Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Qupperneq 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Qupperneq 40
Fatamerkið Freebird, hannað af Gunnari Hilmarssyni og Kolbrúnu Petreu Gunn- arsdóttur, opnaði á dögunum nýja verslun á Laugavegi 46. Ný vetrarlína frá fyrirtæk- inu kemur á markað í ágúst/september og undirbúningur fyrir næsta vor er í fullum gangi hjá fyrirtækinu. „Við erum ákaflega stolt af því að hafa opnað Freebird-búðina á Laugaveginum í samstarfi við Eydísi Björgu Sæmunds- dóttur og Hólmgeir Hólmgeirsson, sam- starfsfólk okkar til margra ára. Við höfðum saknað þess að vinna með þeim. Með versluninni þá tekst okkur að endurspegla alla Freebird-veröldina á einum stað. Línan er stór og margbreytileg og það kemur sterkt fram í búðinni,“ segir Gunnar. Vorlínan 2014 frumsýnd í júlí Um þessar mundir er vorlínan fyrir 2014 í undirbúningi og að sögn Gunna er verið að klára að teikna hana. „Við erum búin að vera dag og nótt síðustu vikur í því verk- efni. Sú lína verður frumsýnd víða um heim núna í júlí. Við erum ákaflega spennt fyrir því,“ segir hann að lokum. NÝ VERSLUN FREEBIRD OPNUÐ Vetur og næsta vor undirbúið hjá Freebird Íslensk vetrarrómantík er ráðandi á myndum Ara Magg fyrir vetrarlínu Freebird, AW 13, en yfirskriftin er „Winter Fairytale“ eða vetrarævintýri. 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Föt og fylgihlutir N ýleg rannsókn í Bretlandi bendir á að 74% iðkenda í yngstu aldursflokkunum 7-12 ára notast við skóbúnað sem ekki er svartur. Hér á Íslandi má gera ráð fyrir að tölurnar séu svipaðar. Sé kíkt á Norðurálsmótið eða á Gull- og Silfurmótið í Kópavogi þar sem yngstu iðkendurnir etja kappi þarf að leita lengi til að finna svarta skó. Árið 1996 voru tölurnar öðruvísi. 100% spiluðu í svörtum skóm. Skömmu síðar kom ungur Englend- ingur fram í sviðsljósið með Manchester United sem átti eftir að breyta tískuvitund fótboltamanna. Knattspyrnuheimurinn eltir Ball og Beckham Alan Ball er sagður fyrstur hafa spilað í hvítum skóm. Mætti þá til leiks með Everton í leik um góð- gerðarskjöldinn 1971. Hummel var á höttunum eftir leikmanni til að spila í hvítum skóm og Ball var mað- urinn. Fékk 2000 sterlingspund fyrir. En auðvitað var það David Beckham sem gerði þetta töff. Eftir mark- ið hans margfræga gegn Wimbledon 1996 varð Beck- ham tískugoð. Engu virðist skipta hvort það er sítt hár, stutt hár, aflitað hár, hanakambur, hvítir skór eða neonskór. Ef Beckham gerir það þá fylgir knatt- spyrnutískuheimurinn með. Gulir, rauðir, grænir og bláir Í efstu deild hér heima er svarti skórinn nánast út- dauður og litirnir teknir við. Árni Vilhjálmsson, leik- maður Blika, er í grænum, Gunnar Már í ÍBV er í rauðum og svona mætti lengi telja. Reyndar er það svo að leikmenn sem spila í svörtum skóm er hægt að telja á fingrum annarrar handar. Sé farið í búð sem selur fótboltaskó er erfitt að finna svarta skó. Nike, PUMA og ADIDAS framleiða þá varla lengur. Allar stórstjörnur fótboltaheimsins spila í skóm sem eru bjartir og glansa. Enda skiptir máli hvernig mað- ur lítur út – líka inni á vellinum. Morgunblaðið/Kristinn Gulir með rauðum reimum. Meira að segja reimarnar eru komnar í lit. Skórnir í dag. Frá leik KR-Stjörnunnar í fyrstu umferð. Grétar Sigfinnur Sigurðarson spilar í skóm sem mega teljast svartir. Grænn og glæsilegur. Árni Vilhjálms- son á þessa skó. Skiluðu honum tveimur mörkum í fyrsta leik. Svarti skórinn nánast útdauður ÞAÐ ER AF SEM ÁÐURVAR ÞEGAR ÞEIR SEM SPARKA Í FÓTBOLTA KLÆDDUST SVÖRTUM SKÓM ÚR LEÐRI. NÚNA ER SKÓRINN ORÐINN MARGLITAÐUR OG SVARTSKÓA MENN KOMNIR Í MINNIHLUTA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is FÓTBOLTAMENNVELJA LITI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.