Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 40
Fatamerkið Freebird, hannað af Gunnari Hilmarssyni og Kolbrúnu Petreu Gunn- arsdóttur, opnaði á dögunum nýja verslun á Laugavegi 46. Ný vetrarlína frá fyrirtæk- inu kemur á markað í ágúst/september og undirbúningur fyrir næsta vor er í fullum gangi hjá fyrirtækinu. „Við erum ákaflega stolt af því að hafa opnað Freebird-búðina á Laugaveginum í samstarfi við Eydísi Björgu Sæmunds- dóttur og Hólmgeir Hólmgeirsson, sam- starfsfólk okkar til margra ára. Við höfðum saknað þess að vinna með þeim. Með versluninni þá tekst okkur að endurspegla alla Freebird-veröldina á einum stað. Línan er stór og margbreytileg og það kemur sterkt fram í búðinni,“ segir Gunnar. Vorlínan 2014 frumsýnd í júlí Um þessar mundir er vorlínan fyrir 2014 í undirbúningi og að sögn Gunna er verið að klára að teikna hana. „Við erum búin að vera dag og nótt síðustu vikur í því verk- efni. Sú lína verður frumsýnd víða um heim núna í júlí. Við erum ákaflega spennt fyrir því,“ segir hann að lokum. NÝ VERSLUN FREEBIRD OPNUÐ Vetur og næsta vor undirbúið hjá Freebird Íslensk vetrarrómantík er ráðandi á myndum Ara Magg fyrir vetrarlínu Freebird, AW 13, en yfirskriftin er „Winter Fairytale“ eða vetrarævintýri. 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Föt og fylgihlutir N ýleg rannsókn í Bretlandi bendir á að 74% iðkenda í yngstu aldursflokkunum 7-12 ára notast við skóbúnað sem ekki er svartur. Hér á Íslandi má gera ráð fyrir að tölurnar séu svipaðar. Sé kíkt á Norðurálsmótið eða á Gull- og Silfurmótið í Kópavogi þar sem yngstu iðkendurnir etja kappi þarf að leita lengi til að finna svarta skó. Árið 1996 voru tölurnar öðruvísi. 100% spiluðu í svörtum skóm. Skömmu síðar kom ungur Englend- ingur fram í sviðsljósið með Manchester United sem átti eftir að breyta tískuvitund fótboltamanna. Knattspyrnuheimurinn eltir Ball og Beckham Alan Ball er sagður fyrstur hafa spilað í hvítum skóm. Mætti þá til leiks með Everton í leik um góð- gerðarskjöldinn 1971. Hummel var á höttunum eftir leikmanni til að spila í hvítum skóm og Ball var mað- urinn. Fékk 2000 sterlingspund fyrir. En auðvitað var það David Beckham sem gerði þetta töff. Eftir mark- ið hans margfræga gegn Wimbledon 1996 varð Beck- ham tískugoð. Engu virðist skipta hvort það er sítt hár, stutt hár, aflitað hár, hanakambur, hvítir skór eða neonskór. Ef Beckham gerir það þá fylgir knatt- spyrnutískuheimurinn með. Gulir, rauðir, grænir og bláir Í efstu deild hér heima er svarti skórinn nánast út- dauður og litirnir teknir við. Árni Vilhjálmsson, leik- maður Blika, er í grænum, Gunnar Már í ÍBV er í rauðum og svona mætti lengi telja. Reyndar er það svo að leikmenn sem spila í svörtum skóm er hægt að telja á fingrum annarrar handar. Sé farið í búð sem selur fótboltaskó er erfitt að finna svarta skó. Nike, PUMA og ADIDAS framleiða þá varla lengur. Allar stórstjörnur fótboltaheimsins spila í skóm sem eru bjartir og glansa. Enda skiptir máli hvernig mað- ur lítur út – líka inni á vellinum. Morgunblaðið/Kristinn Gulir með rauðum reimum. Meira að segja reimarnar eru komnar í lit. Skórnir í dag. Frá leik KR-Stjörnunnar í fyrstu umferð. Grétar Sigfinnur Sigurðarson spilar í skóm sem mega teljast svartir. Grænn og glæsilegur. Árni Vilhjálms- son á þessa skó. Skiluðu honum tveimur mörkum í fyrsta leik. Svarti skórinn nánast útdauður ÞAÐ ER AF SEM ÁÐURVAR ÞEGAR ÞEIR SEM SPARKA Í FÓTBOLTA KLÆDDUST SVÖRTUM SKÓM ÚR LEÐRI. NÚNA ER SKÓRINN ORÐINN MARGLITAÐUR OG SVARTSKÓA MENN KOMNIR Í MINNIHLUTA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is FÓTBOLTAMENNVELJA LITI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.