Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Síða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Síða 23
Morgunblaðið/Ómar 12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Heilsa og hreyfing O rðið ofurfæða var upphaflega notað yfir framandi fæðutegundir sem margir þekktu ekki,“ segir Sól- veig Eiríksdóttir, eða Solla á Gló eins og hún er jafnan kölluð, aðspurð um ofurfæðu. Hún segir að ofurfæða sé ekki bara almennt holl fæða heldur einstaklega næringarrík og áhrifamikil fæða sem ekki megi borða of mikið af. Það geti leitt til uppkasta. „Dæmi um ofurfæðu eru maca-rótin sem er svipuð og gin- seng-rót úr Andesfjöllum, blómafræflar, ashwangandarót, luc- uma-ávöxturinn, hrátt kakó og kakónibbur,“ segir Sólveig. Hún segir að ef fólk neyti hæfilegra skammta af slíkum virkum fæðutegundum geti þeir vissulega haft jákvæð áhrif á heilsuna, sérstaklega þar sem margir neyti svo næringarsnauðrar fæðu. Komin svo langt frá upprunanum Þegar Solla er spurð af hverju næringarrík fæða sé nú kölluð ofurfæða segir hún að líklega séu ýmsar ástæður fyrir því. „Við erum komin svo langt frá uppruna fæðunnar og með því að kalla næringarríka og góða fæðu alment ofurfæðu fara kannski fleiri að neyta hennar.“ Solla tekur dæmi um fæðutegund eins og lax sem er ekki ofurfæða í upprunalegum skilningi þess orðs þar sem maður geti borðað nánast eins mikið og maður vill af honum án þess að verða meint af. Hún segir að orðið ofurfæða hafi þó ekki sömu merkingu og það hafði upphaflega og bætir við að nú virðist það vera orðið ákveðið markaðstól á öðrum for- sendum. „Við Íslendingar eigum til dæmis ofurfæðuna krækiber, fjallagrös og söl. Ég ímynda mér að ef við borðum of mikið af þessum fæðutegundum fari virkni þeirra yfir skynsamleg mörk. Það getur til dæmis verið auðvelt að fá niðurgang ef mað- ur borðar of mikið af krækiberjum, því þau örva svo melt- inguna,“ segir hún. „Sumt er á mörkum þess að vera meðal og matur,“ segir Solla að lokum. Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla á Gló, segir ekki ráðlegt að borða of mikið af svokallaðri ofurfæðu. Morgunblaðið/Golli ALLRA BEST Í HÓFI Íslensk áhrifarík fæða SUM NÆRINGARRÍK FÆÐA TELST EKKI MEÐ Deilt hefur verið um næringargildi hvei- tigrass. Matskeið af spínati inniheldur meira C-vítamín en 30 ml af hveitigrasi. Er þetta eitthvað súper? Bláber eru oft talin fremst í flokki ofurfæðu. En til samanburðar við græna papríku sem ekki hefur verið talin til ofurfæðu, inniheldur 100 gr af ferskri grænni papriku sjö sinnum meira A-vítamíni, átta sinnum meira af C-vítamíni, nánast fjórfalt meira af B6-vítamíni en 100 g af ferskum blá- berjum samkvæmt næringarvefnum www.healthaliciousness.com. Bláber- in eru hins vegar töluvert trefja- ríkari. Bláber eru þó að sjálfsögðu frábær fæða sem enginn dregur í efa. Þang er talið til ofurfæðu. Nær- ingargildi þangs sýnir mikið af kalki, járni, magnesium og fólinsýru, en ef það er borið saman við annað grænt salat eða grænt grænmeti kemur í ljós að innihald þessara næringarefna er ekki minna í grænu salati/ grænmeti. Ef eitthvað er innihalda ýmsar tegundir af grænu blaðsalati að auki miklu meira af A- og C- vítamíni en þang. Þá er algeng fullyrðing að hveiti- gras afeitri líkamann og sagt að 30 ml skot af hveitigrassafa innihaldi jafnmikið af næringarefnum og eitt kíló af grænmeti. Samkvæmt grein Ameliu Hall inni- heldur aðeins matskeið af spínati, sem reyndar er einnig talið til of- urfæðu, meira af fólinsýru og C- vítamíni en 30 ml af hveitigrasi. Amelia Hall, Forget superfoods, you cańt beat an apple a day, The Guardian / The Observer, Maí 2007. www.guardian.co.uk www.nutriondata.self.com www.healthaliciousness.com

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.