Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Heilsa og hreyfing Til að fá fram meira af þessum náttúrulega ljómaskiptir gott og fjölbreytt mataræði auðvitað málien ég held að maður geti gefið húðinni líka gott „trít“ með ýmsum matvælum úr eldhúsinu. Við konurnar eigum það til að eyða miklum peningum í snyrtivörur og spa- meðferðir, þegar við gætum gert ýmislegt heima. Ég virðist ekki gefa mér tíma í að gera þetta heima hjá mér en dreymir samt um að eiga góða kvöld- stund í heima-spai. Ekki væri verra að eiga slíka stund með góðum vinkonum. Maður ætti kannski að stinga upp á því við vinkonurnar að mæta ómálaðar í næsta saumaklúbb með hafra, mjólk, jógúrt, hunang, salt og sítrónuolíu í farteskinu og setja á okkur heimagerðan andlits- maska, liggja með hendur eða fætur í mjúku baði og gefa hver annarri axlanudd. Ekki væri verra að horfa á Sex and the city á meðan, maula gulrætur, agúrkur og blómkál með jógúrtídýfu og drekka líf- rænt te … já eða kannski bara einn Cosmopolitan. Fyrir næsta sunnudag ætla ég því að kynna mér málið betur og koma með hugmyndir um nátt- úrulegar leiðir til að gera okkur enn fallegri fyrir sumarið, en vil þó skilja við ykkur með tvær hug- myndir til að prófa. Önnur er andlitsmaski úr jógúrt og hunangi og hin er mjúkt fótabað með mjólk, ep- sonsalti og sítrónuolíu. Þetta er bara dásamlegt! AÐ GERA VEL VIÐ SIG HEIMA Á SUMRIN ÞEGAR ÉG ER MEIRA Á FERÐALÖGUM, Í SUNDI OG ÚTI VIÐ LANGAR MIG AÐ MÁLA MIG MINNA EN VERA SAMT HRAUSTLEG Á NÁTTÚRULEGAN HÁTT. Jógurt- og hunangsmaski fyrir andlit * Blandið tveimur mat-skeiðum af hreinni jógúrt sam- an við tvær matskeiðar af góðu hunangi og berið á hreint andlitið. Gott er að hafa handklæði á koddanum og annað utan um hálsinn ef eitt- hvað skyldi renna niður. Látið liggja á í 10-15 mín. og hreins- ið af með vel volgu vatni. Mjólkurfótabað * Blandið saman fjórumbollum af volgri nýmjólk, tveimur teskeiðum af epson- salti, sex dropum af góðri la- venderolíu eða kaldpressaðri sítrónuolíu og leyfið fótunum að njóta í 20 mín. BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR Andlitsmaski úr jógúrt og hunangi er hugmynd fyrir helgina. Heilbrigt líf H ugtakið ofurfæða var fyrst notað í ágústblaði Nature Nutrition árið 1998, þar sem vísindamaðurinn Aaron Moss segir að sumar fæðutegundir séu svo næringarríkar að það væri hægt að tala um þær sem ofurfæðu. Orðið var bannað í markaðslegum tilgangi hjá Evrópusambandinu 1. júlí 2007, nema að því fylgdu vísindalegar sannanir. Orðið er því ekki almennt notað af næringarfræð- ingum og margir halda því fram að það geti verið villandi og megi misnota í markaðs- legum tilgangi; villandi með því að tala betur um ákveðnar fæðutegundir en aðrar, líkt og mikilvægt sé að leggja áherslu á þær; og misnotað þegar ekki er tekið fram að í ein- staka tilfellum getur fæða sem kölluð er of- urfæða verið eitruð eins og t.d. þang. En samkvæmt rannsóknum getur þang verið eitrað við ákveðin skilyrði og valdið lifr- arskemmdum. Nokkur dæmi um fæðuna Í dag er orðið ofurfæða notað yfir margar næringarríkar fæðutegundir, en rannsóknir hafa sýnt að ofurvirkni þeirra umfram aðrar fæðutegundir á sjaldan við rök að styðjast. Dæmi um slíka fæðu eru ber, hnetur, fræ, dökkgrænt grænmeti eins og grænkál, brokkolí og rósakál, sítrusávextir, feitur fisk- ur eins og lax, makríll og sardínur, sætar kartöflur, hrátt súkkulaði og heilkorn. Það dregur þó enginn í efa að hér er um að ræða næringarríka og góða fæðu. Niðurstöður rannsókna í samanburði við fullyrðingar Í grein Ameliu Hill úr The Guardian frá árinu 2007 skoðar hún niðurstöður rann- sókna í samanburði við fullyrðingar um svo- kallaða ofurfæðu. Þar kemur meðal annars fram að vísindalegum rannsóknum ber ekki saman um ákveðin jákvæð áhrif þessarar fæðu á heilsuna. Rannsóknirnar gátu til dæmis ekki staðfest að ber, sem eru hvað mest rannsökuð af ofangreindum fæðuteg- undum, væru meiri ofurfæða en önnur fæða úr jurtaríkinu. Þá sýndi ein rannsóknin að hrátt súkkulaði hefði jákvæð áhrif á blóð- þrýsting á meðan önnur dró slík áhrif í efa. Í sömu grein segir dr. Jeremy Spencer frá matvæla- og næringardeild Reading- háskólans í Bretlandi að það sé ekki aðeins villandi að greina fæðu niður í hluta og rann- saka áhrif þeirra hvers um sig á heilsu okk- ar, heldur sé ómögulegt að segja fyrir um viðbrögð allra einstaklinga við ákveðnum fæðutegundum og því ómögulegt að segja að hver einstaklingur muni fá það sama út úr fæðunni. Hann nefnir líka að áhrif fæðunnar í heild geti verið meiri eða öðruvísi en sam- anlagðir hlutar hennar og þannig haft önnur áhrif á fólk en hluti af henni gerir á rann- sóknarstofu. Michael Pollan tekur undir Undir þetta tekur hinn þekkti Michael Poll- an í bókinni The Omnivoŕs Dilemma - Mat- aræði, handbók um hollustu. Hann segir að vísindi næringarfræðinnar fjalli um að rann- saka eitt eða fá næringarefni í einu, sem gerir það að verkum að við tökum næring- arefnin úr samhengi við matinn, matinn úr samhengi við mataræðið og mataræðið úr samhengi við lífsstílinn. Hugtakið sem markaðstól Pollan og Spencer telja mikilvægast að neyta eins fjölbreyttrar og hreinnar fæðu og mögu- legt er. Fólk ætti ekki að leitast við að borða „ofurfæðu“ í nútímaskilgreiningu þess orðs, heldur venja sig á „súpermataræði“, sem er eins og áður segir fjölbreytt og óunnið. Amelia talar um að með markaðssetningu á fæðutegundum sem ofurfæðu hafi salan á þeim aukist og verðið hækkað. Loks er mik- ilvægt að hafa í huga að gott getur verið fyr- ir fólk að auka neyslu ákveðinna fæðuteg- unda ef um vöntun á tilteknum næringar- efnum er að ræða. Spencer segir að ekki sé hægt að tala um að ein fæðutegund sé betri en önnur þar sem þarfir fólks eru mismun- andi og verkun næringarefna ólík í mismun- andi samhengi. Enginn dregur þó í efa holl- ustu slíkra fæðutegunda eða þau jákvæðu áhrif sem hver einstaklingur getur upplifað af ákveðnum fæðutegundum umfram aðr- ar. Fjölbreytt fæða er lykilatriði. http://en.wikipedia.org/wiki/Superfood www.researchgate.net/directory/ publications/Leitarorð: Berry fruits www.guardian.co.uk/uk/2007/ may/13/health.healthandwell- being1 http://www.healthalicious- ness.com/nutritionfacts/ SKIPTAR SKOÐANIR UM HEILSUFRÆÐIN Getur fæða verið ofurfæða? ORÐIÐ OFURFÆÐA, „SUPERFOOD“, ER ALGENGT ORÐ Á MATVÆLA- MARKAÐI Í DAG OG NOTAÐ TIL AÐ LÝSA NÆRINGARRÍKUM MAT SEM TALINN ER GETA HAFT EINSTAKLEGA JÁKVÆÐ ÁHRIF Á HEILSUNA. BANDARÍSKI RITHÖFUNDURINN MICHAEL POLLEN, HÖFUNDUR MAT- ARÆÐI, HANDBÓK UM HOLLUSTU, SEGIR AÐ HUGMYNDAFRÆÐIN AÐ BAKI OFURFÆÐU SÉ VILLANDI FYRIR NEYTANDANN. Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com Bláber hafa verið sögð ein vandaðasta ofurfæðan meðan paprika, sem þó er til dæmis margtfalt ríkari af C-vítamíni sem og A-vítamíni, er ekki talin til slíkrar fæðu samkvæmt ofurfæðisfræðunum. Lax er afar næringarríkur en telst þó ekki til of- urfæðu því ekki þarf að huga sérstaklega að því að borða ekki of mikið af honum. Morgunblaðið/ÞÖK Svokallaðar kakónibbur eru dæmi um ofurfæðu að sögn Sollu Eiríks.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.