Morgunblaðið - 23.08.2013, Síða 20

Morgunblaðið - 23.08.2013, Síða 20
VESTURLAND DAGA HRINGFERÐ AKRANES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það hlýtur að vera gott að vera prestur á Akranesi sé tekið mið af því hversu lengi þeir eru í embætti, en einungis fimm sóknarprestar hafa þjónað Akurnesingum undan- farin 127 ár, eða frá árinu 1886. Nú- verandi sóknarprestur er Eðvarð Ingólfsson sem segist una sér einkar vel í starfi. Gott sé að búa og starfa á Akranesi og hann nefnir til marks um það að svæðið í kringum kirkj- una og prestsbústaðinn sé stundum nefnt Torg hins himneska friðar. Einn af forverum Eðvarðs var Þorsteinn Briem, sem var þingmað- ur og ráðherra samhliða prests- störfum og þeir tveir sem gegndu starfinu á undan honum voru tengdafeðgar og voru þeir sam- anlagt í 51 ár. Eðvarð hefur verið prestur við kirkjuna frá árinu 1997. „Forverar mínir enduðu allir sinn embættisferil hérna. Það hlýtur að þýða að þeim hafi líkað vel að vera hér.“ Eftir að Eðvarð lauk embættis- prófi í guðfræði réðst hann sem prestur á Skinnastað í Öxarfirði og segir mikinn mun á störfum þar og á Akranesi, þar sem sóknarbörn eru talsvert fleiri. „Það er mikið um að vera í stórri sókn, þetta er 6.500 manna prestakall og hér er hærra hlutfall af íbúunum í Þjóðkirkjunni en víða annars staðar. Starfið er líflegt og Morgunblaðið/Eggert Líflegt og annasamt Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur í Akraneskirkju, segir í mörg horn að líta í stórri sókn. Eðvarð er fimmti presturinn í 127 ár  Prestar Skagamanna una sér við Torg hins himneska friðar  Á Safnasvæðinu á Akranesi kennir ýmissa merkra grasa, en eitt helsta stolt svæðisins er Kútter Sigurfari, 86 smálesta eikarseglskip sem var smíðað árið 1885 á Englandi og var notað við handfæraveiðar við Íslandsstrendur til ársins 1919. Skipið var selt til Færeyja árið 1919 og var þar í notkun til ársins 1970. Sigurfari var í mörg ár meðal aflahæstu þilskipa á Faxaflóasvæðinu. Skipið hefur nú verið fært í upprunalegt horf og er eini kútterinn sem hefur verið varðveittur úr þilskipastóli Íslendinga fyrri tíma. Ástand Kútters Sigurfara er nú orðið mjög bágborið, en unnið er að útfærslum á varðveislu skipsins Morgunblaðið/Ásdís Haraldsd Kútter Sigurfari Var í notkun í 85 ár, síðast í Færeyjum. Kútter Sigurfari er einstakur  Langisandur er baðströnd Skagamanna og liggur frá Sementsverksmiðj- unni, meðfram íþróttavellinum á Jaðarsbakka og að dvalarheimilinu Höfða. Ströndin er af mörgum talin vera ein besta baðströnd landsins og nýtist til úti- vistar og afþreyingar allan ársins hring. Vinsælt er meðal sjósundskappa að stinga sér þar til sunds, á góðviðrisdögum er þar iðandi strandlíf og þar er stunduð útivist af ýmsu tagi. Við bakhlið áhorfendastúkunnar á Akranesvelli er Aggapallur þar sem gestir og gangandi geta notið veitinga og horft yfir Langasand. Morgunblaðið/RAX Strandlíf Svalir krakkar í sjó og sturtu á góðviðrisdegi á Langasandi. Strandlífið á Skaganum Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Konur koma víðs vegar að til að fæða börnin sín hjá okkur, sumar koma af Suðurnesjunum, aðrar af höfuðborgarsvæðinu. Svo fæða auð- vitað líka konur hérna af svæðinu hjá okkur og konur víða af Vest- urlandi,“ segir Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir á fæðingardeild Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands, HVE, á Akranesi. Í fyrra fæddist 281 barn þar. Um þriðjungur þeirra átti heimili í Borgarfirði eða á Akranesi, en 72 börn eða 26% voru frá höfuðborg- arsvæðinu. Spurð að því hver gæti verið ástæðan fyrir því að svo marg- ar konur kjósi að leggja land undir fót til að fæða börnin sín á Akranesi segir Ásthildur að rólegheit og nota- leg stemning á deildinni skipti senni- lega talsverðu máli í þessu sam- bandi. „Þetta er minni eining en í Reykjavík og sængurlegan er lengri,“ segir Jóhanna Ólafsdóttir ljósmóðir á HVE, sem segir að þar gefist konum kostur á að liggja 36 tíma sængurlegu. Það sé talsvert lengri lega en á fæðingardeild Land- spítalans, þar sé sængurlega 12-24 tímar. „Margar konur vilja fá lengri sængurlegu og þurfa meiri stuðn- ing.“ Hvers vegna er hægt að bjóða konum upp á lengri sængurlegu á HVE en á öðrum fæðingardeildum á landinu? „Það er líklega fyrst og fremst vegna þess að fæðingardeild Landspítalans þarf að sinna miklu fleiri konum en við. Það hefur auð- vitað áhrif á þjónustuna,“ segir Ásthildur. Þær Jóhanna og Ásthildur eru sammála um nauðsyn þess að verð- Mikilvægt fyrir verðandi mæður að hafa val  Konur koma víða að til að fæða börn- in sín á Akranesi Morgunblaðið/Eggert Stoltar af starfinu Ljósmæðurnar Ásthildur og Jóhanna á einni fæðing- arstofunni á Akranesi. Þær segja ljósmæðrastarfið lifandi og fjölbreytt.  Mikill fjöldi sjó- og vaðfugla laðast að ströndum og grunn- sævi Vesturlands, en 60 af 75 íslenskum fuglategundum verpa þar árlega. Að auki fara fimm tegundir svokallaðra far- gesta um svæðið á vorin og haustin á leið sinni til varp- stöðva á Grænlandi og í Kan- ada. Neðsti hluti Akraness nefnist Breið og í fjörum og á sjávar- börðum klettum eru þar kjör- aðstæður fugla. Þar er líka ein- stakt útsýni yfir Faxaflóann og þaðan má sjá allflest fjöll frá Reykjanesi að Snæfellsnesi. Samkvæmt upplýsingasíðu Akraness ber þar mest á æðar- fugli, en þar sést líka toppönd árið um kring og straumöndin að vetrarlagi. Algengasti vaðfuglinn er sendlingur og tjaldur sést þar annað veifið. Þá eru fýlar og mávar algengir sjófuglar á þessum slóðum og sjá má margar tegundir máva. Fleiri fugla má reikna með að sjá á þessum slóðum og landselir liggja stundum á skerjum fyrir utan Breiðina. Fjölskrúðugt og fagurt fuglalíf Fuglar Sendlingur og tjaldur eru á Breiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.