Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 21
Íbúar eru rúmlega 6.600 Akranes heitir allt nesið milli Hvalfjarðar og Leirárvoga og er Akrafjall á því miðju. Írar námu land á Akranesi á fyrstu árum Íslandsbyggðar og gætir keltneskra áhrifa til dæmis í örnef- num á Akranesi og nágrenni. Akraneskaupstaður er um 6,2 ferkílómetrar að stærð. Tæplega 7.000 íbúar búa í sveitarfélaginu sem er það áttunda stærsta á landinu . MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Við bjóðum frábæra þjónustu á Akranesi Barna- og unglingabækur Eðvarðs voru mikið lesnar á níunda áratugnum, en þar er m.a. fjallað um ýmsar aðstæður sem unglingar stóðu frammi fyrir á þeim tíma. Meðal bóka Eðvarðs eru Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð. Spurður að því hvort honum virðist aðstæður krakk- anna sem hann starfar núna með í ferm- ingarfræðslunni og æskulýðsstarfinu ólík- ar þeim sem hann skrifaði um fyrir 30 árum segir hann svo ekki vera. „Umhverfið hefur auðvitað breyst. En í grunninn eru þau að velta fyrir sér sömu spurningunum, ég held að fólk breytist ekki svo mikið í eðli sínu.“ Segir lítið hafa breyst á 30 árum FIMMTÁN ÁRA Á FÖSTU VAR VINSÆL UNGLINGABÓK Vinsæl Þessi bók rat- aði í margan jólapakk- ann jólin 1984. dagarnir bæði annasamir og gef- andi,“ segir Eðvarð og segir enn- fremur að sérlega gott fólk vinni með honum í kirkjunni. Akraneskirkja var vígð árið 1896. Hún er af mörgum talin eitt fegursta guðshús landsins og hana prýða ýmsir kjörgripir, til dæmis skírnarfontur skorinn út af Ríkharði Jónssyni og ljósakróna sem athafna- maðurinn Thor Jensen gaf kirkjunni við vígslu hennar. Kirkjan stendur við Skólabraut, skammt frá sjónum. Eðvarð segir að þessi staðsetning hafi af gárungum verið kölluð „Torg hins himneska friðar“. „Hér er kirkjan, prestsbú- staðurinn og safnaðarheimilið; allt á sama blettinum.“ Fjölmiðlareynslan góð Í fjölmennri sókn eru margar skírnir, fermingar, giftingar og jarð- arfarir. Spurður um embættisverk sín segir Eðvarð fermingarundir- búninginn vera sér ofarlega í huga. „Við þurfum að halda vel á spilunum og halda þétt utan um krakkana, það er svo mikil samkeppni um tíma og athygli unglinganna, miklu meira en áður.“ Eðvarð var afkastamikill rithöf- undur á níunda og tíunda áratugn- um. Hann skrifaði einkum unglinga- bækur en einnig ævisögur og endurminningar. Að auki stýrði hann vinsælum unglingaþáttum á upphafsdögum Rásar tvö, þar sem sálfræðingur svaraði spurningum unglinga í vanda. Hann segir rit- og fjölmiðlastörfin hafa reynst fyrir- taksundirbúning fyrir prestsstörfin. „Í predikun er verið að miðla og prestar predika við svo marg- víslegar aðstæður. Þessi fyrri störf mín voru góð reynsla og góður undirbúningur.“ Akraneskirkja Stundum er hún sögð standa við Torg hins himneska friðar, en safnaðarheimilið og prestsbústaðurinn eru í næsta nágrenni. andi mæður geti valið á milli fæðing- ardeilda sem hafi mismunandi áherslur. Spurðar að því hvort að- sóknin hafi aldrei orðið of mikil þannig að vísa hafi þurft konum frá, segja þær þá stöðu aldrei hafa kom- ið upp. „Ef fæðingarstofurnar eru uppteknar, þá björgum við málinu á annan hátt.“ Öryggi og notalegt umhverfi Jóhanna segir að barnshafandi konur kvíði því stundum að ef fæð- ingin gangi ekki eins og þær bjugg- ust við, þá þurfi þær að fara á milli deilda á stærri sjúkrahúsunum. Sú er ekki raunin á fæðingardeildinni á Akranesi. „Hérna hjá okkur er allt sem viðkemur fæðingunni inni á sömu deildinni,“ segir Jóhanna. „Kona getur byrjað að fæða án deyfingar og farið eins langt og hún kemst í því, en ef hún skiptir um skoðun og vill fá deyfingu, þá þarf hún ekki að skipta um deild eins og í Reykjavík.“ Þurfa konur utan þjónustu- svæðis HVE að sækja sérstaklega um að fá að fæða börnin sín þar? „Nei, alls ekki,“ segir Lára Dóra Oddsdóttir ljósmóðir. „Sumar hringja á undan sér og margar koma í heimsókn til okkar og skoða aðstöðuna áður en þær taka ákvörð- un um hvort þær vilja fæða hjá okk- ur. Það skiptir öllu máli að konum sem eru að fara að fæða líði vel, að þær séu öruggar og finnist þær vera í notalegu umhverfi þar sem fagfólk er að störfum.“ Stoltar af starfinu og vinnustaðnum Ljósmæðurnar á Skaganum eru stoltar af starfi sínu og vinnustaðn- um. „Þetta er forréttindastarf, eng- inn dagur er eins og við vitum aldrei hvað mætir okkur þegar við komum á vaktina. Það gerir þetta starf svona skemmtilegt,“ segir Ásthildur og Lára tekur undir það. „Það er t.d. mjög gefandi að taka á móti barni hjá konum sem hafa slæma reynslu af fyrstu fæðingu,“ segir Jóhanna. „Sumar hafa talið í sig kjark í mörg ár til að fara aftur í gegnum þetta ferli, en svo gengur allt betur í ann- að skiptið og konan öðlast nýja sýn á meðgöngu og fæðingu.“ Morgunblaðið/Eggert Rólegheit og fagmennska Margar konur af höfuðborgarsvæð- inu fæða á Akranesi. „Ég kalla það gott mannlíf ef íbú- arnir vita deili hver á öðrum, gleðjast á góðum stundum og sýna samhug ef á móti blæs. Sú er raunin hér,“ segir Ófeigur Gestsson sem býr við Smáraflöt á Akranesi. Hann er umboðsmaður Morgunblaðsins á Skaganum og hefur raunar tengst blaðinu í um 60 ár. Um 1960 var hann blaðberi í Kópavogi og síðar fréttaritari á Hvanneyri, Hofsósi og Blönduósi en á síðarnefndu stöðunum var hann sveitar- og bæjarstjóri. Við Smáraflöt eru þrjár blokk- ir og svo rað- og einbýlishús. Um 100 manns búa við götuna, sem er við hlið safnahverfisins að Görðum. „Við hjónin komum hingað á Skagann að norðan árið 2005 og á Smáraflöt fluttum við árið 2007. Hér eru nýleg hús og mér finnst mikill kostur hve rækt- unarskilyrði hér eru góð. Út um eldhúsgluggann í þessum töl- uðum orðum sé ég japansrunna og klukkutopp svo eitthvað úr flórunni sé nefnt,“ segir Ófeigur sem byrjar dreifingu Morgun- blaðsins milli klukkan 1 og 2 á nóttinni. Skaganum er skipt upp í sextán hverfi blaðbera – og ósjaldan hleypur umboðsmað- urinn í skarð þeirra í forföllum. Akranes er á flestan hátt vel heppnað samfélag, sé horft til skipulags, atvinnuhátta og mannlífs, segir Ófeigur. „Hér eru bestu hjólreiðabrautir lands- ins og líklega hefur það einhver áhrif að þetta hefur alltaf verið mikill íþróttabær.“ sbs@mbl.is Gatan mín Smáraflöt Morgunblaðið/Styrmir Kári Skagamaður „Hér eru bestu hjólreiðabrautir landsins,“ segir Ófeig- ur Gestsson sem er úr Kópavogi, en hefur lengst búið úti á landi. Sé japansrunna og klukkutoppinn Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið á mbl.is.  Skagamenn bjóða til bæjarhátíðarinnar Írskra daga aðra helgina í júlí á ári hverju. Hátíðin laðar að þúsundir gesta enda dagskráin einstaklega fjölbreytt og hefur t.d. keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn vakið verðskuldaða athygli. Ástæða þess að hátíðin er kennd við Írland er að Írar námu land á Skaganum. Skömmu eftir árið 880 komu tveir bræður af Írlandi, þeir Þormóður og Ketill Bresasynir. Þeir námu Akranes allt, Þormóður sunnan Akrafjalls og Ketill norðan. Þormóður byggði sér bæ á Innra-Hólmi, en ekki er vitað um bústað Ketils. Að auki fengu tveir írskir menn land í landnámi bræðranna, Bekan, sem byggði bæ sinn á Bekansstöðum, og Kalman sem bjó í Katanesi og Kalmansá. Írar námu land á Skaganum Morgunblaðið/Júlíus Írskir dagar Skagamenn minnast þar írskrar arfleifðar sinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.