur þykir mörgum gott að geta setið úti með svalandi drykk en megnið af viðskiptum veitingastaða borgarinnar yfir sumartímann kemur þó ekki frá Ís- lendingum. Í fyrra heimsóttu 768.000 ferða- menn Ísland og leiða má líkur að því að stór hluti þeirra hafi komið við á einhverjum af þeim fjölmörgu veitingastöðum sem finna má í miðbæ Reykjavíkur. „Háannatíminn er auðvitað ekki kominn þó að margir ferðamenn séu í bænum,“ segir Andri Björns- son, einn eigenda veitingahússins Vegamóta. „Síðasta sumar var gott og þetta fer ágætlega af stað. Við vonumst bara eftir nægri sól,“ bæt- ir Andri við. Guðný Atladóttir, framkvæmdastjóri Kaffi París, seg- ir að maí í fyrra hafi verið sólríkari og það hafi skilað sér í auknum við- skiptum. „Þetta fer allt eftir veðri,“ segir Guðný. Gríðarleg fjölgun milli ára. Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar, fjölgaði ferðamönn- um um nítján prósent frá árinu 2011 til 2012 og hún telur líklegt að þessi þróun muni halda áfram. Á sama tímabili jukust viðskipti Kaffi París um 25 prósent. „Við erum löngu búin að sprengja utan af okkur,“ segir Guðný. „Kaffi París er þannig stað- sett að við fáum alltaf viðskiptavini. Það var aðeins einn sólardagur í ágúst í fyrra en í ágúst þar áður voru fjölmargir. Samt sem áður voru mánuðirnir jafn stórir hjá okkur.“ Guðný er þó ávallt reiðubú- in ef sólin skyldi brjótast fram. „Við erum alltaf með starfsfólk sem við getum hringt í og við köllum seinni vaktina oft inn fyrr þegar það er gott veður,“ segir hún. Vot hvítasunnuhelgi Veðurguðirnir munu þó ekki hafa í hyggju að ýta undir aukavaktir á veitingastöðum borgarinnar þessa helgina. Að sögn Veðurstofu Ís- lands verður skýjað og súld með köflum á höfuðborgarsvæðinu í dag og búast má við nokkurri úrkomu og vætu allt fram á miðvikudag. Veitingamenn þurfa þó ekki að ör- vænta ef marka má langtímaspár Veðurstofunnar sem benda til þess að lofthiti verði yfir meðallagi næstu þrjá mánuði. Hvítasunnu- helgin er gjarnan fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins og miðað við veðurspána er best fyrir borgarbúa að leggja land undir fót og leita sólar á Norðausturlandi. „Þetta fer allt eftir veðri“  Sólin glæðir viðskipti veitingahús- anna og það gera ferðamenn líka Morgunblaðið/Kristinn Austurvöllur Erlendir ferðamenn setja orðið svo um munar svip á kaffihúsalífið í Reykjavík. Heyra má mörg tungumál töluð á sólríkum degi. Stúdentakjallarinn undirbýr nú sína fyrstu sumarvertíð en hann er til húsa á neðstu hæð Há- skólatorgs í Háskóla Íslands. „Það verður opið í sumar en há- annatíminn okkar er auðvitað yf- ir veturinn öfugt við aðra,“ segir Heimir Hannesson, dagskrár- stjóri Stúdentakjallarans. Hann segir að það sé þó alltaf eitthvað um að vera í háskólanum og að margir ferðamenn sæki mennta- stofnunina heim. „Sólríkir dagar eru reyndar ekki okkar sterkasta vígi en framkvæmdum lýkur brátt á efri hæðinni og þá getum við vonandi komið okkur upp góðu útisvæði,“ segir Heimir. Veturinn er háannatími FYRSTA SUMARVERTÍÐ STÚDENTAKJALLARANS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.