Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 F ljótt á litið virðist ekki margt gott hægt að segja um „kalda stríðið“. Heiminum var skipt í fylkingar og margur var grunaður um græsku og ekki alltaf að ástæðulausu. Milljónir manna voru sárþjáðar á sálinni áratugum saman vegna kjarnorkuvár sem þeir ætluðu að vofði sífellt yfir. Margoft og reglubundið voru birtar lærðar greinar um hversu oft og mörgum sinnum stórveldin gætu nú gjöreytt öllu lífi hvort hjá öðru og í fram- haldinu gert alla jarðneska tilveru óbærilega. Ófróða samfélagið En þegar gamla kjörorðið „allt er gott sem skapar vinnu“ er haft í huga átti kalda stríðið sínar góðu hlið- ar og þær sumar skínandi skærar og pússaðar. Vopnasmiðir og raunvísindamenn í fjölmörgum greinum líktust ár eftir ár kartöflubændum í Þykkva- bæ í sífelldu góðæri með frostlausum nóttum fram í október. Tugir þúsunda stórgáfaðra manna gegndu prófessorsstöðum við fjölda háskóla og lögðu mat á kalda stríðið á firnaflottum fyrirlestrum og ófáar doktorsritgerðir voru skrifaðar sem sérfræðingarnir vottuðu hver hjá öðrum af skarpskyggni fullkomlega lausir við vanhæfni af nokkru tagi, þrátt fyrir nálægð og vináttu, sem ýtti fremur undir fræðilega fjarlægð en hitt. Nutu þessir vísindamenn að vonum mikillar virðingar fyrir yfirburði sína og skyggnigáfu inn í flókna veröld leyndarhjúps, samsæris og pólitískra átaka í hásölum valda, þar sem einn afleikur gat þýtt að milljarður manna yrði máður út án þess að frétta af því eins og hundrað þúsund vespur sofandi í sinni kúlu. Öllum þessum yfirburðasnillingum kom að vísu algjörlega í opna skjöldu þegar múrinn hrundi allt í einu og í ljós kom að gamla sovétið sem ógnað hafði öllum heiminum stóð ekki lengur undir sér og hafði kannski aldrei gert. Nú hefði verið kjörið að nýir sér- fræðingar skrifuðu þúsundir doktorsritgerða um all- ar gömlu doktorsritgerðirnar. Bæði hefði það skapað mikla vinnu og heilmikil móttökuumsvif og ýtt undir útgáfu á ritrýndum fræðiritum. En ritrýni er nýlegt heiti yfir ofmetin fyrirbæri í lokuðum fræðasam- félögum sem er þó síst af öllu trygging fyrir að birt efni sé frumlegt og vekjandi. En það tryggir auðvitað bærilega að það falli í kram þeirra sem fyrir eru á fleti. Bræðrabylta í bankafræðum En hinum frægu kaldastríðssérfræðingum má segja til hróss að þeir voru ekki meira úti að aka í sínum fræðum en hundruð þúsunda hagfræðinga frá lærð- ustu skólum veraldar og í fræðasetrum banka- starfseminnar voru um fyrirsjáanlegt bankahrun. Höfðu þeir síðartöldu þó skrifað hundruð þúsunda ritrýndra greina sem vinir og félagar höfðu farið samviskulega yfir og vottað. Þykja þeir flestir ef ekki allir sjálfsagt síst minni spekingar eftir sem áður. Stjórnmálafræðingar segjast sumir vissir um að með lokum kalda stríðsins hafi nálgun stjórnmálanna fengið algjörlega nýjan brag. Þar vitna þeir til þess að nú sé slagurinn ekki „upp á líf og dauða“ enda séu heimsyfirráð hvergi á döfinni lengur nema helst í þeim bíómyndum sem enn eru gerðar í kringum James Bond. Þá vill gleymast að kalda stríðið stóð fremur stutt þegar horft er til sögunnar. Menn urðu ekki uppteknir af því fyrr en eftir að heimsstyrjöld- inni síðari lauk og stríðsbræðurnir sem stóðu saman að stofnun Sameinuðu þjóðanna fóru smám saman að fjarlægjast eftir því sem lengra varð í Hitler og áttu loks orðið fátt sameiginlegt. Stalín og erfðaprinsar hans bjuggu auðvitað við hástig lýðræðisins, öfugt við Vesturlandabúa. Þeir lutu í öllu vilja landa sinna ör- eiganna, sem þeim hafði tekist að fjölga mjög mynd- arlega.Þar var hvorki grætt né grillað sem nú telst öruggt merki um sjálfbært og sætt líf. Ein ástæðan var sú að ríkið átti allt og því ekkert að græða og grill voru hvergi sjáanleg. Lífsbaráttunni lauk ekki Bandaríkin þráðu að draga sig sem allra fyrst burt úr vesturevrópskum vandræðum, njóta á ný einangr- Betra að vakna við vondan draum en vakna ekki * En þrátt fyrir að kalda stríðið sénú orðið hæfilega volgt bendirmargt til þess að lífsbaráttan hafi ekki verið afnumin né heldur bar- áttan fyrir lífsskoðun og þeim gildum sem meðal annars voru nefnd í sí- gildri ræðu í fjallshlíð. Reykjavíkurbréf 10.05.13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.