Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, gagnrýndi harðlega tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hag- sæld varðandi landbúnað á um- ræðufundi Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja í vikunni. Sindri segir að við vinnu verkefn- isstjórnarinnar hafi engir fulltrúar landbúnaðarins verið kallaðir að borðinu og það væri með ólíkindum að lagðar væru til róttækar breyt- ingar á landbúnaðarkerfinu í því ljósi að því er fram kemur í frásögn af fundinum á vef Bændasamtak- anna. „Í tillögunum er meðal annars til- tekið að samfélagsleg rök fyrir verndun landbúnaðar eigi síður við um alifugla- og svínarækt heldur en aðrar búgreinar. Þar eru grein- arnar sagðar verksmiðjubúskapur sem að stórum hluta sé rekinn í eða við þéttbýli. Þá er lagt til að afnema ætti að fullu tolla á innflutt svína- og alifuglakjöt og lækka ætti al- menna tolla um helming,“ segir á vef samtakanna. Sindri sagði á umræðufundinum að hann væri hreinlega gapandi hissa á umræddri skýrslu og þeim tillögum sem komi fram í henni. Gagnrýnir samráðið harðlega  Gapandi hissa á samráðsskýrslu Morgunblaðið/Sverrir Tillögur Lagt til afnám tolla að fullu á innflutt svína- og alifuglakjöt. SÁÁ hefur gert samning við Atl- antsolíu með það að markmiði að styðja við Barnahjálp SÁÁ sem stofnuð var í síðustu viku. Samning- urinn gengur út á að 2 krónur af hverjum lítra sem keyptur er með með sérstökum SÁÁ-lykli Atlants- olíu renni til Barnahjálpar SÁÁ. Auk þess fylgja ýmis fríðindi og af- sláttarkjör. Af þessu tilefni afhenti Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmda- stjóri Atlantsolíu, Önnu Flosadóttur kennara í mynd- og leiklist við Hlíðaskóla í Reykjavík fyrsta SÁÁ- lykilinn. Anna hefur unnið með börnum alla sína starfsævi og þykir málefnið brýnt. „Þetta er mjög þarft málefni sem ég vil endilega fá að leggja lið,“ segir Anna, sem er dóttir hins landsfræga leikara Flosa Ólafssonar heitins og hefur kennt börnum leik- og myndlist í tæp 30 ár. Anna komst í fréttir árið 2011 þegar Björn Thors leikari tileinkaði Önnu Grímuverðlaun sem hann hlaut fyrir besta leik í aðalhlutverki. Barnahjálp SÁÁ var stofnuð á uppstigningardag, 9. maí sl. og hef- ur það að markmiði að aðstoða börn alkóhólista, en talið er að um 6.000 börn á Íslandi þjáist af völdum áfengis- og vímuefnasýki foreldra sinna. Mögulegt að auka þjónustuna Gunnar Smári Egilsson, formað- ur SÁÁ, er að vonum ánægður með samninginn. Hann gefi fólki sem vill styðja Barnahjálpina tæki til að veita þann stuðning á auðveldan og hagkvæman máta. Sá stuðningur muni hjálpa SÁÁ að veita börnum áfram sálfræðiþjónustu og hugs- anlega að auka enn þjónustu sam- takana við börn alkóhólista í fram- tíðinni. Styðja Barnahjálp SÁÁ Morgunblaðið/Kristinn Sá fyrsti Guðrún Ragna Garðarsdóttir afhenti Önnu Flosadóttur lykilinn. Málþingið „ Endurbættur Kjalveg- ur: Framför í ferðaþjónustu og styrking byggða“ verður haldið á Hótel Sögu fimmtudaginn 23. maí frá 10 til 14. Haldin verða fjórtán stutt erindi, t.d. aðila í ferðaþjónustu sem nýta Kjalveg, um byggðaráhrif vegabóta, um veður og valkosti í vegagerð. Að undirbúningnum hafa starfað nokkrir áhugamenn um endurbætur á veginum, en ástand vegarins hefur farið hríðversnandi undanfarin ár. Málþingið verður í salnum Hekla í norðurenda Hótel Sögu, á annarri hæð. Málþingið er ókeypis og opið öllu áhugafólki. Málþing um endurbættan Kjalveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.