Morgunblaðið - 23.08.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 23.08.2013, Síða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Stjórnvöld í Sýrlandi voru undir miklum þrýstingi í gær um að leyfa vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna að heimsækja þá staði þar sem uppreisnarmenn segja að hundruð hafi látist í efnavopnaárás- um stjórnarhersins á miðvikudag. Sérfræðingar segja að einkennin sem fórnarlömbin hafa sýnt séu þau sömu og komi fram hjá þeim sem hafa orðið fyrir eitrun af völdum taugagass. „Það verður að liggja skýrt fyrir hvað gerðist og fylgjast náið með ástandinu,“ sagði forseti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Maria Cristina Perceval, eftir að ráðið fundaði á miðvikudag. Hún sagði fulltrúa ráðs- ins sammála um að öll notkun efna- vopna bryti gegn alþjóðlegum lögum en AFP hafði eftir embættismönn- um að fulltrúar Rússlands og Kína hefðu komið í veg fyrir að ráðið gæfi út formlega yfirlýsingu eftir fund- inn. Skipulögð ögrun, segja Rússar Stjórnmálaleiðtogar fjölda ríkja, þeirra á meðal Bandaríkjanna og Frakklands, höfðu farið fram á að vopnaeftirlitsmenn SÞ í Sýrlandi, sem tóku til starfa á mánudag, yrðu tafarlaust sendir á vettvang til að rannsaka ásakanir stjórnarandstæð- inga en Rússar sögðu að eftirlits- sveitin þyrfti fyrst að leita leyfis hjá sýrlenskum stjórnvöldum. Rússneska utanríkisráðuneytið sagðist raunar telja að ásakanir um efnavopnanotkun stjórnarhersins væru skipulögð ögrun af hálfu upp- reisnarmanna og sagðist telja að óþekktri efnablöndu hefði verið varpað frá svæði sem væri undir stjórn andstæðinga Assads. Efnavopnasérfræðingurinn Jean Pascal Zanders sagði í gær að mörg- um einkennum sem fórnarlömbin sýndu, s.s. öndunarerfiðleikum og krampaköstum, svipaði til einkenna eitrunar af völdum taugagass á borð við sarín eða VX en ekki væri hægt að skera úr um hvort um slík efni væri að ræða nema með blóð- og þvagsýnum. Utanríkisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, sagði í gær að far- ið hefði verið yfir „rauða strikið“ í Sýrlandi og kallaði eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins. Þá sagði Laur- ent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, að Frakkar myndu mögulega leggja til hernaðaraðgerð- ir ef í ljós kæmi að sýrlensk stjórn- völd hefðu beitt efnavopnum en ítrekaði að erlendir landherir yrðu ekki sendir inn í landið. RÚSSLAND Hizbollah tengsl við (í Líbanon) KÍNA SÁDI-ARABÍA ÍRANÍRAK TYRKLAND JÓRDAN ÍSRAEL Vestur- bakkinnGAZA (Hamas) EGYPTALAND LÍBÝA LÍBANON BAHREIN S.A.F. KÚVEIT OMAN JEMEN KATAR (Vopnin koma frá Al-Kaída í Írak) (Hizbollah) SÝRLAND Leyfir vopnaflutninga til uppreisnarmanna, bækistöð uppreisnarmanna Leyfir vopnaflutninga til uppreisnarmanna Styður flokksbrot Michel Kilo innan stjórnarandstöðubandalagsins til mótvægis við stuðning Katar við Bræðralag múslíma M. K. M. K. 500 km Andspyrnan Yfirherstjórn uppreisnarmanna Frjálsi sýrlenski herinn Meginstefnu- uppreisnarmenn Jíhadistar Sjálfstæðir íslamistar Vopnuð öflStjórnmálin Stjórnvöld Sýrlenska þjóðarráðið Leiðtogar stjórnar- andstöðunnar t.d. Al-Nusra t.d. Ahrar al-Sham Friðsamleg, hafnar afskiptum erlendra ríkja Sýrlenska þjóðarbandalagiðSamhæfingarnefnd þjóðarinnar Bashar al-Assad skipuleggur tengist Flokksbrot Michel Kilo Stærsta hreyfingin innan bandalagsins Aðgerða- sinnar og aðrir Nýtur stuðnings Sádi-Arabíu + Helsta hreyfingin innan Þjóðarráðsins Bræðralag múslíma Nýtur stuðnings Katar og Tyrklands S op hi e R am is /G ill ia n H an dy si de Vopnar Frjálsa sýrlenska herinn Vopnar Frjálsa sýrlenska herinn undir borðið Vopnar Al-Nusra og aðra jíhadista Ríkisstjórn styður Assad Erlendir bakhjarlar Vopnar herafla Assad Ríkisstjórn styður sýr- lensku stjórnarandstöðuna Styður Bræðralag múslima innan Sýrlenska þjóðarbandalagsins Styður flokksbrot Michel Kilo innan bandalagsins Opinberlega hlutlaus en... M. K. Hver styður hvern í Sýrlandi? Vinir Sýrlands Yfir 120 ríki, þeirra á meðal: Arababandalagið Flóaráðið Evrópusambandið Íhugar að vopna Frjálsa sýrlenska herinn Veita herstjórn upp- reisnarmanna „aðstoð“ Bandaríkin Öryggisráð SÞ Aðildarríki með neitunarvald BNA Rússland Kína Bretland Frakkland StjórnarandstaðanFylgjandi Assad Hver er hvað í Sýrlandi? Vilja að vopna- eftirlitsmenn fái aðgang  Alþjóðasamfélagið krefst svara  Svipar til einkenna taugagaseitrunar Borgarastyrjöld » Stjórnarandstæðingar segja að 1.300 hafi fallið í efna- vopnaárásum stjórnarhersins á miðvikudag. » Íranir hafna ásökunum og segja að ef í ljós komi að efna- vopn hafi verið notuð hafi það verið af hálfu uppreisnar- manna, sem þeir kalla hryðju- verkamenn. » Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, sakaði Írana hins vegar um að nota Sýrland sem tilraunastofu. AFP Dauði Mörg fórnarlamba árásanna voru jarðsett í fjöldagröfum í gær. Yfirdómstóll á Maldíveyjum úr- skurðaði á mið- vikudag að 15 ára stúlka, sem var nauðgað af stjúp- föður sínum, hefði verið rang- lega dæmd fyrir kynlíf utan hjóna- bands með öðrum manni. Neðri dómstóll hafði dæmt stúlkuna til að sæta 100 svipuhögg- um þegar hún næði 18 ára aldri. Það voru stjórnvöld sem áfrýjuðu máli stúlkunnar en það vakti heims- athygli og varpaði ljósi á illa með- ferð kvenna í eyríkinu. „Það er stefna stjórnvalda að vernda fórn- arlömb en við þurftum að gera það innan ramma laganna,“ sagði tals- maður forsetans, Mohameds Wa- heeds. Sagði hann forsetann yfir sig ánægðan með niðurstöðuna. MALDÍVEYJAR Dómstóll snýr við umdeildum dómi yfir 15 ára stúlku Mohamed Waheed

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.