Morgunblaðið - 23.08.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 23.08.2013, Síða 22
AKRANES DAGA HRINGFERÐ 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 FOCUS Nýi orkudrykkurinn... þessi öflugi án sykurs! Aðeins 2 hitaeiningar og 0,5 g kolvetni í 100 ml. Koffín, guarana og ginseng... virkar strax! 15 kraftmiklar freyðitöflur í einum stauk. Skellt út í vatn nákvæmlega þegar þér hentar – heima, í vinnunni, skólanum, í ræktinni, í golfinu... Handhægt, bragðgott og frábært verð Vertu alltaf með orkuna við höndina og gríptu einn stauk af FOCUS í næsta apóteki . Fæst í helstu apótekum brokkoli.is Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á hverjum degi fer úr fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi það magn af þorskhnökkum sem samsvarar 30.000-40.000 máltíðum. Þeir eru fluttir ferskir og kældir til megin- lands Evrópu, megnið fer í kæliborð franskra sælkeraverslana og endar að lokum á diskum neytenda sem tilbúnir eru til að greiða fyrir gæði og ferskleika. Markaðurinn er kröfuharður og samspil veiða, vinnslu og markaðar þarf að vera hnökralaust. Hér er byggt á ára- tuga langri reynslu í veiðum og vinnslu verðmætrar gæðavöru. Fiskiðjuverið er sérhæft í þorskvinnslu, en að auki rekur HB Grandi fiskimjölsverksmiðju og loðnuhrognaverkun á Akranesi. Verið er að breyta Helgu Maríu AK, einum frystitogara fyrirtæk- isins, í ísfisktogara og að þeim breytingum loknum verður vinnsla á þorski, ufsa og karfa í landi aukin bæði á Akranesi og í Reykjavík. Samfara þessum breytingum verður starfsfólki í fiskvinnslu fjölgað. Nú starfa um 50 manns að jafnaði við fiskvinnsluna á Akranesi, en þeir verða líklega 65 eftir nokkra mánuði. Hreiðar man tímana tvenna Margir starfsmenn HB Granda á Akranesi hafa starfað þar í ára- tugi. Hreiðar Áskelsson er einn þeirra, en hann hefur starfað hjá HB Granda og forverum fyrirtæk- isins í 33 ár og þekkir því sögu þess mörgum betur. Hann er nú gæða- stjóri á Akranesi. „HB Grandi varð til við samruna nokkurra fyrir- tækja. Ég byrjaði að vinna á lyftara hjá einu þeirra, Heimaskaga, árið 1980. Síðan þá hafa orðið miklar breytingar, ekki síst í tækninni, en við tókum t.d. inn fyrstu skurðarvél- ina frá Marel sem var í rauninni fundin upp hér á gólfinu,“ segir Hreiðar. Stundum er því verið haldið fram að Íslendingar vilji helst vinna öll önnur störf en í fiski. Spurður að því hvernig gangi að fá fólk til starfa segir Hreiðar það ganga vel, en engu að síður hafi margir úrelta mynd af starfsemi og umhverfi frystihúsa. „Margir hafa aldrei komið inn í frystihús eða hafa ekki komið inn í slíkt hús í áratugi. Þeim bregður því í brún þegar þeir koma hingað til okkar.“ Annað sem hefur breyst á und- anförnum árum og áratugum er að nú fá nýir starfsmenn ítarlega þjálf- un og fræðslu, bæði hvað varðar meðferð hráefnisins og öryggi á vinnustað. Miklar kröfur og eftirlit Hjá HB Granda fer fram há- þróuð matvælaframleiðsla úr fersku og viðkvæmu hráefni og kröfurnar eru samkvæmt því. Áður en gengið er inn í vinnslu- salinn þarf að klæðast hlífðarfatnaði frá toppi til táar, sérstökum skóm og hárneti. Fjarlægja þarf hringi, skartgripi og úr, þvo og spritta hendur og setja upp hanska. Þeir sem skarta skeggi þurfa að hylja það með til þess gerðu skeggneti. Að þessu loknu er gengið til starfa. Um 20 tonn af þorski eru unnin á dag hjá HB Granda á Akranesi og er honum landað í Reykjavík. Hann kemur ísaður inn í hús á Akranesi, fyrsta skrefið er að afísa, síðan er hann hausaður og svo flokkaður eft- ir stærð. Síðan er hann flakaður og í vélarsalnum eru þrjár vélar sem flaka eftir stærð fisksins. Þá er komið að svokallaðri flæðilínu. Verkefnin þar hafa breyst með til- komu nýs vélarkosts, þar voru flök- in áður snyrt og beinhreinsuð og skorin í hnakka, blokk og sporð, en nú eru þau eingöngu grófsnyrt þar áður en þorskflakið rennur inn í nýja vélasamstæðu frá íslenska fyrirtækinu Völku. Skorið með vatni Þar er tekin mynd af flakinu og að því búnu er það skorið niður með tölvustýrðum vatnsskurði, beina- garðurinn fjarlægður og hnakka- stykkið og sporðurinn skorin frá. Hnakki og sporður renna síðan áfram eftir færibandinu, en blokkin og beinagarðurinn fara aðra leið. „Hér nýtum við bókstaf- lega allt“  HB Grandi á Akranesi framleiðir úrvalsvöru fyrir kröfuharðan markað Morgunblaðið/Eggert Á flæðilínunni hjá HB Granda á Akranesi Þar er fiskurinn snyrtur, en verkefnin hafa breyst með nýjum vélum.  Þegar spurt var í könnun á vegum Háskólans á Bifröst fyrir nokkrum ár- um hvað fólki dytti í hug þegar Akra- nes bæri á góma, var knattspyrna það svar sem oftast var gefið. Enda stendur knattspyrnuiðkun þar á gömlum merg og margt af besta knattspyrnufólki landsins kemur frá Akranesi. ÍA, Íþróttabandalag Akraness, var stofnað árið 1946 og fimm árum síð- ar, árið 1951, urðu Skagamenn Ís- landsmeistarar í meistaraflokki, fyrstir liða utan Reykjavíkur. Þeir hafa orðið Íslandsmeistarar 18 sinn- um og bikarmeistarar níu sinnum. Nafn Ríkharðs Jónssonar er samofið knattspyrnusögu Akraness. Rík- harður fæddist árið 1929 og var í fyrsta meistaraflokksliði ÍA árið 1946, aðeins 16 ára gamall. Hann lék með liðinu og þjálfaði það á hinu svo- kallaða gullaldartímabili Skaga- manna á 6. og 7. áratugnum. Hann var valinn í fyrsta lands- liðshóp Íslands í knattspyrnu árið 1946, lék alls 33 landsleiki og var að auki þjálfari landsliðsins um skeið. Hann skoraði alls 17 mörk í lands- leikjum og var í áratugi markahæstur landsliðsmanna, allt til ársins 2007. Í umfjöllun Morgunblaðsins daginn eftir landsleik Íslands og Svíþjóðar 29. júní 1951 segir að Ríkharður hafi verið besti maður leiksins, en hann skoraði öll mörk íslenska liðsins sem vann 4-3. Ríkharður var gerður að heiðursborgara Akraness árið 2008. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Einstakur íþróttamaður Ríkharður Jónsson var borinn á gullstól af leikvelli af félögum sínum eftir sigur íslenska landsliðsins á því sænska árið 1951. Skagamenn skoruðu mörkin og Ríkharður setti markamet Þessa dagana er verið að taka nýj- an vélakost í notkun hjá HB Granda á Akranesi. Um er að ræða vél, sem tekur beingarðinn úr for- snyrtum þorskflökum og sker flak- ið síðan niður með vatnsskurði í þrjá hluta. Vélin tekur bæði rönt- gen- og þrívíddarmynd af flakinu og á grundvelli myndanna er flakið skorið niður með kröftugri vatns- bunu. Vélin er alíslensk hönnun og smíði, en hátæknifyrirtækið Valka í Kópavogi á veg og vanda af henni. Hannes Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá Völku, segir að með þessu fáist betri nýting á fiskinum. Áður hafði samskonar vél verið þróuð fyrir karfa og er hún einnig í notkun hjá HB Granda. „Framtíðin er að vélin skeri fiskinn niður í bita eftir óskum kaupand- ans,“ segir Hannes. NÝ VÉL TEKUR MYNDIR OG SKER ÞORSK MEÐ VATNSBUNU Hannes Gunnarsson við nýju vélina. Ný tækni – nýir möguleikar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.