Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 28
SVIÐSLJÓS María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Í ljósi frétta af Leikskól- anum 101 er eðlilegt að for- eldrar velti því fyrir sér hvernig eftirliti með leik- skólum er háttað og hvort nægilega vel sé gengið úr skugga um að allt sé með felldu. Í Reykjavík eru starfræktir 82 leikskólar og af þeim eru 18 sjálfstætt starfandi og áætlað er að um 7.130 börn séu í leikskól- unum í ár. Eftirlit með starfseminni er því eðli málsins samkvæmt um- fangsmikið og er á höndum borg- arinnar, Heilbrigðiseftirlitsins og þjónustumiðstöðva og tekur til margvíslegra þátta á borð við gæði og öryggi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykja- víkurborgar eru sjálfstætt starfandi leikskólar heimsóttir einu sinni á ári, jafnan að hausti. Komi fram athuga- semdir í heimsókn fær leik- skólastjóri eða eigandi skólans bréf um það og gefinn er festur til úrbóta en samkvæmt fyrrnefndum upplýs- ingum þá hefur ekki reynt á þetta ákvæði á síðustu árum. Treyst á starfsmenn leikskóla Athygli vekur að ekki er farið í óvæntar heimsóknir á leikskólana líkt og tíðkast hjá dagforeldrum heldur eru heimsóknir boðaðar með bréfi þar sem tími og dagsetning kemur fram. „Dagforeldrar eru oft- ast einir að störfum og því hefur það þótt nauðsynlegt að hafa óvæntar heimsóknir. Hins vegar er treyst meira á það í leikskólum, þar sem fleiri starfsmenn eru, að þeir láti vita ef eitthvað kemur upp. Þá er hægt að koma slíkum heimsóknum í kring. En í ljósi þess um hversu ung börn er að ræða í þessum leikskóla þá get- ur verið að taka þurfi upp svipað eft- irlitskerfi í ungbarnaleikskólum og er hjá dagforeldrum þar sem börnin hafa enga leið til þess að tjá óánægju sína,“ segir Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, borgarfulltrúi, en hún situr í Skóla- og frístundaráði Reykjavík- urborgar. Yfirborðskenndar kannanir Þorbjörg segir talsvert eftirlit vera með leikskólum en bendir þó á að eflaust mætti fjölga þeim skólum sem gerð er heildstæð úttekt á en fimm skólar hafa verið teknir fyrir á ári af ráðuneytinu. „Kannanir og út- tektir sem gerðar eru á leikskólum eru opinber gögn og foreldrar geta kynnt sér þau en í sumum tilfellum getur verið um að ræða nokkurra ára gamlar úttektir. Þá má setja spurningarmerki við það hvort kannanir sem Reykjavíkurborg ger- ir um ánægju foreldra séu allt of yf- irborðskenndar og greini ekki það sem mögulega þyrfti að taka á. Það sem situr í mér varðandi mál tiltek- ins leikskóla er það að 95% foreldra hafi verið ánægð með starfsmenn skólans. Hvað þýðir það í raun? Er kannski ekki verið að spyrja réttu spurninganna?“ spyr Þorbjörg. „Foreldrar þurfa að vera vakandi gagnvart sínum tilfinningum og vera óhræddir við að hringja í Skóla- og frístundaráð og vekja athygli á því ef grunur er á að misjafnlega sé staðið að leikskólastarfi og þá er athugun sett í gang.“ Aðspurð hvort eftirlit með leik- skólum sé nógu gagnsætt segir Þor- björg hræðslu vera við að sýna nið- urstöður eða gagnrýni. „Við höfum almennt verið rög við að hafa upplýs- ingar um ýmis eftirlit og próf op- inberar. Það mætti skoða betur en við erum annars í takt við önnur Norðurlönd þegar að eftirliti kem- ur.“ Ekki óvæntar heim- sóknir í leikskólana Morgunblaðið/Styrmir Kári Börn Sveitarfélag hefur eftirlitsskyldu með þeim leikskólum sem það veitir starfsleyfi. Sjálfstætt starfandi leikskólar eru heimsóttir einu sinni á ári. 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslendingarhafa veriðuppteknastir af sínu bankaáfalli og afleiðingum þess eins og eðli- legt er. Þegar stór- ir og öflugir bank- ar missa traust er hætta á ferðum. Bankar hafa gjarnan þann hátt á að „fjármagna sig stutt“, eins og kallað er, en lána til mun lengri tíma. Við- skiptavinur banka, lántök- umegin, gengur að auki oft út frá því að geta fengið sjálfkrafa lengt í sínu láni. Enda á slíkt að vera sjálfsagt og auðfengið hafi viðskiptamaðurinn sýnt að hann sé traustsins verður. Vegna þessa fyrirkomulags er traustur banki aðeins jafn- traustur og traustið á honum er, og lítt háð því hversu burðug eiginfjárstaðan á reikn- ingunum kann að vera. Jafnvel þótt ekkert í rekstri hans og engin sanngirni stæði til þess gæti hann lent í tímabundnum erfiðleikum ef efasemdir vökn- uðu um getu hans til að bregð- ast t.d. við áhlaupi, byggðu á „spekúlasjón“ eða óréttmætum orðrómi. Stundum er því einfeldn- ingslega haldið fram að yfirlýs- ingar yfirvalda um að vilja ekki fyrirfram útiloka þrautav- arafyrirgreiðslu við banka í erfiðleikum séu sjálfar helsta vandamál bankaheimsins. Þær ýti undir glæfralega hegðun bankamanna og að þeir leyfi sér meira en fjárhagsstaða við- komandi stofnunar leyfi í raun. Þegar þessu er haldið fram er þrautavarafyrirgreiðslu einatt ruglað saman við skuldbind- ingu um að bjarga bönkum. Þrautavarafyrirgreiðslan er eingöngu hugsuð sem örygg- isþáttur fyrir banka sem eru fjárhagslega í lagi. Er oftast beinlínis ólögmætt að veita slíka fyrirgreiðslu að öðrum kosti. Hún tekur einungis til þjóðargjaldmiðils og tilvera hennar ein er til þess fallin að forða því að hið venjulega mis- gengi á milli lánstíma banka gegn lánveitendum sínum, svo sem innstæðueigendum, og annarra viðskipta leiði ekki til óeðlilegra erfiðleika banka. Meðal annars vegna þessa samspils áskilur ríkið sér að lögum hvarvetna að starfrækja fjármálaeftirlit sem fylgist ná- ið með rekstri banka og hefur ríkar heimildir til upplýs- ingasöfnunar og getur beitt margvíslegum viðurlögum. Slíkt eftirlit, hversu öflugt sem það er, getur þó aldrei tryggt að útilokað sé að banki fari illa. Eftirlitið er, eftir eðli sínu, starfsemi sem að mestu fer fram eftir á. Og þótt fjármála- eftirlit hafi heimildir til að sannreyna upplýs- ingagjöf hlýtur eft- irlitið óhjákvæmi- lega að mestu að byggja á því, að veittar upplýs- ingar séu sannar og réttar og endur- skoðaðir reikningar séu hafnir yfir vafa. Rannsóknarskýrsla Alþingis sýndi fram á að mjög mikið vantaði upp á, hvað þetta varð- aði, í aðdraganda falls íslensku bankanna. Þeir alvarlegu ann- markar voru þó ekki sér- íslenskir, eins og stundum mætti ætla af umræðunni. Sú mynd hefur mjög verið að skýrast síðustu misserin. Vafalítið er að fjármálaeft- irlit um víða veröld verða fyrir vikið tortryggnari, kröfuharð- ari og kostnaðarsamari á næstu árum en þau voru á ár- unum fyrir bankakreppuna á Vesturlöndum í lok fyrsta ára- tugar þessarar aldar. Fjár- festar, innstæðueigendur og aðrir viðskiptamenn banka munu þó, í ljósi reynslunnar, ekki setja allt sitt traust á ut- anaðkomandi eftirlit. Þeir verða varari um sig en áður og spyrja hvar trausts sé helst að vænta. Mikilvægt er því að eyða sem fyrst allri óvissu um íslensku bankana, því óvissa er andstæða trausts. Í fréttum Morgunblaðsins hefur verið fjallað ítarlega um þá stöðu sem uppi er á milli slitastjórnar gamla Lands- bankans og hins nýja. Það er í þágu allra að sú umræða fari fram fyrir opnum tjöldum og af fullkominni hreinskilni því mikið er í húfi. Lítill vafi er á að Landsbanki Íslands er á góðu róli í rekstri sínum og mik- ilvægt fyrir langstærsta eig- andann, sem þjóðfélagið í heild, að væntingar um fram- tíðarrekstur hans gangi eftir. Það ættu að vera sameiginlegir hagsmunir bankans og slita- stjórnar gamla bankans að koma uppgjörsmálum þeirra á milli í ásættanlegan farveg. Slitastjórnin fái sitt fyrir sína umbjóðendur og Landsbankinn fái eðlilegan og sanngjarnan tíma, sem verði fastákveðinn, til að gera því öllu skil. Því fyrr sem frá slíku er gengið því betra fyrir báða og alla aðra. Skilaboðin sem berast mundu frá heilbrigðu sam- komulagi af því tagi út á við yrðu ótvíræð. Þau myndu vera til þess fallin að auka traust á þeim aðilum sem að koma og auka traust á íslenskri banka- starfsemi að öðru leyti. Og eins og fyrr sagði er traust helsta dýrmæti í bankastarfsemi og sérstaklega í landi sem er að þoka sér út úr bankalegum brimgarði sem skók og braut. Traust er gulls ígildi í rekstri banka og raunar skárra að vera án gulls en trausts} Sýna þarf ábyrgð og sanngirni H vernig verður skólaganga þeirra rúmlega 4.500 barna sem eru að hefja nám í sex ára bekkjum grunnskóla landsins þessa dag- ana? Munu þau klára grunn- skólann á níu árum eða kannski sjö? Byrja þau að læra kínversku í þriðja bekk og verkfræði í fimmta? Kannski verður bara enginn skóli, engir kennarar, engar grænar töflur og krítar. Spjaldtölva á mann og málið er dautt. Eða er einhver ástæða til að vera með fólk á launum (sem hefur lokið fimm ára háskólanámi) til þess eins að þylja upp staðreyndir sem verða orðnar úreltar á morgun og hægt er að gúggla á innan við fimm sekúndum? Nei, það er lítil ástæða til þess. Af umræðunni mætti stundum halda að starfssvið grunnskólakennara einskorðaðist við að kenna nemendum misgáfulegar staðreyndir. Af sömu umræðu mætti ráða að þeir sem taka þátt í henni hafi ekki drepið fæti inn fyrir dyr grunnskóla síðan um miðja síðustu öld. Kennarar gauka vissulega ýmsum staðreyndum og upplýsingum að nemendum sínum. En það er ekki aðal- inntak starfsins. Kennarastarfið hefur tekið gríðarlega miklum breytingum á undanförnum árum og snýst í æ meiri mæli um að kenna nemendum öguð vinnubrögð og að nálgast áreiðanlegar upplýsingar heldur en að bera þær á borð, hvort þær eru fengnar í gegnum spjaldtölvu eða einhverja aðra tegund tölvu er ekki aðalmálið. Þörfin fyrir góða kennara er nefnilega ekki minni núna en áður. Það hefur líklega aldrei verið jafnbrýnt að í skólunum starfi vel mennt- aðir og hæfir einstaklingar með mikla aðlög- unarhæfni. Þó að skóli búist nýjustu tækjum og tólum er ekki þar með sagt að þar sé best að vera nem- andi. Besti skólinn er ekkert endilega sá sem á flottustu tölvurnar (þótt það geti auðvitað vel farið saman). Besti skólinn er þar sem besta fólkið vinnur við bestu hugsanlegu aðstæð- urnar. Þar sem börnunum líður vel. Það vill gleymast að ýmislegt annað er kennt í skólum en bóklegar greinar; list- og verk- greinar og íþróttir. Á meðan umræðan snýst um það hvernig hægt sé að bæta kennslu og ár- angur í bóklegu greinunum með öllum ráðum og dáð fer lítið fyrir umræðu um aðrar greinar. Hvaða framfarir skyldu t.d. hafa orðið í íþróttakennslu undanfarin ár? Eru íþróttatímarnir notaðir til þess að kynna nemendum kosti heilbrigðs lífernis, að hjálpa þeim að finna íþrótt eða hreyfingu við hæfi eða er kannski verið að spila fótbolta allan tímann vegna þess að meirihlutinn vildi það? Og hvað með list- og verkgreinarnar? Er kennurum veitt svigrúm til að styðja nemendur við að finna skapandi hugsun sinni farveg, eða þurfa allir að prjóna græna vett- linga með garðaprjóni? Góðir skólar eru ekki bara bækur og spjaldtölvur. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Ekki bara bækur og spjaldtölvur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Mikið gagnsæi er í eftirliti með leikskólum erlendis en í Bret- landi er t.d. stofnun sem heitir Ofsted og sérhæfir sig í eftirliti með leikskólum. Eftirliti er m.a. þannig háttað að farið er í óvæntar heimsóknir til þess að ganga úr skugga um að verið sé að fylgjast með venjulegum degi í lífi leikskólabarna. Í heim- sóknunum er fylgst með starfs- háttum, talað við börn og for- eldra ef tækifæri gefst auk þess sem úttekt er gerð á aðstöðu. Á heimasíðu þeirra má sjá ítarleg- ar upplýsingar um hvernig eft- irlit fer fram auk þess sem skýrslur um leikskólana eru birtar þar. Þá má einnig koma á framfæri nafnlausum ábend- ingum. Komi eitthvað í ljós við eftirlit sem bæta þarf úr þá er leikskólunum skylt að upplýsa foreldra um það. Skýrslur birt- ar á netinu GAGNSÆTT EFTIRLIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.