Morgunblaðið - 23.08.2013, Side 8
Morgunblaðið/RAX
Ferðamenn Mikil fjölgun.
Erna Hauksdóttir hefur tilkynnt að
hún muni láta af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, SAF. Erna hefur sinnt
starfinu frá árinu 1998 og var áður
framkvæmdastjóri Sambands veit-
inga og gistihúsa frá árinu 1985.
Spurð um ástæður starfslokanna
segir hún að sig langi að sinna öðr-
um hlutum. „Þetta var orðið góður
tími til að hætta eftir langan starfs-
dag í ferðaþjónustu,“ segir Erna.
Hún býst við því að venda kvæði
sínu í kross og spreyta sig á há-
skólanámi auk
þess sem hana
langar að sinna
barnabörnunum
betur. „Það er
svo margt sem
mann langar að
gera sem maður
hefur ekki haft
tíma til,“ segir
Erna.
Hún segir að
það hafi verið afar athyglisvert að
starfa við ferðaþjónustuna á þeim
mikla uppgangstíma sem hefur verið
í geiranum hér á landi. „Það er búið
vera með ólíkindum að bera saman
tímann nú og þann sem var. Þetta
þótti ekki merkileg atvinnugrein
þegar ég var að byrja en í dag gæti
hún verið stærsta gjaldeyrisskap-
andi atvinnugrein landsins,“ segir
Erna. Spurð hvort eitthvað sérstakt
standi upp úr nefnir hún Eyjafjalla-
jökulsgosið. „Það var svo mikið um-
stang í kringum það,“ segir Erna.
Hún lætur af störfum eftir þrjá mán-
uði.
Erna
Hauksdóttir
Erna hættir sem framkvæmdastjóri
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ
Í GÓÐUM HÖNDUM
Snjallt að
kíkja á okkur
á adal.is
Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í
Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á
þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-0
4
6
7
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is og www.adal.is
Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn
á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með
bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt.
Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900
Í einni af ritstjórnargreinumViðskiptablaðsins, Tý, er
fjallað um ESB-umsóknina. Þar
segir:
„Þeir flokkar sem náðu yf-
irgnæfandi meirihluta þingmanna
í kosningunum
og mynduðu rík-
isstjórn hafa báð-
ir lýst sig and-
víga aðild að
Evrópusamband-
inu. Þar með
munu þeir ekki
reka málið og
ESB-umsóknin
vitanlega dauð.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokks-ins í vor var hafnað tillögu
um að gert yrði „hlé“ á aðild-
arviðræðum, en þess í stað sam-
þykkt að þeim skyldi „slitið“. Í
því felst að landsfundur hafnar
kröfum ESB-sinnanna, sem nú
vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um
viðræðurnar sínar. Í því felst
einnig, að láti stjórnvöld sér
nægja að gera „hlé“ á viðræðun-
um, en afturkalla ekki inn-
göngubeiðnina, þá fara þingmenn
Sjálfstæðisflokksins með því gegn
skýrri ákvörðun landsfundar.
Sumir þeirra gerðu það einnig í
Icesave-málinu og taka ekki slíka
ákvörðun í bráð.
Engin þjóðaratkvæðagreiðslavar haldin um það hvort
sækja skyldi um aðild að ESB.
Strax þess vegna er óþarft að
halda þjóðaratkvæðagreiðslu um
að afturkalla umsóknina. Ef ekki
þarf þjóðaratkvæðagreiðslu til
þess að senda inn umsókn, þá
þarf ekki þjóðaratkvæðagreiðslu
til að afturkalla hana.
ESB-sinnar, sem hófu umsókn-ina, ákváðu að gera það án
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með
völdu þeir málinu farveg. Þeir
sitja uppi með hann.“
Samþykkt að við-
ræðum skyldi slitið
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 22.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 13 skýjað
Akureyri 16 skýjað
Nuuk 10 léttskýjað
Þórshöfn 11 alskýjað
Ósló 20 léttskýjað
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 18 léttskýjað
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 18 skúrir
Dublin 18 skýjað
Glasgow 18 léttskýjað
London 20 skúrir
París 27 heiðskírt
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 23 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 23 léttskýjað
Moskva 23 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 36 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 28 léttskýjað
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 18 heiðskírt
Montreal 21 skúrir
New York 23 skýjað
Chicago 22 skúrir
Orlando 30 þrumuveður
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:45 21:17
ÍSAFJÖRÐUR 5:39 21:32
SIGLUFJÖRÐUR 5:22 21:16
DJÚPIVOGUR 5:12 20:49
Að sögn veðurfræðings á Veð-
urstofu Íslands er búist við hægri
vestanátt á laugardagsmorgun þeg-
ar þúsundir hlaupara munu taka
þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.
Spáð er vindhraða upp á 3-8 metra
á sekúndu og að þungskýjað verði á
höfuðborgarsvæðinu með mögu-
legum skúrum. Svipað veður verð-
ur fram eftir degi og fram á kvöld
þegar Menningarnótt fer fram.
Fremur svalt verður í veðri og hit-
inn á bilinu 10-11 stig en eilítið
kólnar með kvöldinu. Um nóttina er
útlit fyrir hægan vind og horfur á
smávægilegri úrkomu og áfram-
haldandi vestanátt.
Besta veðrið á laugardag verður
á Austurlandi. Hitinn gæti farið
upp í 16 stig á Egilsstöðum.
vidar@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Maraþon Hægur vindur mun leika
um hlaupara á laugardag.
Hægt og
svalt í hlaupi