Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.05.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2013 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS GERSEMAR 18.5. - 25.8. 2013 HUGLÆG LANDAKORT - MANNSHVÖRF 18.5. - 30.6. 2013 Leiðsögn laugardag 18. maí í fylgd Alessandro Castiglioni sýningarstjóra. Opin vinnustofa, sunnudaginn 19. maí kl. 10.30-13.30. Allir velkomnir! Sjá nánar á vefsíðu safnsins. SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Opið þriðjud.-fimmtud. kl. 11-14, sunnud. 13-16 Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands Safnið er lokað um hvítasunnuna. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS List án landamæra: Síðasta sýningarhelgi Sunnudagur 19. maí: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Sunnudagur kl. 14: Leiðsögn á ítölsku um grunnsýningu safnsins Hátíðarsýningar í tilefni 150 ára afmælis Þjóðminjasafns: Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús Fylgist með á facebook: http://www.facebook.com/thjodminjasafn Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga frá kl. 10-17 Art=Text=Art Verk eftir samtímalistamenn Sunnudagur 19. maí kl. 15 Sýningarstjóraspjall með Rachel Nackman Hellisgerði, blóma- og skemmtigarður Opið annan í Hvítasunnu mánudaginn 20. maí frá 12-17 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Næst síðasta sýningarhelgi NORDIC DESIGN TODAY Innlit í Glit Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég vona að Anouk frá Hollandi vinni keppnina í ár, því þetta er besta lagið og það lag sem snertir mest við mér. Það kæmi mér hins vegar ekk- ert á óvart ef Aserbaídsjan ynni. Fa- rid Mammadov söng lagið brjál- æðislega vel í undankeppninni sl. fimmtudag og túlkunin var mjög sterk. Eins eiga Danir auðvitað séns, en það gæti unnið gegn þeim að vera ekki aftar í lagaröðinni,“ segir Reyn- ir Þór Eggertsson, Eurovision- spekingur með meiru og annar tveggja umsjónarmanna sjónvarps- þáttanna Alla leið á RÚV. Reynir bendir á að röðin á lög- unum sem flutt verða í lokakeppni Eurovision í kvöld hafi mikið að segja, en flest sigurstranglegustu lögin eru aftan við miðju. „Það hefur sýnt sig að síðustu átta lögin eða síð- asti þriðjungurinn fær helminginn af öllum stigunum,“ segir Reynir og tekur fram að vissulega séu und- antekningar á þessu. „Því þegar Jó- hanna Guðrún lenti í öðru sæti árið 2009 þá vorum við sjöundu á svið og Alexander Rybak var í miðjunni.“ Eyþór Ingi er nítjandi á svið í Malmö í kvöld, næstur á eftir Dönum og beint á undan Aserbaídjan. Spurður hvort þessi röð muni vinna með eða gegn laginu segist Reynir sannfærður um að þetta muni hjálpa íslenska laginu. „Það er mikill kostur að vera næst á eftir laginu sem allir búast við að vinni, því það þýðir að fólk situr við skjáinn þegar kemur að Eyþóri Inga. Einnig er það kostur að lögin frá Danmörku og Aserbaídjan eru bæði kröftug, sem myndar góðan kontrast við íslenska lagið sem er lát- laust og einfalt. Ég er sannfærður um það virki vel fyrir íslenska lagið að vera nokkurs konar hvíld eftir all- ar sprengingarnar og lætin.“ Beðinn að nefna þau lönd sem hann telur að verði í efstu sætum segist Reynir verða að nefna sex lönd á topp fimm listanum. „Ég verð að nefna Aserba- ídjan, Georgíu, Danmörk, Rússland, Holland og Úkraínu, en ég veit ekk- ert í hvaða röð þessi lönd verða,“ segir Reynir sem reyndist býsna sannspár um hvaða lög kæmust upp úr undankeppnunum tveimur. Spurður hvar hann telji að Ísland lendi hugsar Reynir sig vel um og segir svo: „Ég hef ekki hugmynd um það. Ætli ég segi ekki bara 12. sæti, en það yrði þá besti árangur íslensks sóló-karlsöngvara í keppninni,“ segir Reynir. Spáir Eyþóri Inga góðu gengi „Mér finnst enginn augljós sig- urvegari í keppninni þetta árið. En það er einmitt það sem er svo skemmtilegt við þessa keppni. Að hún er óútreiknanleg og kemur manni sífellt á óvart, þar sem maður getur aldrei vitað fyrirfram hvernig fer. Vissulega er Emmelie de Forest frá Danmörku mjög sigurstrangleg, en ég er alls ekki sannfærð um að hún taki þetta. Hún verður þó klár- lega á topp fimm listanum,“ segir söngkonan og útvarpskonan Guðrún Gunnarsdóttir sem fylgst hefur með Eurovision um árabil starfs síns vegna og margoft tekið þátt í sön- keppninni bæði heima og erlendis. Beðin að nefna þau lönd sem hún telji að verði í efstu sætum í kvöld segist Guðrún verða að nefna tíu lönd. „Ég verð að nefna Ísland enda virðist Eyþór Ingi vera að heilla alla upp úr skónum þarna úti. Hann er svo yfirvegaður og rólegur í flutningi sínum,“ segir Guðrún og tekur fram að hún heyri að Eyþór Ingi sé ein- mitt í miklu uppáhaldi hjá tæknifólki keppninnar sökum þess hversu mik- ill gæðasöngvari hann er. „Af öðrum Norðurlandaþjóðum verð ég að nefna Danmörk og Sví- þjóð, en ég er hins vegar ekki viss um að Noregur komist hátt, enda fannst mér söngkonan ekki sannfærandi sem flytjandi þó lagið sé fínt. Auk þessara laga held ég að Úkraína, Aserbaídsjan, Georgía, Grikkland og Moldavía lendi ofarlega,“ segir Guð- rún og tekur fram að hún verði einn- ig að nefna Rússland þó hún sé sjálf ekki sérlega hrifin af rússneska lag- inu. „En hefðin segir mér að Rúss- land verði á topp tíu listanum. Að lokum verð ég svo að minnast á Hol- land, en það lag er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst Anouk flytja lag- ið sérlega vel á látlausan og hrífandi hátt.“ Spurð hvort hún þori að spá um sjálft vinningslagið segist Guð- rún hreinlega verða að nefna Ísland, enda bjartsýn að eðlisfari. Sammála um að Holland bjóði upp á besta lagið í ár Reynir Þór Eggertsson Guðrún Gunnarsdóttir  Telja ólíklegt að Danir vinni þrátt fyrir spár AF EUROVISION Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Nú þegar lokakvöldið í Eurovision er framundan er gaman að velta fyr- ir sér mögulegum sigurvegurum, möguleikum Íslands og mögulegum óvæntum sigurvegurum í keppninni. Líkt og undanfarin ár hafa OGAE International, alþjóðleg sam- tök áhugamanna um Eurovision, gert könnun meðal sinna fé- lagsmanna á því hvaða lönd séu lík- leg til að vinna. Um er að ræða 39 klúbba í löndum víðsvegar um Evr- ópu og víðar, þar á meðal FÁSES á Íslandi. Af 15 efstu lögum hjá OGAE eru þrjú sem ekki komust áfram, þar á meðal lag San Marínó sem OGAE- liðar höfðu spáð öðru sæti. Könnun sem þessi er árleg og oft hafa fé- lagsmenn hitt naglann á höfuðið, en þau ár hafa líka komið þar sem fé- lagsmennirnir hafa haft allt aðra skoðun en sá mikli fjöldi sem hefur yfir símum að ráða í Evrópu.    Danmörk ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í þessum niður- stöðum með lagið „Only Teardrops“ í flutningi Emmelie de Forest. Lagið fær 374 stig, þar af 12 stig frá 18 klúbbum og tíu stig frá átta klúbb- Sameinumst öll sem eitt yfir Eurovision um. Íslenski aðdáendaklúbburinn var meðal þeirra sem gáfu Dönum 12 stig. Eins og fyrr segir spáðu klúbb- arnir San Marínó öðru sæti, en fram- lag þess verður ekki með í úrslitum. Í þriðja sæti spáðu klúbbarnir Norð- mönnum og fékk „I Feed You My Love“ með Margaret Berger 269 stig í könnuninni, þar af 12 stig frá tveimur klúbbum, þeim danska og þeim breska. Norska lagið fékk hins- vegar tíu stig frá þrettán klúbbum, þar á meðal þeim íslenska sem raun- ar valdið norræn lög í efstu þremur sætum því FÁSES gaf sænska fram- laginu átta stig þetta árið. Fjórða er framlag Þýskalands, lagið Glorious sem Cascada flytur, með 195 stig. Lagið er falleg melódía með poppívafi og boðskapurinn: „Lifðu áður en þú deyrð.“ Eitthvað sem við ættum kannski flest að til- einka okkur meira. Íslenski klúbb- urinn var með Þjóðverja í fjórða sæti, gaf þeim sjö stig. Tveir klúbbar gáfu Þjóðverjum 12 stig, ísraelski klúbburinn og sá í Andorra. Í fimmta sæti í könnuninni varð framlag Ítalíu, lag sem kannski lítið hefur farið fyrir þar sem lagið fer sjálfkrafa í úrslit. Ítalinn Marco Mengoni syngur framlag þeirra í ár – lagið L’Essenziale. Lagið er á ítölsku, melódískt og ljúft og fékk 177 stig, þar af tólf frá fjórum klúbb- um, þeim moldóvska, litháíska, hol- lenska og portúgalska. Íslenski klúbburinn gaf Ítölum fjögur stig. Í sjötta sæti í könnun OGAE varð framlag Hollendinga, lagið Birds með söngkonunni Anouk. Lag- ið er afar falleg og ljúf melódía sem fékk alls 147 stig, þar af 12 frá einum klúbbi – þeim írska. Íslenski klúbb- urinn gaf því fimm stig.    Af öðrum lögum sem raðast ofarlega má nefna hina bresku Bon- nie Tyler með lagið „Believe In Me“ sem lenti með 119 stig í áttunda sæti. Hinn snoppufríði Robin Stjern- berg frá Svíþjóð með lagið You varð níundi með 103 stig. Framlag Íslands í ár, Ég á líf, með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni lendir samkvæmt könnuninni í 12. sæti með 41 stig. Það vekur athygli greinarhöf- undar að Grikkland hafnar í 30. sæti með fjögur stig, Írland í 16. sæti með 29 stig, Rússland í 10. sæti með 83 stig og Finnland í 17. sæti með 28 stig. Allt eru þetta lög sem hafa fengið mjög góðar viðtökur meðal áhorfenda á keppninni, sem eru að stórum hluta sami markhópur og tekur þátt í könnun OGAE.    Í Eurovision er oft talað um „Dark horse“ og átt við lag sem kemur öllum að óvörum og vinnur Eurovision 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.