Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. Á G Ú S T 2 0 1 3
195. tölublað 101. árgangur
SUNDNÁMSKEIÐ,
JÓGA, HOLLUSTA,
OG HEILSUBÍÓ
AKRANES
FJÖLSKYLDUVÆN
ÚTIVISTARPERLA
100 DAGA HRINGFERÐ 2048 SÍÐNA AUKABLAÐ UM HEILSU
ÁRA
STOFNAÐ
1913
AFP
Eitur Uppreisnarmenn segja 1.300 hafa
látist í efnavopnaárásum stjórnarhersins.
Samkvæmt Unicef hafa fleiri en
milljón börn flúið átökin í Sýrlandi
en um 740 þúsund þeirra eru undir
11 ára aldri. Anthony Lake, fram-
kvæmdastjóri Unicef, segir alþjóða-
samfélagið hafa brugðist skyldum
sínum gagnvart börnum í landinu,
sem hafi verið rifin frá heimilum
sínum og upplifað hrylling sem
fæstir geti gert sér í hugarlund. Um
helmingur allra flóttamanna frá
Sýrlandi er á barnsaldri en tæplega
tvær milljónir barna eru taldar vera
á vergangi innan landamæranna.
Mannréttindasamtök og stjórn-
málamenn víða um heim kölluðu
eftir því í gær að sýrlensk stjórn-
völd leyfðu vopnaeftirlitsmönnum
Sameinuðu þjóðanna að heimsækja
þá staði þar sem stjórnarandstæð-
ingar segja að hundruð hafi fallið í
efnavopnaárásum stjórnarhersins á
miðvikudag. »26
Milljón börn hafa
flúið átökin í Sýrlandi
Samtök iðnaðarins sendu erindi til
Samkeppniseftirlitsins á dögunum
vegna svokallaðrar „skanna-sölu“ í
íslenskum verslunum. Slíkt fyr-
irkomulag gengur út á að verslanir
greiða eingöngu fyrir þær vörur sem
eru seldar í gegnum skanna í búð-
inni en ekki fyrir þær vörur sem
þeim eru afhentar.
Ýmis framleiðslufyrirtæki og inn-
flytjendur eru ósátt við þetta fyr-
irkomulag og telja sig bera alla
ábyrgð á rýrnun og þjófnaði innan
verslana. „Ef ég afhendi 100 stykki
af minni vöru og síðan selur búðin
eingöngu 80 stykki þá gufa þessi 20
stykki bara upp í kerfinu og búðin
ber enga ábyrgð,“ segir eigandi mat-
vælaframleiðslufyrirtækis á höf-
uðborgarsvæðinu.
Mörg fyrirtæki óttast að gagn-
rýna fyrirkomulagið þar sem þau
gætu misst viðskipti sín við stórar
verslunarkeðjur í kjölfarið, að mati
sérfræðings hjá Samtökum iðnaðar-
ins. Framkvæmdastjóri Hagkaupa
segir „skanna-sölu“ hafa færst í
aukana eftir efnahagshrunið en seg-
ir samninga við smásala vera margs-
konar. »6
„Skanna-sala“ til
Samkeppniseftirlits
Morgunblaðið/Ómar
Alþingishúsið Tekist er á um lyktir
umsóknar Íslands um aðild að ESB.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég tel að það sé sjúsk og subbuskap-
ur ef menn ætla að slíta viðræðunum
með þessum hætti án þess að hafa
sérstakt samþykki á Alþingi þar um,“
segir Össur Skarphéðinsson, þing-
maður Samfylkingar og utanríkisráð-
herra í síðustu ríkisstjórn, spurður
hvort hann telji að ný stjórn þurfi að
fá samþykkta þingsályktunartillögu
á Alþingi til að geta slitið aðildar-
viðræðunum við Evrópusambandið.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra hefur fengið álitsgerð um
heimildir sínar sem ráðherra til að
slíta viðræðum. Er niðurstaðan sú að
ríkisstjórnin sé ekki bundin af þings-
ályktun fyrri stjórnar í málinu.
Gangi gegn stefnuyfirlýsingu
Gunnar Bragi segir álitsgerðina
„taka af öll tvímæli“ um að hann hafi
heimildir til að setja af samninga-
nefnd og samningahópa vegna ESB-
umsóknar. „Það þýðir að við getum
tekið ákvörðun um slit á viðræðum.
Það hefur hins vegar ekkert verið
rætt,“ segir Gunnar Bragi. »4
„Sjúsk og subbuskapur“
Fyrrverandi utanríkisráðherra fordæmir slit ESB-við-
ræðn
„Þetta var virkilega skemmtilegt og gaman að
bera sig saman við þær bestu,“ sagði Aníta Hin-
riksdóttir, heims- og Evrópumeistari unglinga í
800 m hlaupi, eftir að hún reyndi sig gegn heims-
meistara fullorðinna og fleiri af bestu 800 m
hlaupurum heims á Demantamóti Alþjóða frjáls-
íþróttasambandsins í Stokkhólmi í gærkvöldi.
„Mér leið virkilega vel og hraðinn í hlaupinu
hentaði mér vel,“ sagði Aníta sem hafnaði í 8.
sæti á 2.02,17, þremur og hálfri sekúndu á eftir
sigurvegaranum, Eunice Sum, heimsmeistara
frá Kenía. » Íþróttir
„Gaman að bera sig saman við þær bestu“
Ljósmynd/Árni Torfason
Aníta Hinriksdóttir mætti þeim bestu í Stokkhólmi
Lægstu laun á landinu hafa hækk-
að nær tvöfalt á við bætur öryrkja
frá því kreppan skall á 2008 til árs-
ins 2013. Þetta kemur fram í úttekt
Talnakönnunar hf. á þróun bóta
Tryggingastofnunar til öryrkja, sem
gerð var fyrir Öryrkjabandalag Ís-
lands og kynnt var á aðalstjórn-
arfundi ÖBÍ í gær. Heildartekjur ör-
yrkja hækkuðu um 4,7% frá janúar
2009 til janúar 2013, en á sama tíma
hækkaði launavísitala um 23,5%.
„Niðurstaðan er skýr og út frá henni
má fullyrða að kjör öryrkja hafi
versnað meira en annarra á tíma-
bilinu frá hruni,“ segir í úttektinni.
omfr@mbl.is
Lægstu laun hækk-
uðu nær tvöfalt
meira en bætur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
Lagt var fram bréf bankastjóra
Landsbankans varðandi lóð fyrir
nýjar höfuðstöðvar bankans á borg-
arráðsfundi í gær. „Það hefur verið
ljóst að þeir hafa haft áhuga á því, en
ferlið er ekki komið langt,“ segir
Árni Geir Pálsson, verkefnastjóri
hjá Sítusi hf.
Reiturinn sem Landsbankinn ósk-
ar eftir er í eigu Sítusar hf. og er
staðsettur við hlið Hörpu fyrir fram-
an hótelið sem mun rísa þar.
Sítus hf. átti fjórar lóðir á Hörpu-
reitnum og er reiturinn sem Lands-
bankinn óskar eftir sá seinasti í sölu.
Í bókun borgarráðs kom fram hve
mikilvægt væri að áhersla yrði lögð á
metnað í hönnun bygginga, gatna og
almenningsrýma á þessu lykilsvæði
sem tengja mun miðborgina og hafn-
arsvæðið órofa böndum.
Landsbankinn hf. hefur um eitt-
hvert skeið sýnt reitnum áhuga, en
ferlið er ekki komið langt. Borgarráð
gerði enga athugasemd við áform
bankans á fundi sínum í gær og var
því vísað til meðferðar hjá Sítusi hf.
og óskað jafnframt eftir því að fá
upplýsingar um framvindu málsins.
Stjórn Sítusar hf. mun taka endan-
lega ákvörðun í málinu, en ríkið á
54% í fyritækinu og Reykjavíkur-
borg 46%. Stjórnin getur ákveðið að
fara í almennt útboð á reitnum.
Landsbankinn vill byggja
Hefur óskað eftir lóð við hlið Hörpu Borgarráð gerði enga athugasemd í gær
Áform Byggingar sem væntanlega
verða reistar við hlið Hörpu.
Hótel
Banki
Harpa
MLandsbankinn óskar eftir »2